1 / 19

Niðurstöður og umræðukafli

Niðurstöður og umræðukafli. Afgangur skýrslunnar. Niðurstöður Lýsandi tölfræði (tíðni, meðaltöl, %, ...) og/eða tölfræðipróf Greint frá niðurstöðum tilgátna ásamt öðru áhugaverðu efni, ekki túlkun á niðurstöðum Töflur og myndir Hafa lýsandi nöfn og geta staðið á eigin fótum Umræða

mikasi
Download Presentation

Niðurstöður og umræðukafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Niðurstöður og umræðukafli

  2. Afgangur skýrslunnar • Niðurstöður • Lýsandi tölfræði (tíðni, meðaltöl, %, ...) og/eða tölfræðipróf • Greint frá niðurstöðum tilgátna ásamt öðru áhugaverðu efni, ekki túlkun á niðurstöðum • Töflur og myndir • Hafa lýsandi nöfn og geta staðið á eigin fótum • Umræða • Setur niðurstöður í samhengi við annað eldra efni • Greina frá þeim ályktunum sem höfundur dregur • Greina frá hugsanlegum áhrifum rannsóknar á viðkomandi fræðasvið • Heimildaskrá • Formföst lýsing á því efni sem höfundur vísar í við skrif sín og rannsóknir. • Viðaukar

  3. Niðurstöður • Fyrirsögnin miðjujöfnuð • Skýra frá niðurstöðum í tengslum við tilgátur og öðrum áhugaverðum niðurstöðum • Greina frá niðurstöðum tölfræðiprófa • Hafa lýsandi tölfræði (meðaltöl, staðalfrávik) • Birta myndir og töflur ef á við

  4. Niðurstöður - dæmi Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.

  5. Töflur og myndir í niðurstöðukafla 1 • Öllum töflum og myndum þarf að gefa heiti og númer. • Heiti á töflum eiga að vera Tafla 1, Tafla 2 o.s.frv., heiti á myndum Mynd 1, Mynd 2 o.s.frv. • Aðskilin númerakerfi fyrir töflur og myndir • Ekki nota bókstafi, t.d.Tafla 1b heldur Tafla 2 • Töflur og myndir í sama ritinu eiga að hafa aðskilin númerakerfi • Númer og nafn á mynd fyrir neðan mynd • Númer og nafn á töflu fyrir ofan töflu

  6. Töflur og myndir í niðurstöðukafla 2 • Eingöngu vísa í númer töflu í rituðum texta en ekki heiti eða blaðsíðu • Heiti á töflum/myndum skal vera nægjanlega lýsandi fyrir innihald • Raðið atriðum í töflu eftir stærð eða magni • Forðist marga aukastafi, einn aukastafur í mesta lagi • Verið sparsöm á línur, notið þær einungis til að greina töfluheiti frá töflu, dálkaheiti frá tölum og dálkatölur frá samtölum • BARA láréttar línur, ekki lóðréttar

  7. Slæm uppsetning á töflu

  8. Góð uppsetning á töflu

  9. Uppsetning á myndum • Myndir eiga að vera einfaldar og skýrar. • Þær sýna meginlínur í gögnum. • Smáatriði og margslungin gögn eiga betur heima í töflu. • Forðist útflúr og krúsídúllur • (ekki hafa mynd í þrívídd og ekki of mikla litagleði) • Frumbreyta er sett á x-ás en fylgibreyta á y-ás • Ef þið eruð með tvær frumbreytur þá skal sú mikilvægari vera á x-ás en hin fara inn í myndina sem súlur eða línur

  10. Uppsetning á myndum, frh. • Heiti á ásum • Bæði x- og y-ás eru gefin lýsandi nöfn • Sömu reglur gilda um heiti á ásum og heiti á töflum • Núllpunktur og y-ás • Gefa greinilega til kynna ef ekki er byrjað í núllpunkti • Lengd ása ræðst af mæligildum • hafa lægsta gildi aðeins lægra en lægsta mæligildi og hæsta gildi aðeins hærra en hæsta mæligildi • Ekki þjappa ásum saman eða teygja úr þeim til að auka eða draga úr mun • Mælieiningar • Ef margar töflur eða myndir fjalla um sama efni skal hafa mælieiningar eins til að auðvelt sé að bera saman tölur úr ólíkum töflum/myndum.

  11. Slæm uppsetning á mynd

  12. Góð uppsetning á mynd

  13. Uppsetning á myndum - ásar

  14. Uppsetning á myndum, frh. Mynd 1. Áhrif menntunar á tekjur hjá körlum og konum

  15. Uppsetning á myndum, frh. • Athugið að uppsetning á myndum er einnig háð smekk hvers og eins • Ekki alltaf skýrar línur um hvað sé best að gera, alltaf prófa ykkur áfram • Notið helst súlurit og línurit, síður skífurit • Raða eftir stærð • Súlurit til að bera saman hópa • Línurit til að lýsa línulegu sambandi

  16. Töflur og myndir - lokaorð • Það á ekki að endurtaka lið fyrir lið í lesmáli það sem sagt er í töflu eða skýringarmynd. • Í texta skal ræða um töfluna/myndina og draga saman niðurstöður, benda á helstu atriði eða endurtekningar sem skipta máli • Ekki birta mynd/töflu sem ekki er fjallað um í texta. • Gerið grein fyrir ályktunum dregnar frá töflu/mynd. • Ekki teikna myndir af óþörfu, aðeins meginniðurstöður fram í mynd eða töflu allt annað á frekar heima í texta

  17. Umræða • Fyrirsögnin miðjujöfnuð • Hvaða ljósi varpa niðurstöður á þann vanda sem lýst var í inngangskafla skýrslunnar • Svara spurningunni! • Að hve miklu leyti falla niðurstöður að tilgátum • Eru niðurstöður í samræmi við fyrri rannsóknir • Ef tilgátur féllu, hvers vegna? • Hvað er hægt að gera í framhaldi, hvernig má bæta rannsókn

  18. Umræða - dæmi • Tilgátan fékk stuðning hér, en í henni var reiknað með að frammistaða sérfræðinga yrði betri en leikmanna ef spilin væru flokkuð, en ekki ef þau væru óflokkuð. Þetta samræmist hugmyndinni um bútun. Niðurstöður benda því til þess að muninn á frammistöðu sérfræðinga og leikmanna eigi ekki að skýra með því að skammtímaminni sérfræðinga sé betra en leikmanna heldur er frammistaða þeirra betri vegna þekkingar þeirra á sínu sviði. Þeir hafi aukna getu til að flokka þessa þekkingu á merkingarbæran hátt og nálgast hana hraðar og með meiri nákvæmni en leikmenn. Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.

  19. Athugið • Vandið frágang, hafið samræmi í fyrirsögnum og textajöfnun • Passið staðsetningu fyrirsagna og taflna • Hafið alltaf lesendur í huga • Lesið yfir • Varist ritstuld

More Related