1 / 18

Peningastefna með verðbólgumarkmiði Mismunandi útfærsla og þróun

Peningastefna með verðbólgumarkmiði Mismunandi útfærsla og þróun. Gestafyrirlestur í Peningahagfræði við Háskóla Íslands 3. nóvember 2004 Þórarinn G. Pétursson Staðgengill aðalhagfræðings og deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands. Hin eilífa leit.

oriel
Download Presentation

Peningastefna með verðbólgumarkmiði Mismunandi útfærsla og þróun

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Peningastefna með verðbólgumarkmiðiMismunandi útfærsla og þróun Gestafyrirlestur í Peningahagfræði við Háskóla Íslands 3. nóvember 2004 Þórarinn G. Pétursson Staðgengill aðalhagfræðings og deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands

  2. Hin eilífa leit • Eilíf leit að ramma fyrir peningastefnuna sem sameinar nauðsyn þess að veita henni trúverðugt akkeri og á sama tíma nægilegan sveigjanleika til að bregðast við ófyrirséðum skellum án þess að stefna trúverðugleika stefnunnar í hættu • Margt verið reynt... • Eðalmálmar: skortir sveigjanleika • Peningamagn: er óáreiðanleg • Gengi gjaldmiðla: erfitt við frjálsar fjármagnshreyfingar • ... En horfið frá þar sem ekki þóttist reynst nægilega vel

  3. IT er raunhæfur kostur sem nýtur æ meiri vinsælda • Æ fleiri ríki hafa tekið upp IT sem þykir sameina áðurnefnda kosti • Hið tölulega markmið gefur akkerið • Sveigjanleg túlkun og útfærsla gefur sveigjanleikann • Í framkvæmd er IT því ekki hörð peningastefnuregla heldur einkennist af “sveigjanlegu aðhaldi” • Hefur gert mörgum ríkjum sem áður urðu undir í glímunni við verðbólguna að aðlaga peningastefnu sína að því sem best gerist • Hafa jafnvel verið leiðandi í að skapa ný viðmið um hvað telst vera best í framkvæmd peningastefnu

  4. Hvað er IT? • Í raun er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað IT er • Breytilegt milli IT-landa • Mörg einkenni sameiginleg með öðrum löndum • IT hefur þó verið leiðandi á mörgum sviðum • En til að segja eitthvað • Verðstöðugleiki meginmarkmið peningastefnunnar • Opinber yfirlýsing um tölulegt verðbólgumarkmið sem seðlabankinn skuldbindur sig til að halda verðbólgu nálægt með framsýnni peningastefnu • Áhersla á stofnanalegan stuðning við markmið • Áhersla á gagnsæi og reikningsskil bankans

  5. IT-löndin: Tímasetning upphafs Finnland og Spánn voru einnig með IT frá 93/94 þar til þau gengu í EMU Pólland, Ungverjaland og Tékkland munu einnig hverfa sömu leið bráðlega Argentína, Guatemala, Indónesía og Tyrkland verðandi meðlimir

  6. IT-löndin: Fyrri stefna og ástæða IT • Algengast að IT-löndin hafi horfið frá fastgengisstefnu (tíu lönd) • Þrjú landanna tilgreindu ekkert akkeri fyrir upptöku IT • Meginástæður upptöku IT • Hrakinn af fyrri fastgengisstefnu (4) • Vaxandi óánægja með fyrri stefnu og vaxandi vandamál vegna ósamræmis milli millimarkmiðs og endanlegs markmiðs (7) • Eðlileg endalok mislangs þróunarferils eða formfesting þeirrar stefnu sem fylgt var í raun (10)

  7. IT löndin: Stærð og uppbygging • IT-löndin (20% af VLF heimsins) • Lítil eða meðalstór iðnríki • Meðalstór eða stór þróunar- og nýmarkaðsríki • Efnaðri, opnari og með þróaðri fjármálakerfi • Ríkissjóður minna skuldsettur

  8. Mismunandi fyrirkomulag IT • Útfærsla IT-ramma er mjög mismunandi milli landa • Túlkun stefnu innan sama ramma getur einnig breyst • IT byrjar oft tiltölulega einfalt og þróast svo eftir því sem reynsla og þekking safnast upp • Líklega eingöngu þrjú ríki sem byrja IT með öllu tilheyrandi • Brasilía, Ísland og Tékkland

  9. Lagalegur rammi IT • Formlegt markmið peningastefnu • Verðstöðugleiki eina markmið (3) • Fleiri markmið en verðstöðugleiki hefur forgang (16) • Fleiri markmið og engin forgangsröðun (2) • Bein fjármögnun ríkissjóðs • Óheimil (9) • Takmörkuð (9) • Engin ákvæði (3)

  10. Lagalegur rammi IT • Tækjasjálfstæði • Ótakmarkað sjálfstæði (14) • Daglegt sjálfstæði en stjórnvöld geta snúið við ákvörðun við sérstakar aðstæður (6) • Þarf að bera ákvörðun undir stjórnvöld (1) • Markmiðssjálfstæði • Skilgreint af seðlabanka (6) • Skilgreint af seðlabanka í samráði við stjórnvöldum (3) • Skilgreint af stjórnvöldum og seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum í samráði við seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum (2) • Mismunandi sjónarmið eftir því hvort aðlögun að langtímamarkmiði er lokið eða ekki

  11. Útfærsla IT • Verðvísitöluviðmið • VNV besti mælikvarðinn á framfærslukostnaði og sá best þekkti meðal almennings • Inniheldur hins vegar sveiflumikla liði utan áhrifasviðs seðlabankans • Raunin: VNV (17) og kjarnavísitala (4) • Allir hafa þó kjarnavísitölu til hliðsjónar • Tölugildi langtímamarkmiðs • Markmið (eða miðgildi bils) á bilinu 1-3% er algengast • Algengasta markmiðið (eða miðgildi bils): 2% eða 2,5% • Engin með markmið (eða miðgildi bils) undir 1% • Meðaltal allra: 2,7% og meðaltal iðnríkja: 2,1%

  12. Útfærsla IT • Langtímamarkmiðið: einfalt tölumarkmið eða bilmörk? • Víð bilmörk • Undirstrika ófullkomna stjórn á verðbólgu, auka sveigjanleika og líkur á að verðbólga sé í samræmi við markmið • Of vítt bil getur hins vegar dregið úr trúverðugleika stefnunnar • Hætta á að efri mörk bilmarkmiðs verði túlkað sem markmiðið • Hætta á að bilmörk gefi til kynna ósamfellu í viðbrögðum stefnu • Þröngt bil getur hins vegar gefið fölsk skilaboð um stjórn á verðbólgu og dregið úr sveigjanleika stefnunnar • Raunin: Einfalt tölulegt markmið (2), tölulegt markmið með þolmörkum (8) og bilmörk (11) • Vídd bil- eða þolmarka • Algengasta víddin ±1% • Tvö lönd með bil- eða þolmörk sem rúma 0% • Víðara hjá þróunar- og nýmarkaðsríkjum

  13. Útfærsla IT • Formleg ákvæði um endurskoðun markmiðs • Gefur nýjum ríkisstjórnum möguleika á að ítreka stuðning við markmið • Hins vegar hætta á sífelldri endurskoðun markmiðs • Raunin: Árleg (8), regluleg (2) og engin (11) • Tímarammi markmiðs • Of stuttur tímarammi eykur stýrivandamál og getur orsakað of miklar sveiflur í stjórntækjum og þannig aukið óvissu • Opinn rammi stuðlar að sveigjanleika og samræmist betur tímatöfum peningastefnunnar • Raunin: Eitt ár í senn (2), nokkur ár í senn (7) og opinn rammi (12) • Flóttaleiðir • Skilgreina frávik sem ekki á að bregðast við (yfirleitt framboðsskellir) • Vandinn er að erfitt er að skilgreina fyrirfram öll möguleg frávik • Þeir sem ekki hafa flóttaleið reyna fremur að skýra frávikin þegar þau koma upp • Raunin: Flóttaleið (7), engin flóttaleið (14)

  14. Ákvarðanir í peningamálum • Ákvörðunaraðili • Heppilegt að fleiri en einn aðili komi að ákvörðun • Einn bankastjóri ásamt peningamálaráði (17) • Fjölskipuð bankastjórn (2) • Einn bankastjóri (2) • Algengast að ákvörðun sé fengin með meirihlutakosningu (14) • Fundartíðni- og gerð • Fastir fundir auka áhrif og dregur athygli frá daglegri markaðsþróun að verðbólguhorfum til lengri tíma • Gefur möguleika á að skýra þá ákvörðun að breyta ekki vöxtum • Fastákveðnir vaxtaákvarðanafundir (20) • Fundargerð birt opinberlega (9) • Mánaðarlegir fundir algengastir (12)

  15. Gagnsæi og reikningsskil IT • Verðbólguskýrslur • Byggja upp traust á hæfni sinni og gefa öðrum möguleika á að meta trúverðugleika greiningar sem liggur á bak við ákvörðun • Ársfjórðungsleg skýrsla (14) • Önnur útgáfutíðni (7) • Þrisvar á ári (3) • Tvisvar á ári (3); Kanadabanki birtir 2 uppfærslur á milli • Einu sinni á ári (1) • Í tíu tilvikum fylgjast útgáfa skýrslu og vaxtaákvarðanafundir að • Í sex tilvikum ávallt • Í fjórum tilvikum yfirleitt

  16. Gagnsæi og reikningsskil IT • Birting tölulegra spáa • Töluleg verðbólguspá (19) þar af 14 með óvissubil • Töluleg hagvaxtarspá (11) • Algengasta lengd spátímabils er 6-8 ársfjórðungar • Fjórir spá til næstu 9 ársfjórðunga • Þrír spá til næstu 3 ára eða lengur • Viðbrögð við frávikum frá markmiði • Opinber greinargerð ef frávik nógu mikið (6) • Starf bankastjóra í húfi (1) • Tími til að ná markmiði fyrirfram skilgreindur (3)

  17. Aðlögun að langtímamarkmiði • Átta ríki höfðu þegar náð langtímamarkmiði við upphaf IT • Aðlögunartími að meðaltali 7 ársfjórðungar hjá öllum en aðeins 3 hjá iðnríkjum • Aðlögunarhraði nátengdur fjarlægð verðbólgu frá markmiði • C = 1,57|p – pT|; R2 = 0,895 • Tekur jafnan 1½ ársfjórðung að ná verðbólgu niður um 1% • Tók 8 ársfjórðunga hér á landi en hefði samkvæmt jöfnunni átt að taka 3 • Ekki í samræmi við gagnrýni að bankinn beitti sér of harkalega

  18. IT og peningstefnan á Íslandi • Rúmlega 3 ár frá því að SÍ tók upp IT • Mætti töluverðum mótbyr í upphafi m.a. vegna uppsafnaðra vandamála fyrri stefnu • Kostir hinnar nýju stefnu að koma í ljós • SÍ tekst betur að miðla til almennings og stjórnmálamanna hver meginviðfangsefni peningastefnunnar eru og þannig aukið skilning og tiltrú á stefnunni • Umfjöllun um peningastefnuna innan SÍ hefur batnað • Endurspeglar betur hvað peningastefnan getur gert og hvað ekki • Áherslur í stjórn peningamála hafa færst frá skammtímasjónarmiðum yfir í umræðu um verðbólguhorfur næstu missera • Endurspeglar mun betur raunverulega virkni peningastefnunnar • Varið bankann fyrir pólitískum þrýstingi

More Related