270 likes | 380 Views
Aðalfundur SASS 2005 á Kirkjubæjarklaustri. Skólaskrifstofa Suðurlands. Ársskýrsla Skólaskrifstofu Suðurlands fyrir skólaárið 2004-2005. Kristín Hreinsdóttir forstöðumaður. Starfsmenn Skólaskrifstofu Suðurlands 2004-2005. Edda G Antonsdóttir, sérkennslu- og kennsluráðgjafi
E N D
Aðalfundur SASS 2005á Kirkjubæjarklaustri Skólaskrifstofa Suðurlands
Ársskýrsla Skólaskrifstofu Suðurlands fyrir skólaárið 2004-2005 Kristín Hreinsdóttir forstöðumaður
Starfsmenn Skólaskrifstofu Suðurlands 2004-2005 • Edda G Antonsdóttir, sérkennslu- og kennsluráðgjafi • Elinborg Sigurðardóttir, sérkennslu- og kennsluráðgjafi • Eiríkur Þorvarðarson, sálfræðingur • Leif D Halvorson, sálfræðingur • Ragnar S Ragnarsson, sálfræðingur • Hrafnhildur Karlsdóttir, leikskólaráðgj. • Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður • Alls 7 stöðugildi
Talmeinaráðgjöf • Talmeinaráðgjöf er keypt í verktöku af Máli og tali og var samningur við Mál og tal endurnýjaður frá 1. nóv. sl.
Starfsstöðvar • Aðalstöðvar Skólaskrifstofunnar eru á Austurvegi 56, en útibú eru einnig á Austurvegi 4, Hvolsvelli og í heilsugæslunni í Laugarási. • Talsverður hluti starfs sérfræðinga skrifstofunnar fer fram úti í skólunum og þurfa þeir þess vegna aðstöðu til að vinna þar. Aðstöðunni er víða ábótavant.
Fjöldi skóla • Grunnskólar á starfssvæði Skólaskrifstofu Suðurlands eru 15 nú, en voru 16 skólaárið 2004-2005 • Leikskólar eru nú 19 en voru 20 skólaárið 2004-2005.
Nemendur pr. starfsmann • Nemendafjöldi á starfssvæði Skólaskrif-stofunnar er: 2.700 í grunnskóla og 827 í leikskóla = 3.527. • Alls eru 7 starfsmenn í 7,0 stöðugildum. • Talmeinaráðgjöf er keypt í verktöku. • Skv. reglugerð um sérfræðiþjónustu eiga þeir að vera að lágmarki 7,4 miðað við nemendafjölda. • Vantar ½ stöðugildi til að uppfylla lágmarkið í reglugerðinni þar sem forstöðumaður telst ekki vera í fullu starfi í sérfræðiþjónustu.
Málafjöldi í grunnskólum • Tilvísanir til sálfræðinga og kennsluráðgjafa eru álíka margar og árið áður, en málin verða sífellt þyngri og meira langvarandi. • Biðlistar lengdust, m.a. vegna þess að skólaárið styttist um 7 vikur vegna átaka á vinnumarkaði og vegna þyngri mála. • Mikið álag er á starfsfólki Skólaskrifstofunnar vegna mikils fjölda mála.
Málafjöldi í leikskólum • Ekki var um fjölgun tilvísana að ræða í leikskólum. • Verkefnum hefur fjölgað með tilkomu leikskólaráðgjafa, þá aðallega varðandi stjórnunarráðgjöf og ráðgjöf vegna starfsmannamála, samstarfsfundi og endurmenntun. • Tilvísunum til talmeinafræðinga hefur heldur fækkað milli ára.
Leiðarvísar • Skólaskrifstofa Suðurlands hefur gefið út leiðarvísi til starfsfólks grunnskóla til að tryggja markvissari tilvísanir til sérfræðinga skrifstofunnar. • Verið er að leggja lokahönd á samskonar leiðarvísi fyrir leikskóla. • Leiðarvísarnir eru kynntir í skólunum og eru einnig aðgengilegir á heimasíðu Skólaskrifstofunnar.
Tilvísunarástæður til sálfræðinga • Helstu tilvísunarástæður til sálfræðinga eru vegna vanlíðanar, hegðunarerfiðleika, athyglisbrests með ofvirkni og þroskamats.
Tilvísunarástæður til kennslu – og sérkennsluráðgjafa • Helstu tilvísunarástæður til sérkennslu- og kennsluráðgjafa eru vegna erfiðleika í lestri og ritun, almennra námsörðugleika, erfiðleika í stærðfræði og málþroska.
Tilvísunarástæður: leikskólaráðgjafi • Helstu tilvísunarástæður til leikskólaráðgjafa eru margvíslegar. Stærstu verkefni leikskólaráðgjafa eru stjórnunarráðgjöf, starfsmannaráðgjöf, ráðgjöf vegna stefnumótunar, endurmenntun, leiðbeiningar til stjórnenda vegna breytinga og þróunar og úttektir á starfi og aðstöðu í leikskólum.
Tilvísunarástæður: talmein • Helstu tilvísunarástæður til talmeinafræðinga eru aðeins mismunandi eftir því hvort um grunn- eða leikskóla er að ræða, en meginþorri starfs talmeinafræðinga fer fram í leikskólum.
Hvar kreppir skórinn? • Úrræði vantar í skólunum til að takast á við þau fjölþættu vandamál sem grunnskólar í dag þurfa að glíma við. • Gaulverjaskóli kemur til með að taka við þeim nemendum sem eiga erfiðast félags- og tilfinningalega. • Skólaskrifstofa Suðurlands á ekki að sjá nemendum fyrir meðferð skv. stofnsamningi, en sífellt er kallað meira eftir meðferð frá skrifstofunni.
Endurmenntun og fræðsla • Alls voru haldin 24 námskeið og fræðslufundir fyrir leik- og grunnskóla á vegum Skólaskrifstofu Suðurlands skólaárið 2004-2005. • 416 starfsmenn grunn- og leikskóla sóttu endurmenntun til skrifstofunnar. • Auk þess var Skólaskrifstofan þátttakandi í fræðslustarfi í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands, Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Stóra upplestrarkeppnin Keppendur, kennarar og skólastjórnendur í Rang. og V-Skaft. Keppendur, kennarar og skóla-stjórnendur í uppsveitum og Flóa • Þrjár lokahátíðir voru haldnar á vegum Skólaskrifstofunnar. • 11 grunnskólar tóku þátt í keppninni. Keppendur, kennarar og skólastjórnendur í Árborg og Hveragerði
Stærðfræðikeppnin 2005 • Allir skólar á starfssvæði Skólaskrifstofunnar voru með. • 60 keppendur.
Gaulverjaskóli skóla- og meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga á Suðurlandi
Gaulverjaskóli • Ákveðið hefur verið að byrja með fáa nemendur á vorönn á meðan starfsfólkið er að ná góðum tökum á meðferðarforminu. • Ráðnir verða 4 starfsmenn og teknir inn 8 nemendur. • Reiknað er með að starfsfólk hefji störf á bilinu 1. jan. – 1. feb. 2006 og fyrstu nemendur komi 15. feb. 2006.
Fjárhagsáætlun 2005-2006 • Fjárhagsáætlun 2005 hljóðar að mestu upp á undirbúning, auglýsingar o.þ.h. Þar falla í hlut sveitarfélaganna 924 þús. kr. – (þar af 360 þús. kr. sem koma til frádráttar í rekstri Skólaskrifstofu vegna vinnu starfsmanna Skólaskrifstofu Suðurlands). • Fjárhagsáætlun 2006 gerir ráð fyrir 29,1 millj. kr. Þar af falla rúmar 17 millj. í hlut sveitarfélaganna.
Lausir endar • Verið er að vinna að samþykktum fyrir Gaulverjaskóla. • Verið er að skoða hvort heppilegra sé að nemendur skráist formlega í Gaulverjaskóla eða haldist skráðir í sínum heimaskóla á meðan á skólavist í Gaulverjaskóla stendur. Þar ráða mestu greiðslur úr Jöfnunarsjóði vegna skólaaksturs og úthlutun bóka frá Námsgagnastofnun.
Tilraunaverkefni • Gaulverjaskóli er tilraunaverkefni og því nauðsynlegt og eðlilegt að gefa honum rými til þróast og dafna til að hann geti svarað sem best þeirri þörf sem hann er stofnaður til að þjóna.