1 / 23

Fyrirspurnaþing sjávarútvegsráðuneytis: Stofnstærðarmat og aflaregla

Fyrirspurnaþing sjávarútvegsráðuneytis: Stofnstærðarmat og aflaregla. Friðrik Már Baldursson Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Hver voru markmiðin með aflareglu fyrir þorsk?. Hámarksafrakstur til lengri tíma Uppbygging stofnsins í hagkvæmt langtímajafnvægi

kevyn
Download Presentation

Fyrirspurnaþing sjávarútvegsráðuneytis: Stofnstærðarmat og aflaregla

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fyrirspurnaþing sjávarútvegsráðuneytis: Stofnstærðarmat og aflaregla Friðrik Már Baldursson Hagfræðistofnun Háskóla Íslands

  2. Hver voru markmiðin með aflareglu fyrir þorsk? • Hámarksafrakstur til lengri tíma • Uppbygging stofnsins í hagkvæmt langtímajafnvægi • Jöfnun sveiflna í afla - að svo miklu leyti sem það samræmist öðrum markmiðum • Lágmarkslíkur á hruni stofnsins • Einfaldleiki og gegnsæi

  3. Staðan 1994 (skv. þáverandi mati) • Hrygningarstofn 220.000 t • Veiðistofn (4 ára og eldri) 590.000 t • Afli 1993 252.000 t; 1994 179.000 t • Fiskveiðidauði  55% (samanlagður árlegur veiðidauði og náttúrlegur dauði um 63%) • Mjög óhagkvæm nýting • mikið veiðiálag á lítinn stofn: mikill kostnaður litlar tekjur • hætta á hruni stofnsins

  4. Niðurstöður • Stefnt að 800.000 t hrygningarstofni; 1.600.000 t veiðistofni (hvort tveggja miðgildi með töluverðum frávikum) • byggði á líffræðilegum og hagfræðilegum forsendum • tekið tillit til óvissu í stofnmati og náttúrlegra sveiflna í stofni • Stefnt að 26% fiskveiðidauða (samanlagður árlegur veiðdauði og náttúrlegur dauði ca. 40%) • Langtímaþorskafli u.þ.b. 330.000 t, en töluverðar sveiflur í kringum það gildi • Minni rækjuafli og loðnuafli, en engu að síður mjög hagkvæm aðgerð

  5. Reiknað var með u.þ.b. 10 ára uppbyggingartíma • Reiknað var með að afli yrði óbreyttur fyrstu árin, en færi að mjakast upp fyrir 200.000 t uppúr aldamótum, þ.e.a.s. á þessu ári og því næsta • Gert var ráð fyrir að töluverðar sveiflur yrðu í afla, þrátt fyrir jöfnun milli ára

  6. Hrygningarstofn í framreikningum 1994

  7. Afli í framreikningum 1994

  8. Aflareglan skv. upprunalegri tillögu • Reiknuð 22% af veiðistofni • Jöfnun með því að taka meðaltal afla síðasta árs og 22% af veiðistofni • Sett lágmark (155.000 t)

  9. Meira um jöfnun • Reikningar bentu til að ef engin jöfnun kæmi til yrðu meðaltalssveiflur í afla milli ára u.þ.b. 60.000 t • Með jöfnun búist við sveiflum upp á 30.000 tonn að jafnaði • Bent á að jafnvel mætti jafna enn meira og gefa fyrra ári 75% vægi án markvert meiri hættu á hruni

  10. Útfærsla aflareglunnar • Reiknuð 25% af veiðistofni • Sett lágmark (155.000 t) - engin jöfnun • Leiðir til • meira veiðiálags • minni hrygningarstofns • meiri sveiflna en í tillögu • Afli næst hraðar upp ef vel gengur

  11. Hvernig gekk? • Í byrjun (1995-1996): verulegur samdráttur í þorskafla í samræmi við aflareglu og stofnmat • minna veiðiálag • vaxandi stofn • Síðan (1997-1999) fer að ganga „of vel” - hrygningarstofninn stækkar ört og mun örar en framreikningarnir frá 1994 gerðu ráð fyrir • Aflinn óx í samræmi við það skv. aflareglu (engin jöfnun)

  12. Slær í bakseglin 2000-2001 • Stofnmat lækkar verulega • Ekki aðeins fyrir hvert yfirstandandi ár heldur nokkur ár aftur í tímann • Verulegt ofmat á stofninum 1998-1999, gengur til baka 2000-2001 • Jöfnun í formi hámarksbreytingar milli ára tekin upp í aflareglu

  13. Þróunin metin • Ofmat á stofni leiddi til of mikillar veiði • Stofninn óx fyrst í stað, en er nú jafnstór og 1994 - a.m.k. samkvæmt fyrirliggjandi mati • veiðistofn nú um 580.000 t, stefnt að 900.000 t um aldamót með upprunalegri tillögu • Þrátt fyrir allt er þó nokkur árangur af beitingu aflareglunnar • fiskveiðidauði lækkaði úr 55% árin 1988-1992 í 48% að jafnaði 1995-2000 - var 58% árið 2000 • stofninn minnkaði ekki - varnarsigur • fengum meiri afla (20-30.000 t) með minni tilkostnaði en ella

  14. Hvers erum við vísari? • Stofnmat er mun óvissara en áður var talið - bætist við raunverulegar náttúrlegar sveiflur • Verðum að finna leið til að takast á við þetta - miklar (niður)sveiflur í afla erfiðar og óhagkvæmar fyrir greinina og þjóðarbúið • Vandinn snýst um það hvernig er hægt að jafna aflasveiflur án þess að taka áhættuna af því að stefna stofninum í voða

  15. Ekki rétt að slá einhverju endanlega föstu nema að vandlega skoðuðu máli, en athuga eftirfarandi: • Minna veiðiálag: • Leiðir til þess að fleiri árgangar bera uppi veiðina • Leiðir sjálfkrafa til minni sveiflna í stofni og veiði • Minni kostnaður við veiðar • Meiri jöfnun: líklega myndi nægja að gefa nýjasta stofnmati 25% vægi þegar stofninn hefur náð sér vel á strik • Breytt viðmiðun frá 4-14 ára fiski: 4 ára fiskur er uppistaðan í veiðistofni 2001

More Related