110 likes | 245 Views
Ráðstefna Öldrunarráðs Íslands Fyrirlestur fluttur fimmtudaginn 9. febrúar 2006. Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL. Sveigjanlegur starfstími starfsmanna ISAL.
E N D
Ráðstefna Öldrunarráðs ÍslandsFyrirlestur fluttur fimmtudaginn 9. febrúar 2006. Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL Sveigjanlegur starfstími starfsmanna ISAL. Í kjarasamningi hlutaðeigandi verkalýðsfélag og ISAL eru m.a. þrjú fyrirmyndar ákvæði sem ég mun ræða hér sérstaklega, sem eru : • Hlutastarf sem starfsmenn geta farið í við 55 ára aldur og 60 ára aldur. • Smiðjan. Vinnustaður fyrir starfsmenn með skerta starfsorku. • Flýtt starfslok við 65 ára til 67 ára aldur.
Hlutastarf. • Markmið með hlutastarfi er m.a. að undirbúa starfsmann að hætta að vinna. • Starfmaður sem er 60 ára og hefur unnið hjá ISAL í 5 ár á rétt á að minnka vinnuskyldur sína um allt að tvo mánuði, og starfsmaður sem er 55 ára og hefur unnið í 28 ár getur stytt vinnuskyldu um allt að einum mánuði.
Launakjör í hlutastarfi • Starfsmaður fer á jafnaðarlaun þannig að hann er á launum í hlutastarfsfjarverunni. • Starfsmaður fær óskerta orlofs- og desemberuppbót (sem er nú kr 100.617 hvor greiðsla) • ISAL greiðir það sem upp á vantar í lífeyrissjóð og í séreignasparnað eins og maðurinn væri í fullu starfi.
Smiðjan Smiðjan er vinnustaður sem er fyrir starfsmenn sem ekki hentar að starfa á sínum vinnustað vegna umhverfis, vinnufyrirkomulags eða af öðrum ástæðum svo sem: • Vegna skertrar stafsorku vegna veikinda eða eftir slyss. • Tilflutningur getur verið um styttri eða lengri tíma.
Flýtt starfslok Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár hjá ISAL á rétt að fara í flýtt starfslok við 67 ára aldur og fá greiðslu samkvæmt ákvæðum kjarasamnings til 70 ára aldurs. • Einnig getur starfsmaður sem unnið hefur í 15 ár hjá ISAL við 65 ára aldur óskað eftir því að fara í flýtt starfslok og fá greiðslu í 3 ár. • ISAL getur óskað eftir því við starfsmann eftir að hann er orðinn 66 ára að hann fari í flýtt starfslok sem taki þá gildi eftir 6 mánuði. • Starfsmaður sem er á veikinda/slysagreiðslum eftir langvarandi fjarveru við 64 ára aldur öðlast rétt til greiðslu í flýttum starfslokum við 65 ára aldur.
Launagreiðslur í Flýttum starfslokum • Starfsmaður fær ákveðna greiðslu frá ISAL sem hér segir: • kr. 119.368 á mánuði og • 35% af orlofs- og desembergreiðslu sem er nú 35.216 hvor greiðsla. • ISAL greiðir áfram í lífeyrissjóð eins og um fullt starf væri að ræða þannig að starfsmaður við 70 ára aldur fengi greitt úr lífeyrissjóð eins og hann hefði verið í 100% starfi allan tímann.
Aðrar upplýsingar Lífeyrissjóður: Endurreiknuð stig í sjóðnum vegna innvinnslu stiga, eru þegar starfsmaður verður 70 ára. Tryggingastofnun: Ef starfsmaður á hugsanlega víðtækari rétt hjá tryggingarstofnun, þarf hann að snúa sér þangað sjálfur, því allt slíkt þarf að sækja um. Tekjutrygging: Þar sem tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu þarf að láta Tryggingastofnun vita af öllum breytingum sem verða, svo og öðrum breytingum sem hugsanlega hafa áhrif á tekjutryggingu. ATHUGIÐ: þessar upplýsingar eru háðar því að tekjur starfsmanns og maka séu réttar.
Hugsanlegar hindranir • Það eru hreinar undantekningar ef starfsmaður sækir ekki um að fara í flýtt starfslok, t.a.m. skoða starfsmenn útreikninga frá mér með rúmlega árs fyrirvara. • Það eru tvær hindranir sem ég hef orðið var við en þær eru • Starfsmaður í góðu líkamlegu formi sem metur starfið og félagskap vinnufélag mikils. • Starfsmaður sem lent hefur í fjárhagsörðugleikum.
Niðurlag • Nú eru 44 starfsmenn í hlutastarfi, það eru 68 starfsmenn á aldrinum 60 til 67 ára. • Það eru 48% starfsmanna á aldrinum 60 til 67 ára í hlutastarfi • Nú eru 12 starfsmenn í Smiðjunni • Nú eru 26 starfsmenn í flýttum starfslokum og 6 hafa sent inn umsókn. • Það eru eingöngu 9 starfmenn í starfi á aldrinum 67 til 70 ár í starfi aðrir hafa valið sér að fara í flýtt starfslok • Það hafa 145 starfsmenn farið í flýtt starfslok frá því 1991