120 likes | 248 Views
Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði. Hugleiðingar á aðalfundi SAF , 11. apríl 2011. Ari Skúlason. Hagfræðingur. Hagfræðideild Landsbankans. Greining Hagfræðideildar 2013 – Ferðaþjónusta á Íslandi. Töluverð umfjöllun um hlutverk opinberra aðila
E N D
Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði Hugleiðingar á aðalfundi SAF, 11. apríl 2011 Ari Skúlason Hagfræðingur Hagfræðideild Landsbankans
Greining Hagfræðideildar 2013 – Ferðaþjónusta á Íslandi • Töluverð umfjöllun um hlutverk opinberra aðila • Samspil ferðaþjónustu og hins opinbera • Mikilvægi innviða og skipulags • Geta opinber afskipti aukið þann þjóðhagslega ábata sem greinin skilar? • Ný eða bætt nýting framleiðsluþátta • Aukin framleiðni .... • ... tækniframfarir og stærðarhagkvæmni • Ferðaþjónusta: Mikil þörf á samhæfingu og skipulagi sem hið opinbera þarf að taka þátt í
Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði • Erfitt umfjöllunarefni – lítið verið skoðað skipulega • Sýnir eins og margt annað hve rannsóknir af ýmsu tagi í kringum ferðaþjónustuna og þarfir hennar eru komnar stutt á veg og hve veik staða rannsóknarþáttarins er miðað við aðrar greinar. • Rannsóknir í ferðaþjónustu einungis brot af því sem gerist í öðrum atvinnugreinum • Ekki miklar mælingar á þátttöku ferðamanna og því litlu úr að moða • Einungis um að ræða hluta af tekjustreymi frá ferðamönnum • Skiptir auðvitað sífellt meira máli með auknum fjölda ferðamanna ... • ... og þar með aukinni notkun ferðamanna á innviðum Hér: Engar töfralausnir, einungis hugleiðingar og vangaveltur
Sérstaða Íslands • Íslendingar eru fámenn þjóð í stóru og ógreiðfæru landi • Fastur kostnaður vegna ýmissa fjárfestinga til almenningsnota – svokallaðra innviða – hvílir á tiltölulega fáum og er þar með tiltölulega þungur baggi á þjóðinni. • Umferðarmannvirki, almenningssamgöngur, fjarskipti o.s.frv. • Fjölmennari þjóð – fastur kostnaður mun lægri á hvern íbúa. • Starfsemi ferðaþjónustunnar eykur fólksfjöldann í landinu og getur þannig haft áhrif á nýtingu ýmissa opinberra fjárfestinga.
Skattar og tekjur ríkisins • Tekjuöflun ríkisins byggir mikið á óbeinum sköttum, allir sem eru staddir hérlendis borga sinn hluta að miklu leyti. • Ríkið innheimtir líka skatta í formi notendagjalda, t.d. bensíngjald • Aukinn notendafjöldi felur þannig í sér þjóðhagslegan ábata – fastur kostnaður dreifist á fleiri herðar. • Á sérstaklega við ef nýting þessara innviða er ekki full
Hve miklu máli skipta ferðamenn? • Íslendingar á aldrinum 25-70 ára: ca. 180.000 • Fjöldi ferðamanna 2012: 650.000 • Meðaldvöl: 10,2 nætur 2011 • Mikil notkun innviða á meðan á dvöl stendur: • Notkun Íslendinga? • Niðurstaða: Ferðamenn skipta miklu máli fyrir nýtingu innviða hér á landi • Meira en annars staðar • Vaxandi þýðing • Hversu mikil þýðing? Nýtingarhlutföll okkar og þeirra?
Hvernig lítur dæmið út? • 650 þúsund ferðamenn, • Hver um sig dvelur í ca. 10 daga • 46% nota bílaleigubíla, 37% áætlunar- og hópferðabíla • Hversu marga kílómetra aka þessir ferðamenn? Hversu mikil eldsneytiskaup? • Hversu stóran hluta bensíngjalds og vsk. af eldsneyti og flutningum eru þeir að greiða? • Niðurstaða: töluverðan hluta – en þetta mætti skoða miklu betur • Þörf fyrir mun meiri rannsóknir
Hagræðið af þátttöku ferðamanna • Erlendir gestir stækka innanlandsmarkað – breiddar- og stærðarhagræði • Óbeinir skattar og notendagjöld eru einnig greidd af ferðamönnum • Ferðamenn geta þannig lækkað meðalkostnað við ýmsar fjárfestingar hins opinbera í innviðum og almannagæðum. Allir notendur vegakerfis greiða t.d. bensíngjald og taka þannig þátt í föstum kostnaði við samgöngukerfið • Á sérstaklega við ef notkun landsmanna sjálfra er ekki mikil og aukinn fjöldi notenda skapar hvorki beinan né óbeinan kostnað, tefur t.d. ekki fyrir þeim sem þegar nýta sér innviðina • Sérhver ferðamaður sem nýtir slík mannvirki utan álagstíma skilar því hreinum ábata í sameiginlega sjóði
Mikilvægi fyrir landsbyggðina • Það er óumdeilt að íslensk ferðaþjónusta byggist fyrst og fremst á sérstæðri náttúru sem er helsta aðdráttarafl landsins. • Uppbygging áfangastaða, nýsköpun og vöruþróun eru forsendur þess að áfangastaðurinn Ísland sé samkeppnishæfur í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðamanna. • Náttúrufegurðin er fyrst og fremst á landsbyggðinni • Ferðaþjónustan er mikilvæg fyrir landsbyggðina vegna þess að hún byggir á notkun aðfanga sem ekki er hægt að flytja úr stað, s.s. náttúrufegurð. • Ferðaþjónustan er þannig ein af fáum greinum þar sem landsbyggðin hefur enn raunverulega hlutfallslega yfirburði vegna landfræðilegra aðstæðna. • Þessir yfirburðir hafa að miklu leyti tapast hvað sjávarútveg og landbúnað varðar
Samspil landsbyggðar, ferðaþjónustu og þátttöku ferðamanna í sameiginlegum kostnaði • Ferðaþjónusta er í þessu tilliti augljós vaxtarbroddur í flestum byggðum landsins • Aukinn fjöldi ferðamanna á því að geta aukið arðsemi fyrirtækja – sérstaklega á strjálbýlli svæðum • Samspil greinarinnar og stjórnvalda ætti því að skipta verulegu máli einmitt þarna • Arðsemisútreikningar, t.d. vegna umferðarmannvirkja • Hversu mikinn hluta kostnaðar bera ferðamenn? • Er rétt að hið opinbera úthluti þessum tekjum til að styrkja innviði úti á landi? • Hverjar eru stærðirnar? • Enn og aftur: Þörf á mun meiri rannsóknum og mælingum