130 likes | 271 Views
Námsmat-II Námskeið við Klébergsskóla Ágúst 2006. Meyvant Þórólfsson. Námsmat og einkunnagjöf.
E N D
Námsmat-IINámskeið við Klébergsskóla Ágúst 2006 Meyvant Þórólfsson
Námsmat og einkunnagjöf • “Einkunn er ófullkominn vitnisburður um ónákvæman dómhlutdrægs og óstöðugs dómara um það hversu vel nemandi hefur náð óskilgreindu kunnáttustigi í óþekktum hluta af óákveðnu magni námsefnis.”"...a grade {is}...an inadequate report of an inaccurate judgment by a biased and variable judge of the extent to which a student has attained an undefined level of mastery of an unknown proportion of an indefinite amount of material." -Paul Dressel 1957 í BASIC COLLEGE QUARTERLY, Michigan State University, Winter 1957, p.6
Námsmat – Assessment for/of/as learning • Námsmat: Mat á námsárangri og námsframvindu. Nær bæði til nemenda sjálfra, hegðunar þeirra, hugsunar og frammistöðu og einnig til verka þeirra, til dæmis skriflegra svara á prófum, hugverka eða handverka. D. Rowntree, N. Gronlund, W. Harlen, Ó.Proppé • Norman Gronlund: Mikilvægt er að greina að árangur sjálfs námsins annars vegar og hegðunarþætti hins vegar.
Til hvers námsmat... Wynne Harlen 2000: • Assessment for learning (Námsmat í þágu náms) • Assessment of learning (Námsmat sem vottun/dómur um námsárangur) • Harlen hefur skrifað mikið um námsmat í náttúruvísindum (science): “Gaining access to children’s ideas is not an easy task...” • Ath. einnig Assessment as learning (Námsmat sem nám eða námstækifæri)
Formlegt/hefðbundið námsmat eða óformlegt og óhefðbundið...? • Formlegt, hefðbundið námsmat oftast próf eða eitthvað sambærilegt sem framkvæmt er við uppstilltar og formlegar aðstæður. • Óformlegt, óhefðbundið námsmat getur verið mjög fjölbreytilegt, framkvæmt við eðlilegar starfsaðstæður í sem raunverulegustu umhverfi. Ýmis orð á ensku: Alternative assessment, authentic assessment, performance-based assessment o.fl.
Mat og mælingar á fólki – afstætt mat eða beinn aflestur? Mæla má og meta: • Hæð, þyngd, líkamshita, höfuðstærð, hjartslátt, blóðþrýsting, þol... • Minni, hugsun, greind... Getum við mælt eða metið: • Siðferðiskennd, félagsþroska, samhygð, tilfinningaþroska?
Mat og mælingar Huglægt? Hlutlægt? Eigindlegt? Megindlegt? Áreiðanlegt? Réttmætt (gilt)? Hvaða viðmið...?
Að meta mannlega hugsun og hegðun... Lýsandi og einstaklingsbundið (Kvalítatíft / qualitative): • Er mat á mannlegri hugsun og hegðun lík mati á kaffi? Er um að ræða óformlegt og fremur óáreiðanlegt mat með óljósum viðmiðum? • Gerum við ráð fyrir margbreytileika og afstæðum smekk þeirra sem meta og ófyrirséðum margbreytileika þeirra sem eru metnir? • Hvað getum við þá sagt um réttmæti og áreiðanleika?
Að meta mannlega hugsun og hegðun... Megindlegt/magnbundið samanburðarmat Kvantítatíft / quantitative: • Getum við metið mannlega hugsun og hegðun líkt og hæð hennar og þyngd? Er um að ræða formlegt mat með skýrum viðmiðum? Aflestur? • Getum við alltaf útilokað margbreytileika og ólíkan smekk þeirra sem meta? • Hvað getum við sagt hér um réttmæti og áreiðanleika?
Vandamál: Réttmæti og áreiðanleiki • Hugsum okkur baðvog sem er vanstillt og sýnir 2 kg of lítið við endurteknar mælingar. Er matið áreiðanlegt (stöðugt)? • Er matið réttmætt/gilt? • Hvað ef vogin sýnir mismunandi tölur við endurteknar mælingar. Er mælingin áreiðanleg (stöðug)? Réttmæt?
Viðmið við túlkun á námsárangri • Hópmiðað mat/samanburðareinkunnir (norm-referenced interpretation/relative grading):Árangur túlkaður út frá niðurstöðum alls hópsins. Dæmi: Jón var þriðji hæsti í krossaprófi í eðlisfræði. Einkunn ræðst af árangri alls viðmiðunarhópsins • Markviðmiðað mat/markbundnar einkunnir (criterion-referenced interpretation/absolute grading): Árangur túlkaður út frá því hvað hver getur af því efni sem lagt var fyrir. Dæmi: Jón sýnir þekkingu og skilning á mismunandi myndum orku o.s.frv. ...Einkunn ræðst af því • Loks: Nemandinn sjálfur sem viðmið – framför frá einum tíma til annars
Lykilspurningar • Hver er tilgangur námsmatsins? • Hvað á að meta? • Hvernig eigum við að meta? • Hverjir eiga að meta? • Hvenær á að meta? • Hvaða viðmið eru við hæfi? • Hvernig tökum við á álitamálum? • Hvernig eigum við að vinna úr niðurstöðum og túlka þær? O.s.frv. Derek Rowntree o.fl.
Spurningar til nánari skoðunar nú • Hvað hefur reynst vel í námsmati Klébergsskóla og þarf að halda í? • Hvað hefur reynst miður og þarf að endurskoða? • Formlegt / hefðbundið námsmat (próf); hvernig viljum við haga því? • Óformlegt /Óhefðbundið námsmat (próf); hvernig viljum við haga því? • Niðurstöður námsmats. Hvernig, fyrir hvern? • Hvernig má nýta námsmat og niðurstöður þess við áframhaldandi skipulag? • Hvað þarf að samræma í skipulagi námsmats við skólann í heild og hvað ekki? • Hver (hverjir) eiga að meta og hvenær? • Álitamál tengd námsmati, t.d. hvaða álitamál þarf að taka inn í myndina í ”Skóla fyrir alla”?