210 likes | 436 Views
Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldri starfsmanna. Morgunverðarfundur Verkefnisstjórnar um málefni 50+ 19. nóvember 2008 Guðfinna Harðardóttir. Efni. Af hverju miðaldra og eldri? Færni til framtíðar Mýtur og niðurstöður rannsókna
E N D
Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldri starfsmanna Morgunverðarfundur Verkefnisstjórnar um málefni 50+ 19. nóvember 2008 Guðfinna Harðardóttir
Efni • Af hverju miðaldra og eldri? • Færni til framtíðar • Mýtur og niðurstöður rannsókna • Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldra starfsfólks • Ný námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Hverjir eru miðaldra og eldri? • Lissabon yfirlýsing ESB: 55-64 ára • Tölfræðingar og fræðimenn: 45+ • Verkefnisstjórn um málefni 50+: 50-65 ára • Lög um almannatryggingar 100/2007: Atvinnutengdar tekjur skerða ekki lífeyri = Maður er aldrei of gamall fyrir íslenskan vinnumarkað!
Af hverju miðaldra og eldri? Þróun aldurssamsetningar íslensks vinnuafls 1980-2050 (Hagstofa Íslands)
Atvinnuþátttaka miðaldra og eldra fólks Markmið ESB er að ná 50% árið 2010 Atvinnuþátttaka Evrópubúa á aldrinum 55-64 ára (Eurostat, hagstofa ESB)
Hvernig eru miðaldra og eldri starfsmenn? Hvað segja mýturnar? • Vinna hægar og lengur að ljúka verkefnum • Geta síður tileinkað sér nýja þekkingu og færni • Eiga erfiðara með að takast á við breytingar • Fá færri tækifæri til símenntunar • Hafa minni áhuga á símenntun • Fá síður vinnu En rannsóknir? • Vandvirkari en lengur að ljúka verkefnum • Meiri færni bæði félagsleg og fagleg • Reynsla þeirra er dýrmæt fyrirtækinu og bætir upp reynsluleysi yngri starfsmanna • Hafa slakari tölvu- og tækniþekkingu • Meiri hollusta gagnvart fyrirtækinu, eru jákvæðari gagnvart vinnunni og mæta betur • Hafa áhuga á símenntun en sækjast síður eftir henni en yngri starfsmenn • Meiri hætta á langtímaatvinnuleysi
Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldra starfsfólks MA ritgerð í mannauðsstjórnun • Af hverju verslun? • Spurningakönnun smíðuð með hliðsjón af mikilvægum færniþáttum • Send til valinna stjórnenda í verslun (hentugleikaúrtak) • Um 50% svörun • Ekki hægt að alhæfa um niðurstöður en gefa engu að síður vísbendingar
Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldra starfsfólks MA ritgerð í mannauðsstjórnun Rannsóknarspurningar: • Er þörf fyrir starfskrafta miðaldra og eldra fólks í verslun hér á landi? • Hvert er viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldri starfsmanna? • Hvaða færniþætti telja stjórnendur í verslun starfsmenn 50 ára og eldri þurfa að byggja upp og/eða viðhalda? Er það annars konar færni en stjórnendur telja yngri starfsmenn þurfa að byggja upp og/eða viðhalda? • Hafa stjórnendur í verslun upplifað skort á starfsfólki og ef svo er, hvernig bregðast þeir við þeim skorti? • Hvaða aðferðir eru notaðar til að stuðla að símenntun og stöðugu námi starfsmanna?
Hvaða færni þarf að byggja upp? • 2. Hversu mikla eða litla þörf telurðu fyrir starfsmenn 50 ára og eldri að bæta sig í eða læra eftirfarandi? • Hversu mikla eða litla þörf telurðu fyrir starfsmenn yngri en 50 áraað bæta sig í eða læra eftirfarandi?
Stjórnendur telja mikilvægt að halda í miðaldra og eldri starfsmenn af því að ...
Viðhorf stjórnenda • Þrír af hverjum fjórum stjórnendum vilja jafna aldursdreifingu starfsmanna • Miðaldra og eldri starfsmenn mæta betur í vinnuna og sýna fyrirtækinu meiri hollustu • Sjá ekki mun á því hvorir eru fljótari að ljúka verkefnum
Hverjir eru áhugasamari um að taka þátt námskeiðum og þjálfun á vegum fyrirtækisins?
Hlutfall stjórnenda sem töldu starfsmenn hafa mjög mikla eða nokkuð mikla þörf á að byggja upp hjá sér ...
Hvaða færni þarf að byggja upp hjá miðaldra og eldri starfsmönnum?
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins • Stofnuð af ASÍ og SA árið 2002 • Samstarfsvettvangur um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtaka ASÍ og SA. • Markmiðið er að veita starfsmönnum, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. • Starfsemin byggir á samþykktum félagsins og þjónustusamningi sem gerður hefur verið við menntamálaráðuneytið. • Starfsemin beinist að þeim sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla. Sá markhópur er um 40% fólks á vinnumarkaði.
Námsskrár FA • Samkvæmt samþykkt menntamálaráðuneytisins má meta nám skv. námsskrám FA til styttingar námi á framhaldsskóla-stigi • Ætlaðar fólki með stutta formlega menntun að baki www.frae.is
Ný námsskrá í vinnslu • 150 kennslustundir • Ætluð fólki á vinnumarkaði sem vill auka sjálfstraust sitt og færni til að takast á við breytingar í störfum og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. • Tilgangur námsleiðarinnar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfs, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn. Í náminu er lögð mikil áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir er aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem nýtast námsmönnum bæði í leik og starfi.
Til hvers að standa í þessu? • Þekking og færni starfsmanna eru þeir þættir sem skilja fyrirtæki að. • Fyrirtæki skapa sér samkeppnisforskot á grundvelli sérþekkingar starfsmanna sinna. • Sérþekking skapar forskot í samkeppninni. • Aukin menntun skilar aukinni framleiðni og auknum hagvexti.
Til hvers að standa í þessu? “Jákvæð ruðningsáhrif” Aukin menntun starfsmanns hefur ekki eingöngu áhrif á hans eigin afköst heldur má reikna með að afköst næstu starfs-félaga aukist einnig! (Lucas, 1990, sjá Tryggvi Þór Herbertsson. (1996). Innri og ytri hagvöxtur. Yfirlit yfir gamlar kenningar og nýjar. Fjármálatíðindi 43,( 1),90–108.)