160 likes | 433 Views
Íslam og múslimar. II.4. Múhameð. Fæddist í Mekka 570 e. Kr Mekka á Arabíuskaganum trúarleg, menningarleg og viðskiptaleg miðstöð fyrir fjölda arabískra ættbálka. Lönd araba loguðu á þessum tíma í ófriði á milli sundurleitra ættbálka.
E N D
Íslam og múslimar II.4
Múhameð • Fæddist í Mekka 570 e. Kr • Mekka á Arabíuskaganum • trúarleg, menningarleg og viðskiptaleg miðstöð fyrir fjölda arabískra ættbálka. • Lönd araba loguðu á þessum tíma í ófriði á milli sundurleitra ættbálka. • Í Mekka máttu menn hins vegar ekki bera vopn á friðhelgu svæði og hver ættbálkur hafði þar sínar helgu táknmyndir.
Múhameð • 610 - Erkiengillinn Gabriel vitrast Múh. • M. var fremur fátækur – vann hjá kaupakonunni Khadiju í Mekkuborg • Síðar giftust þau – aldursmunur mikill • Khadija var honum mikil stoð og M. bar mikla virðingu fyrir henni • Var henni trúr
Nýtt tímatal • Ráðandi öfl í Mekka tóku boðskap M. illa • Árás á valdakerfi, siði og trú borgarbúa. • Þurfti að flýja borgina til að bjarga lífi sínu. • Flúði til borgar sem síðar var nefnd Medína. Þar átti hann fylgismenn en ólíkir hópar byggðu borgina, meðal annars gyðingar. • Samningur var gerður um nýtt samfélag í Medína undir forstu Múhameðs. Tímatal múslima er miðað við flótta Múhameðs og upphaf hins nýja samfélags árið 622.
Framrás Íslam630-756 e.Kr. breiddust ný trúarbrögð, íslam, hratt út: Til landa á sunnanverðu Miðjarðarhafi og á Arabíuskaga, allt austur að Indusfljóti. Framrás í Evrópu var stöðvuð í Suður-Frakklandi árið 732 af Frönkum en þá var Spánn orðinn íslamskt ríki. Múhameð spámaður (dáinn 632) var upphafsmaður þessarar hreyfingar
Hinn eini guð • Nafnið íslam er dregið af arabískri sögn fyrir að gefa sig (guði) á vald en orðið yfir fylgjendur hennar, múslima, er af sömu rót. • Allah, er ekki sérnafn heldur er þetta einfaldlega arabíska orðið fyrir guð með ákveðnum greini, þ.e hinn eini guð. • Kristnir arabar kalla því einnig guð sinn allah.
Ný trú • Með íslamstrú breiddist út sameiginleg ritmenning, heimsmynd og um leið vísindi sem áttu rætur í hellenískri menningu Miðjarðarhafsins. • Ríki múslima stóðu um aldir framar kristnum samfélögum Evrópu í vísindum, tækni, byggingarlist, fræðimennsku og viðskiptum
Trú og siðaboðskapur • Íslamstrú er eingyðistrú eins og kristni. • Trúarrit múslima heitir Kóran. • Þar koma fram samfélagsreglur og siðaboðskapur: • Hvernig menn eigi að haga lífi sínu. • Að þessu leyti er íslamstrú líkari gyðingdóm en kristni • Múslimar trúa á sömu spámenn og gyðingar og kristnir s.s. Abraham, Móse, Jóhannes skírara og Jesús
Eingyðistrúarbrögð • Múslimar kalla gyðinga og kristna menn stundum fólk bókarinnar í virðingarskyni og hafa í langri sögu íslamskra ríkja yfirleitt alltaf veitt þeim fullt trúfrelsi. • Eitt meginatriðið sem skilur íslam frá kristinni trú er að múslimar telja að Jesú hafi verið spámaður en ekki sonur guðs eins kristnir menn trúa. • Múslimar telja þetta misskilning sem byggi á tilhneygingu manna til að manngera guðdóminn.
Engar helgimyndir • Áherslan á að ekkert skuli tignað nema guð sjálfan er eitt megineinkenni íslamskrar trúar. • Í þeirri trú er að finna ástæður þeirrar ríku andstöðu sem finna má í íslam gegn tilbeiðslu táknmynda og ástæðu þess að myndir eru ekki gerðar af Múhameð spámanni.
Súlur • Mikilvægustu trúarreglurnar eru svokallaðar súlur (undirstöður)sem eru 5: • Trúarjátning (Það er aðeins einn guð, og Múhameð er spámaður hans) - Laa Elaaha llla llaah • Bænin (5 sinnum á dag) • Fastan í Ramadan mánuði • Ölmusan (gefa fátækum) • Pílagrímsferð til Mekka einu sinni á ævinni (án þess þó að sökkva sér í skuldir til að komast)
Kalífadæmið • Eftirmenn Múhameðs nefndust kalífar • Útþensla múslima ótrúlega hröð • Hvers vegna? • Hernaðarlegir yfirburðir araba • Trúarlegi þátturinn – breiða út boðskapinn • Miðstöð kalífaveldisins flutt frá Mekka til Damaskus og síðar til Bagdad (Írak)
Klofningur innan Islam • Sunnitar • Kenna sig við frásagnir af Múhameð (súnna) • Sjitar (fylgjendur Ali) • Aðeins ættmenn spámannsins getur leitt trúna og skýrt Kóraninn • Flestir múslimar eru súnnítar en í Íran eru sjítar ráðandi – klerkaveldi þar sem aðeins klerkarnir geta túlkað Kóraninn rétt
Kalífadæmið fellur • Mongólar fella Kalífadæmið í Bagdad á 13. öld • Háskólar og viðskiptaleiðir eyðilagðar • Glæsileg menning leið undir lok • Forysta í hinum islamska heimi hvarf til Tyrkja sem lögðu Býsansríkið undir sig 1453