270 likes | 403 Views
Fjölskyldan í fyrirrúmi Stuðningur við börn með ADHD og fjölskyldur þeirra. Olga B. Jónsdóttir félagsráðgjafi Auður Sigurðardóttir félagsráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Starfsáætlun 2002.
E N D
Fjölskyldan í fyrirrúmiStuðningur við börn með ADHD og fjölskyldur þeirra Olga B. Jónsdóttir félagsráðgjafi Auður Sigurðardóttir félagsráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis Málþing Sjónarhóls 10.2.2006
Starfsáætlun 2002 • Markmið Félagsþjónustunnar skv. starfsáætlun 2002 var að samhæfa þjónustu við börn með ADHD og fjölskyldur þeirra. • Leitað var eftir samvinnu við • ÍTR, • Fræðslumiðstöð, • BUGL • ADHD samtökin • Samstarfshópur skipaður með erindisbréfi
Hlutverk samstarfshópsins • Útfæra tilraun til eins árs þar sem 10 ofvirkum börnum og fjölskyldum þeirra er veitt heildstæð þjónusta • Sjá til þess að viðeigandi ráðgjöf væri veitt á vegum samstarfsstofnanna • Vera í samstarfi við þjónustuaðila sem komu að málum fjölskyldnanna, þ.á.m. skóla barnanna • Formaður ADHD samtakanna annaðist fræðslu fyrir starfsmenn um ADHD á borgarhlutaskrifstofum og í Vesturgarði í tengslum við verkefnið • Starfstími starfshópsins var framlengdur til vors 2004 þar sem undirbúningur tók lengri tíma en áætlað var og áhersla var á að verkefnið spannaði heilt skólaár.
Markmið með samþættri þjónustu • Bæta félagslega stöðu barnanna og fjölskyldna þeirra • Bæta námsaðstæður barnanna og félagslega stöðu í skóla • Veita börnunum tækifæri til tómstunda • Auka fræðslu fyrir starfsmenn og fjölskyldur barnanna
Fræðsla fyrir starfsmenn • Samstarfshópurinn skipulagði fræðslu fyrir starfsmenn sem komu að verkefninu. • listmeðferðarfræðingur var með fyrirlestur um félagsleg samskipti barna með ADHD • félagsráðgjafi var með fyrirlestur um fjölskyldur ofvirkra barna og meðferðarúrræði.
Verklag og þekking til framtíðar • Stefnt var að því að nýta upplýsingar og þekkingu sem verkefnið skilaði til að útbúa verklag um þverfaglegt samstarf í vinnu með börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra • Áhersla var lögð á að þróa áfram þjónustu fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa þjónustu frá, mismunandi þjónustustofnunum, (samhæfða þjónustu) hvort sem um er að ræða börn með ADHD eða aðra greiningu
Val barna í verkefnið • Áhersla var lögð á að fá 6 til 12 ára börn í verkefnið, sem greind höfðu verið á BUGL með ADHD • BUGL tilnefndi börn í verkefnið, ef foreldrar undirrituði samþykki um að börnin væru tilnefnd. • Samstarfshópurinn lagði mat á tilnefningar frá BUGL, en meðal þess sem hafði áhrif var að: • Foreldrar væru metnir í þörf fyrir stuðning og/eða uppeldisráðgjöf að einhverju marki t.d. vegna veikinda, fjárhagsvanda og/eða takmarkaðs stuðningsnets. • Styrkur foreldranna gæfi þeim möguleika á að nýta sér stuðning, ráðgjöf og fræðslu sem unnt væri að bjóða.
Stöðumat • Staða barnanna var metin út frá stöðluðum listum sem sálfræðingar í samstarfshópnum völdu og unnu úr: • Sjálfsmatslisti sem metur almennt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, reiði og truflandi hegðun • Matslisti fyrir ofvirkni- og athyglisbrest sem kennari og/eða foreldri fylla út • Hegðunarmatskvarðar sem eru ætlaðir til að meta tilfinningalega stöðu og hegðunarvanda barna. Foreldrar og kennarar meta hver fyrir sig.
Stöðumat frh. • Matslisti fyrir foreldra sem metur hegðun barna á heimili og alvarleika hegðunarvanda. • Spurningalisti um tengsl foreldra og barna, lagður fyrir foreldra til að meta tengsl og viðhorf foreldra til uppeldis.
Stöðumat frh. • Sálfræðingar tóku saman skriflegar niðurstöður matslistanna þar sem þeir gerðu grein fyrir niðurstöðum stöðumats. • tillögur um úrræði fyrir fjölskyldurnar • Félagsráðgjafar ræddu við foreldra og skipulögðu áframhaldið. • Úrræði Félagsþjónustunnar • Úrræði Fræðslumiðstöðvar / skóla • Úrræði BUGL • Úrræði ÍTR • Úrræði ADHD samtakanna
Úrræði • BUGL • Námskeið, viðtöl og fundir • Fræðslumiðstöð • Stuðningur í skóla, viðtöl og fundir • ÍTR • Félagsstarf • ADHD samtökin • Námskeið • Fræðslufundir
Úrræði frh. • Félagsþjónustan • Viðtöl, almenn ráðgjöf og stuðningur skv. samkomulagi um félagslega ráðgjöf • LAUSN, t.d. uppeldisráðgjöf. • Stuðningurinn heim • Sérfræðiviðtöl • Tilsjón, persónuleg ráðgj. stuðningsfjölskylda, félagsleg heimaþjónusta • Sumarúrræði • Fjárhagsaðstoð t.d. v/tómstunda • Fjármálanámskeið fyrir foreldra • Fundir með samstarfsaðilum • Ofl.
Mat á árangri • Í lok tímabilsins tóku félagsráðgjafar saman stuttar greinargerðir þar sem m.a. var bent á það sem vel tókst og settar fram tillögur um úrbætur • Spurningalistar voru sendir til foreldra og starfsmanna sem komu að verkefninu
Mat á árangri frh. • Niðurstöður sýndu • Ánægju með árangur á meðal foreldra og starfsmanna • Markvisst samstarf var á milli aðila • Betri staða barnanna og fjölskyldna þeirra í lok tímabilsins en í upphafi. • Fjölbreytt úrræði voru nýtt • Áætlað var að halda áfram með stuðning við börnin og fjölskyldur þeirra að loknu tímabilinu. • Skipulagt samstarf við skóla var áformað til að fylgja eftir árangri sem náðst hafði hjá börnunum í skóla.
Vilji til samstarfs • Börnin og fjölskyldur þeirra höfðu sum fengið afmarkaða þjónustu hjá fleiri en einni þjónustustofnuninni en: • Talsvert skorti á samstarf á milli stofnana • Það skorti heildarsýn • Þjónustustofnanirnar höfðu bæði áhuga og möguleika á að bæta þjónustu sína en: • Þörf var á skipulagðari stuðningi • Vilji er til samstarfs
Þegar litið er um öxl ... • Árangur náðist með: • Þverfaglegu samstarfi • forgangsröðun og nýtingu úrræða • Mikilvægt er að skilgreina hlutverk allra sem taka þátt í slíku verkefni strax í upphafi: • Það sparar tíma • Kemur í veg fyrir misskilning • Ávinningur með samstarfinu • Reynsla af skipulögðu þverfaglegu samstarfi sem hægt að nýta í allri vinnu með barnafjölskyldur svo og í einstaklingsmálum. • Samstarf við hagsmunasamtök (ADHD samtökin) • Tillögur • Halda áfram samstarfi
Það sem tók við • Stuðningur hélt áfram við þá sem þess óskuð, þó formlegu verkefni væri lokið. • Ákveðið var að setja af stað nýjan hóp, læra af reynslunni, vinna eftir verklagi um þverfaglegt samstarf sem var meðal þess sem verkefnið skilaði • Skipaður var nýr samstarfshópur, nýtt samstarfsverkefni var sett af stað í einum borgarhluta, í tengslum við einn skóla.
Samstarfsverkefni2004 til 2005 Félagsþjónustu, Fræðslumiðstöðvar, Í.T.R., B.U.G.L., ADHD samtakanna og Breiðagerðisskóla
Um samstarfsverkefnið • Með erindisbréfi dagsettu 4. september 2004 voru fulltrúar fyrrnefndra þjónustustofnana skipaðir í stýrihóp til að koma af stað samstarfsverkefni vegna barna með ADHD • Vinnan hófst haustið 2004 til eins árs en var framlengd til áramóta 2005 • Vinna er áfram í gangi í flestum tilvikum
Hlutverk samstarfshópsins • Útfæra tilraun þar sem 10 ofvirkum börnum og fjölskyldum þeirra er veitt heildstæð þjónusta • Hafa umsjón með að samkomulag verði gert við hverja fjölskyldu þar sem fram kemur framlag þjónustuaðilanna • Sjá til þess að þeir sem vinna með fjölskyldunum fái viðeigandi fræðslu
Val á skóla og börnum • Breiðagerðisskóli er móðurskóli í þróun kennsluhátta • Val á börnum miðaðist við ofvirknigreiningar sem fyrir lágu á Fræðslumiðstöð • Eftir valið fengu fjölskyldurnar félagsráðgjafa á Félagsþjónustunni ef þær höfðu ekki félagsráðgjafa fyrir • Unnið var útfrá verklagi sem þróunarhópur sömu samstarfsaðila hafði unnið fyrir börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra
Markmið • Samhæfa þjónustu við ofvirk börn í Háaleiti • Samþætta þjónustu skóla, heilbrigðis- og félagskerfisins • Þjónustan verði markvissari og einstaklingsmiðaðri
Verklag • Við upphaf verkefnisins var matslisti lagður fyrir foreldra og börn • Sami listi var lagður fyrir í lok verkefnisins og verið er að vinna úr niðurstöðunum • Foreldrar mættu í viðtal hjá félagsráðgjafa og í samráði við foreldra var myndað teymi þeirra sem komu að málefnum barnsins
Verklag frh. • Félagsráðgjafi sá um að boða til fundar sem haldinn var í skólanum með foreldrum og fagfólki, þar sem myndað var teymi í kring um hvert barn • Á fyrsta fundinn mættu fulltrúar frá B.U.G.L. og frístundaheimili og kynntu úrræði sem í boði voru á þeirra þjónustustofnun • Áætlaðir voru mánaðarlegir fundir teymisins þar sem farið væri yfir stöðu barnsins
Fræðsla og mat á verkefni • Boðið var upp á fræðslu af fagaðilum á B.U.G.L. fyrir kennara og starfsfólk í Breiðagerðisskóla • Í lok samstarfsverkefnisins var lagður matslisti fyrir fagfólk sem þátt tók í verkefninu
Úrræði sem nýttust í verkefninu • Frístundaheimilið nýttu börn, í 1-4 bekk, sem þátt tóku í verkefninu • Ævintýranámskeið á vegum Í.T.R. • B.U.G.L. bauð upp á félagsfærninámskeið fyrir börnin og foreldrum stóð til boða fræðsla í umönnun barna með ADHD • ADHD samtökin buðu upp á fræðslu fyrir foreldrana • Þjónustumiðstöðin setti inn úrræði eins og stuðningsfjölskyldu, persónulegan ráðgjafa og sveitadvöl • Samstarf var milli Í.T.R. og Þjónustumiðstöðvar um styrkt leikjanámskeið sl. sumar • Samstarf er á milli ADHD samtakanna og Þjónustumiðstöðvar um hópastarf
Nokkrir umræðupunktar í lokin • Gagnsemi: • vinnsla í einstaka málum er markvissari, góð nýting þjónustuúrræða, lítill kostnaður miðað við veittan stuðning • Hvað verður framhaldið? • gert er ráð fyrir að halda áfram á sömu braut óski foreldrar eftir því • Hvað hefur áunnist í samstarfinu? • meiri tengsl hafa myndast milli þjónustuaðila sem þátt tóku í verkefninu • Leiðarljós • Þegar farið er af stað með samstarfsverkefni er markviss kynning á verkefninu í byrjun, til starfsmanna sem koma að því með einhverjum hætti, mikilvæg.