170 likes | 318 Views
Nietzsche. Siðferðið (framhald) Heimspekingar framtíðarinnar. Siðferðið. Skoða §32, §202, §225 og §260. Höfðingjasiðferði – þrælasiðferði ( §260 ). Siðapredikarinn.
E N D
Nietzsche Siðferðið (framhald) Heimspekingar framtíðarinnar
Siðferðið • Skoða §32, §202, §225 og §260. • Höfðingjasiðferði – þrælasiðferði (§260)
Siðapredikarinn • Hve heimskulegt er að segja: „Svona á maður að vera!“ Veruleikinn leiðir fyrir sjónir okkar heillandi úrval tegunda, gnægtir fjörlegra tilbrigða og breytilegra forma – og svo segir eitthvert vesælt siðferðispredikaragrey: „Nei! Maðurinn á að vera öðruvísi.“ Þessi þröngsýni vindhani þykist jafnvel vita hvernig menn skulu vera. Hann málar sjálfan sig á vegginn og hrópar upp yfir sig: „Ecce homo!“ (Sjá, þar er maðurinn)
Heimspekingar (Nietzsches) • Nafnlausir? (Atopos) • Heildarsýn • Tilraunamenn • Nýir möguleikar • Einbúar andans • Siðleysingjar • Ekki bara sérfræðingar
Heimspekingar (Nietzsches) • Húsbændur, geta skipað fyrir • Geta eitthvað af sér ... Skapa • Ekki strípaðir sjálfi eða persónuleika • Að geta lifað með óvissunni (samt ekki efahyggjumenn?) • Slæm samviska sinnar samtíðar • Mótun sterks vilja (ekki viljalömun) • Að hugsa er að taka nærri sér
Ekki að ánetjast ... • Ekki að binda trúss sitt við nokkurn mann ... Ekki að binda trúss sitt við neitt föðurland ... Ekki að ánetjast meðaumkun ... Ekki að ánetjast vísindum ... Ekki treysta á eigin sjálfstæði ... Ekki að reiða okkur á eigin dyggðir þannig að við allir verðum fórnarlamb einhvers eins þáttar í fari okkar... (§41)
Að læra að sjá • Að læra að sjá - að venja augað við kyrrðina, við þolinmæði, við það að leyfa hlutunum að koma upp að því; að fresta dómum, að læra að fara kringum viðfangsefnið og skoða hvert einstakt tilvik frá öllum hliðum [...] að bregðast ekki strax við áreiti, en ná stjórn á öllum hvötum sem útiloka og hamla. Að læra að sjá, eins og ég skil það, er næstum því það sem kallað er [...] sterkur vilji: Grundvallaratriðið er nákvæmlega að „vilja" ekki - að geta frestað ákvörðun. (KSA 6, 108-109)
Styrkleiki hugsunar • Þannig væri það mælikvarði á styrkleika hugsunar hversu stóran „sannleika“ hún þyldi, eða svo kveðið sé skýrar að orði, í hve miklum mæli hún þyrfti að þynna hann út, hylma yfir hann, sæta hann, draga broddinn úr honum og falsa hann. (§39)
Heimspekingar framtíðarinnar • Menn tilrauna (Versucher, náskylt Versuchung, freisting) • Nýr mikilleiki mannsins • Sterkur vilji (já-in og nei-in okkar) • Heimspeki er fyrst og fremst sköpun, endursköpun og endurmat
Menn tilrauna • „Prófaðu að lifa samkvæmt heimspekinni“, verður hinn nýi mælikvarði • Afstöðubreyting í heimspeki (þungamiðjan færist úr stað)
Heimspeki sem sköpun • Heimspeki Nietzsches sem dæmi • Hvernig hann fann sín eigin gildi (GM, formáli) • Snilligáfa hjartans (§295)
Nietzsche og gömlu heimspekingarnir • Hvað taldi Nietzsche sjálfur um tengsl sín við þá? • Hinn sanni heimspekingur (sjá fyrirvara) • Sjá lýsingu hans á heimspekingum fortíðar (§212 o.áfr.) • Lýsing hans á heimspekingum framtíðar fellur vel að mörgum sögulegum heimspekingum
Hinn sanni heimspekingur En hinn sanni heimspekingur – það er okkar álit, vinir mínir? – lifir „óheimspekilega“ og „óviturlega“ og umfram allt fyrirhyggjulaust. (§205)
Maður morgundagsins • Vegna þess að heimspekingurinn er afnauðsyn maður morgundagsins og dagsins þar á eftir verð ég sífellt sannfærðari um að hann hafi ævinlega verið í mótsögn, og hlotið að vera í mótsögn, við líðandi stund. (§212, ég hef breytt þýðingunni)
Snilligáfa hjartans • Snilligáfa hjartans sem þaggar niður allan hávaða og alla sjálfumgleði og fær menn til að hlusta, gáfan sem sléttar úr grófum sálum og leyfir þeim að bergja á nýrri löngun – að liggja kyrrar eins og spegill svo hinn djúpi himinn megi sjást þar í endurskini sínu. (§295)
Snilligáfan • Maður með snilligáfu er óþolandi hafi hann ekki að minnsta kosti tvennt annað til að bera: þakklæti og hreinleika. (§74)
Manndómsþroski • Manndómsþroski: það er að hafa fundið aftur alvöruna sem maður bjó yfir sem barn að leik. (§94)