150 likes | 437 Views
Lífeyrissjóður bankamanna. Ársfundur 5. apríl 2011. Stjórn og starfsmenn.
E N D
Lífeyrissjóður bankamanna Ársfundur 5. apríl 2011
Stjórn og starfsmenn • Fulltrúar sjóðfélaga eru 3, kosnir til tveggja ára á ársfundi 2010, Friðbert Traustason, Helga Jónsdóttir og Sigurjón Gunnarsson. Fulltrúar aðildarfyrirtækja einnig 3, Atli Atlason, Hermann Björnsson og Ingvar Sigfússon. • Stjórnin skipti með sér verkum, Friðbert formaður og Atli varaformaður • Starfsmenn sjóðsins eru Anna Karlsdóttir, Hulda Björk Guðmundsdóttir, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri og Svana Símonardóttir • Kjörnir skoðunarmenn eru Hallfríður Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Egilsson. Endurskoðunarnefnd: Ingvar Sigfússon, Sigurjón Gunnarsson og Stefán Svavarsson formaður. Löggiltir endurskoðendur eru Knútur Þórhallsson og Örnólfur Jónsson frá Deloitte hf. • Tryggingafræðingur er Bjarni Guðmundsson og lögfræðingur sjóðsins er Sveinn Sveinsson, hrl. • Sjóðurinn er til húsa að Skipholti 50b
Starf stjórnar 2010 • Helstu málefni á stjórnarfundum: • fjárfestingar sjóðsins teknar fyrir á hverjum fundi • umsóknir um eftirlaun, örorku, maka- og barnalífeyri skoðaðar (úrskurðir tryggingafr.) • lánsumsóknir skoðaðar (eru afgreiddar af starfsmönnum), hámarkslán er nú 25 milljónir til allt að 40 ára, vextir eru nú 4,2% og óbeint tengdir vöxtum annarra lífeyrissjóða. Fáar umsóknir • unnið með tryggingafræðingi LB og lögfræðingi vegna breytinga á samþykktum sjóðsins og ýmsum málefnum er tengjast FME, en umfang eftirlits og athugasemda FME virðist sífellt vaxa gagnvart öllum lífeyrissjóðum landsmanna • unnið með endurskoðendum vegna vinnu við innri og ytri endurskoðun og skýrslugerðar til Fjármálaeftirlitsins ásamt endurmati eigna • unnið með endurskoðendum og ráðgjöfum við fjárfestingastefnu • ýmis vinna vegna breytinga á lagaumhverfi og reglugerðum er fjalla um umhverfi, réttindi og skyldur lífeyrissjóða gagnvart sjóðfélögum og eftirlitsaðilum
Baráttan við FME • Í lögum um fjármálafyrirtæki segir: • “Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis og stjórnarmenn annars eftirlitsskylds aðila mega ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem er tengdur honum né vera starfsmenn, lögmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila” • Á grundvelli þessa texta í lögum um fjármálafyrirtæki hefur FME bannað þremur starfsmönnum LÍ og Arionbanka að sitja í stjórn Lífbank. • Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um lífeyrissjóði: • “Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. getur starfsmaður annars eftirlitsskylds aðila tekið sæti í stjórn lífeyrissjóðs ef hann er kosinn eða skipaður úr hópi sjóðfélaga. Stjórnarseta samkvæmt þessari málsgrein skal háð því að hún skapi ekki, að mati Fjármálaeftirlitsins, hættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði eða dragi úr trúverðugleika stjórnar lífeyrissjóðs. Skal þar m.a. horft til stöðu þeirra starfsmanna sem um ræðir hjá eftirlitsskyldum aðila.
Eftirlit og endurskoðun Lífbank • Fjármálaráðuneytið þarf að samþykkja allar breytingar á samþykktum Lífbank, sem sjóðfélagafundir og aðildarfyrirtækin hafa samþykkt • FME hefur eftirlit með að lögum sé framfylgt í einu og öllu og fær einnig ársfjórðungslega skýrslur um rekstur og fjárfestingar sjóðsins • Félagslega kjörnir skoðunarmenn fara yfir alla fjármálagerninga • Löggiltir endurskoðendur Deloitte sjá um ytri endurskoðun og aðstoða við uppsetningu ársreikninga • Löggiltir endurskoðendur sjá einnig um innri endurskoðun og eru algerlega óháðir ytri endurskoðendum • Endurskoðunarnefnd skipuð þremur aðilum yfirfer og fylgist með úttektum endurskoðenda • Tryggingafræðingur sér um tryggingafræðilega úttekt sjóðsins • Endurskoðendur afgreiddu alla úttekt á sjóðnum “án athugasemda”
Fjárfestingar Lífbank • Mikil íhaldssemi í fjárfestingum, sérstaklega fyrir Hlutfallsdeildina • Erfitt að ná góðri ávöxtun þar sem fátt er um fína drætti á markaði • ríkisskuldabréf með 2,7 til 3,20% vöxtum + verðtrygging • innlán með ca 2-3% vöxtum + verðtrygging • innlán með 4-5% nafnvöxtum • skuldabréf sveitarfélaga og OR, ávöxtunarkrafa óviss og bréfin kannski mis áreiðanlegur fjárfestingakostur • sjóðfélagalán með 4,2% vöxtum, lítil eftirspurn • Lokað fyrir erlendar fjárfestingar, sennilega til 2015 • Lífbank er með í Framtakssjóði Íslands með um 480 milljón króna skuldbindingu ef allt hlutafé verður innkallað. Gott útlit fyrir góða ávöxtun • Fjárfesting í raforkuframleiðslu og dreifingu (OR og Magma) verulega áhættusöm, en sýnir kannski samfélagslega ábyrgð???
Hlutfallsdeild • Frá ársbyrjun 2008 eru 99% af eignum deildarinnar í íslenskar krónum, en í árslok 2006 voru 14,37% af eignum deildarinnar í erlendum gjaldmiðlum. Áður var búið að selja nánast öll innlend hlutabréf. Eignirnar eru að mestu í skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs og innlánum í bönkum • Nú er fjárfest að mestu í íbúðarbréfum með mislangan líftíma, þar sem greiðslur parast vel á móti útgreiðslum lífeyris á næstu árum, og einnig eru í gildi samningar um bundna innlánsreikninga á ágætum vöxtum + verðtr. • Þessi endurfjárfesting var gerð á góðum tíma og gefur Hlutfallsdeildinni öruggt og gott eignasafn, litlar vaxtasveiflur • Möguleikar til góðrar ávöxtunar eru nú afar takmarkaðir. Krafa á ríkisbréfum er nálægt 3% og innlán á enn lægri raunávöxtun
Hrein eign til greiðslu lífeyrisHlutfallsdeild • 31. desember 2009 31.277 mkr. • Hækkun 2010 1.046 mkr. • 31. desember 2010 32.323 mkr. • Nafnávöxtun var 7,43% og raunávöxtun 4,70%, en s.l. 12 ár er meðaltals raunávöxtun 3,49% • Sjóðurinn þarf að lágmarki 3,5% raunávöxtun og þolir ekki miklar sveiflur í ávöxtun og þess vegna eru eignir nú allar í verðtryggðum íslenskum krónum • Útkoma þessa sjóðs er mjög góð miðað viða aðra lífeyrissjóði landsmanna • Eignir færðar niður um 150 milljónir v/ skuldabréfs Byrs
Yfirlit lífeyrissjóða • nafnávöxtun raunávöxtun • Lífeyrissjóður bankamanna(H) 7,43% 4,70% • Lífeyrissjóður bankamanna(A) 5,84% 3,15% • Lífeyrissjóður verslunarmanna 6,10% 3,40% • á enn eftir að gera upp gjaldmiðlasamninga • Lífeyrissjóðurinn Gildi 4,00% 1,40% • á enn eftir að gera upp gjaldmiðlasamninga • Sameinaði lsj. 4,60% 2,00% • á enn eftir að gera upp gjaldmiðlasamninga uppá milljarða • Í þessum þremur viðmiðunarsjóðum eru nú um 700 milljarðar.
Hlutfallsdeild • Greiðandi sjóðfélögum fækkar um 50 á árinu, eru nú 403 • Greiddur lífeyrir er nú 1.551.080 kr., en iðgjöld aðeins 318.420 kr. • Fjöldi sjóðfélaga með lífeyri 758 og fjölgaði um 62 á árinu • Helstu óvissuþættir eins og áður, auk lengri lífaldurs (karla) og aukinnar örorkubyrði, eru lífaldur við lífeyristöku(67/65) og nýting 95-ára reglunnar • En deildin er nú í sæmilegum málum og grundvöllur hennar og eignir traustar • Tryggingafræðileg staða er -6,05% “hrein eign umfram heildarskuldbindingar” og því ekki ástæða til skerðingar núna. En ef þessi mínus (yfir -5%) varir í 5 ár þá þarf að lækka réttindi sjóðfélaga. Þessi ákvæði byrja ekki að telja fyrr en 2011 • Eignasafnið auðveldara okkur að para saman tekjur deildarinnar og útgreiðslu lífeyris, en alltaf þarf þó að endurfjárfesta, innlausn ríkisbréfa og innlánssamningar renna út • Hvert ár í lengri lífaldri eykur skuldbindingu sjóðsins um ca. 5,5% • Lækkun vaxta úr 3,5% niður í 3,25% eykur einnig heildarskuldbindingu sjóðsins um 4%.
Aldursdeild • Stigadeildinni var breytt í Aldursdeild á árinu 2008. Um 4 milljarðar voru greiddir út úr deildinni inn á séreignar lífeyrisreikninga, sem sjóðfélagar sjálfir gáfu LB upplýsingar um • Hér eftir er öll réttindaávinnsla í samræmi við aldur sjóðfélaga og iðgjöld. Þeir sem yngri eru fá meiri réttindi en þeir eldri fyrir sömu inngreiddu iðgjöld • Töflur í samþykktum sjóðsins yfir ávinnslu • Engar niðurfærslur í A-deild vegna skemmdra epla
Hrein eign til greiðslu lífeyrisAldursdeild • 31. desember 2009 12.472 mkr. • Hækkun 2010 1.758 mkr. • 31. desember 2010 14.230 mkr. • Nafnávöxtun var 5,84%, en raunávöxtun 3,15% • Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 12 ár er 3,54% • Sjóðurinn þarf að lágmarki 3,5% raunávöxtun en þolir sveiflur í ávöxtun þar sem útgreiðslur verða ekki miklar næstu árin • Eignir í íslenskum krónum eru 89,21%, en í erlendum gjaldmiðlum 10,79%% • Útkoma þessa sjóðs er ágæt miðað viða aðra lífeyrissjóði landsmanna
Aldursdeild • Sjóðsfélögum fjölgaði á árinu um 41, virkir sjóðfélagar erunú 1835 • Á lífeyrieru 105, helmingurvegnaörorku • Eðlilega eru innborganir sjóðsfélagamikiðhærri en greiddur lífeyrir, það er 1.104.346, en lífeyrir aðeins 104.446 • Allirnýráðnirgreiðatil Aldursdeildar • NauðsynlegtaðaðildarfyrirtækinstandiviðþannsamningaðallirnýirstarfsmenngreiðitilLífeyrissjóðs bankamanna • Tryggingafræðileg staða er -4,45% “hrein eign umfram heildarskuldbindingar” og því ekki ástæða til skerðingar nú • En ef þessi mínus (yfir -5%) varir í 5 ár þá þarf að lækka réttindi sjóðfélaga. Þessi ákvæði byrja ekki að telja fyrr en 2011 • Eignasafnið er ágætt en alltaf þarf þó að endurfjárfesta, innlausn ríkisbréfa og innlánssamningar renna út • Hvert ár í lengri lífaldri eykur skuldbindingu sjóðsins um ca. 5,5% • Lækkun vaxta úr 3,5% niður í 3,25% eykur einnig heildarskuldbindingu sjóðsins um 4%.
Ávöxtun eigna sjóðsins • Samningar um fjárvörslu voru gerðir við Íslensk verðbréf á árinu, ca. 2 milljarðar þar í vörslu • Erlendar eignir sjóðsins eru í vörslu hjá LÍ • Allar eignir sem hægt er að flytja komnar til sjóðsins • Fjárfestingastefna Aldursdeildar verður reglulega í skoðun, en Hlutfallsdeild lítið breytt. Stefnurnar skýrðar hér á eftir
Lífeyrissjóður bankamanna Ársfundur 5. apríl 2011 Takk fyrir