1 / 36

Breytt heimsmynd í lok 20. aldar

Breytt heimsmynd í lok 20. aldar. Hrun kommúnismans í Evrópu Bls. 172 – 183. Nýr leiðtogi Sovétríkjanna. Árið 1985 tók Míkhaíl Gorbatsjov við sem leiðtogi Sovétríkjanna og fljótt varð ljóst að breytingar væru í vændum varðandi stjórn þessa stórveldis

ting
Download Presentation

Breytt heimsmynd í lok 20. aldar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Breytt heimsmynd í lok 20. aldar Hrun kommúnismans í Evrópu Bls. 172 – 183

  2. Nýr leiðtogi Sovétríkjanna • Árið 1985 tók Míkhaíl Gorbatsjov við sem leiðtogi Sovétríkjanna og fljótt varð ljóst að breytingar væru í vændum varðandi stjórn þessa stórveldis • Á flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins snemma árs 1986 setti Gorbatsjov fram nýjar hugmyndir um stjórn ríkisins • Perestrojka (nýsköpun) var lykilhugtak hans í efnahagsmálum en þar átti að hrista upp í þeirri stöðnun sem ríkt hafði í áratugi • Glastnost (opnun) var hins vegar yfirskriftin á stefnunni í almennum samfélagsmálum en með henni átti að ýta undir gagnrýni og opnar umræðum um stjórn- og þjóðfélagsmál Valdimar Stefánsson 2007

  3. Nýr leiðtogi Sovétríkjanna • Undir glastnost-yfirskriftinni var fjöldi andófsmanna látinn laus úr fangelsi og almennt tjáningarfrelsi fékk loks að njóta sín • En í efnahagsmálunum gekk ekki eins vel þar sem hið miðstýrða hagkerfi Sovétríkjanna tók ekki eins vel við perestrojku og fólkið við glastnost • Áratugum saman hafði efnahagskerfið verið sniðið að hernaðarþörfum og þungaiðnaði á meðan neysluvörur sátu á hakanum • Sú áhersla hafði ýtt undir viðamikið svartamarkaðsbrask með flestan varning og umfangsmikil spilling þreifst að sjálfsögðu vel í slíku umhverfi Valdimar Stefánsson 2007

  4. Kjarnorkuslysið í Tsjernobyl • Í aprílmánuði árið 1986 varð sprenging í kjarnorkuveri í Tsjernobyl í Úkraínu sem leiddi til mikillar geislavirkni, einkum í Hvíta-Rússlandi • Umtalsverð geislavirkni mældist þó mun víðar eða allt frá Skandinavíu og suður til Tyrklands • Enn í dag eru stór svæði nærri kjarnorkuverinu óhæf til ræktunar en talið er að um fimm þúsund manns hafi látist vegna geislavirkninnar • Sovéskir ráðamenn brugðust seint og illa við ósköpunum og fyrstu viðbrögð þeirra voru að reyna að þagga málið niður en það töldu andstæðingar þeirra sanna að nýhafnar breytingar Gorbatsjovs myndu í raun engu skila Valdimar Stefánsson 2007

  5. Leiðtogafundur í Höfða • Í októbermánuði árið 1986 hittust þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna á fundi í Reykjavík • Niðurstöður fundarins voru minni en flestir vonuðust eftir en rétt er að geta þess að lítill tími hafði gefist fyrir undirbúning hans • Sovétmenn gerðu þá kröfu á Bandaríkin að hætt yrði við stjörnustríðsáætlunina en á það gat Ronald Reagan ekki sæst • En þótt árangur fundarins yrði þannig engin varð hann eigi að síður upphaf mikillar þíðu í samskiptum risaveldanna tveggja Valdimar Stefánsson 2007

  6. Leiðtogafundurinn í Washington • Árangurinn af fundinum í Höfða kann síðan að hafa komið í ljós árið eftir á öðrum leiðtogafundinum sem haldinn var í Washington • Þá var ákveðið að fækka verulega kjarnorkueldflaugum í Evrópu og jafnaframt var hefðbundinn vopnabúnaður skorinn niður og fækkað í hersveitum undir vopnum • Þetta var tímamótasamkomulag sem sýndi fram á að Gorbatsjov hafði tekist að fá bandaríska ráðamenn til að trúa því að fullur vilji væri á bak við breytingar hans heimafyrir Valdimar Stefánsson 2007

  7. Sovétríkin liðast í sundur • Um sama leyti og Gorbatsjov hlaut almennt viðurkenningu umheimsins sem leiðtogi er hægt væri að treysta tók fólkið heimafyrir að hafna honum í æ ríkari mæli • Glastnost-stefnan hafði leyst úr læðingi áratugagamla andstöðu almennings við kommúnistaflokkinn á meðan skipbrot perestrojkunnar gerði stjórnina sífellt óvinsælli meðal þessa sama almennings • Hægt og hægt var valdakerfi kommúnistaflokksins að hrynja saman og örvæntingarfullar tilraunir Gorbatsjovs til að bjarga því höfðu oftar en ekki þveröfug áhrif Valdimar Stefánsson 2007

  8. Boris Jeltsín • Í júnímánuði árið 1991 var Boris Jeltsín kosinn forseti Rússlands í andstöðu við yfirlýstan vilja kommúnistaflokksins • Jeltsín hafði í upphafi valdaferils Gorbatsjovs verið einn af helstu stuðningsmönnum hans en fljótlega skilið sig frá flokknum þar sem hann taldi umbæturnar ganga allt of skammt • Árið 1988 hafði honum verið vikið úr kommúnistaflokknum og eftir það varð hann einn harðasti gagnrýnandi ríkjandi stjórnvalda • Í ágúst 1991 gerðu íhaldsamir kommúnistar byltingu og steyptu Gorbatsjov af stóli en m. a. vegna skjótra viðbragða Jeltsíns og klofnings innan hersins gáfust byltingamennirnir upp Valdimar Stefánsson 2007

  9. Endalok Sovétríkjanna • Eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun voru Sovétríkin í raun úr sögunni • Aðeins tíu dögum síðar bannaði æðstaráð Sovétríkjanna starfsemi kommúnistaflokksins sem stýrt hafði ríkinu í rúmlega sjötíu ár • Forsetatitill Gorbatsjovs varð nú valdalaus viðhafnartitill og næsta mánuðinn lýstu tíu Sovétlýðveldi yfir sjálfstæði sínu • Í desember 1991 lýsti sovéska þingið því yfir að Sovétríkin væru ekki lengur til og í stað þeirra kom samveldi ellefu sjálfstæðra ríkja Valdimar Stefánsson 2007

  10. Sovétlýðveldin - Eystrasaltslöndin • Allt frá upphafi glastnost-stefnunnar hafði þjóðernissinnum vaxið fiskur um hrygg í hinum fjölmörgu lýðveldum Sovétríkjanna • Eystrasaltslöndin riðu á vaðið enda höfðu þau notið sjálfstæðis á millistríðsárunum og þess vegna grunnt á sjálfstæðisviðleitni þeirra ríkja • Árið 1988 lýstu þau yfir sjálfstæði sínu í óþökk valdamanna í Kreml en fá ríki urðu til að viðurkenna sjálfstæði þeirra að svo komnu máli • Árið 1990 fór síðan sovéski herinn inn í Litháen sem sagt hafði endanlega skilið við Moskvuvaldið • Um það bil sem Sovétríkin liðiðuðust í sundur sat sovéskt herlið um þinghúsið í Vilnius en ekki varð þó verulegt mannfall í átökunum þar Valdimar Stefánsson 2007

  11. Sovétlýðveldin - Eystrasaltslöndin • Strax eftir fall Sovétríkjanna varð því sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna að veruleika • Fyrstu árin mátti stór minnihlutahópur Rússa í Eistlandi og Lettlandi þola ýmsar hremmingar af hendi innfædda sem töldu þá ógnun við tungu sína og menningu en hin síðari ár hefur minna borið á því vandamáli • Norðurlöndin hafa komið á nánum tengslum við Eystrasaltsríkin og eftir inngöngu þeirra í Evrópusambandið má segja að þau séu komin í nánara samband við Vestur-Evrópu en nokkurt annað fyrrum ríkja Sovétríkjanna Valdimar Stefánsson 2007

  12. Sovétlýðveldin - Kákasusskaginn • Á Kákasusskaganum urðu alvarlegar deilur milli þjóða og þjóðarbrota sem þar bjuggu strax eftir fall Sovétríkjanna • Armenar og Aserar lentu í blóðugu stríði um héraðið Nagorno-Karabakh en héraðið sem er langt inn í Aserbaídsjan er að þremur fjórðu hlutum byggt Armenum • Í Georgíu börðust aðskilnaðarsinnar Abkasa og Osseta gegn stjórninni í Tíblísi og það var ekki fyrr en komið var fram yfir aldamót sem sæmilegur friður komst þar á • Alvarlegust urðu þó átökin í sjálfstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu þar sem aðskilnaðarsinnar háðu margra ára styrjöld gegn rússneskum yfirráðum Valdimar Stefánsson 2007

  13. Sovétlýðveldin - yfirlit • Þau ríki sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum en hafa fengið sjálfstæði frá hruni þess eru: • Í Evrópu: Eystrasaltsríkin; Eistland (1,3m), Lettland (2,3m) og Litháen (3,5m), auk þeirra; Rússland (143m), Hvíta-Rússland (10m), Úkraína (47m) og Moldóvía (4,5m) • Á Kákasussvæðinu: Georgía (4,5m), Armenía (3m) og Aserbaídsjan (8m) • Mið-Asíulýðveldin: Kasakstan (15m), Úsbekistan (27m), Túrkmenistan (5m), Tadsikistan (7m) og Kirgisistan (5m) • Í síðast töldu löndunum hefur verið tiltölulega friðvænlegt en vissulega er lýðræðið þar enn af skornum skammti Valdimar Stefánsson 2007

  14. Ástæður hrunsins • Ein ástæða þess hve hratt Sovétríkin liðuðust í sundur er sú að hin landfræðilega og pólitíska skipting ríkjanna var afar flókin • Sovétlýðveldin voru fimmtán talsins, sjálfstjórnarlýðveldin um tuttugu, sjálfsstjórnarhéruð tíu og efnahagslega sjálfstæð svæði átta talsins • Þessi flókna skipting, ásamt því að allar þjóðerniskröfur voru bældar niður af mikilli hörku, varð til þess að Sovétríkin hrundu eins og spilaborg um leið og hið sterka miðstjórnarvald hvarf Valdimar Stefánsson 2007

  15. Ástæður hrunsins • Grundvallarástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna er þó að leita í hinu staðnaða og liðónýta efnahagskerfi • Öflugt efnahagskerfi er grundvöllur þess að ríki fái staðist öðrum snúning í hernaði og stjórnmálum • Sovétríkin voru stofnuð með það að markmiði að byggja upp ríki sem tryggt gæti öllum þegnum sínum mannsæmandi líf en með því að rígbinda sig í staðnaða hugmyndafræði fórnuðu þau þessu markmiði sínu fyrir hinn kommúníska málstað • Ríki sem ekki brauðfærir þegna sína fær ekki staðist til lengdar Valdimar Stefánsson 2007

  16. Þróunin í Austur-Evrópu • Samhliða þeirri hnignun sem miðstjórnarvald kommúnista í Sovétríkjunum glímdi við undir lok 9. áratugarins, linuðust tök þeirra á hinum Austur-Evrópuríkjunum • Þannig höfðu Sovétríkin í raun tapað völdum sínum yfir öllum þessum ríkjum í árslok 1989, tveimur árum áður en risaveldið sjálft lagði upp laupana • Þannig má segja að þróunin í þessum fylgiríkjum Sovétríkjanna hafi átt haft beint forspárgildi um þá þróun sem tók við þar Valdimar Stefánsson 2007

  17. Pólland • Andóf Pólverja gegn Sovétvaldinu hafði í raun staðið frá því um 1980 þegar hið sjálfsprottna verkalýðsfélag Samstaða, undir forystu Lech Walesa, tók að krefjast breyttra stjórnarhátta • Stjórn kommúnista brást við á hefðbundinn hátt, bannaði Samstöðu, fangelsaði Walesa og setti á herlög • En andstaða þjóðarinnar við stjórnina og óbeinn stuðningur kaþólsku kirkjunnar við baráttuna dró kjarkinn úr stjórninni og í byrjun árs 1989 var Samstöðu leyft að starfa á ný • Árið 1990 var Lech Walesa kjörinn forseti þjóðarinnar og síðan hefur Pólland orðið viðurkenndur aðili meðal Vesturlanda Valdimar Stefánsson 2007

  18. Austur-Þýskaland • Síðla árs 1989 fylgdu Ungverjaland og Tékkóslóvakía í kjölfar Póllands og höfnuðu fylgisspekt sinni við Sovétríkin án þess að risaveldið brygðist við • Í framhaldinu opnuðu þessi ríki landamæri sín til vesturs og brátt tóku íbúar Austur-Þýskalands að streyma gegnum ríkin til Vestur-Þýskalands • Stöðugar mótmælagöngur og hálflamað efnahagslíf leiddi síðan til þess að í nóvember 1989 leyfðu austur-þýsk stjórnvöld landsmönnum sínum að fara gegnum múrinn til Vestur-Berlínar Valdimar Stefánsson 2007

  19. Sameinað Þýskaland • Ríkisstjórnin missti öll tök á ástandinu í Austur-Þýskalandi og litlu mátti muna að algert stjórnleysi ríkti • Ljóst var að hafa þyrfti hraðar hendur til að ná stjórn á atburðarásinni og því setti Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands strax fram áætlun um sameiningu ríkjanna í eitt þýskt ríki • Þessi sameining varð að veruleika árið 1990 þrátt fyrir töluverða andstöðu þeirra Thatchers, forsætisráðherra Bretlands, og Mitterands Frakklandsforseta, en þessi ríki áttu ekki góðar minningar um sameinað sterkt Þýskaland • Þrátt fyrir mikla efnahagslega erfiðleika í upphafi hefur sameiningin gengið vonum framar Valdimar Stefánsson 2007

  20. Lýðveldi fyrrum Júgóslavíu • Slóvenía: 20 þús. km2. Íbúafjöldi 2,0 millj. Slóvenar 83%. Trúarhópar: kaþólikkar 58% • Króatía: 56 þús. km2. Íbúafjöldi 4,5 millj. Króatar 90%, Serbar 5%. Trúarhópar: kaþólikkar 88% • Bosnía-Hersegóvína: 51 þús. km2. Íbúafjöldi 4,5 millj. Bosníumenn 48%, Serbar 37%, Króatar 14%. Trúarhópar: Múslimar 40%, Réttrúnaðarkirkjan 31%, Kaþólikkar 15% Valdimar Stefánsson 2007

  21. Lýðveldi fyrrum Júgóslavíu • Makedónía: 25 þús. km2. Íbúafjöldi 2,0 millj. Makedóníumenn 64%, Albanir 24%. Trúarhópar: Rétttrúnaðarkirkjan 65%, Múslimar 33% • Svartfjallaland: 14 þús. km2. Íbúafjöldi 630 þús. Svartfellingar 43%, Serbar 32%, Bosníumenn 8%, Albanir 5% • Serbía: 88 þús. km2. Íbúafjöldi 9,4 millj. Serbar 66%, Albanir 17%, Ungverjar 4% Valdimar Stefánsson 2007

  22. Átökin í Júgóslavíu • Í kjölfar falls kommúnismans brutust þjóðernishreyfingar víða upp á yfirborðið og kröfðust sjálfstæðis fyrir hönd þjóða sinna • Víða kom til vopnaðra átaka en hvergi varð ástandið eins alvarlegt og í fyrrverandi Júgóslavíulýðveldunum • Fjöldi lýðveldanna og flókin blöndun þjóðernishópanna gerðu vandamálið sérlega erfitt viðureignar • Einstrengingsleg og óbilgjörn afstaða Serba til hinna lýðveldanna og þjóðernishópanna átti þó stærstan þátt í því að draga átökin enn frekar á langinn Valdimar Stefánsson 2007

  23. Saga Júgóslavíu • Júgóslavía var stofnuð eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar Slóvenía, Króatía og Bosnía, sem áður höfðu tilheyrt Austurríska keisaradæminu, sameinuðust Serbíu • Í síðari heimsstyrjöldinni hernámu Þjóðverjar landið en öflug skæruliðasamtök, undir forystu Jósefs Tító, réðu afskekktari svæðum ríkisins öll stríðsárin • Í stríðslok varð Júgóslavía eitt kommúnistaríkjanna undir stjórn Títós en hann gætti þess þó alla tíð að vera ekki of fylgisspakur Sovétríkjunum og varðveitti þannig hlutleysi ríkisins Valdimar Stefánsson 2007

  24. Tító fellur frá • Tító lést árið 1980 og þá strax heyrðust raddir um að ríkið ætti ekki langra daga auðið en þó tókst að afstýra vandræðum næsta áratuginn • Ríkinu var stýrt af átta manna stjórnarráði og var forsetaembættið látið ganga á milli þeirra á árs fresti • Seint á níunda áratugnum kom var ljóst að efnahagurinn var í miklum ógöngum, verðbólga gífurleg og skuldir við útlönd hraðvaxandi • Króatía og Slóvenía tóku þá að fikra sig í átt að kapítalískum lausnum á efnahagsvandanum sem enn jók á spennuna í ríkinu Valdimar Stefánsson 2007

  25. Júgóslavía og kalda stríðið • Kalda stríðið og ógnarjafnvægið höfðu ef til vill verið þeir þættir sem helst héldu Júgóslavíu saman á síðari hluta 20. aldar • Landið hafði verið í eins konar herkví milli Nató og Varsjárbandalagsins og stóð ógn af hvoru tveggja • Með hlutleysisstefnu sinni hafði Tító stillt landinu upp mitt á milli risaveldanna en um leið þjappað þjóðinni saman • Þegar kalda stríðinu lauk um 1990 var þessi ógn úr sögunni og brestirnir sem hrjáðu stjórnkerfið urðu meira áberandi Valdimar Stefánsson 2007

  26. Átökin í Júgóslavíu – Slóvenía • Árið 1991 blossuðu upp deilur í átta manna ráðinu þegar Serbar höfnuðu Króatanum Mesic í embætti forseta • Í kjölfarið lýstu Króatía og Slóvenía yfir sjálfstæði sínu frá Júgóslavíu • Slóvenía var þjóðernislega heilstæðasta lýðveldi Júgóslavíu og þar höfðu vestræn áhrif verið áberandi um aldir • Þrátt fyrir að júgóslavneski herinn hafi brugðist við sjálfstæðisyfirlýsingunni með tíu daga loftárásum á Slóveníu virtust ráðamenn í Serbíu sætta sig við missi ríkisins því greiðlega gekk að semja um vopnahlé • Árið 2004 gekk síðan Slóvenía í Nató og ESB Valdimar Stefánsson 2007

  27. Átökin í Júgóslavíu – Króatía • Í Króatíu var all stór serbneskur minnihluti sem gerði það að verkum að ráðamenn í Belgrad áttu erfitt með að sætta sig við missi lýðveldisins • Einnig urðu fyrirætlanir Króata, undir forystu þjóðernissinnans Franjo Tudjmans forseta, um að hreinsa landið af Serbum til þess að hörð átök brutust út víða • Þjóðernishreinsanir Króata voru umfangsmiklar og árangursríkar og vísir að því sem koma skyldi í Bosníu • Króatíu-Serbar brugðust við með því að stofna sín eigin sjálfstjórnarsvæði nærri landamærunum við Serbíu, hvattir áfram af Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu Valdimar Stefánsson 2007

  28. Átökin í Júgóslavíu – Króatía • M. a. vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu, en fjölmörg vestræn ríki voru fljót til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu, þá beitti júgóslavneski stjórnarherinn sér ekki af fullum styrk • Bent hefur verið á að eindreginn stuðningur vestrænna ríkja við baráttu Króata hafi leitt til þess að þjóðernishreinsanir þeirra urðu ákafari en ella • Stríðinu lauk árið 1995 þegar síðustu Króatíu-Serbarnir gáfust upp og voru hraktir á brott • Óhæfuverk Króata gegn Serbum voru viðamikil og hrottaleg en samt hlutu þau engan vegin samsvarandi athygli og óhæfuverk Serbanna síðar í Bosníu og Kosovo Valdimar Stefánsson 2007

  29. Átökin í Júgóslavíu – Bosnía • Hafi stríðið í Króatíu verið grimmúðlegt þá var það í Bosníu-Hersegóvínu sem grimmdin náði hámarki • Augljósasta skýringin á því er sú að í Bosníu-Hersegóvínu er mest blöndun trúarhópa og þar af leiðandi þjóðernishópa • Þegar Króatía og Slóvenía hlutu viðurkenningu á sjálfstæði sínu frá vestrænum löndum var ljóst að Bosnía gæti ekki sætt sig við að verða eftir með Serbum í júgóslavíska ríkjasambandinu • Í mars 1992 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Bosníu, sem Bosníu-Serbar sniðgengu, og sjálfstæðið var samþykkt með yfir 99% atkvæða en kosningaþátttakan var um 64% Valdimar Stefánsson 2007

  30. Átökin í Júgóslavíu – Bosnía • Stríðið í Bosníu hófst svo í apríl 1992 og börðust þar múslimar og Bosníu-Krótar gegn júgóslavneska stjórnarhernum og Bosníu-Serbum • Er alþjóðlegur þrýstingur jókst á júgóslavneska stjórnarherinn að víkja úr Bosníu og virða sjálfstæði þess fór svo að Milosevic lét undan • Þess í stað voru Bosníu-Serbar studdir ríkulega af vopnum og vistum og tóku þeir brátt að ná yfirhöndinni í stríðinu • Eftir tveggja ára hatrömm átök náðist loks samkomulag um frið en þá höfðu Bandaríkjamenn gert loftárásir á Belgrad til að knýja Milosevic að samningaborðinu Valdimar Stefánsson 2007

  31. Átökin í Júgóslavíu – Bosnía • Friðarsamkomulagið er kennt við borgina Dayton í Bandaríkjunum en þar var það undirritað • Samkvæmt því er yfirstjórnin í Bosníu sameiginleg en sérstök svæði eru undir stjórn hvers þjóðarbrots • Austurhlutinn er undir stjórn Bosníu-Serba (Republika Srpska) en aðrir hlutar landsins eru undir stjórn ríkjasambands Króata og múslima • Höfuðborgin Sarajevo er óskipt og þar er aðsetur ríkisstjórnarinnar • Friðurinn er tryggður með alþjóðlegum hersveitum en áætlað er að þær hverfi á brott eftir tvö ár Valdimar Stefánsson 2007

  32. Átökin í Júgóslavíu – Bosnía Valdimar Stefánsson 2007

  33. Stríðsglæpir í Bosníu • Stríðsglæpir Serba í Bosníu voru hroðalegir og öll heimsbyggðin fylgdist með háttarlagi þeirra í gegnum fjölmiðla • Ekki var nóg með að þeir rækju yfir milljón manns á flótta frá þeim svæðum sem þeir vildu tryggja sér yfirráð yfir, heldur voru líka fjölmörg dæmi um fjöldamorð þeirra á saklausum borgurum og skipulagðar fjöldanauðganir á bosnískum konum • Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi fallið í átökunum, meirihlutinn borgarar, og tæpar tvær milljónir manna hafi farið á vergang Valdimar Stefánsson 2007

  34. Stríðsglæpir í Bosníu • Eftir stríðið var Alþjóðdómstólnum í Haag falið að rannsaka stríðsglæpi í fyrrum ríkjum Júgóslavíu • Þar hefur stríðið í Bosníu tekið mesta tímann enda allir alvarlegustu glæpirnir framdir þar • Leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Radovan Karadzic og Ratko Mladic, eru enn eftirlýstir af dómstólnum • Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, var hins vegar handtekinn og færður fyrir dómstólinn en hann lést áður en réttarhöldum yfir honum lauk • Reikna má með að réttarhöldin muni standa í nokkur ár enn Valdimar Stefánsson 2007

  35. Makedónía • Makedónía lýsti yfir sjálfsstæði frá Júgóslavíu síðla árs 1991 og náði samkomulagi um landamæri sín við stjórnina í Belgrad sama ár • Nær engin átök urðu í landinu í kjölfar sjálfstæðisins en minnihlutahópur Albana býr þar • Grikkland hefur þó staðið gegn sjálfstæði þess vegna nafns landsins sem er hið sama og nafn héraðs í Grikklandi en líklegt er að samkomulag náist fljótlega á milli ríkjanna • Í kjölfar átaka í Kosovo árið 1999 kom til átaka á milli stjórnarinnar og albanska minnihlutans í landinu en íhlutun Nato batt enda á þau átök Valdimar Stefánsson 2007

  36. Svartfjallaland • Árið 1992 ákváðu íbúar Svartfjallalands í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda ríkjasambandi sínu með Serbíu undir nafninu Júgóslavía • Tíu árum síðar var nafninu breytt í Serbía-Svartfjallaland og í sambandssamninginn var sett ákvæði um að Svartfellingar gætu sagt skilið við sambandið ef þjóðaratkvæðagreiðsla félli þannig • Árið 2006 var síðan atkvæðagreiðslan haldin og þá hlutu aðskilnaðarsinnar nægilegan meirihluta til þess að Evrópusambandið samþykkti niðurstöðuna • Sama ár lýsti svo Svartfjallaland yfir sjálfstæði sínu og þar með var Júgóslavía orðin að sex sjálfstæðum ríkjum Valdimar Stefánsson 2007

More Related