120 likes | 242 Views
Frumvarp til laga um veitinga- gististaði- og skemmtanahald Haustfundur hótel- og veitingamanna Hótel Hamri. 26. október 2006. Helstu breytingar frá núgildandi lögum. Lagt er til að yfirstjórn mála er varða veitinga og gististaði flytjist til dómsmálaráðuneytisins.
E N D
Frumvarp til laga um veitinga- gististaði- og skemmtanahaldHaustfundur hótel- og veitingamannaHótel Hamri 26. október 2006
Helstu breytingar frá núgildandi lögum • Lagt er til að yfirstjórn mála er varða veitinga og gististaði flytjist til dómsmálaráðuneytisins. • Lagt er til að lögin taki til sölu gistinga og hvers kyns matvæla, hvort sem eru í föstu eða fljótandi formi, áfeng eða óáfeng – í stað þess að vera á víð og dreif í löggjöfinni eins og nú. • Tillaga er gerð um að skilgreiningar veitinga- og gististaða verði einfaldaðar í lögunum og gert ráð fyrir reglugerðarheimild til nánari útfærslu.
Lagt er til að veitinga- og gistileyfi, áfengisveitingaleyfi og skemmtanaleyfi verði sameinuð í eitt leyfi og kallað rekstrarleyfi. • Lagt er til að leyfisveitingar verði fluttar til lögreglustjóra og þar með veiting áfengisveitingaleyfa frá sveitarstjórnum. • Ekki eru lagðar til breytingar á útgáfu byggingaleyfa sveitarstjórnar þar sem það á við og er gert að skilyrði að það liggi þá fyrir við umsókn.
Í tillögunum er áfram gert ráð fyrir starfsleyfi heilbrigðisnefnda og er það skilyrði rekstrarleyfis hins vegar er lagt til að hægt verði að sækja um slíkt leyfi samhliða umsókn um rekstrarleyfi og sér lögreglustjóri þá um að framsenda umsókn. • Lagt er til að tryggingar sem handhafar áfengisveitingaleyfis þurfa nú að leggja fram verði afnumdar.
Lagt er til að skilyrði fyrir leyfi verði eitthvað hert, svo sem eins og skuldleysi við skattinn og tilkynning rekstrar til skattyfirvalda og er það m.a. mótvægi við afnám tryggingaskyldu vegna áfengisleyfa. • Tillaga er um að umsóknarferlið verði einfaldað og möguleiki á rafrænu ferli. Einnig er lagt til að gagnaöflun takmörkist við umsækjanda og forsvarsmann lögaðila. • Lagt er til að gildistími rekstrarleyfis verði 4 ár og þar með sé ekki lengur um að ræða mismunandi gildistími mismunandi leyfa.
Lagðar eru til skýrar reglur er varða breytingar á leyfi og/eða leyfishafa og einnig um brottfall, innlögn, afturköllun og sviptingu rekstrarleyfi – greint á milli tilvika. Jafnframt um synjun leyfis. • Tillaga er gerð um að endurnýjunarferlið verði einfaldað fyrir þá sem eru með allt í lagi – þarf t.d. ekki að leita umsagna á ný.
Lagt er til að viðurlög vegna brota verði gerð skýrari og lögreglu fengin heimild til að loka stöðum sem ekki hafa leyfi eða starfsemi er ekki í samræmi við leyfi. Viðurlög vegna brota gegn áfengislögum, um meðferð og neyslu áfengis verði áfram refsivert með sama hætti og nú. • Tækifærisleyfi – tækifærisveitingar • Ungmenni yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 22:00 í stað kl. 20:00
Gjöld fyrir rekstrarleyfi, mismunandi • Hótel kr. 60.000 (var kr. 55.000) • Gistiheimili kr. 22.000 (sama) • Gistiskáli, einkaheimili kr. 18.000 (kf. 16.500) • Veitingastaður, fjölbreyttar veitingar kr. 60.000 (var kr. 55.000) • Veitingastaður, fábreyttar veitingar kr. 24.000 (var kr. 55.000/16.500) • Áfengisveitingar kr. 100.000 (sama?)
Gjöld / frh. • Take away kr. 18.000 (var kr. 16.500) • Veitingastaður með opið lengur en til kl. 02:00 kr. 300.000 (skemmtanaleyfi var kr. 110.000 til eins árs og 330.000 til lengri tíma en eins árs. • Tækifærisleyfi kr. 6.000 (var 3.300) • Tækifærisáfengisleyfi kr. 20.000 • Tækifærisveitingaleyfi kr. 5.000
Gjöld v. Endurnýjunar leyfa • Gististaðir og fábreyttari veitingastaðir kr. 5.500 • Fjölbreyttari veitingastaðir, áfengisleyfið og leyfi til að hafa opið eftir kl. 02:00 kr. 50.000
Ný leyfi • Öll leyfi falla úr gildi í síðasta lagi tveimur árum eftir gildistöku laga þessara og skal þá sækja um nýtt rekstrarleyfi. Hið stysta gildir.
Lagðar eru til reglugerðarheimildir til nánari útfærslu á lögunum svo sem um umsóknarferli, hvað skal veita umsögn um og skilyrði sem setja má fyrir rekstrarleyfi.