1 / 25

Þýðing Sjávarútvegs í Í slensku E fnahagslífi

Þýðing Sjávarútvegs í Í slensku E fnahagslífi. Ragnar Árnason. Erindi flutt á aðalfundi LÍÚ 29. október 2004. Bakgrunnur. Rannsóknarverkefni Hagrannsóknarstofnunar Hófst í september. Verklok um áramót Hér verður gerð grein fyrir þeim niðurstöðum, sem þegar liggja fyrir.

mai
Download Presentation

Þýðing Sjávarútvegs í Í slensku E fnahagslífi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þýðing Sjávarútvegs í Íslensku Efnahagslífi Ragnar Árnason Erindi flutt á aðalfundi LÍÚ 29. október 2004

  2. Bakgrunnur • Rannsóknarverkefni Hagrannsóknarstofnunar • Hófst í september. Verklok um áramót • Hér verður gerð grein fyrir þeim niðurstöðum, sem þegar liggja fyrir.

  3. Þýðing sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi • Almennt er litið svo á að sjávarútvegur hafi gegnt lykilhlutverki í íslensku efnahagslífi • Hafi verið aflvaki hagvaxtarins á 20. öld. • Dæmi um fræðimenn á þessari skoðun: • Ólafur Björnsson 1964 (Þjóðarbúskapur Íslendinga) • Sigfús Jónsson 1984(Sjávarútvegur Íslendinga á 20. öld) • Jóhannes Nordal & Valdimar Kristinsson 1987(Ísland) • Sigurður Snævarr 1993 (Haglýsing Íslands) • Guðmundur Jónsson 1999 (Hagvöxtur og iðnvæðing) Þessi skoðun er studd af hagtölum

  4. Söguleg þýðing sjávarútvegsHlutdeild í vinnuafli og vöruútflutningi

  5. Söguleg þýðing sjávarútvegsHlutdeild í landsframleiðslu

  6. 20 15 10 5 0 -5 1931-32, 1948-52, 1988-93, -3,2% á ári -2,9% á ári -1,3% á ári 1967-68, -4,8% á ári -10 -15 1916-20, -3,4% á ári -20 1901 1905 1909 1913 1917 1921 1925 1929 1933 1937 1941 1945 1949 1953 1957 1961 1965 1969 1973 1977 1981 1985 1989 1993 1997 Söguleg þýðing sjávarútvegsHelstu kreppur 1901-2000: (% breyting landsframleiðslu)

  7. Söguleg þýðing sjávarútvegsFimm kreppur á 20. öld • 1916-20: Útfl. erfiðleikar, togarasalan • 1931-32: Heimskreppan: Sölutregða, verðfall • 1948-52: Síldveiðar bregðast, aflatregða, löndunarbann í Englandi • 1967-68: Síldveiðar hrynja • 1989-93: Afleiðingar offjárfestingar, aflasamdráttur • Vandræði í sjávarútvegi meginorsök allra kreppa á 20. öld • Unnt að segja svipaða sögu um góðærin

  8. Niðurstaða • Sögulegar hagtölur virðast staðfesta trú manna • Sjávarútvegurinn virðist helsti aflvakinn í efnahagslífinu á 20. öldinni • Sjávarútvegurinn virðist knýja hinn mikla hagvöxt á tímabilinu • Enginn annar atvinnuvegur virðist komast í líkingu við sjávarútveg hvað þetta snertir.

  9. Hefur þetta breytst? • Hlutdeild sjávarútvegi í þjóðhagsstærðum hefur minnkað undanfarin ár(1970 2003) • Vinnuaflsnotkun: 13%  9% • Vöruútflutningur: 75%  60% • Útfl. vöru og þjónustu: 55%  40% • Landsframleiðsla: 15%  10% • Er sjávarútvegurinn ekki lengur lykilatvinnuvegur? • Á að breyta viðmiðun efnahagsstjórnar? Rannsókn Hagfræðistofunar: Leitar svara við þessum spurningum

  10. Fræðin um grunnatvinnuvegi(Theory of base industries) • Meginhugmynd: Atvinnuvegir eru misjafnlega mikilvægir (fyrir landsframleiðslu á viðk. svæði) • Fræðilegar rætur: • Fysiocratar á 18. öld • Werner Sombart: Snemma á 20. öld • H. Innis: 1930 • Douglass North (Nóbelsverðlaunahafi) 1955 • Thiebout: 1956, 1962

  11. Meginatriði kenningarinnar • Grunnframleiðsla: Dregur að sér starfsfólk og skapar kaupmátt • Afleidd framleiðsla (þjónustugreinar): Sinnir þörfum starfsfólks og fjölskyldna þeirra. • Athugið • Afleidda framleiðslan getur hæglega mælst með hærra framlag til landsframleiðslu • Grunnframleiðslan er hins vegar mikilvægari: Án hennar væri engin atvinnustarfsemi (á svæðinu) • Afleidda framleiðslan er ekki nauðsynleg (t.d. unnt að mæta þjónustueftirspurn með innflutningi)

  12. Meginatriði kenningar (...frh) • Framlag grunnatvinnuvega til landsframleiðslu (á svæðinu) er vanmetið í þjóðhagsreikningum • Munurinn getur verið mjög verulegur (oftast margfeldi af virðisauka grunnatvinnuvegs) • Framlag afleiddra atvinnuvega er að sama skapi ofmetið í þjóðhagsreikningum Þessar kenningar má setja fram með formlegum, fræðilegum hætti

  13. Dæmi um grunnatvinnuvegi • Olíuvinnsla á túndrunni Hagnaðarvon  Framkvæmdir  Vinnuafl  eftirspurn eftir þjónustu þjónustugreinar  frekari eftirspurn  o.s.frv. (margfaldaraáhrif) • E.t.v. sjávarútvegur á Íslandi • Þó sennilega ekki eini grunnatvinnuvegurinn (landbúnaður, orkuiðnaður, ferðamennska) Hér verður kannað hvort sjávarútvegur geti talist grunnatvinnuvegur Og þá, hversu mikilvægur hann sé

  14. Tölfræðilegt Mat • Reyni að finna samhengi landsframleiðslu og sjávarútvegs • Að hve miklu leyti knýr sjávarútvegur landsframleiðslu og hagvöxt? • Margbrotið og flókið tölfræðilegt viðfangsefni • Einföld fylgni og aðfallsjöfnur segja lítið • Hér er beitt kúnstarinnar bestu reglum – tiltölulega þróuð tölfræði og hagmælingar

  15. Gögn • Tímaraðir 1963-2000 (á föstu verðlagi) • Landsframleiðsla • Fjármunir (þjóðarauður) • Vinnuafl • Sjávarvöruframleiðsla

  16. % 50 Sjávarvöru-framleiðsla 40 Lands-framleiðsla 30 20 10 0 -10 -20 -30 1964 1966 1968 1970 1972 1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 Sjávarvöru- og landsframleiðslaHlutfallslegar breytingar

  17. Ýmis Tölfræðipróf • Raðir “kyrrstæðar” (stationary) í %-breytingum (D-F próf) • Sjávarútvegur “orsakar” landsframleiðslu (Granger-próf) (Báðar breytur mældar í %-breytingum) • Í bráð (á sama ári) • Í lengd (allt að 4 ár) • Einn “samþátta” (cointegration) vektor milli breytanna (landsframleiðslu, sjávarvöruframleiðslu, fjármuna og vinnuafls) (Johansen ML-aðferð)  Sterkar vísbendingar um langtímasamband milli sjávarvöru- og landsframleiðslu!!

  18. Hið metna tölfræðilega samband • Líkan er “leiðrétt-frávikslíkan” (error-correction model) • Felur í sér bæði skammtíma- og langtímaaðlögun • Líkanið fellur mjög vel að gögnum (R20.85mælt í %-breytingum) • Tölfræðilegir eiginleikar metins líkans góðir

  19. Útskýringarmáttur

  20. Helstu tölulegu niðurstöður • Skammtímaáhrif: • 1% aukning sjávarvöruframleiðslu  0,11% aukingu í landsframleiðslu á sama ári • Langtímaáhrif: • 1% aukning sjávarvöruframleiðslu  0,31% aukingu í landsframleiðslu þegar til lengdar lætur

  21. Helstu tölulegu niðurstöður (..frh) • Þjóðhagslegur margfaldari:  3 • Þetta þýðir að aukning í virðisauka í sjávarútvegi upp á x kr  aukningar landsframleiðslu upp á 3x kr !! • Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er vanmetið í þjóðhagsreikningum!! Framlagið er nær því að vera 30% en 10%!!

  22. Aðrir atvinnuvegir? • Við könnuðum hvort aðrir atvinnuvegir gætu haft svipaðan sess og sjávarútvegur • Byggingariðnaður og samgönguiðnaður • Álíka stórir í landsframleiðslu og vinnuafli • Svarið var nei. • Eigum eftir að kanna fleiri atvinnuvegi • Orkuiðnaður • Almennur iðnaður • Ferðamennska

  23. Helstu niðurstöður: Yfirlit • Sjávarútvegurinn er grunnatvinnuvegur • Mjög sennilega mikilvægasti grunnatvinnuvegur þjóðarinnar • Langtímamargfaldarinn er 3 • Þjóðhagsreikningar vanmeta framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu • Heildarframlagið er 30%, ........ekki 10%

  24. Helstu niðurstöður (..frh) • Ef sjávarútvegur hyrfi myndi landsframleiðslan minnka um 11% á sama ári og 31% er fram í sækti • Þá lenti Ísland í hóp fátækari ríkja OECD • Svæðisbundin áhrif yrðu enn sterkari • Verðmætaaukning í sjávarútvegi hefði hliðstæð áhrif upp á við! Stjórn efnahagsmála hlýtur að taka mið af þessu

  25. Endir

More Related