1 / 26

„ Ég er stútfull / ur af hugmyndum “ – vísindi , tækni og daglegt líf

„ Ég er stútfull / ur af hugmyndum “ – vísindi , tækni og daglegt líf. Kennari Svanborg R. Jónsdóttir Kennaraháskóla Íslands. Nafnspjald á borð. Fáðu þér pappír og penna Brjóttu blaðið þannig að það geti staðið á borðinu Skrifaðu með STÓRUM BREIÐUM stöfum nafnið þitt á blaðið

Download Presentation

„ Ég er stútfull / ur af hugmyndum “ – vísindi , tækni og daglegt líf

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. „Égerstútfull/urafhugmyndum“ – vísindi, tækni og daglegtlíf Kennari Svanborg R. Jónsdóttir Kennaraháskóla Íslands

  2. Nafnspjald á borð • Fáðu þér pappír og penna • Brjóttu blaðið þannig að það geti staðið á borðinu • Skrifaðu með STÓRUM BREIÐUM stöfum nafnið þitt á blaðið • Stilltu blaðinu upp þannig að sem flestir sjái það á borðinu þínu • Ef þú vilt: teikna e-ð sem táknar áhugamál þitt við hlið nafnsins, það auðveldar það öðrum að muna eftir þér

  3. Nýsköpunarmennt á öllum skólastigum • Nýsköpunarmennterþjálfun í aðferðumsemnotaðareru í verkfræði, viðskiptafræði, hönnun og listum á háskólastigi. • Nýsköpunarmennthefurlíkaveriðboðinnemendum á yngristigummeðgóðumárangri. • Ungtfólkeryfirleittstútfulltafhugmyndum en stundumveitviðkomandiekkiafþví. • Þjálfun í aðferðumnýsköpunarmenntargeturleysthugmyndaauðgiúrlæðingi.

  4. Er ekki búið að finna upp allt sem þarf?

  5. Hér verða kynnt nokkur grunnatriði og nokkrar brellur • Tækni – hvað er tækni? • Þarfaleit • Notkun minnisbókar • Hugstormun – hugarflug • Brellur – aðferðir og tækni • Líkön og frumgerðir • Að kynna hugmynd sína

  6. Tækni – hvað er tækni? Vísindi – leit mannsins að skilningi og skilgreiningum á allskonar fyrirbærum. Samskpil vísinda og tæni eru mikil Nefnið dæmi um einfalda tækni og flókna tækni

  7. Að baki allri tækni og uppfinningum liggja einhverjar þarfir eða vandamál • Góð leið til að finna eitthvað nýtt upp er að skoða eigið líf og finna eitthvað sem má bæta eða gera skemmtilegra eða léttara • Síðar getur maður skoðað umhverfi hvar sem er – skoðað blöð – tímarit – fréttir og hvaðeina sem má bæta í mannlegu samfélagi og umhverfi • Safna þessum þörfum (vandamálum) saman til að byrja með án þess að spá í hvort maður ætli að leysa þær eða ekki Lítið í kringum ykkur – horfið út – hugsið um daginn í gær – skólann ykkar – götuna ykkar – húsið ykkar – skráið á blað nokkrar þarfir

  8. Dæmi um þarfir • Rusl í skólastofum eftir síðasta hóp • Drullugir traktorar • Rúlluplast á girðingum • Málning sullast á borð og gólf • Maður þarf að halda hendinni lengi uppi þegar maður þarf hjálp hjá kennaranum • Skólabílar lengi á leið í og úr skóla • Bílar velta í hálku • Hundar skíta á náttföt og hluti • Rafmagninu slær út og enginn heima sem kann á það • Lausgangandi hænur skíta í fóðrið sitt og vatnið • Hundar bíta hver annan • Maður fær í sig rafmagn af að klifra yfir rafmagnsgirðingar Reynið að orða þarfirnar sem eitthvað sem sést að þarf að bæta en ekki lausnir

  9. Hvaða þörf leysir þessi uppfinning?

  10. Minnisbók Finndu leið til að merkja minnisbókina þína – hún getur orðið dýrmætur fjársjóður

  11. Minnisbókin • Hafðu bókina alltaf nærri þér (mundu að taka hana úr fötunum áður en þau eru þvegin) • Þegar þú færð hugmynd teiknaðu/skrifaðu hana STRAX í bókina • Rífðu ekki síður úr bókinni • Hafðu þarfalistann aftast • Sýndu bara þeim sem þú treystir • Númeraðu síðuna • Eina hugmynd á síðu • Þróaðu hugmyndir áfram á stærri blöð eða í tölvu (teikniforrit - þrívíddarforrit)

  12. Safnaðu nokkrum þörfum • Ræðið saman tvö til þrjú um einhverjar þarfir sem þið teljið ástæðu til að leysa • Skráið þarfirnar í minnisbókina ykkar • Þið megið ganga fram á gang og um húsið, út á tröppur spyrja fólk sem þið rekist á til að finna þarfir eða vandamál – eitthvað sem þarf að bæta eða gera léttara eða skemmtilegra • Ekkert er of ómerkilegt – þetta er bara æfing

  13. Hugstormun – hugarflug Reglur: • Allar hugmyndir leyfilegar • Leyfilegt að bulla • Má vera fyndin/n • Má vera fáránlegur • Enga gagnrýni í byrjun • Vinna hratt • Koma með margar hugmyndir

  14. Ein af lausnum fyrirtækisins Össurar Hvaða þörf liggur að baki þessari uppfinningu og hönnun?

  15. Hugstormun og hugmyndavinnareglur fyrir nemendur og kennara • Geymið „dómarann“ • Sýnið eigin hugmyndum og annarra virðingu • Jákvæð gagnrýni, sjá möguleika ekki annmarka • Leyfið hugmyndunum að þróast • Tekur stundum tíma - gerjun Prófaðu að vinna (ein/n eða með öðrum) að einni hugmynd sem leysir eitthverja af þeim þörfum sem við höfum rætt: Rissaðu -teiknaðu – skrifaðu lýsingu – í minnisbók eða á stærra blað – þarf ekki að fullvinna

  16. Brellur – aðferðir 1 • Tom Kelly framkvæmdastjóri Ideo segir að fyrsta skrefið sé að komast framhjá „útsendara andskotans“ (the devil´s advocate) • Það er sá sem finnur galla við hugmyndina um leið og hún fæðist – bendir á að þessi sé til – að þetta sé aldrei hægt að búa til – að þetta verði of dýrt, of flókið, of erfitt og fáránlegt • Edward de Bono kallar sama fyrirbæri „svarta hattinn“ • Þetta hefur líka verið kallað „dómarinn“ • Til að byrja með og jafnvel lengi vel geymum við „svarta hattinn“, „dómarann“ og vísum „útsendara andskotans“ frá – bæði gagnvart eigin hugmyndum og ekki síður annarra

  17. Brellur – aðferðir 2 Þessi komst framhjá ÚA • Setja saman ólíka hluti, hugmyndir eða aðferðir (sjónvarp með innbyggðu myndbandstæki) – blanda saman • Útilokaðu eitthvað – taktu í burtu (þráðlaus sími) • Raðaðu á nýjan hátt, skipuleggðu öðruvísi en var gert • Magnaðu – stærra, hærra, ýktara eða oftar. (risastór sjónvörp) • Minnkaðu – er hægt að gera hlutinn minni, léttari, sjaldnar eða skipta honum (armbandssjónvörp) • Fíflastu – komdu með fáránlegar lausnir og reyndu að sjá möguleika í þeim • Blanda saman gömlu og nýju (lopapeysur) Prófaðu að nota brellurnar á eitthvað af þessum vörum: Fjöltengi Lampi Skrifborðsstóll Fartölva Vekjaraklukka Minnislykill Ruslakarfa Eldhúshnífur Gsm sími Fatnaður Fylgihlutir með tölvu Hvað af brellunum notaði hugmyndasmiðurinn ?

  18. Blandað saman og skipulagt á nýjan hátt Belti og málband Halda í bakka á nýjan hátt

  19. Líkön og frumgerðir Líkön (model) Frumgerðir (prototype) Í réttri stærð Úr varanlegra efni Oft útgáfa af hugmyndinni sem hægt er að nota eða a.m.k. „æfa “ sig á • Ódýr efni sem er fljótlegt að vinna úr • Leir/mjúkleir • Frauðplast • Pappír /álpappír • Afgangsefni (drasl/rusl) • Ekki endilega í réttri stærð Hægt að teikna upp í þrívíddarforriti: http://sketchup.google.com/ sem er ókeypis hjá Google (ekki professional version) Prodesktop forritið sem er til í mörgum íslenskum grunn -og framhaldsskólum og sumir skólar eiga frumgerðavélar sem búa til líkan/frumgerð eftir teikningunni (upplýsingar um Prodesktop forritið hjá cdt@khi.is)

  20. Gróf frumgerð – til að prófa hlutinn

  21. Úr hvaða efni mætti gera líkan að þessari hugmynd?

  22. Að kynna hugmynd Veggspjald • Heiti • Slagorð • Þörf • Lýsing - virkni • Notendur - kaupendur • Teikning • Líkan • Efni í vöruna • Framleiðandi • Fyrirtæki – hönnuður • Dagsetning

  23. Heimavinna • Hugsa um: • Þarfir – vandamál – eitthvað sem ætti að vera auðveldara, skemmtilegra, fljótlegra • Skrá þarfir (2-10) í litlu minnisbókina • Skrá lausnir: • Skemmtilegar • Fáránlegar • Alvarlegar • Óvenjulegar • MUNA DAGSETNINGU

  24. Ýmsar upplýsingar • NKG Nýsköpunarkeppni grunnskólanema • Keppnin Ungir vísindamenn • KVENNýsköpun • Landssamband hugvitsmanna • Nýsköpunarmiðstöð Íslands

  25. Nýsköpun, vísindi og tækni • Nýsköpun og tækni byggja á þörfum og vandamálum daglegs lífs • Vísindi og tækni eru nátengd • Skapandi hugsun og nýsköpun eru nauðsynleg „tæki“ í margskonar vísindalegum viðfangsefnum

  26. Prófaðu að búa til lítið líkan • Hannaðu einfaldan hlut og skrifaðu á blaðið hversu stór hann á að vera í raunveruleikanum • Stóll – húfa/hattur – hlutur til að safna saman rafmangssnúrum – geymsla fyrir bækur á skrifborði sem hefur lítið pláss – loftljós – ruslasafnara fyrir Háskóla unga fólksins • Búðu til lítið líkan • Notaðu þau efni sem eru í kassanum - stundum verður til hönnun með því að skoða efnin sem eru tiltæk og gera tilraunir með þau.

More Related