160 likes | 345 Views
Árni Sigurjónsson. Fundur með sérfræðisafnahópi og háskólabókasafnahópi 7. apríl 2005. Sögulegt ágrip. 2001, maí: Miðlægt bókasafnskerfi fyrir bókasöfn landsins keypt. 2001, nóv.: Landskerfi bókasafna hf. stofnað. 2003, maí: Kerfið opnað almenningi. 2004, apríl: 100 söfn bætast við.
E N D
Árni Sigurjónsson Fundur með sérfræðisafnahópi og háskólabókasafnahópi 7. apríl 2005
Sögulegt ágrip • 2001, maí: Miðlægt bókasafnskerfi fyrir bókasöfn landsins keypt. • 2001, nóv.: Landskerfi bókasafna hf. stofnað. • 2003, maí: Kerfið opnað almenningi. • 2004, apríl: 100 söfn bætast við.
Landskerfi bókasafna hf. • Fjöldi starfsmanna 4 • Eigendur fyrirtækisins: Ríkissjóður 52% 46 sveitarfélög 48% • Hlutafé 144.000.000 • Stjórn Anna Torfadóttir, Hörður Sigurgestsson, Karl Guðmundsson, Sigrún Klara Hannesdóttir. • Skráningarráð Auður Gestsdóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Hulda Ásgrímsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir Þórdís Þórarinsdóttir
Hve mörg söfn nota kerfið? • Af um 400 bókasöfnum landsins hafa um 174 bókasöfn og útibú tengt eintök við kerfið. • Þar af eru 39 á vegum ríkisins, um 130 á vegum sveitarfélaga.
Samstarfsaðilar • Kerfið er framleitt af Ex Libris í Ísrael og er notað víða, svo sem hjá British Library, Harvard-háskóla og MIT. • Kerfið er hýst hjá Skríni hf. á Akureyri.
Hve mikið er af gögnum í kerfinu? • Lánþegar: 121.000 • Titlar: 842.000 • Eintök: 2.904.000 • Útlán á mánuði 224.000
Hvers konar söfn nota kerfið? • Tegundir safna í kerfinu: 70 grunnskólasöfn. 54 almenningsbókasöfn. 18 háskólasöfn (þ.m.t. deildir Lbs-Hbs). 12 stjórnsýslusöfn. 8 sérfræðisöfn. 8 framhaldsskólasöfn.
Háskólasöfn • Háskólinn á Akureyri • Háskólinn í Reykjavík • Kennaraháskóli Íslands • Landsbókasafn Ísl. - Háskólabókasafn • Landspítali - háskólasjúkrahús • Listaháskóli Íslands • Tækniháskóli Íslands
Sérfræðisöfn • Bókasafn Dagsbrúnar • Gljúfrasteinn • Hafnarborg • Rannsóknasetur Vestmannaeyja • Samskiptamiðstöð heyrnarlausra • Stofnun Árna Magnússonar • Tónskóli Þjóðkirkjunnar • Þjóðminjasafn Íslands • Örnefnastofnun Íslands
Starfsmenn og verksvið þeirra • Árni Sigurjónsson Sér m.a. um fjármál, forritun og vefinn landskerfi.is. • Dögg Hringsdóttir Sér m.a. um þýðingu biðlara, IP-tengingar, notandaheimildir og rukk. • Harpa Rós Jónsdóttir Sér m.a. um vefinn gegnir.is, aðstoðar notendur og kennir á námskeiðum. • Sigrún Hauksdóttir Sér m.a. um yfirfærslu gagna, samskipti við skráningarráð og framgang innleiðingar.
Verkefnaáætlun • 2005: Uppfærsla í nýja útgáfu. • 2005: SFX, kerfi sem heldur utan um rafrænar áskriftir. • 2006: MetaLib, kerfi sem leitar samtímis í mörgum vefgagnagrunnum.
Kostnaður v/flutnings gagna (Rósa, RaLa) • LB rukkar ekki fyrir gagnaflutning. • Kostnaður safnsins: • E.t.v. greiðsla til 3. aðila. • Vinnuframlag vegna gátunar. • Ef um samruna safna er að ræða (sbr. RaLa) gildir hið sama.
Þátttaka ríkissafna, kynning (Kristín, Umhverfisstofnun) • Engum er skylt að nota Gegni. • Félag forstöðumanna ríkisstofnana afþakkaði kynningu. • Kostnaður: Flest stofnanasöfn greiða 23.000 + vsk (=28.635 m.vsk.).
Gjaldskrá LB • 1. Framhaldsskólasöfn 19. kr. pr. nemanda á mánuði. • 2. Sveitarfélagasöfn Um 13 kr. pr. íbúa á mánuði. • 3. Stofnanasöfn 23.000 kr. á mánuði m.v. 1 bókavörð og færri en 20.000 eintök í safni. • 4. Söfn félagasamtaka Lítil samtök: ¼ gjalds. • 5. Háskólasöfn Upphæð byggð á fjölda nemenda, kennara, eintaka og titla.
Kostnaður og færsluveiðar (Anna, Orkustofnun) • Ekkert stofngjald er fyrir Gegni, aðeins mánaðargjald. • Nú er kostur á tengingu við OCLC. • Safn sem fær sér aðgang að bókfræðigagnagrunni sem selur færslur sem vista má lókalt á MARC21 textaformi getur sótt þær í kerfið.
Leiðréttingakostnaður (Guðún, Veðurstofunni) • Ef bókavörður sem veiðir færslu hefur skráningarréttindi í kerfinu á hann að ganga frá færslunni. • Hafi hann ekki réttindi þarf hann að semja við e-n annan um að gera það. • Hlutverk skráningarráðs.