210 likes | 357 Views
Vímuefnanotkun, foreldraeftirlit og frístundir 14-15 ára unglinga 1997-2009 Tilraun til að meta árangur af forvarnavinnu sveitarfélaga á Íslandi. Álfgeir Logi Kristjánsson Jack E. James John P. Allegrante Inga Dóra Sigfúsdóttir Ásgeir R. Helgason.
E N D
Vímuefnanotkun, foreldraeftirlit og frístundir 14-15 ára unglinga 1997-2009Tilraun til að meta árangur af forvarnavinnu sveitarfélaga á Íslandi Álfgeir Logi Kristjánsson Jack E. James John P. Allegrante Inga Dóra Sigfúsdóttir Ásgeir R. Helgason
Upphafið • Lok 10. áratugarins; grunnurinn mótaður • Hugmyndin um samstarf rannsóknarfólks, stefnumótunaraðila og fólks á vettvangi vakin • Aðgerðir í nærsamfélaginu • Forvarnaverkefni á landsvísu: s.s. Ísland án eiturlyfja, Reyklaus bekkur, Jafningjafræðslan, Heimili og skóli, Vímulaus æska, auglýsingaherferðir o.fl • Sveitarfélög og skólar byrja að vinna að forvörnum
Ungt fólk kannanirnar • Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM) • Hófust 1992, gögnum safnað fram til 1997 • Gagnaöflun og dreifing tölulegra niðurstaðna til sveitarfélaga hefst • Stefnumótunaraðilar byrja að nota niðurstöður rannsókna við stefnumótun og starf á vettvangi unglinga – vísir að rannsóknardrifinni forvarnavinnu • RUM breytt í Námsmatsstofnun 1998 • Rannsóknir & greining (R&G) frá 1999
Félagsheimur unglinga nærsamfélagið Einstaklingur
Gagnasöfnun R&G • Þýðiskannanir – ekki úrtök • Gögnum safnað með samskonar aðferðafræði, við samskonar kringumstæður á sama tíma árlega • Lagt fyrir í skólum fyrir alla nemendur sem mættir eru á tilteknum tíma og degi í skólann • Skýrar reglur og leiðbeiningar um gagnaöflun • Byggja á sterkum tengslum við skólana og sveitarfélögin í landinu
Rannsóknardrifin forvarnavinna sveitarfélaga – óbein íhlutun • Langtímasamningur á milli rannsóknaraðila og sveitarfélags þar sem sameiginlegt markmiðið er að draga úr vímuefnanotkun unglinga • Mótun samstarfs rannsóknarfólks, stefnumótunaraðila á plani viðkomandi sveitarfélags (s.s. kjörinna fulltrúa) og starfsfólks á vettvangi unglinga (s.s. forvarnafólks, íþrótta- og tómstundafulltrúa, starfsfólks skóla, félagsmiðstöðva, og foreldra) sem eru ábyrg fyrir útfærslu í nærsamfélaginu • Fólk í grasrót nærsamfélagsins stuðlar að því að draga úr áhættuþáttum og styrkja verjandi þætti sem eru skilgreindir í rannsóknum • R&G vinnur árlegar úttektir um stöðu mála í viðkomandi sveitarfélagi/ nærsamfélagi þar sem metinn er árangur, breytingar og ógnanir á áhættu- og verjandi þáttum sem og vímuefnanotkun unglinga. Samráðsfundir og kynningar niðurstaðna haldnar fyrir alla hlutaðeigandi
Rannsóknarsnið • Notast við 5 sameinuð þversniðsgagnasett úr rannsóknunum Ungt fólk meðal nemenda í 9. og 10. bekk frá 1997, 2000, 2003, 2006, og 2009 • Hálf-tilraun þar sem þátttakendum er skipt í tvo hópa, íhlutunar- (4) og viðmiðunarsamfélög (7) eftir þátttöku þeirra í rannsóknardrifinni forvarnavinnu. Aðeins unnið með sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins • Heildarfjöldi svarenda: 5,024 (n1=3117, n2=1907) • Svarhlutfall: • Íhlutunarsamfélög: 85.7% Viðmiðunarsamfélög: 90.1%
Forsendur skiptingar í hópa • 1. Einungis sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins • 2. Aðeins þau sveitarfélög sem hafa unnið markvisst með samvinnulíkanið allt tímabilið sem um ræðir eða því sem næst
Mælingar • Ölvun um ævina, ölvun sl. 30 daga • Daglegar reykingar • Eftirlit foreldra: Vita hvar börn sín eru á kvöldin, vita með hverjum börn sín eru á kvöldin • Frítímaiðja: Íþróttaþátttaka, partílífsstíll
Niðurstöður: Daglegar reykingar 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 0.90 (95% CI: 0.77-1.00, p= .099)
Niðurstöður: Ölvun sl. 30 daga 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 0.86 (95% CI: 0.78-0.96, p= .004)
Niðurstöður: Eftirlit foreldra 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 1.11 (95% CI: 1.00-1.22, p= .044)
Niðurstöður: Eftirlit foreldra 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 1.10 (95% CI 1.00, 1.20, p = .059)
Niðurstöður: Formlegt íþróttastarf 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 1.11 (95% CI: 1.02-1.21, p= .015)
Niðurstöður: Partílífsstíll 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 0.85 (95% CI: 0.73-0.99, p= .034)
Samantekt • Breytingar á vímuefnanotkun voru meiri í íhlutunarsamfélögum en viðmiðunarsamfélögum frá 1997 til 2009 • Sömu sögu er að segja af áhættu- og verjandi þáttum • Niðurstöðurnar benda því til að rannsóknardrifið samvinnulíkan í forvörnum sem mörg sveitarfélög hafa nýtt undanfarin 12 ár leiði til minnkunar á vímuefnanotkun umfram almennar aðgerðir á plani landsins í heild
Aðferðafræðileg álitamál • Erfitt að aðgreina “áhrif” samvinnulíkansins frá almennum aðgerðum • “Smitun” ekki óhugsandi • Án tilviljanakenndrar skiptingar þátttakenda í hópa er strangt til tekið ekki hægt að vita hvort breytingar séu vegna íhlutunar - vera má að aðrir þættir skýri mun á árangri
Takk fyrir kristjansson@tc.columbia.edu