120 likes | 234 Views
Í ólgusjó breyttrar fiskveiðistjórnunar- Frumvarp stjórnvalda og samningaleiðin. Axel Hall Lektor Háskólinn í Reykjavík. Aðdragandi frumvarps og skýrsla sérfræðihóps. Starfshópur (Endurskoðunarnefndin 2010) Verkefnahópar (ráðuneyti og Fiskistofa) Þingmannahópur (sex manna) Ráðherrahópur
E N D
Í ólgusjó breyttrar fiskveiðistjórnunar-Frumvarp stjórnvalda og samningaleiðin Axel HallLektor Háskólinn í Reykjavík
Aðdragandi frumvarps og skýrsla sérfræðihóps • Starfshópur (Endurskoðunarnefndin 2010) • Verkefnahópar (ráðuneyti og Fiskistofa) • Þingmannahópur (sex manna) • Ráðherrahópur • Frumvarpið • Sérfræðihópur mat hagræn áhrif: • Axel Hall, hagfræðingur, H.Í.Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, H.Í.Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur, Samtök sveitarfélagaSveinn Agnarsson, hagfræðingur, H.Í. og Ögmundur Knútsson, viðskiptafræðingur H.A. Starfsmaður sérfræðihópsins varStefán B. Gunnlaugsson, sjávarútvegsfræðingur H.A.
Efnistök skýrslunnar • Hagkvæmar veiðar • Markaðstengsl, verðmætasköpun og skilvirkni • Auðlindarentan og veiðigjald • Framsal og veðsetning • Samningaleiðin, bakgrunnur og hagrænir þættir • Almannavalsfræði og rentusókn • Skipting aflamarks og flokkur 2 „pottaleið” • Brottkast • Greining á áhrifum á rekstur og efnahag stórra og smærri fyrirtækja í aflamarkskerfinu • Sjávarútvegur og byggðaþróun
Sagan getur þjónað sem vegvísir • Hagsaga 20. aldar í veiðum og vinnslu. • Auðlindanefnd (2000), Endurskoðunarnefndin (2001). • Siglt gegn straumi í sóknarstýringu. • Pottar hér og pottar þar. • Samningaleið með langan aðdraganda.
Samningaleiðin • Endurskoðunarnefndin (2001) Karl Axelsson hrl. • Fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu íslenska ríkisins (2010), forsætisráðuneytið. • Hagræn álitamál: Hagkvæmt fyrirkomulag á leigu og gjaldtöku fyrir vatns- og jarðhitaréttindi í eigu ríkisins (2010) • Minnisblað Karls Axelssonar hrl. og Lúðvíks Bergvinssonar hdl. fyrir starfshóp endurskoðunarnefndar um samningaleið í sjávarútvegi (2010) • Þessar skýrslur varða veginn um aðferðarfræðina og sjónarmið sem taka þarf tillit til.
Stoðir samningaleiðar með hagkvæmni að leiðarljósi • Fiskimið sem þjóðareign • Gildismat og pólitík • Framlag auðlindahagfræði
Samspil tímalengdar og óvissu um endurnýjun samninga • Lykilþættir í samningaleiðinni eru tímalengd nýtingarréttar og ákvæði um endurnýjun. • Hvað segja rannsóknir um þessa þætti? • Rök má færa fyrir því að eftir því sem tímalengd samninga styttist dragi úr jákvæðum umgengniseiginleikum um auðlindina á hinn bóginn má bæta fyrir styttingu samninga með því auka líkur á endurnýjun. • Auknar líkur á endurnýjun eru til þess fallnar að draga úr svokölluðum leigjendavanda sem birtist í neikvæðum hvötum í umgengni um auðlindina vegna stutts nýtingartíma.
Tímalengd og endurnýjun í frumvarpinu • Samningar um nýtingarleyfi á aflaheimildum verði í upphafi að jafnaði til 15 ára. • Hafi samningsaðili staðið við allar samningsskuldbindingar sínar skal hann eiga rétt á viðræðum um endurskoðun og hugsanlega framlengingu samnings, sem hefjast skulu sex árum fyrir lok gildistíma samnings og ljúka skal eigi síðar en fimm árum fyrir lok gildistíma samnings. • Engin fyrirheit eru gefin um endurnýjun. • Komi til framlengingar á nýtingarsamningum skal hún vera átta ár.
Samspil vaxta, tímalengdar og líkur endurnýjunar Hlutfall eftirstöðva af verðmæti aflaheimilda, samningstími 15 ár og endurnýjun 8 ár Hlutfall eftirstöðva af verðmæti aflaheimilda, samningstími 20 ár og endurnýjun 10 ár Hlutfall eftirstöðva af verðmæti aflaheimilda, samningstími 30 ár og endurnýjun 15 ár Núvirta hlutfallið: Virði tímab. samninga/núvirtur varanlegur nýtingarréttur
Mikil óvissa um endurnýjun og fá viðmið • Er hægt að auka líkur á endurnýjun og búa til viðmið sem minnka hana og þjóna fiskveiðistjórnuninni? • Hugmyndir sérfræðihópsins • Úttekt þegar líður að endurnýjun. • Niðurstöður slíkrar útgefandi ráðgefandi um endurnýjunina. • Viðmið úttektar þekkt og geta verið ögunartæki til góðrar umgengni um auðlindina. • Í því yrði líka skoðað bann við framsali við endurnýjun (ef frumvarpið væri óbreytt í þessu efni).
Er samningaleið upphafið að enda aflahlutdeildarkerfisins? • Var samningaleið hugsuð sem kerfi að endastöð? • Sólarlag aflahlutdeildarkerfis? • Þá er tímalengd samninga stutt, endurnýjunartíminn mjög stuttur og líkur á endurnýjun óvissar. • Að öllu virtu eru þessi atriði til þess fallin að auka á óvissu fremur en hitt.
Samandregið • Bakgrunnur frumvarps hvað samningaleið snertir á sér langan aðdraganda. • Rækilega hafa verið reifuð sjónarmið sem skipta máli fyrir nýtingarrétt í samningskerfi með stefnumótun sem stjórnvöld hafa unnið að. • Frumvarpið víkur frá þessum sjónarmiðum í veigamiklum atriðum. • Niðurstöður um efnahagsáhrif frumvarpsins eru mjög næmar fyrir „sólarlagsákvæðum“ þess. • Vinna þarf útfrá þeim viðmiðum sem starfshópurinn horfði til þegar sátt náðist um samningaleiðina. • Takk fyrir!