180 likes | 331 Views
Peningastefna með verðbólgumarkmiði Mismunandi útfærsla og þróun. Gestafyrirlestur í Peningahagfræði við Háskóla Íslands 3. nóvember 2004 Þórarinn G. Pétursson Staðgengill aðalhagfræðings og deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands. Hin eilífa leit.
E N D
Peningastefna með verðbólgumarkmiðiMismunandi útfærsla og þróun Gestafyrirlestur í Peningahagfræði við Háskóla Íslands 3. nóvember 2004 Þórarinn G. Pétursson Staðgengill aðalhagfræðings og deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands
Hin eilífa leit • Eilíf leit að ramma fyrir peningastefnuna sem sameinar nauðsyn þess að veita henni trúverðugt akkeri og á sama tíma nægilegan sveigjanleika til að bregðast við ófyrirséðum skellum án þess að stefna trúverðugleika stefnunnar í hættu • Margt verið reynt... • Eðalmálmar: skortir sveigjanleika • Peningamagn: er óáreiðanleg • Gengi gjaldmiðla: erfitt við frjálsar fjármagnshreyfingar • ... En horfið frá þar sem ekki þóttist reynst nægilega vel
IT er raunhæfur kostur sem nýtur æ meiri vinsælda • Æ fleiri ríki hafa tekið upp IT sem þykir sameina áðurnefnda kosti • Hið tölulega markmið gefur akkerið • Sveigjanleg túlkun og útfærsla gefur sveigjanleikann • Í framkvæmd er IT því ekki hörð peningastefnuregla heldur einkennist af “sveigjanlegu aðhaldi” • Hefur gert mörgum ríkjum sem áður urðu undir í glímunni við verðbólguna að aðlaga peningastefnu sína að því sem best gerist • Hafa jafnvel verið leiðandi í að skapa ný viðmið um hvað telst vera best í framkvæmd peningastefnu
Hvað er IT? • Í raun er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað IT er • Breytilegt milli IT-landa • Mörg einkenni sameiginleg með öðrum löndum • IT hefur þó verið leiðandi á mörgum sviðum • En til að segja eitthvað • Verðstöðugleiki meginmarkmið peningastefnunnar • Opinber yfirlýsing um tölulegt verðbólgumarkmið sem seðlabankinn skuldbindur sig til að halda verðbólgu nálægt með framsýnni peningastefnu • Áhersla á stofnanalegan stuðning við markmið • Áhersla á gagnsæi og reikningsskil bankans
IT-löndin: Tímasetning upphafs Finnland og Spánn voru einnig með IT frá 93/94 þar til þau gengu í EMU Pólland, Ungverjaland og Tékkland munu einnig hverfa sömu leið bráðlega Argentína, Guatemala, Indónesía og Tyrkland verðandi meðlimir
IT-löndin: Fyrri stefna og ástæða IT • Algengast að IT-löndin hafi horfið frá fastgengisstefnu (tíu lönd) • Þrjú landanna tilgreindu ekkert akkeri fyrir upptöku IT • Meginástæður upptöku IT • Hrakinn af fyrri fastgengisstefnu (4) • Vaxandi óánægja með fyrri stefnu og vaxandi vandamál vegna ósamræmis milli millimarkmiðs og endanlegs markmiðs (7) • Eðlileg endalok mislangs þróunarferils eða formfesting þeirrar stefnu sem fylgt var í raun (10)
IT löndin: Stærð og uppbygging • IT-löndin (20% af VLF heimsins) • Lítil eða meðalstór iðnríki • Meðalstór eða stór þróunar- og nýmarkaðsríki • Efnaðri, opnari og með þróaðri fjármálakerfi • Ríkissjóður minna skuldsettur
Mismunandi fyrirkomulag IT • Útfærsla IT-ramma er mjög mismunandi milli landa • Túlkun stefnu innan sama ramma getur einnig breyst • IT byrjar oft tiltölulega einfalt og þróast svo eftir því sem reynsla og þekking safnast upp • Líklega eingöngu þrjú ríki sem byrja IT með öllu tilheyrandi • Brasilía, Ísland og Tékkland
Lagalegur rammi IT • Formlegt markmið peningastefnu • Verðstöðugleiki eina markmið (3) • Fleiri markmið en verðstöðugleiki hefur forgang (16) • Fleiri markmið og engin forgangsröðun (2) • Bein fjármögnun ríkissjóðs • Óheimil (9) • Takmörkuð (9) • Engin ákvæði (3)
Lagalegur rammi IT • Tækjasjálfstæði • Ótakmarkað sjálfstæði (14) • Daglegt sjálfstæði en stjórnvöld geta snúið við ákvörðun við sérstakar aðstæður (6) • Þarf að bera ákvörðun undir stjórnvöld (1) • Markmiðssjálfstæði • Skilgreint af seðlabanka (6) • Skilgreint af seðlabanka í samráði við stjórnvöldum (3) • Skilgreint af stjórnvöldum og seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum í samráði við seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum (2) • Mismunandi sjónarmið eftir því hvort aðlögun að langtímamarkmiði er lokið eða ekki
Útfærsla IT • Verðvísitöluviðmið • VNV besti mælikvarðinn á framfærslukostnaði og sá best þekkti meðal almennings • Inniheldur hins vegar sveiflumikla liði utan áhrifasviðs seðlabankans • Raunin: VNV (17) og kjarnavísitala (4) • Allir hafa þó kjarnavísitölu til hliðsjónar • Tölugildi langtímamarkmiðs • Markmið (eða miðgildi bils) á bilinu 1-3% er algengast • Algengasta markmiðið (eða miðgildi bils): 2% eða 2,5% • Engin með markmið (eða miðgildi bils) undir 1% • Meðaltal allra: 2,7% og meðaltal iðnríkja: 2,1%
Útfærsla IT • Langtímamarkmiðið: einfalt tölumarkmið eða bilmörk? • Víð bilmörk • Undirstrika ófullkomna stjórn á verðbólgu, auka sveigjanleika og líkur á að verðbólga sé í samræmi við markmið • Of vítt bil getur hins vegar dregið úr trúverðugleika stefnunnar • Hætta á að efri mörk bilmarkmiðs verði túlkað sem markmiðið • Hætta á að bilmörk gefi til kynna ósamfellu í viðbrögðum stefnu • Þröngt bil getur hins vegar gefið fölsk skilaboð um stjórn á verðbólgu og dregið úr sveigjanleika stefnunnar • Raunin: Einfalt tölulegt markmið (2), tölulegt markmið með þolmörkum (8) og bilmörk (11) • Vídd bil- eða þolmarka • Algengasta víddin ±1% • Tvö lönd með bil- eða þolmörk sem rúma 0% • Víðara hjá þróunar- og nýmarkaðsríkjum
Útfærsla IT • Formleg ákvæði um endurskoðun markmiðs • Gefur nýjum ríkisstjórnum möguleika á að ítreka stuðning við markmið • Hins vegar hætta á sífelldri endurskoðun markmiðs • Raunin: Árleg (8), regluleg (2) og engin (11) • Tímarammi markmiðs • Of stuttur tímarammi eykur stýrivandamál og getur orsakað of miklar sveiflur í stjórntækjum og þannig aukið óvissu • Opinn rammi stuðlar að sveigjanleika og samræmist betur tímatöfum peningastefnunnar • Raunin: Eitt ár í senn (2), nokkur ár í senn (7) og opinn rammi (12) • Flóttaleiðir • Skilgreina frávik sem ekki á að bregðast við (yfirleitt framboðsskellir) • Vandinn er að erfitt er að skilgreina fyrirfram öll möguleg frávik • Þeir sem ekki hafa flóttaleið reyna fremur að skýra frávikin þegar þau koma upp • Raunin: Flóttaleið (7), engin flóttaleið (14)
Ákvarðanir í peningamálum • Ákvörðunaraðili • Heppilegt að fleiri en einn aðili komi að ákvörðun • Einn bankastjóri ásamt peningamálaráði (17) • Fjölskipuð bankastjórn (2) • Einn bankastjóri (2) • Algengast að ákvörðun sé fengin með meirihlutakosningu (14) • Fundartíðni- og gerð • Fastir fundir auka áhrif og dregur athygli frá daglegri markaðsþróun að verðbólguhorfum til lengri tíma • Gefur möguleika á að skýra þá ákvörðun að breyta ekki vöxtum • Fastákveðnir vaxtaákvarðanafundir (20) • Fundargerð birt opinberlega (9) • Mánaðarlegir fundir algengastir (12)
Gagnsæi og reikningsskil IT • Verðbólguskýrslur • Byggja upp traust á hæfni sinni og gefa öðrum möguleika á að meta trúverðugleika greiningar sem liggur á bak við ákvörðun • Ársfjórðungsleg skýrsla (14) • Önnur útgáfutíðni (7) • Þrisvar á ári (3) • Tvisvar á ári (3); Kanadabanki birtir 2 uppfærslur á milli • Einu sinni á ári (1) • Í tíu tilvikum fylgjast útgáfa skýrslu og vaxtaákvarðanafundir að • Í sex tilvikum ávallt • Í fjórum tilvikum yfirleitt
Gagnsæi og reikningsskil IT • Birting tölulegra spáa • Töluleg verðbólguspá (19) þar af 14 með óvissubil • Töluleg hagvaxtarspá (11) • Algengasta lengd spátímabils er 6-8 ársfjórðungar • Fjórir spá til næstu 9 ársfjórðunga • Þrír spá til næstu 3 ára eða lengur • Viðbrögð við frávikum frá markmiði • Opinber greinargerð ef frávik nógu mikið (6) • Starf bankastjóra í húfi (1) • Tími til að ná markmiði fyrirfram skilgreindur (3)
Aðlögun að langtímamarkmiði • Átta ríki höfðu þegar náð langtímamarkmiði við upphaf IT • Aðlögunartími að meðaltali 7 ársfjórðungar hjá öllum en aðeins 3 hjá iðnríkjum • Aðlögunarhraði nátengdur fjarlægð verðbólgu frá markmiði • C = 1,57|p – pT|; R2 = 0,895 • Tekur jafnan 1½ ársfjórðung að ná verðbólgu niður um 1% • Tók 8 ársfjórðunga hér á landi en hefði samkvæmt jöfnunni átt að taka 3 • Ekki í samræmi við gagnrýni að bankinn beitti sér of harkalega
IT og peningstefnan á Íslandi • Rúmlega 3 ár frá því að SÍ tók upp IT • Mætti töluverðum mótbyr í upphafi m.a. vegna uppsafnaðra vandamála fyrri stefnu • Kostir hinnar nýju stefnu að koma í ljós • SÍ tekst betur að miðla til almennings og stjórnmálamanna hver meginviðfangsefni peningastefnunnar eru og þannig aukið skilning og tiltrú á stefnunni • Umfjöllun um peningastefnuna innan SÍ hefur batnað • Endurspeglar betur hvað peningastefnan getur gert og hvað ekki • Áherslur í stjórn peningamála hafa færst frá skammtímasjónarmiðum yfir í umræðu um verðbólguhorfur næstu missera • Endurspeglar mun betur raunverulega virkni peningastefnunnar • Varið bankann fyrir pólitískum þrýstingi