780 likes | 999 Views
Tómstundir bls. 195 - 208 farsæld og hamingja í elli bls. 209 - 220 kynlíf á efri árum bls. 221 - 235 líkamsvernd og hreyfing bls. 236 – 259 ÍÞRÓTTIR ELDRI BORGARA BLS. 250 - 259. ÖLD 105. TÓMSTUNDIR BLS. 195 - 208 . Margt breytist þegar menn hætta störfum Meiri tími fyrir sjálfa sig
E N D
Tómstundir bls. 195 - 208farsæld og hamingja í elli bls. 209 - 220kynlíf á efri árum bls. 221 - 235líkamsvernd og hreyfing bls. 236 – 259ÍÞRÓTTIR ELDRI BORGARA BLS. 250 - 259 ÖLD 105
TÓMSTUNDIR BLS. 195 - 208 • Margt breytist þegar menn hætta störfum • Meiri tími fyrir sjálfa sig • Vinnustaðurinn uppfyllti margs konar grundvallarþarfir • Tilheyrðum ákveðnum vinnuhópi • Veitti ákveðinn tilgang • Eitthvað að hafa fyrir stafni • Ákveðið verk að vinna á hverjum degi
Veitti tækifæri til fullnægja þeim þörfum að sjá árangur og hljóta viðurkenningu • Veitti tækifæri til að fá útrás fyrir þær þarfir • Þarf að undirbúa og skipuleggja eftirlaunaárin til að njóta frelsisins sem þeim fylgja • T.d. að vera búin að kaupa búnað til að iðka ákveðnar tómstundir í stað þess að eyða eftirlaununum í það • Hvað á ég að gera við sjálfan mig?
AÐ SKIPULEGGJA FRÍTÍMANN • Rannsóknir sýna að við tökum þátt í tómstundastarfi til að fullnægja margs konar félagslegum og sálrænum þörfum • Þurfum að velja starfsemi í samræmi við þarfir okkar og getum notað ýmsar aðferðir við að meta þær • T.d. Skrá niður það sem okkur finnst ánægjulegt að gera • Hægt að vinna út frá spurningalista
Frh. • Hvað gerir það að verkum að mér líður vel? • Hvað geri ég vel? • Hverju gæti ég hugsað mér að byrja á að nýju sem ég hef ekki gert lengi? • Hvað langar mig að reyna að minnsta kosti einu sinni? • Hvað hef ég ánægju af að gera fyrir aðra? • Hvað vildi ég gera fyrir samfélagið? • Hvað er það sem ég vildi gjarnan læra um eða læra að gera? • Hvað er það sem ég ætti að hætta að eyða tímanum í? • Hvaða tengsl gæti ég myndað og notið vel? • Hvað er það sem ég gæti gert fyrir sjálfan mig til þroska, heilbrigðis og hamingju?
Frh. • Að ýmsu er að hyggja þegar rætt er um tómstundir eftir starfslok • Hjón fara t.d. ekki alltaf á eftirlaun á sama tíma • Ath frétt um eldri borgara í Hafnarfirði sem fá niðurgreitt í líkamsrækt • Sagan af Pétri og Gyðu
HVAÐ BÝÐST ÖLDRUÐUM Í TÓMSTUNDUM SÍNUM? • 5 meginflokkar • Lestur á bókum, blöðum og tímaritum • Líkamsrækt, sund, gönguferðir, leikfimi og boltaleikir svo dæmi séu tekin • Handiðn, prjón, saumar, útskurður og hvers konar framleiðsla sem flokkast undir handiðn • Fjölmiðlun og ýmiss konar menningarviðburðir, svo sem leikhús, tónleikar og listsýningar • Önnur tómstundaiðja, ferðalög, garðrækt, tafl, spilamennska, grúsk og skriftir
Frh. • Hvaða möguleika hafa aldraðir á að finna þau viðfangsefni sem þeir óska sér helst? • Er samræmi á milli þess sem þeir sjálfir vilja vilja fást við og þess sem er í boði? • Tómstundaiðja skiptist í • Formlega skipulagða starfsemi • Félagsmiðstöðvar sveitafélaganna • Óformleg starfsemi • Sem hver og einn þarf að skipuleggja sjálfur
TÓMSTUNDASTARF Í FÉLAGSMIÐSTÖÐVUM OG VÍÐAR • Félagsmiðstöðvar aldraðra eru nýjar af nálinni • Félagsmiðstöðvar hafa fastan aðsetursstað og bjóða fram þjónustu á aðgengilegum stöðum • Staðir þar sem eldra fólk getur • komið saman og fengið þjónustu • tekið þátt í tómstundastarfi sem ætlað er að auka reisn þess og efla sjálfstæði • fengið stuðning við þátttöku sína í því sem er að gerast í samfélaginu
Frh. • Klúbbastarf • Klúbbar þurfa ekki að hafa fast aðsetur • Fyrsti formlegi klúbburinn stofnaður í Boston 1870 • Margir klúbbar starfræktir hér á landi á síðustu árum • 1943 var fyrstu félagsmiðstöð aldraðra komið á fót í New York, 1978 voru þær orðnar 6000 • Þróunin á Íslandi hröð
Frh. • Skipulagt félags- og tómstundastarf eldri borgara á vegum Félagsmálastofnunar Rvk. Hófst 1969 • Tveir eftirmiðdagar í viku í Tónabæ • 1996 var slík starfsemi á 14 stöðum í Reykjavík • Þrjú þjónustu stig • Þjónustusel, minnst þjónusta í boði • Félagsmiðstöðvar • félags- og þjónustumiðstöðvar þar sem er mest þjónusta veitt
Frh. • Opið að meðal tali 5 daga í viku • Hver félagsmiðstöð með sína dagskrá • Sérstakur starfsmaður með umsjón með starfinu • Almenn handavinna, teiknun, málun, taumálun, postulínsmálun, leirmótun, bútasaumur, bókband, smíðar og útskurður • Spil, félagsvist og bridds • Leikfimikennsla, dans og boccia-æfingar, göngu- og sundhópar • Aðstoð við böðun og hár- og fótsnyrting • Hægt að kaupa kaffi og stundum hádegismat
Frh. • Víða öflugt starf úti á landsbyggðinni • Öldrunarþjónusta undir félagsmálastjóra • Sum staðar launað starfsfólk til að sjá um félagsstarf aldraðra • Félög eldri borgara annast starfið ólaunað en sveitarfélagið veitir styrk til starfseminnar • Tómstundastarf á dvalarheimilum aldraðra • Sums staðar opið virka daga en annars staðar opið hús • Víða er efnt til ferðalaga og leikhúsferða • Félag eldri borgara í Reykjavík, Göngu-Hrólfur, Söfnuðir
TÓMSTUNDASTARF Á VIST- OG HJÚKRUNARHEIMILUM • Sérstakir starfsmenn sjá um afþreyingu • Lestur í dagblöðum, framhaldssögum, bingó, söngur, hópstarf, lesin leikrit, skrifaðar ritgerðir, sagðar sögur og kennsla í ýmiss konar handverki • Skapast ákveðnar hefðir • Dvalarheimilið Seljahlíð með árlega menningarviku • Færðilegir fyrirlestrar og ýmis önnur skemmtun • Hjúkrunarheimilið Eir • Tengsl við barnaheimili í nágrenninu
Frh. • Athuganir og rannsóknir • styðja að ýmis dægrastytting geti haft góð áhrif á sjúklinga sem eiga ekki langt líf fyrir höndum • gerir lífið bærilegra • hjálpar til við að leiða hugann frá sjúkdómnum • gefur sjúklingnum eitthvað að fást við og tala um • Þeir sem eru á móti tómstundaiðju aldraðra • aldraðir hafa takmarkaða möguleika á að njóta hennar • óska ekki sjálfir eftir henni
SJÁLFBOÐAVINNA • Sumir telja frítíma sínum best varið við að hjálpa öðrum • Gerast sjálfboðaliðar á ýmsum stöðum • Erfiðara að sjálfboðaliða nú en áður • Margir hafa tíma en vita ekki hvernig þeir eiga að finna sjálfboðastarf sem hentar • Hvað viltu leggja mikla vinnu af mörkum? • Hvað viltu gera? • Komdu þér í samband við skipulögð samtök á því sviði
Frh. • Sjálfboðaliðar fá yfirleitt mikið út úr því að veita öðrum hjálp • Launin felast í því að fá tækifæri til að • eignast vini • öðlast nýja þekkingu • vinna með virtum, skipulögðum samtökum • sjá árangur eigin verka • hjálpar til við að sjá hvað skiptir máli í lífinu
MENNTUN • Kannanir sýna áhuga eldra fólks til að auka við þekkingu sína á ýmsum sviðum • Fjölbreytt menntun í boði um allt land fyrir eldri borgara • Tómstundanám • Tungumál • Bókmenntir • Handmennt • Sjá lista bls. 203 yfir ýmsar menntastofnanir
Námshópar • Hafa rutt sér til rúms í Danmörku á síðustu árum • Hugmyndafræðin á bak við starfsemina byggist á orðum Grundtvigs: • “Ef þú þjálfar ekki það sem þú hefur til að bera glatar þú því” • Upphafið í Viborg á Jótlandi • Byggð upp fjölbreytt starfsemi • Hópar sem hittast einu sinni í viku • Allir ábyrgir hver gagnvart öðrum • Verkaskipti þegar kemur að undirbúningi og framkvæmd verkefna • Einstaklingar með mismunandi menntun • Fengist við ýmis konar verkefni
Menntagarðar • Hafa notið vinsælda í BNA síðast liðin 20 ár • Einnar viku námskeið – fullorðinsfræðsla • Upphaflega 1975 • Þrjár reglur gilda um viðfansefni námskeiðanna • Eiga ekki að vera um efni sem tengjast því að eldast • Allt er leyfilegt svo fremi að það finnist í kennsluskrám skóla á háskólastigi • Kennarar eiga að vera háskólakennarar • Verkefnin á sviði menningar, bókmennta, vísinda og tónlistar • Þátttakendur þurfa að vera orðnir 60 ára
Frh. • Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda vesta hafs • Skipulögð alþjóðasamtök sem njóta ekki opinberra styrkja og starfa ekki með hagnaðarsjónarmið í huga • Þátttakendur greiða dvöl sína sjálfir • Ætti ekki að vera erfitt að framkvæma hér á landi í Reykjavík, á Akureyri og svo væri hægt að bjóða upp á fjarnám hjá t.d. Þekkingarsetrinu
LOKAORÐ • Hver og einn verður að gera upp við sig hvað hentar honum best • Ýmis ráð hafa verið gefin um eftirlaunaárin • Eftirlaunaárin eru ný reynsla • Lykillinn er að lifa í núinu • Lifðu fyrir daginn í dag og þú munt læra að skilja að lífð er mikilvæg gjöf og getur verið ánægjulegt og aldurinn skiptir þar engu máli
VEFSÍÐUR • http://www.feb.is/ • http://www.gardabaer.is/displayer.asp?cat_id=8&module_id=220&element_id=970 • http://www.akureyri.is/frettir/2005/10/04 • http://www.fljotsdalsherad.is/index.php?option=com_content&task=view&id=53&Itemid=72 • http://www.gonguhrolfur.is/vac.html • Og margt fleira
FARSÆLD OG HAMINGJA Í ELLI BLS. 209 - 220 • Hamingja keppikefli allra manna • Ekki einhugur um hvað sé fólgið í hamingju eða hvernig skuli leita hennar • Orðið hamingja, vandmeðfarið og ber margar merkingar • Í kaflanum átt við varanlegt viðhorf einstaklingsins til lífs síns í heild frekar en skammvinna nautnastund, vitrænt viðhorf fremur en tilfinningar
HEIMSPEKILEGAR VANGAVELTUR • Elstu þekktu hugmyndirnar um eðli hamingjunnar tengjast örlaganornum, heilladísum og himnasælum • Trúarbrögð draga upp mynd af því hvers konar líf takið við fyrir veltrúað og réttsiðað fólk • Grísk heimspeki – Hvað er gott líf? • Skilningur á manneðlinu gæti gefið uppskrift að góðu lífi, því að góðu lífi er lifað í samhljómi við manneðlið og náttúru alheimsins • Tengdu saman dygð og hamingju • Þeir sem lifa dygðulega uppskera hamingju að launum
Kirkjan lofaði sælu í öðru lífi höguðu menn sér skikkanlegu í þessu • Sókrates sagði meiri þekkingu ávallt hljóta að leiða til meiri dygðar og hún aftur til hins góða og verðuga lífs • Hann sagði hamingju fólgna í því að njóta til fulls þess besta sem manneðlið býr yfir, sá öðlist lífshamingju sem lætur vitsmuni sína ráða, iðkar dygðir og gætir hófsemdar í hvívetna
Kant kenndi að menn iðkuðu ekki góða siði til að uppskera gott líf heldur af því að það væri skylda sem lægi í lífinu sjálfu • Sú hamingja sem maðurinn á kost á liggur í því að rækja skyldur sínar vel • Tilvistarstefnan • Tilgangsleysi og frelsið til að skapa sjálfur sinn tilgang er aðal mannsins • Gott líf er erfitt líf sem maðurinn býr sjálfur til úr engu
Þarfalíkanið • Maðurinn hefur margs konar þarfir • Sumar líkamlegar eins og svengd • Sumar tengdar öryggi • Aðrar vitsmunalegar eins og fróðleiksfýsn • Enn aðrar félagslegar og andlegar • Fái maðurinn frið fyrir grunnþörfum sínum • Ráðrúm til að vaxa og dafna og þróa hæfileika sína sem mannverur til að njóta sín til hins ýtrasta • Í því felst hamingjan og hún gengur undir ýmsum heitum eftir því hver lýsir henni
Hamingja • Sjálfsþroski – Erikson • Vöxtur – Rogers • Raungerning sjálfsins – Maslow • Að vera – Fromm • Að finna tilgang – Frankl • Virðing fyrir lífinu – Schweitser • Þor til að vera – Tilich • Alefling andans – Jónas Hallgrímsson • Heilbrigði
Velferðarsamfélagið • Lífsskilyrði grunnforsenda hamingjunnar • Hlutverk stjórnvalda að tryggja öllum borgurum uppfyllingu grunnþarfa svo þeir standi jafnar að vígi og helst jafnt, til að öðlast lífsfyllingu á eigin spýtur • Hlutverk hins opinbera að tryggja öllum tiltekin tækifæri og frumgæði svo sem frið, réttaröryggi, heilbrigðisþjónustu, menntun, menningu, óspillt umhverfi, atvinnu, tekjur og húsakynni
VÍSINDIN OG HAMINGJAN • Líffræðingar og lífefnafræðingar eru á höttunum eftir þeim efnaferlum í heilanum sem tengjast ljúfum tilfinningum og þeir hafa verið fundvísir á síðari ár • Sálfræðingar og félagsvísindamenn mæla hamingju einstaklinga og finna hvernig hún tengist öðrum þáttum í sálarlífinu, ævisögu þeirra eða kringumstæðum • Gengið út frá því að hamingjan sé tiltekið viðhorf einstaklingsins til lífs síns í heild • jákvætt viðhorf, varanlegt og rökstutt
ER HAMINGJA ANNAÐ Í ÆSKU EN ELLI? • Rannsóknarniðurstöður • Lífshamingjan skilgreind sem varanlegt, jákvætt viðhorf til lífsins í heild, tiltölulega óháð aldri • Öldrun breyti eðli hamingjunnar • Vægi vitsmunaþáttarins eykst með hækkandi aldri • Vægi tilfinningaþáttarins minnkar að sama skapi • Ellin grundar hamingju sína fremur á sátt hugans, geðró og jafnlyndi fremur en stórum sveiflum tilfinningalífsins • Tyllidagahamingja og hvunndagshamingja
LÍFSGÆÐAHUGTAKIÐ • Lífsgæði • Farsæld og vellíðan aldraðs fólks • Það sem gerir líf manns gott • Komin undir samleik hins ytra og innra, hugarfars og kringumstæðna • Rannsóknir á eldra fólki sem telur sig lifa farsælu lífi sýna sameiginleg einkenni • Virkni • Nánd • Sátt • Gleði
Nánd • Fólk finni til nándar við aðra, það er í gagnkvæmum tilfinningatengslum við annað fólk þar sem það bæði gefur og þiggur • Sátt • Eldra fólk sem virðist í fullum sáttum við sjálft sig og umhverfið, það kvíðir ekki því sem verða mun, sýtir ekki það sem var og unir því sem er • Gleði • Hið farsæla fólk alla jafna glatt og hefur gaman af því að vera til • Eldra fólk á hinu vestræna menningarsvæði sem eftir þessi viðhorf til lífsins virðist alla jafna farsællla en annað og njóta lífsins betur
Hagstæði lífsskilyrði virðast ekki nein trygging fyrir góðu lífi • Óhagstæð lífsskilyrði útiloka hvorki gott líf né heldur drepa þau endilega lífsnautnina • Tvennt í lífsskilyrðunum er oft sagt afdrifaríkara um farsæld í ellinni en annað • Heilsan • Efnin
KYNLÍF Á EFRI ÁRUM BLS. 221 - 235 • Bábiljur að með aldrinum hverfi öll löngun eða þörf á kynlífi • Í mörgum bókum og flestum kvikmyndum er dregin upp kylaus mynd af eldra fólki þar sem léttur koss á kinn, klapp á vanga eða faðmlag er hámark líkamlegrar snertingar • Það er óhugsandi að þetta sómafólk hafi sömu kynlífsþarfir og yngra fólk • Kynlíf og kynlífsáhugi fullorðinna er stundum gerður hlægilegur, aumkunarverður eða í versta falli glæpsamlegur
Eldra fólk er kynverur eins og aðrir og hefur svipaðar þarfir og langanir og fyrr • Ýmislegt hefur breyst í tímans rás • Fólk lifir mun lengur, er heilbrigðara og hressara og hefur mun meiri tilfinningu fyrir líkama sínum og heilsu • Meiri kröfur eru gerðar til lífsgæða og lífsnautna en áður var talið við hæfi • Með hækkandi aldri verða ýmsar breytingar á kynlífi og kynlífsviðbrögðum eins og allri líkamsstarfsemi
Markir taka öllum aldursbreytingum illa og harma mjög að líkaminn bregst ekki lengur við eins og áður • Fólki finnst líkaminn vera að bregðast og bila og hættir að taka á og reyna á sig eins og það gerði • Þetta á við um kynlíf meðal annars • Fólk fær þá tilfinningu að kyngeta sé ekki eins og hún var áður • Öllu kynlífi er meira eða minna hætt • Sumir missa trú á eigin kynþokka • Miklu skiptir að eldra fólk átti sig á eðlilegum aldursbreytingum sem verða á líkamsstarfsemi, aðlagast þeim, sætta sig við þær og jafnvel færa þær sér í nyt
ALDURSBREYTINGAR KARLMANNA • Hver karlmaður getur haldið áfram að hafa samfarir svo lengi sem limur fyllist af blóði og mönnum rís hold • Hæfni til kynmaka minnkar þó eitthvað með aldrinum en mun minna en áður var talið • Helstu áhrif vaxandi aldurs eru að • mönnum rís ekki hold eins hratt og áður • sáðmagn minnkar • kraftur sáðláts er ekki eins mikill og áður
Breytingarnar má rekja til þess að starfsemi eistnanna minnkar lítillega með aldrinum, framleiðsla kynhormóna dregst saman og auk þess breytist samdráttarhæfni vöðva með hækkandi aldri • Ef menn skilja ekki þessar aldurstengdu breytingar er hætt við misskilningi og margs konar mistúlkunum sem leiða til þunglyndis og kynferðislegs volæðis • Slæmt almennt líkamlegt ástand hefur vond áhrif á kynlífið, menn fá ímugust á líkama sínum og sjálfum sér sem dregur úr eðlilegu sjálstrausti og sjálfsvirðingu
ALDURSBREYTINGAR KVENNA • Þegar kona eldist minnkar hormónaframleiðsla, blæðingar hætta og stór hluti kvenna finnur fyrir líkamlegum óþægindum en fáar leita sér aðstoðar • Líkamleg einkenni eru ýmis konar, t.d. verður slímhimna þynnri, stökkari og aumari og þurrkurinn og viðkvæmnin í leggöngunum er eitt alvarlegasta og hvimleiðasta einkenni tíðarhvarfa og hækkandi aldurs og getur valdið sársauka og jafnvel blæðingum við samfarir
Margar konur fá hormóna til að vinna gegn óþægindunum • Hæfni kvenna til að fá fullnægingu er óbreytt nema einhver önnur heilsuvandamál brengli myndina • Sumar konur segja að kynlífið batni til muna eftir tíðarhvörf vegna þess að engar áhyggjur þurfi að hafa af óæskilegri þungun • Aldur virðist ekki breyta áhuga kvenna á kynlífi
KYNHEGÐUN ALDRAÐRA • Rannsóknir • Fólk sem er yfir sextugt heldur áfram að hafa kynferðislegar þarfir og þrár og hagar sér í samræmi við þær í ríkari mæli en margir héldu • Kynlíf aldraðra mótast að miklu leyti af kynhegðun á yngir árum • Löngun til kynlífs er mjög mismunandi hjá fólki • Sumir virðast alltaf tilbúnir, aðrir áhugaminni og enn aðrir áberandi áhugalausir um allt sem lýtur kynlífi
Rannsóknir sýna að flest heilsuhraust eldra fólk heldur áfram að hafa mikinn áhuga á kynlífi • Fólk telur að það sé mikilvæg lífsnautn sem auki innileika og unað í samskiptum • Þetta á við bæði um gift fólk og ógift • Sjálft kynlífið breytist nokkuð með aldrinum • Tíðni samfara lækkar yfirleitt
Sjálfsfróun er mun algengara en áður var talið • Erfitt fyrir marga því þeir telja sjáfsfróun niðurlægjandi, skammarlega og jafnvel syndsamlega • Kynlíf hjóna stjórnast í flestum tilvikum af heilsufari karlmannsins
HELSTU KYNLÍFSVANDAMÁL SEM UPP GETA KOMIÐ: LÍKAMLEGIR ÞÆTTIR • Sýkingar • Sjúkdómar í kynfærum, eins og sýkingar í sköpum og leggöngum kvenna og undir forhúð hjá körlum, geta valdið slíkum sársauka við samfarir að fólk veigrar sér við að hafa kynmök • Innkirtlasjúkdómar • Algengastur er sykursýki, sumum karlmönnum með þennan sjúkdóm rís illa hold en það er einstaklingsbundið og gerist eftir mislangan tíma
Hjartasjúkdómar • Alvarleg hjartabilun getur valdið erfiðleikum í kynlífi, en aðrir hjartasjúkdómar eiga ekki að vera nein hindrun • Krabbamein • Er ákaflega mismunandi en hefur sín áhrif • Áfengi • Eykur löngun til kynmaka eða kynlífs hjá mörgum, en mikil drykkja dregur úr kyngetu
Lyf • Sum lyf sem notuð eru við háum blóðþrýstingi valda vandræðum í sambandi við stinningu og jafnvel sáðlát • Sjá bls. 232
HELSTU KYNLÍFSVANDAMÁL SEM UPP GETA KOMIÐ: ANDLEGIR ÞÆTTIR • Kynlíf er að miklu leyti andleg reynsla • Kynhvötin býr í heilanum • Kynlíf er hluti af öðrum samskiptum fólks • Óttinn við að mistakast • Margir finna fyrir kynferðislegum kvíða eða ótta sem getur leitt til að karlmönnum stendur ekki og konur fá ekki fullnægingu • Sérlega algengt meðal eldra fólks • Kvíði er tengdur óttanum við að mistakast
Þunglyndi • Algengasta geðræna orsökin fyrir kynlífsvanda • Annar aðilinn er þunglyndur og á erfitt með að sjá einhvern tilgang með lífinu • Félagsleg vandamál • Fjárhagsáhyggjur, skuldabyrði og kíði • Félagslegir erfiðleikar sem eru spennu- og streituvaldar hafa neikvæð áhrif á sálarróna