170 likes | 404 Views
I. Stjórnmálasaga 20. aldar. Heimastjórn : skipaður var sér ráðherra Íslandsmála með aðsetur á Íslandi skipaður af og bæri ábyrgð gagnvart Alþingi en ekki konungi. Fyrsti íslenski ráðherran var Hannes Hafsteinn.
E N D
I. Stjórnmálasaga 20. aldar • Heimastjórn: skipaður var sér ráðherra Íslandsmála með aðsetur á Íslandi skipaður af og bæri ábyrgð gagnvart Alþingi en ekki konungi. • Fyrsti íslenski ráðherran var Hannes Hafsteinn. • Breytingar í dönskum stjórnmálum leiddu til þess að vald færðist úr höndum danska dómsmálaráðherrans til Íslands. Sett var á stofn sér íslenskt stjórnarráð. • Ráðherran var einn um að stjórna þangað til 1917 þegar fyrsta ríkisstjórn Íslands var stofnuð.
1.1 Stjórnmálaflokkar • Skömmu fyrir 1900 fóru að koma fram skipulögð stjórnmálasamtök á Íslandi, stjórnmálaflokkar. Þetta voru flokkar sem voru ólíkir þeim flokkum sem eru í dag. Þetta voru frekar bandalög þingmanna og klofnuðu flokkarnir í afstöðu til mismunandi mála.
Stjórnmálaflokkar • Heimastjórnarmenn: íslenskt stjórnmálaafl sem myndaðist um aldamótin 1900. Aðalmál þeirra var að Ísland skyldi hafa ráðherra búsettan á Íslandi. Voru með meirihluta á Íslandi 1903 og völdu því fyrsta íslenska ráðherra Hannes Hafstein. Flokkurinn leystist upp úr 1914.
Stjórnmálaflokkar • Þjóðrækisflokkurinn: stofnaður 1905 sem þingflokkur. Tilgangur var að stofna til virkrar andstöðu á þingi gegn heimastjórnarflokknum. Rann saman við landvarnarflokkin 1909. Helstu forystumenn voru Valtýr Guðmundsson og Skúli Thoroddsen.
Stjórnmálflokkar • Landvarnarflokkurinn: var stofnaður 1902 og entist til 1912. Var stofnaður til höfuðs ríkisráðsákvæðisins. Þar var að finna róttækust baráttumennina í sjálfstæðisbaráttunni. Börðust hvað harðast gegn uppkastinu.
1.2 Símamálið og deilur um virkjanir • Árið 1905 fóru menn að huga að því hvernig sambandi Ísland ætti að hafa við umheiminn. Heimastjórnarmenn vildu leggja síma. Andstæðingar vildu miklu fremur hafa loftskeytasamband. • Rök gegn símalagningu: • 1) of dýr • 2) jarðrask • 3) loftskeyti ódýrari • 4) menn voru á móti nútímahlutum • Síminn varð þó að veruleika.
Símamálið og deilur um virkjanir • Margir vildu einnig á þessum tíma fá erlent fjármagn til landsins svo hægt væri að virkja og beisla orku fallvatna. Einar Benediktsson skáld fór um landið og keypti upp vatnsréttindi í mörgum ám. Þingmenn leyfðu hins vegar ekki að erlend fyrirtæki kæmu til landsins til virkjanaframkvæmda. • Valtýr Guðmundsson vildi leysa samgöngur á Íslandi með lagningu járnbrauta. Menn komust þó á þá skoðun að án stórfelldrar iðnvæðingar væri enginn rekstrar grundvöllur fyrir járnbrautum.
1.3 Deilan um uppkastið • Árið 1908 hófust samningaviðræður við Dani um stöðu Íslands. Viðræðurnar byggðu á stöðulögunum. • Stöðulögin 1871 – dönsk lög sem sögðu til um skipunarlega stöðu Íslands innan danska ríkisins. Lögin tóku einnig á fjárhagsaðskilnaði landanna. • Umræðunum lauk svo með uppkastinu.
Deilan um uppkastið • Uppkastið: uppkast að lögum um samband Íslands og Danmerkur, sem samið var 1908. Samkvæmt því átti Ísland að vera frjálst og fullvaldaríki í sambandi við Danmörku um konung og þau mál sem voru talin vera sameiginleg (utanríkismál). • Málið var viðkvæmt og miklar deilur spruttu um uppkastið. Menn gerðu persónulegar árásir á heillindi hvers annars og mannorð.(skítkast)
Deilan um uppkastið • 1908 var í fyrsta sinn kosið leynilega á Íslandi, áður hafði allt verið gert á opnum kjörfundum. Nú komu kjörseðlar og kjörkassar til sögunnar. • Þegar þótti sýnt að lengra yrði ekki gengið í sjálfstæðismálinu fóru Íslendingar að gera breytingar á stjórnarskránni til framfara. • Kosningaréttur var rýmkaður (fyrst allir karlmenn sem ekki höfðu þegið sveitastyrk) og konur fengu kosningarétt 1915( en þær þurftu að hafa náð 40 ára aldri, þessi regla var afnumin 1920).
1.4 Fánamálið • Íslendingar höfðu lengi viljað fá sinn eigin fána. 1913 varð uppákoma í Reykjavík sem kom málinu á skrið. Eftir að bátur sigldi um höfnina með bláhvítan fána sem varð gerður upptækur af dönskum sjóliðum var farið að finna lausn á málinu. Ekki mátti nota þennan bláhvíta fána þar sem hann þótti of líkur þeim gríska, þannig að rauðum kross var bætt í hann. Bláhvíti fáninn er hins vegar enn notaður af Háskóla Íslands og ungmennahreyfingunni.
1.5 Ísland í fyrri heimsstyrjöld • 1914 hófst fyrri heimsstyrjöldin. Þar tókust á miðveldin og Bandamenn. Íslendingar tóku ekki beinan þátt en áhrifa gætti hérlendis. Viðskipti Íslands við Þýskaland duttu út og í staðinn jókst verslun við Breta. Íslensk skip urðu einnig fyrir árásum frá þýskum kafbátum.
1.6 Nýir straumar í stjórnmálum • Með endurnýjaðri stjórnarskrá 1916 urðu breytingar í stjórnmálum, nýir flokkar með breyttar áherslur litu dagsins ljós. • Framsóknarflokkur: íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður 1916. Var frá upphafi tengdur búnaðarsamtökunum, samvinnuhreyfingunni, ungmennahreyfingunni og bændum.. Vildi tryggja efnahagslegt og menningarlegt jafnrétti þegnanna án tillits til búsetu og hefur lagt mikla áherslu á byggðastefnu og landbúnaðarmál.
Nýjir straumar í stjórnmálum • Alþýðuflokkurinn: íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður 1916, sem stjórnmálaarmur Alþýðusambands Íslands. Átti að halda vörð um hagsmuni verkalýðsins. Var því flokkur einnar stéttar, skyldi við ASÍ upp úr 1940. • Eftir kosningar var mynduð fyrsta íslenska ríkisstjórnin og í henni voru þrír ráðherrar undir forystu Jóns Magnússonar sem varð um leið fyrsti forsætisráðherra. Hóf hún nú að semja við Dani um stöðu landsins og lauk því með fullveldi landsins.
Nýjir straumar í stjórnmálum • Fullveldi: sjálfsforræði, það að hafa fullt vald á sínum málum • Var þetta gert með sambandslögum sem samþykkt voru í þjóðaratkvæðagreiðslu. • Sambandslögin: dönsk-íslensk lög frá 1918 þar sem Danir viðurkenndu fullveldi Íslands og tóku gildi 1. desember sama ár. Var uppsegjanlegur eftir 25 ár að því skildu að 2/3 þjóðarinnar vildu það í þjóðaratvkæðagreiðslu og þátttaka yrði yfir 75%. Danir fóru þó enn með utanríkismál en nú í umboði Íslendinga.
Nýjungar í stjórnmálum • Breytingar á stjórnkerfi Íslands eftir 1918: • dómskerfið breyttist tvö dómstig á Íslandi, héraðsdómar og svo hæstiréttur • ríkisráð var sett, einn ráðherra af þremur frá Íslandi og konungur • Íslendingar sendu sendiherra til Danmerkur, Sveinn Björnsson. • 1.7 Ísland fullvalda ríki • 1. desember 1918 var nýr fáni Íslands dreginn á hún fyrir framan stjórnarráðið.
Nýjungar í stjórnmálum • Spánska veikin: skæð influensa sem geisaði um Evrópu í lok fyrri heimsstyrjaldar og barst til Íslands 1918. Nokkur hundruð Íslendinga létust og jók hún á hörmungar þessa árs ásamt harðindum og Kötlugos.