230 likes | 370 Views
Fyrirspurnaþing sjávarútvegsráðuneytis: Stofnstærðarmat og aflaregla. Friðrik Már Baldursson Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Hver voru markmiðin með aflareglu fyrir þorsk?. Hámarksafrakstur til lengri tíma Uppbygging stofnsins í hagkvæmt langtímajafnvægi
E N D
Fyrirspurnaþing sjávarútvegsráðuneytis: Stofnstærðarmat og aflaregla Friðrik Már Baldursson Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Hver voru markmiðin með aflareglu fyrir þorsk? • Hámarksafrakstur til lengri tíma • Uppbygging stofnsins í hagkvæmt langtímajafnvægi • Jöfnun sveiflna í afla - að svo miklu leyti sem það samræmist öðrum markmiðum • Lágmarkslíkur á hruni stofnsins • Einfaldleiki og gegnsæi
Staðan 1994 (skv. þáverandi mati) • Hrygningarstofn 220.000 t • Veiðistofn (4 ára og eldri) 590.000 t • Afli 1993 252.000 t; 1994 179.000 t • Fiskveiðidauði 55% (samanlagður árlegur veiðidauði og náttúrlegur dauði um 63%) • Mjög óhagkvæm nýting • mikið veiðiálag á lítinn stofn: mikill kostnaður litlar tekjur • hætta á hruni stofnsins
Niðurstöður • Stefnt að 800.000 t hrygningarstofni; 1.600.000 t veiðistofni (hvort tveggja miðgildi með töluverðum frávikum) • byggði á líffræðilegum og hagfræðilegum forsendum • tekið tillit til óvissu í stofnmati og náttúrlegra sveiflna í stofni • Stefnt að 26% fiskveiðidauða (samanlagður árlegur veiðdauði og náttúrlegur dauði ca. 40%) • Langtímaþorskafli u.þ.b. 330.000 t, en töluverðar sveiflur í kringum það gildi • Minni rækjuafli og loðnuafli, en engu að síður mjög hagkvæm aðgerð
Reiknað var með u.þ.b. 10 ára uppbyggingartíma • Reiknað var með að afli yrði óbreyttur fyrstu árin, en færi að mjakast upp fyrir 200.000 t uppúr aldamótum, þ.e.a.s. á þessu ári og því næsta • Gert var ráð fyrir að töluverðar sveiflur yrðu í afla, þrátt fyrir jöfnun milli ára
Aflareglan skv. upprunalegri tillögu • Reiknuð 22% af veiðistofni • Jöfnun með því að taka meðaltal afla síðasta árs og 22% af veiðistofni • Sett lágmark (155.000 t)
Meira um jöfnun • Reikningar bentu til að ef engin jöfnun kæmi til yrðu meðaltalssveiflur í afla milli ára u.þ.b. 60.000 t • Með jöfnun búist við sveiflum upp á 30.000 tonn að jafnaði • Bent á að jafnvel mætti jafna enn meira og gefa fyrra ári 75% vægi án markvert meiri hættu á hruni
Útfærsla aflareglunnar • Reiknuð 25% af veiðistofni • Sett lágmark (155.000 t) - engin jöfnun • Leiðir til • meira veiðiálags • minni hrygningarstofns • meiri sveiflna en í tillögu • Afli næst hraðar upp ef vel gengur
Hvernig gekk? • Í byrjun (1995-1996): verulegur samdráttur í þorskafla í samræmi við aflareglu og stofnmat • minna veiðiálag • vaxandi stofn • Síðan (1997-1999) fer að ganga „of vel” - hrygningarstofninn stækkar ört og mun örar en framreikningarnir frá 1994 gerðu ráð fyrir • Aflinn óx í samræmi við það skv. aflareglu (engin jöfnun)
Slær í bakseglin 2000-2001 • Stofnmat lækkar verulega • Ekki aðeins fyrir hvert yfirstandandi ár heldur nokkur ár aftur í tímann • Verulegt ofmat á stofninum 1998-1999, gengur til baka 2000-2001 • Jöfnun í formi hámarksbreytingar milli ára tekin upp í aflareglu
Þróunin metin • Ofmat á stofni leiddi til of mikillar veiði • Stofninn óx fyrst í stað, en er nú jafnstór og 1994 - a.m.k. samkvæmt fyrirliggjandi mati • veiðistofn nú um 580.000 t, stefnt að 900.000 t um aldamót með upprunalegri tillögu • Þrátt fyrir allt er þó nokkur árangur af beitingu aflareglunnar • fiskveiðidauði lækkaði úr 55% árin 1988-1992 í 48% að jafnaði 1995-2000 - var 58% árið 2000 • stofninn minnkaði ekki - varnarsigur • fengum meiri afla (20-30.000 t) með minni tilkostnaði en ella
Hvers erum við vísari? • Stofnmat er mun óvissara en áður var talið - bætist við raunverulegar náttúrlegar sveiflur • Verðum að finna leið til að takast á við þetta - miklar (niður)sveiflur í afla erfiðar og óhagkvæmar fyrir greinina og þjóðarbúið • Vandinn snýst um það hvernig er hægt að jafna aflasveiflur án þess að taka áhættuna af því að stefna stofninum í voða
Ekki rétt að slá einhverju endanlega föstu nema að vandlega skoðuðu máli, en athuga eftirfarandi: • Minna veiðiálag: • Leiðir til þess að fleiri árgangar bera uppi veiðina • Leiðir sjálfkrafa til minni sveiflna í stofni og veiði • Minni kostnaður við veiðar • Meiri jöfnun: líklega myndi nægja að gefa nýjasta stofnmati 25% vægi þegar stofninn hefur náð sér vel á strik • Breytt viðmiðun frá 4-14 ára fiski: 4 ára fiskur er uppistaðan í veiðistofni 2001