490 likes | 639 Views
4.2 Ísland og alheims - samfélagið. 4. hluti – Samastaður í heiminum. Ísland og alheimssamfélagið ( bls . 171). Árið 1918 var viðburðarríkt á Íslandi: Katla gaus og olli miklum spjöllum um allt land. Spænska veikin – skæður inflúensufaraldur sem margir dóu úr.
E N D
4.2 Íslandogalheims- samfélagið 4. hluti – Samastaður í heiminum
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 171) • Árið 1918 var viðburðarríkt á Íslandi: • Katla gaus og olli miklum spjöllum um allt land. • Spænska veikin – skæður inflúensufaraldur sem margir dóu úr. • Sambandslagasáttmálinn við Dani gekk í gildi 1. des.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 171) • Sambandslagasáttmálinn 1. des: Með honum varð Ísland frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dani. • Í sáttmálanum var ákvæði um að þjóðirnar gætu sagt honum upp að 25 árum liðnum (1943) ef þær óskuðu þess.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 171) • Íslendingar sögðu sambandssáttmálanum upp árið 1943 og stofnuðu lýðveldi 17. júní 1944. • Alþingi kaus Svein Björnsson fyrsta forseta landsins.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Ríki: Stjórnarfarsleg heild sem einkennist af ákveðnum landamærum og innan þeirra er ríkið sjálfstætt og með full yfirráð. • Árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki í konungs-sambandi við Danmörku. Hvað þýðir að vera fullvalda ríki?
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Fullvalda þýðir að stjórnmálastofnanir ríkisins hafi æðstu yfirráð yfir íbúunum. • Fullvalda ríki viðurkennir ekkert æðra vald í eigin málefnum.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Hvað eru til mörg ríki í heiminum? • Fjöldi sjálfstæðra ríkja er alltaf að breytast, sum hverfa við sameiningu en önnur ný eru stofnuð. • Ef skoðaður er listi yfir ríki í Sameinuðu þjóðunum kemur í ljós að um þessar mundir eru þau um 200 (192).
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Vatikanið er sjálfstætt ríki sem ekki er meðlimur í Sameinuðu þjóðunum. • Ríki sem gætu öðlast sjálfstæði og í framhaldinu gengið í SÞ: • Palestína, Grænland, Færeyjar.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Grænland: • Fengu aukna sjálfstjórn frá Dönum árið 2009 er þeir tóku yfir lögreglu- og dómsmál í landinu. Fengu meira vald yfir nýtingu auðlinda landsins. • Grænlenska varð formlegt tungumál Grænlendinga.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 173) • Sjálfstæðishugmyndir hafa komið fram í: • Puerto Rico (Bandaríkin) • Tsjetserníu (Rússland) • Norður- og Suður Kóreu. Urðu tvö ríki í kjölfar Kóreustríðsins árið 1953.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 173) • Smáríkið Ísland: • Landið er stórt eða um 103.000 fm². • Þjóðin er fámenn eða um 320.000 (2009). • Ísland er smáríki eins og flest önnur ríki í heiminum.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 174) • Einkenni smáríkja:Fámenn, hernaðar-lega vanmáttug. Atvinnuvegir oft fremur einhæfir. • Útflutningsvörur og þjónusta oft einhæf – þau þurfa að flytja inn stóran hluta af vörum sínum og hráefnum og hafa fremur lítil völd í alþjóðamálum.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 174) • Fiskafurðir hafa lengstum verið mikilvæg-asti vöruútflutningurinn – þess vegna hefur útfærsla fiskveiðilögsögunnar og verndun fiskistofna verið mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga. • Sjávarafurðir eru 40% af útflutningsverðmætum þjóðarinnar og iðnaður um 30%.
Íslandogalheimssamfélagið (bls. 174) • Human Development Report: http://hdr.undp.org/en/reports/global/hdr2010/ • Skýrsla um ýmis lífsskilyrði gefin út af Sameinuðu þjóðunum. • Smelltu á heitið Human Development Report hér að ofan og skoðaðu skýrsluna – sérstaklega þó töflurnar aftast í ritinu.
Hagsmunirogvöldríkja(bls. 174-175) • Öll ríki berjast fyrir hagsmunum sínum. Ef hagsmunir ríkja skarast reyna þau að semja um lausn deilunnar, annaðhvort beint eða með aðstoð alþjóðlegra stofnana. • Diplomatísk aðferð: Þegar ríki beitir sendiráðum sínum í öðrum löndum til að koma skoðunum sínum á framfæri.
Hagsmunirogvöldríkja(bls. 175) • Diplomatísk aðferð: Sé málið talið alvarlegt er boðað til sameiginlegra viðræðna með fulltrúum beggja aðila. • Nái ríkin ekki samkomulagi er hægt með vilja beggja að vísa málinu til alþjóðlegra dómstóla eða stofnana.
Hagsmunirogvöldríkja(bls. 175) • Alþjóðlegar stofnanir sem Íslendingar eiga mikil samskipti við: • Evrópusambandið (ESB) • Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) • Norræna ráðherranefndin • Norðurlandaráð
Hagsmunirogvöldríkja(bls. 175) • Möguleikar ríkja til að hafa áhrif og völd í alþjóðasamfélaginu fara eftir fjölmörgum þáttum. • Bandaríkin eru efnahagslegt og hernaðarlegt stórveldi. • Japan er efnahagslegt stórveldi án öflugs hers. • Rússland er ríkt af auðlindum, hefur öflugan her en ríkið er ekki efnahagslegt stórveldi.
Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Utanríkisviðskipti: • Verndarstefna þýðir að ríki beitir ýmsum aðferðum til að vernda innlenda framleiðslu gegn innflutningi erlendis frá. • Fríverslun þýðir að lögð er áhersla á frelsi í viðskiptum á milli ríkja.
Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Utanríkisviðskipti: • Hafta- og verndarstefna: Stefna ríkisstjórna sem reyna að sporna gegn erlendum vörum og þjónustu innan landamæra sinna. Ríkið leggur þá tolla á innfluttar vörur eða setur lög til að verja og vernda innlenda framleiðslu á kostnað þeirrar erlendu. • Markmið að gera landið eins óháð innflutningi og frekast er kostur.
Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Eitt af helstu hagsmunamálum ríkja heims er að ná eins miklu viðskiptafrelsi við önnur ríki og hægt er. • Tollur er sérstakt gjald sem lagt er ofan á verð innfluttrar vöru. Ef háir tollar yrðu lagðir á íslenskar vörur erlendis hefðu fáir eða engir efni á að kaupa þær. Þess vegna er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og ná góðum samningum við önnur ríki.
Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Mikið ójafnræði gildir í verslun og viðskiptum milli ríkja heims því að ¾ hlutar viðskiptanna eiga sér stað á milli ríkustu landa heims – iðnaðarlandanna. • Mesta gróskan í alþjóðaviðskiptum fer fram innan og á milli þriggja meginsvæða: Norður-Ameríku, Evrópusambandsins og Japan.
Ólíklífsskilyrði (bls. 176) • Fátækustu ríki heims kallast þróunarlönd og er einna helst að finna meðal ríkja Afríku, Asíu, Suður- og Mið-Ameríku. • Með því að nota hugtakið þróunarland í jákvæðum skilningi er verið að gefa í skyn að landið geti unnið sig upp úr fátækt. • Ríkustu löndin eru kölluð iðnvædd ríki eða Norðrið.
Ólíklífsskilyrði (bls. 176) • Þau ríki sem sinna ekki frumþörf íbúa sinna kallast ýmist fátæk ríki, vanþróuð ríki, þróunarríki, landbúnaðarríki, þriðji heimurinn eða Suðrið. • Fyrsti heimurinn eru ríkustu löndin, svo sem Vestur-Evrópa og Bandaríkin. • Annar heimurinn eru lönd með minni tekjur, svo sem ríki í Austur-Evrópu. • Þriðji heimurinn eru fátækustu löndin í Afríku, Asíu og Suður- og Mið-Ameríku.
Ólíklífsskilyrði (bls. 177) • Þegar sagt er að Ísland sé eitt af ríkustu löndum heims er miðað við þjóðar-framleiðslu. • Þjóðarframleiðsla: reiknuð eru út samanlögð verðmæti allra vara og þjónustu sem framleidd eru í landinu á einu ári og deilt í með fjölda íbúa í viðkomandi ríki. Ef útkoman úr því dæmi er lág er sagt að lífsskilyrði í viðkomandi ríki séu ekki góð, ríkið og íbúar þess teljast fátækir.
Ólíklífsskilyrði (bls. 177) • Ríku löndin framleiða gríðarlegt magn af vörum og þar er þjónustan fjölbreytt. Þau verða því ekki gjaldþrota þó svo að það dragi út útflutningi á einhverjum vörum – eggin eru ekki öll í sömu körfunni. • Stærsti hluti útflutningstekna þróunarlanda fæst yfirleitt frá einni eða fáum útflutningsafurðum, svo sem kaffi, te eða banönum. Ef kaffiplanta eyðileggst í frosti missa kaffiútflutningslöndin megnið af tekjum sínum og kaffibóndinn fer á vonarvöl.
Ólíklífsskilyrði (bls. 178) • Mörg þróunarlanda eru óánægð með viðskiptahindranir sem iðnvædd ríki hafa sett til að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðar- og vefnaðarvörum. • Mörg iðnvædd ríki hafa takmarkað innflutning frá löndum sem ekki hafa skýrar reglur um mengunarvarnir eða barnavinnu.
Ólíklífsskilyrði (bls. 178) • Verð á hráefnum sem þróunarlönd framleiða sveiflast mikið og það skapar alvarleg vandamál fyrir fátæk lönd. • Þróunarlöndin hafa orðið að fá lánaða peninga frá ríkari þjóðum heims, sérstaklega Vesturlöndum. • Eitt stærsta vandamál þróunarlanda nú á dögum eru afborganir af lánum sem þau hafa tekið.
Alþjóðlegarstofnanir(bls. 178) • Án þátttöku í alþjóðlegu samstarfi ættu smáríki erfitt með að koma skoðunum sínum á framfæri gagnvart stærri og voldugri þjóðum heims. • Íslendingar taka þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi – við skulum skoða það betur.
Evrópusambandið (bls. 178) • Ísland ekki meðlimur í ESB en megnið af útflutningsvörum okkar fer til ríkja sambandsins. • Maastricht-sáttmálinn (1994): Felur í sér fjórfrelsi, það er frjálst flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns milli aðildaríkja sambandsins.
Evrópusambandið (bls. 179) • Litið er á Maastricht-sáttmálann sem nokkurs konar stjórnarskrá Evrópusambandsins. Helstu markmið sáttmálans eru þrjú: • Efnahags- og gjaldeyrissamvinna, svo sem einn sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill og sameigin-legur seðlabanki. • Sameiginleg stefna í utanríkis- og tryggingamálum.
Evrópusambandið (bls. 179) • 3. Samvinna í löggæslu- og réttarfarsmálum, svo sem sameiginleg stefna í málefnum flóttamanna og innflytjenda, barátta gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og eiturlyfjum.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 179) • Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA): • Stofnuð 1960 af nokkrum ríkjum í Vestur-Evrópu. • Aðildarríkin ákváðu að fella niður tolla á iðnaðar-varning sín á milli en héldu fiski og landbúnaðarvörum fyrir utan samkomulagið. • Ólíkt ESB hafði EFTA enga samræmda tollastefnu gagnvart öðrum ríkjum og var því ekki tollabandalag.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 180) • Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA): • Þegar Evrópusambandsríkin ákváðu að koma á einum sameiginlegum markaði árið 1985 tóku EFTA-ríkin frumkvæði að samningaumleitunum við Evrópusambandið. Niðurstaðan var samingur um Evrópska efnahagssvæðið (1992). • Þegar mest var voru 10 ríki í EFTA en nú eru bara fjögur eftir: Ísland, Noregur, Lichtenstein og Sviss.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 180) • Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA): • 80% af útflutningsvörum Íslendinga fóru til ríkja innan Evrópusambandsins og 65% allra innfluttra vara til Íslands komu frá sama svæði (Evrópska efnahagssvæðið - EES). • Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið opnaði Íslendingum og öðrum EFTA-ríkjum aðgang að markaði Evrópusambandsins.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 180) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Eftir að Ísland gerðist aðili að EES er mun auðveldara fyrir íslensk fyrirtæki að færa út kvíarnar til allra ríkja á svæðinu. • Á sama hátt geta erlend fyrirtæki á EES-svæðinu stofnað útibú hér á landi ef þau vilja.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Íslendingar eru aðilar að Evrópska efnahags-svæðinu en ekki Evrópusambandinu. • Samningurinn við EES gefur okkur ekki rétt á setu í æðstu stofnunum Evrópusambandsins og við tökum ekki heldur þátt í sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í fiskveiði-, landbúnaðar-, utanríkis- eða varnarmálum.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Við inngöngu í EES fengu Íslendingar eins góðan aðgang fyrir framleiðsluvörur sínar að mörkuðum í Evrópu og kostur var. • Andstæðingar EES töldu að með samningnum gætu Íslendingar varla talist sjálfstæð þjóð lengur. Þeir þyrftu að breyta lögum sínum til samræmis við lög Evrópusambandsins.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Andstæðingar EES voru einnig hræddir um að erlendir fjárfestar myndu kaupa upp íslensk fyrirtæki og útrýma þeim sem fyrir væru. • Einnig myndi ódýrt vinnuafl frá Evrópu flæða yfir Ísland og skapa atvinnuleysi meðal landsmanna.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Flestir eru nú sammála um að samningurinn um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu hafi orðið Íslendingum til góðs. • Nú velta menn því fyrir sér hvort Ísland eigi að sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu. Um það eru mjög skiptar skoðanir.
Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Rök með fullri aðild að ESB: Íslendingar fengju aðgang að stöðugra efnahagskerfi og evru sem gjaldmiðils. • Rök á móti: Íslendingar gætu misst stjórn á auðlindum sínum, svo sem fiskimiðunum.
Norðurlönd í breyttumheimi(bls. 181) • Berlínarmúrinn: Heimsmyndin, ekki síst aðstæður í Evrópu, gjörbreyttist við fall múrsins í nóvember 1989 og við fall Sovétríkjanna 1991. Kalda stríðinu var lokið. • Eistland, Lettland og Litháen endurheimtu sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum. Gott samstarf og samvinna á milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.
Norðurlönd í breyttumheimi(bls. 182) • Eystrasaltsráðið stofnað árið 1992. Að því standa Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Rússland, Pólland og Þýskaland. • Árið 1994 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi um inngöngu í Evrópusambandið. Svíar og Finnar samþykktu aðild og gengu í sambandið. • Norðmenn höfnuðu aðild en eru, eins og Íslendingar, aðilar að EES.
Norðurlandaráð (bls. 182) • Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna og stjórnmálamanna. • Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna. Hún sér um framkvæmdir og stjórnar norrænu samstarfi.
Norræntsamstarf (bls. 182) • Sameinuðu þjóðirnar.Í samskiptum við önnur ríki eru SÞ mikilvægasta stofnunin fyrir Íslendinga. • Önnur og ekki síður mikilvæg samskipti eiga sér stað á milli Norðurlandanna. • Mikilvægustu stofnanir Norðurlandasamstarfsins eru Norðurlandaráð (1953) og Norræna ráðherranefndin (1971).
Norræntsamstarf (bls. 183) • Norðurlandaráð hefur ekki reynst mjög öflugt þegar umræða um mikilvæg alþjóðleg málefni er annars vegar, sérstaklega ef Norðurlöndin eru ekki sammála um hvernig eigi að leysa þau. • Varnar- og utanríkismál eru ekki rædd innan Norðurlandaráðs enda mikill munur á afstöðu Norðurlandanna til þeirra málaflokka.
NATO (bls. 183) • NATO: Atlantshafsbandalagið. Hernaðar-bandalag, stofnað af Bandaríkjunum og nokkrum Evrópuríkjum árið 1949. • Markið bandalagsins var að stöðva frekari yfirgang Sovétmanna í Evrópu. • Samkvæmt samningum jafngilti árás á eitt NATO ríki árás á öll hin.
NATO (bls. 183) • Ísland var eitt af stofnríkjum NATO. • Á Miðnesheiði við Keflavík var NATO-herstöð sem Bandaríkjamenn sáu um að reka. Árið 1994 bjuggu um 6.000 hermenn og skyldulið þeirra á vellinum. • Bandaríkjastjórn tók einhliða ákvörðun um að loka herstöðinni og haustið 2006 hurfu síðustu hermennirnir á brott.
Kafla 4.2 erlokið • Hér lýkur glósum úr kafla 4.2 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 185 og 186.