300 likes | 467 Views
Íslenskir lífeyrissjóðir. Albert Jónsson Forstöðumaður Eignastýringar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Haustráðstefna FLE 2002 8. Nóvember 2002. Efnistök:. Fjárfestingar og fjárfestingstefna Eignastýring lífeyrissjóða Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða. Haustráðstefna FLE 2002.
E N D
Íslenskir lífeyrissjóðir Albert Jónsson Forstöðumaður Eignastýringar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Haustráðstefna FLE 2002 8. Nóvember 2002
Efnistök: • Fjárfestingar og fjárfestingstefna • Eignastýring lífeyrissjóða • Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða Haustráðstefna FLE 2002
Nokkrar stærðir á íslenskum fjármálamarkaði í lok árs 2001 • Eignir lífeyrissjóða 645 milljarðar • Innlendur skuldabréfamarkaður 620 milljarðar • Húsbréf(46%) • Ríkistryggð bréf(14%) • Bankabréf(29%) • raunávöxtun 5 – 6% • 60% ríkistryggt • Innlendur hlutabréfmarkaður 496 milljarðar Haustráðstefna FLE 2002
Eignir íslensku lífeyrissjóðanna Árlegur vöxtur 12% Milljarðar króna Haustráðstefna FLE 2002
Stærstu lífeyrissjóðirnir Haustráðstefna FLE 2002
Eignir íslensku lífeyrissjóðanna Milljarðar króna Heildareignir Innlend skuldabréf Erlend hlutabréf Innlend hlutabréf Haustráðstefna FLE 2002
Auðæfi þjóða: Eignir lífeyrissjóða í % af þjóðarframleiðslu 150% of GDP, 2040 Source: Intersec Research Haustráðstefna FLE 2002
Hrein raunávöxtuneigna íslenskra lífeyrissjóða % Haustráðstefna FLE 2002
Dæmi um fjárfestingastefnu lífeyrissjóða • Markmið 2006 • Innlend skuldabréf 50 - 60% • Erlend hlutabréf 30 - 40% • Innlend hlutabréf 8 - 15% • Nýir eignaflokkar • Erlend skuldabréf • Óhefðbundnar fjárfestingar Haustráðstefna FLE 2002
Eignasamsetning í árslok 2001 Heildareignir: 645 milljarðar Haustráðstefna FLE 2002
Möguleg eignasamsetning í árslok 2006 Heildareignir: 1.200 milljarðar Haustráðstefna FLE 2002
Hvað ræður fyrst og fremst ávöxtun lífeyrissjóða? Tímasetning 3% Eignasamsetning 97% Hér skiptir höfuðmáli hverning Skipting er milli skuldabréfa og hlutabréf Haustráðstefna FLE 2002
Hvað var að gerast hjá erlendu lífeyrissjóðunum 2001? • Eignir 200 stærstu bandarískra lífeyrissjóða lækkuðu um 14,4% milli ára skv. Janúarhefti tímaritsins “Pension & Investments” • Árið 2001 var versta ár breskra lífeyrissjóða síðan 1990. Meðalávöxtun var –9,4%. Haustráðstefna FLE 2002
Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða Heimild: Seðlabanki Íslands Haustráðstefna FLE 2002
Þróun fjárfestinga í erlendum hlutabréfum Million $ Haustráðstefna FLE 2002
Erlend hlutabréf sem hlutfall í verðbréfasafni lífeyrissjóða Haustráðstefna FLE 2002
Eiga lífeyrissjóðir að eiga erlend verðbréf? • Hvað mælir með fjárfestingu í erlendum verðbréfum: • Dreifa áhættu á fleiri hagkerfi en það íslenska • Íslenskt atvinnulíf er bæði smátt og einhæft • Lífeyrissjóðir eru í eðli sínu langtímafjárfestar sem geta mætt skammtímasveiflum • Betri áhættudreifing og betri ávöxtun til lengri tíma • Niðurstaða: • Eðlilegt að lífeyrissjóðir séu með 40 – 50% í erlendum verðbréfum Haustráðstefna FLE 2002
Eignastýring hjá LSR • Fjárfestingastefna, Fjárfestingaáætlanir, Fjárfestingaheimildir • Reglur um verðbréfakaup • Áhættustýring og eftirlit • Frammistöðumælingar á helstu verðbréfaflokka • Stöðug leit að betri fjárfestingavalkostum, nýjum eignaflokkum og nýjum fjárvörsluaðilum • Vera í fremstu röð í ávöxtun Haustráðstefna FLE 2002
Meginstarfssvið Eignastýringar lífeyrissjóða hjá LSR • Ávöxtun fjármunasamkvæmt fjárfestingastefnu • Mat fjárfestingavalkosta innanlands og erlendis • Val á erlendum fjárvörsluaðilum í samráði við stjórn • Eftirlitmeð verðbréfaeign, frammistöðu samstarfsaðila og erlendra fjárvörsluaðila • Samskipti við innlend og erlend fjármálafyrirtæki • Innleiðingbestu upplýsingtækni til eftirlits og mælinga á heildarverðbréfasafni þannig að sjóðurinn nái að ávaxta fjármuni á sem hagkvæmastan hátt hverju sinni fyrir sjóðsfélaga Haustráðstefna FLE 2002
Aðkoma að innlendum fjárfestingum hjá LSR • Regluleg kaup á húsbréfum, ríkistryggðum bréfum, sveitarfélaga- og fyrirtækjabréfum allt eftir framboði og kjörum á markaði hverju sinni • Uppbygging á innlendu hlutabréfasafni með ICEX-15 hlutabréfavísitöluna sem viðmið. Safnið byggt upp þannig að 80% af safni endurspegli hlutabréfavísitöluna. Virk stýring • Greining, rannsóknir, heimsóknir, eftirlit og samanburður við helstu viðmið • Meginstefnan felst í reglulegum kaupum skuldabréfa og innlendra hlutabréfa Haustráðstefna FLE 2002
Innlent hlutabréfasafn LSR vs. ICEX - 15 Haustráðstefna FLE 2002
Aðkoma að erlendum fjárfestingum hjá LSR • Erlendar fjárfestingar í höndum erlendra fjárvörsluaðila • Mestur tími fer í val á erlendum samstarfsaðilum og þar er fyrst og fremst horft ávöxtun og árangur í samanburði við helstu viðmið s.s. MSCI-World Index, fjárfestingaaðferð, rannsóknateymi og upplýsinga og skýrslugjöf • Mikilvægt að áhættudreifingu sé fylgt varðandi fjölda fjárvörsluaðila, ólíkar fjárfestingaaðferðir og síðast en ekki síst samkeppnishæf kjör Haustráðstefna FLE 2002
Áhættumat og áhættustýring: (Aukið vægi) • Útgefandaáhætta • Vaxta- og gjaldmiðlaáhætta • Áhætta og fylgni í hlutabréfasöfnum • Lágmarka tapsáhættu og vanskilaáhættu • Samsetning eigna einstakra deilda í takt við hvenær skuldbindingar falla til • Eftirfylgni fjárfestingastefnu • Fylgjast með áhættu verðbréfasafns og að hún fari ekki út fyrir ákveðin viðmið s.s. Úrvalsvísitala hlutabréfa, MSCI-heimsvísitala hlutabréfa, skuldabréfavísitölur Haustráðstefna FLE 2002
Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða • Skv. 36 gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða skal stjórn lífeyrissjóðs móta fjárfestingastefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu Haustráðstefna FLE 2002
Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða • Lífeyrissjóði er heimilt að ávaxta með eftirfarandi hætti: • Ríkisvíxlum, ríkisskuldabréfum og skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs • Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga • Skuldabréf tryggð með veði í fasteign að hámarki 65% af metnu markaðsverði nema þegar um er að ræða sérhæft atvinnuhúsnæði þá skal hámark þetta vera 35% • Með innlánum í bönkum og sparisjóðum Haustráðstefna FLE 2002
Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða • Skuldabréfum og víxlum banka, sparisjóða og annarra lánastofnana sem lúta eftirliti (opinbers eftirlitsaðila) • Hlutabréf fyrirtækja • Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða • Önnur verðbréf • Með gerð afleiðusamninga sem draga úr áhættu sjóðsins Haustráðstefna FLE 2002
Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða • Heimilt er að fjárfesta fyrir allt að 10% af hreinni eign sjóðsins í verðbréfum sem ekki eru skráð á skipulegan markað, enda séu bréfin gefin út af að aðilum innan aðildaríkja OECD. • Eign lífeyrissjóðs í einstökum tegundum verðbréfa skal ekki vera meiri en 50% af hreinni eign sjóðsins • Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum útgefnum af sama aðila skal ekki vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins Haustráðstefna FLE 2002
Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða • Eigi er heimilt að eiga meira en 15% af hlutafé í hverju fyrirtækiné meira en 25% af hlutdeildarskírteinum útgefnum af sama verðbréfasjóði. • Lífeyrissjóði er heimilt að eiga stærri hluta en 15% í fyrirtæki sem eingöngu sinni þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðina sjálfa • Lífeyrissjóður skal takmarka áhættuí erlendum gjaldmiðlum í heild við 50% af hreinni eign sjóðsins Haustráðstefna FLE 2002
Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða • Lífeyrissjóði er óheimilt að taka lán nema til fjárfestingar í fasteignum sem eru nauðsynlegar vegna starfsemi sjóðsins. • Lífeyrissjóði er þó heimilt að nýta almenna greiðslufresti vegna kaupa á verðbréfum eða taka skammtímalán til þess að jafna fjárstreymi. Haustráðstefna FLE 2002
Niðurstaða • Eignir lífeyrissjóða >80% landsframleiðslu í árslok 2001 • Eignir lífeyrissjóðanna eru áætlaðar að nemi um 150% af landsframleiðslu í kringum 2050 • Innlend skuldabréf með ríkisábyrgð eru hornsteinn í eignasöfnum íslenskra lífeyrissjóða • Eignasamsetning mun breytast með fjárfestingum í hlutabréfum og nýjum eignaflokkum s.s. erlendum skuldabréfum og óhefðbundnum fjárfestingum • Meðalraunávöxtun síðastliðinna 10 ára er að meðaltali milli 5,9% sem telst mjög gott í alþjóðlegu samhengi Haustráðstefna FLE 2002