1 / 48

1.3 Fjölskyldan

1.3 Fjölskyldan. 1. h luti - Sjálfsmyndin. Fjölskyldan ( bls . 39). Þekkt nær alls staðar – hún heldur samfélaginu gangandi vegna þess að... hún framleiðir nýja einstaklinga inn í samfélagið. hún er einn helsti félagsmótunaraðilinn – það er hún kennir þér leikreglur samfélagsins.

onslow
Download Presentation

1.3 Fjölskyldan

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 1.3 Fjölskyldan 1. hluti - Sjálfsmyndin

  2. Fjölskyldan (bls. 39) • Þekkt nær alls staðar – hún heldur samfélaginu gangandi vegna þess að... • hún framleiðir nýja einstaklinga inn í samfélagið. • hún er einn helsti félagsmótunaraðilinn – það er hún kennir þér leikreglur samfélagsins.

  3. Fjölskyldan (bls. 39) • Skilgreining: Fjölskylda er hópur fólks sem er tengdur eða skyldur og býr saman að staðaldri og þeir fullorðnu bera ábyrgð á börnunum. • Með því að skilgreina fjölskylduna svona vítt þá nær lýsingin yfir allar þekktar fjölskyldugerðir í heiminum.

  4. Fjölskyldan (bls. 40) • Sú fjölskyldugerð sem við höfum á Íslandi kallast kjarnafjölskylda. Til eru margar gerðir kjarnafjölskyldna. • Algengasta gerð kjarnafjölskyldunnar (samsetning) er mamma, pabbi og börn.

  5. Fjölskyldan (bls. 40) • Samkvæmt Landshögum 2008 (Hagstofan) voru um 53% landsmanna 15 ára og eldri skráðir giftir eða í sambúð en árið 2009 er talan komin í 50% (fækkun um 3%). • Á bls. 40 er talað um staðfesta samvist (hjónabönd homma og lesbía). Samkvæmt nýju hjúskaparlögunum frá árinu 2010 er nú talað um hjónabönd hvort sem um er að ræða gagnkynhneigða eða samkynhneigða einstaklinga.

  6. Fjölskyldan (bls. 40) • Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar telst 18 ára unglingur sjálfstæður ein-staklingur. • Hann reiknast því ekki sem hluti af kjarnafjölskyldunni hvort sem hann býr í föðurhúsum eða ekki.

  7. Fjölskyldan (bls. 41) • Kjarnafjölskyldan er algengasta fjölskyldu-formið hér á landi, á Vesturlöndum og í flestum nútímasamfélögum. • Í gegnum tíðina hefur fólk búið í stærri fjölskyldum sem kallast stjórfjölskylda.

  8. Fjölskyldan (bls. 41) • Stórfjölskyldan (skilgreining): Þrír ættliðir sem búa undir sama þaki og hafa sameiginlegt heimilishald. • Þótt fjölskyldur á Íslandi hafi verið mun fjölmennari fyrr á öldum en nú, þá hefur stórfjölskyldan (samkvæmt skilgreiningu) aldrei verið algeng hér á landi.

  9. Fjölskyldan (bls. 41) • Frjósemi kvenna. Tafla 1.2 sýnir hversu mörg börn hver kona eignast að meðaltali. • Á tímabilinu 1956-1960 eignaðist hver kona að meðaltali 4,2 börn en á tímabilinu 2001-2005 var meðaltalið komið í um 2 börn á konu.

  10. Fjölskyldurfyrrognú (bls. 41) • Frjósemi kvenna. Meðaltal er fundið út með að taka fjölda fæddra barna og deila þeim upp í fjölda kvenna á barneignaraldri (aldurinn 15 – 49 ára). • Meðaltalið segir okkur ekkert um að sumar konur eignast engin börn og aðrar mun fleiri börn en meðaltalið segir til um.

  11. Fjölskyldurfyrrognú (bls. 42) • Allt fram á 20. öld tíðkaðist að koma þeim sem gátu ekki séð sér farborða fyrir hjá fjölskyldum gegn greiðslum. Þessir einstaklingar voru kallaðir niðursetningar eða hreppsómagar. • Ef foreldrar gátu ekki séð fyrir börnum sínum þá var börnunum komið fyrir sem niðursetningum eða hreppsómögum annars staðar í sveitinni.

  12. Fjölskyldurfyrrognú (bls. 42) • Skoðaðu listana úr manntalinu frá árinu 1816 (Kjalarnes og Hlíðarhús). • Leitaðu að orðunum hreppsómagi og niðursetningur á Netinu (t.d. á Google eða Snara). Hver er umræðan nú um þessi tvö hugtök? Heldur þú að „niðursetningar “ eða „hreppsómagar “ séu til í dag?

  13. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 43) • Aðalatvinnuvegir fólks í íslenska bænda-samfélaginu voru landbúnaður og sjávarútvegur. • Fjölskyldan varð að framleiða mestallt af því sem hún notaði sjálf og því gat verið hagkvæmt að eignast mörg börn.

  14. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 43) • Farðu í huganum gegnum allar eigur þínar (föt, dót í herberginu þínu og svo framvegis). Hefur þú framleitt eitthvað af hlutunum sjálf(ur)? Hvað? • Farðu í huganum gegnum allar eigur fjölskyldu þinnar (húsgögn/ föt og fl.) Hefur fjölskyldan framleitt eitthvað af þessu sjálf eða er allt keypt?

  15. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 43) • Ungbarnadauði var mjög mikill á Íslandi (bændasamfélagið) og því urðu fjölskyldur að eignast mörg börn til að tryggja það að eitthvað þeirra kæmist á legg. • Fjölskyldan stundaði sjálfsþurftarbúskap (framleiddi mestallt af því sem hún þurfti sjálf) en nú á dögum er hún neyslueining.

  16. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 43) • Fjölskyldan sem neyslueining: Hún þarf að kaupa allt sem hún þarf sér til viðurværis. • Nú á dögum er stór barnahópur ekki hagstæður fyrir fjölskylduna – áður fyrr voru börn vinnuafl en eru nú efnahagsleg byrði.

  17. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 44) • Í mörgum fátækari ríkjum heims eru fjölskyldur enn háðar barnavinnu – og því er gott fyrir fjölskyldur þar að eignast mörg börn. • Skoðaðu heimasíðu CIA-World factbook, veldu þér nokkur ólík lönd og berðu saman barnafjölda í fjölskyldum: https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/

  18. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 44) • Fátæk ríki - Kosturinn við að búa í stórum fjölskyldum: • Fleiri einstaklingar axla sameiginlega ábyrgð og skyldur. • Gamalt fólk nýtur mikillrar virðingar – og það leggur sitt af mörkum til fjölskyldunar með t.d. barnapössun.

  19. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 44) • Stórfjölskyldan hentar illa í stórborgum iðnríkja – þar hentar kjarnafjölskyldan mun betur: • Fólk hefur möguleika á að breyta stöðu sinni og komast upp metorðastigann. • Fólk gæti þurft að flytja milli staða eða þangað sem vinnu er að hafa. • Ýmis samtök og stofnanir hafa tekið við þeim verkefnum sem fjölskyldan sinnti áður.

  20. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 44) • Margir hafa áhyggjur af fjölgun jarðarbúa. • Íbúar nú (miðað við árið 2008): 6.800.000.000 (sex þúsund og átta hundruð milljónir). • Mest fjölgun í fátækustu ríkum heims (í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku).

  21. Fólksfjölguneðafækkun (bls. 44) • Margir hafa áhyggjur af fjölgun jarðarbúa. • Hver kona í fátækari ríkjum heims eignast að meðaltali 5 börn á meðan meðaltal fjölda barna er 1,6 hjá konum í ríkari löndum heims. • Jarðarbúum fjölgar um 213.000 á hverjum degi – sem er um 2/3 af íslensku þjóðinni (320.000).

  22. Mannfjöldalínurit (bls. 45) • Mest fólksfjölgun í fátækari ríkjum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. • Þróunaraðstoð, einkum á sviði heilbrigðismála, hefur leitt til mikillar fólksfjölgunar í fátæku ríkjunum vegna þess að fæðingatíðni er enn mjög há en dánartíðnin hefur lækkað. • Sjúkdómar og hungursneyðir draga ekki jafn marga til dauða nú og áður fyrr.

  23. Mannfjöldalínurit (bls. 45) • Fjölmennasta heimsálfan er Asía en þar búa rúmlega 4 milljarðar, um 60% jarðarbúa. • Afríka er næstfjölmennasta álfan með um 14% af íbúum jarðar og þriðja í röðinni er Evrópa með í kringum 11%. • Landshagir 2010.

  24. Mannfjöldalínurit (bls. 45) • Í Afríku hefur hægt á fólksfjölguninni. Árið 2000 var árlegur vöxtur um 3% en er nú komin í 2,3%. • Ástæða fyrir lækkun fólksfjölgunnar í Afríku er m.a. vegna eyðni.

  25. Glötuðæska (bls. 45) • Meirihluti íbúa þróunarlanda býr enn úti á landsbyggðinni. • Hvað er þróunarland?Þróunarland er land sem er enn að iðnvæðast, ólíkt Íslandi sem er iðnríki, eða iðnvætt land. Í fátækustu löndum heims lifa íbúarnir á innan við 1 dollara á dag. Sjá meira á síðum Rauða krossins: http://redcross.is/id/1000447

  26. Glötuðæska (bls. 45) • Fæstir þeirra íbúa þróunarlanda sem flytja til stórborga í von um betra líf fá vinnu. Þeim er safnað saman í léleg og lífshættuleg hverfi – fátækrahverfi. • Börn eru ódýrt vinnuafl og óspart notuð til vinnu. Mikill munur er á aðstæðum og aðbúnaði barna hér á landi í samanburði við þróunarlönd.

  27. Glötuðæska (bls. 46) • Indland: Vinnuþrælkun barna er venja frekar en undantekning. • Fátæk börn í vinnuþrælkun vinna alla daga vikunnar allt árið um kring. Fátt um frídaga. • Samkvæmt indverskum lögum er börnum bannað að vinna – en margir foreldrar eru í sárri neyð og skulda pening.

  28. Breyttirtímar (bls. 46) • Fjölskyldugerð á Íslandi hefur breyst mikið á síðustu árum. Margir velja að vera í sambúð fremur en að gifta sig. • Alþingi samþykkti lög árið 1996 um staðfesta samvist – sambönd homma og lesbía. • Ný hjúskaparlög frá Alþingi haustið 2010. Nú gilda sömu lög og reglur um hjónabönd gagnkynhneigðra og samkynhneigðra.

  29. Breyttirtímar (bls. 47) • Hjónaskilnuðum hefur fjölgað síðustu ár. • Margir sem skilja giftast aftur. Þú mátt giftast mögum einstaklingum – en samt aldrei vera giftur meira en einum í einu. Það kallast eingifti. • Hjónabönd þeirra sem gifta sig oft kallast stundum raðgifti.

  30. Fjölskyldanogsamfélagið (bls. 47) • Fjölskyldan áður fyrr (fram á 20. öldina) framleiðslueining: • Hún sá um að framleiða mestallt af því sem hún þarfnaðist. • Sjálfsþurftarbúskapur – þegar fjölskyldan sér í sameiningu um að framleiða flestallar lífsnauðsynjar.

  31. Fjölskyldanogsamfélagið (bls. 47) • Skilnaðir í bændafjölskyldunni voru fátíðir. Lítil samhjálp við skilnaði, sá sem flutti (oftast konan) neyddist yfirleitt til að gerast vinnuhjú hjá öðrum. • Fjölskyldan var nánast eini félagsmótun-araðilinn. Skólahald var vanþróað. • Starfsmenntun fór fram innan fjölskyldunnar.

  32. Fjölskyldanogsamfélagið (bls. 48) • Nútíminn:Fjölskyldan hefur misst mörg af þeim hlutverkum sem hún hafði áður fyrr: • Áður fyrr var jörðin/býlið bæði heimili og vinnustaður. • Fyrr á öldum ferðaðist fólk yfirleitt ekki nema nokkra tugi kílómetra frá fæðingarstað sínum. • Hvað hefur þú ferðast langt um ævina?

  33. Fjölskyldanogsamfélagið (bls. 48) • Bændafjölskyldan (fram á 20. öld): • Kaupið var lítið, yfirleitt bara fæði, klæði, húsnæði og einhverjir smáaurar. • Vinnumenn sendir til róðra á vertíðum – húsbændurnir hirtu allan ágóðann (aflann). • Tengsl tengdafjölskyldna mikilvæg – þær hjálpuðu hvor annarri.

  34. Líkursækirlíkanheim(bls. 48) • Af hverju er fólk að stofna til fjölskyldu fyrst hún hefur svona fá hlutverk í nútíma samfélögum? • Hver giftist hverjum – sækir líkur líkan heim? Hvað sýna rannsóknir um hjónabönd/ parasambönd á Vesturlöndum?

  35. Hlutverkfjölskyldunnar(bls. 49-50) • Fjölskyldan einn af hornsteinum samfélagsins: • Endurnýjun – framleiðsla nýrra einstaklinga fer einna helst fram innan fjölskyldunnar. • Stjórnun kynlífs tengist fjölskyldunni – segir til um hver megi vera með hverjum. Hvergi í heiminum hafa einstaklingar algjörlega frjálsar hendur í samskiptum sínum við hitt kynið.

  36. Hlutverkfjölskyldunnar(bls. 49-50) • Í mörgum ríkjum eru lög sem banna mök við einstaklinga undir ákveðnum aldri. • Íslensk hegningarlög: Bannað að hafa mök við einstakling undir 15 ára aldri og í sumum tilfellum er miðað við 18 ár. Brot við lögunum varða allt að 12 ára fangelsi. • Nánari upplýsingar finnur þú á heimasíðu Umboðsmanns barna: http://www.barn.is/adalsida/malaflokkar/kynlif/

  37. Kynlífskannanir (bls. 50) • Í tímaritinu Norden er fjallað um könnun sem gerð var meðal unglinga á Norðurlöndum: • 10% stúlkna í Danmörku telur í lagi að taka við greiðslu eða gjöfum eins og hamborgara fyrir munnmök (taktu eftir að 90% finnst það ekki í lagi) og 37% stráka finnast slík skipti í lagi.

  38. Kynlífskannanir (bls. 50) • Sala á kynlífi ekki lengur feimnismál – vændi eðlilegt fyrir norræna unglinga. • Klám hluti af hversdagslífi unglinga vegna aðgengi þeirra að slíku efni á Netinu og því sem fyrir augu ber á götum úti (t.d. auglýsingaskilti). • 53% stráka og 19% stelpna telja í lagi að kaupa kynlífsþjónustu. • 22% stráka gætu vel hugsað sér að kaupa kynlífsþjónustu en aðeins 3% stelpna.

  39. Kynlífskannanir (bls. 50) • Unglingar á Norðurlöndum nota sífellt sjaldnar smokka og því smitast sífellt fleiri af kynsjúkdómum eins og klamidíu. • Finnland: 22% stráka í grunnskólum og 20% stúlkna í iðnskólum (verkmenntaskólum) telja að stúlkur gætu ekki orðið óléttar í fyrsta sinn sem þær stunduðu kynlíf.

  40. Félagsmótunfjölskyldunnar (bls. 51) • Börn og unglingar í minna sambandi við foreldra sína og aðra fullorðna ættingja en áður. • Margir foreldrar vinna mikið og hafa þar af leiðandi lítinn tíma til að vera með börnum sínum (sérstaklega smábarnaforeldrar). • Fjölskyldan/foreldrarnir mikilvægasti félagsmótunaraðilinn nú sem áður fyrr.

  41. Félagsmótunfjölskyldunnar (bls. 51) • Félagsmótun er ævilangt ferli sem hefst á fæðingardeildinni og henni lýkur aldrei, því við erum jú alltaf að læra eitthvað nýtt. Mikilvægasta tímabil félagsmótunar er á fyrstu æviárum einstaklingsins. Smám saman öðlumst við reynslu og þekkingu sem gerir okkur kleift að taka þátt í daglegu lífi innan samfélags. • Sjá nánar: http://is.wikibooks.org/wiki/F%C3%A9lagsm%C3%B3tun

  42. Ástogumhyggja (bls. 52) • Fjölskyldan: • Fólk tengist oft nánum tilfinningaböndum innan fjölskyldunnar. • Fjölskyldan hefur sameiginlegan fjárhag. • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna: Báðir foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnunum.

  43. Félagslegstaðaogfyrir-myndir (bls. 53) • Við fæðingu erfðir þú félagslega stöðu fjölskyldu þinnar. Fjölskylduuppruni ræður miklu um stöðu þína í samfélaginu. • Börn fara í hlutverkaleiki og herma eftir þeim fullorðnu – foreldrar verða fyrirmyndir barnanna hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

  44. Hvaðgeristefuppeldiðbregst? (bls. 53) • Hlutverk fjölskyldu er að uppfylla þarfir barnsins fyrir ást, umhyggju, öryggi og samkennd. • Uppeldisaðferðir hafa breyst síðustu áratugi – fáir foreldrar myndu viðurkenna nú að þeir noti líkamlegar refsingar sem hluta af uppeldi. • Enginn verður óbarinn biskup. Getur þú fundið fleiri íslenska málshætti/orðtök/spakmæli þar sem fram kemur einhvers konar ofbeldi?

  45. Hvaðgeristefuppeldiðbregst? (bls. 53) • Umboðsmaður barna – embættið stofnað með lögum frá Alþingi 1994. • Á að standa vörð um hagsmuni og réttindi barna, vernda þau gegn hættum og stuðla að því að þau fái rétta örvun þannig að þau öðlist gott sjálfstraust. • Frjálsræði í barnauppeldi hér á landi er með því mesta sem þekkist í heiminum. Eru börn á Íslandi ofdekruð og ofvernduð? Hver er þín skoðun á því?

  46. Ólíkviðhorf í fjölskyldum (bls. 55) • Lestu sögurnar á bls. 55 (frásagnir Péturs og Maríu). • Hvernig myndir þú lýsa draumaforeldrinu? Svaraðu hugleiðingunni á bls. 56.

  47. Andstæðurmillikynslóða (bls. 56) • Það er enginn nýr sannleikur að eldri kynslóðir hafa gagnrýnt hegðun unglinga. • Hvaða skoðun hafði Sókrates á málinu? • Taktu viðtal við 2-3 einstaklinga sem tilheyra eldri kynslóðum (t.d. pabba og mömmu og afa og ömmu) og spyrðu þau hvort þau telji mikinn mun á unglingum nú til dags og þegar þau voru að alast upp.

  48. Kafla 1.3 erlokið • Hér lýkur glósum úr kafla 1.3 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 58.

More Related