1 / 21

Álfgeir Logi Kristjánsson Jack E. James John P. Allegrante Inga Dóra Sigfúsdóttir

Vímuefnanotkun, foreldraeftirlit og frístundir 14-15 ára unglinga 1997-2009 Tilraun til að meta árangur af forvarnavinnu sveitarfélaga á Íslandi. Álfgeir Logi Kristjánsson Jack E. James John P. Allegrante Inga Dóra Sigfúsdóttir Ásgeir R. Helgason.

phuc
Download Presentation

Álfgeir Logi Kristjánsson Jack E. James John P. Allegrante Inga Dóra Sigfúsdóttir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Vímuefnanotkun, foreldraeftirlit og frístundir 14-15 ára unglinga 1997-2009Tilraun til að meta árangur af forvarnavinnu sveitarfélaga á Íslandi Álfgeir Logi Kristjánsson Jack E. James John P. Allegrante Inga Dóra Sigfúsdóttir Ásgeir R. Helgason

  2. Vímuefnanotkun unglinga í 10. bekk á Íslandi 1997 - 2009

  3. Upphafið • Lok 10. áratugarins; grunnurinn mótaður • Hugmyndin um samstarf rannsóknarfólks, stefnumótunaraðila og fólks á vettvangi vakin • Aðgerðir í nærsamfélaginu • Forvarnaverkefni á landsvísu: s.s. Ísland án eiturlyfja, Reyklaus bekkur, Jafningjafræðslan, Heimili og skóli, Vímulaus æska, auglýsingaherferðir o.fl • Sveitarfélög og skólar byrja að vinna að forvörnum

  4. Ungt fólk kannanirnar • Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM) • Hófust 1992, gögnum safnað fram til 1997 • Gagnaöflun og dreifing tölulegra niðurstaðna til sveitarfélaga hefst • Stefnumótunaraðilar byrja að nota niðurstöður rannsókna við stefnumótun og starf á vettvangi unglinga – vísir að rannsóknardrifinni forvarnavinnu • RUM breytt í Námsmatsstofnun 1998 • Rannsóknir & greining (R&G) frá 1999

  5. Rannsóknir Stefnumótun Framkvæmd

  6. Félagsheimur unglinga nærsamfélagið Einstaklingur

  7. Gagnasöfnun R&G • Þýðiskannanir – ekki úrtök • Gögnum safnað með samskonar aðferðafræði, við samskonar kringumstæður á sama tíma árlega • Lagt fyrir í skólum fyrir alla nemendur sem mættir eru á tilteknum tíma og degi í skólann • Skýrar reglur og leiðbeiningar um gagnaöflun • Byggja á sterkum tengslum við skólana og sveitarfélögin í landinu

  8. Rannsóknardrifin forvarnavinna sveitarfélaga – óbein íhlutun • Langtímasamningur á milli rannsóknaraðila og sveitarfélags þar sem sameiginlegt markmiðið er að draga úr vímuefnanotkun unglinga • Mótun samstarfs rannsóknarfólks, stefnumótunaraðila á plani viðkomandi sveitarfélags (s.s. kjörinna fulltrúa) og starfsfólks á vettvangi unglinga (s.s. forvarnafólks, íþrótta- og tómstundafulltrúa, starfsfólks skóla, félagsmiðstöðva, og foreldra) sem eru ábyrg fyrir útfærslu í nærsamfélaginu • Fólk í grasrót nærsamfélagsins stuðlar að því að draga úr áhættuþáttum og styrkja verjandi þætti sem eru skilgreindir í rannsóknum • R&G vinnur árlegar úttektir um stöðu mála í viðkomandi sveitarfélagi/ nærsamfélagi þar sem metinn er árangur, breytingar og ógnanir á áhættu- og verjandi þáttum sem og vímuefnanotkun unglinga. Samráðsfundir og kynningar niðurstaðna haldnar fyrir alla hlutaðeigandi

  9. Rannsóknir Stefnumótun Framkvæmd

  10. Rannsóknarsnið • Notast við 5 sameinuð þversniðsgagnasett úr rannsóknunum Ungt fólk meðal nemenda í 9. og 10. bekk frá 1997, 2000, 2003, 2006, og 2009 • Hálf-tilraun þar sem þátttakendum er skipt í tvo hópa, íhlutunar- (4) og viðmiðunarsamfélög (7) eftir þátttöku þeirra í rannsóknardrifinni forvarnavinnu. Aðeins unnið með sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins • Heildarfjöldi svarenda: 5,024 (n1=3117, n2=1907) • Svarhlutfall: • Íhlutunarsamfélög: 85.7% Viðmiðunarsamfélög: 90.1%

  11. Forsendur skiptingar í hópa • 1. Einungis sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins • 2. Aðeins þau sveitarfélög sem hafa unnið markvisst með samvinnulíkanið allt tímabilið sem um ræðir eða því sem næst

  12. Mælingar • Ölvun um ævina, ölvun sl. 30 daga • Daglegar reykingar • Eftirlit foreldra: Vita hvar börn sín eru á kvöldin, vita með hverjum börn sín eru á kvöldin • Frítímaiðja: Íþróttaþátttaka, partílífsstíll

  13. Niðurstöður: Daglegar reykingar 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 0.90 (95% CI: 0.77-1.00, p= .099)

  14. Niðurstöður: Ölvun sl. 30 daga 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 0.86 (95% CI: 0.78-0.96, p= .004)

  15. Niðurstöður: Eftirlit foreldra 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 1.11 (95% CI: 1.00-1.22, p= .044)

  16. Niðurstöður: Eftirlit foreldra 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 1.10 (95% CI 1.00, 1.20, p = .059)

  17. Niðurstöður: Formlegt íþróttastarf 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 1.11 (95% CI: 1.02-1.21, p= .015)

  18. Niðurstöður: Partílífsstíll 1997-2009 Samvirkni: tími*íhlutun, OR 0.85 (95% CI: 0.73-0.99, p= .034)

  19. Samantekt • Breytingar á vímuefnanotkun voru meiri í íhlutunarsamfélögum en viðmiðunarsamfélögum frá 1997 til 2009 • Sömu sögu er að segja af áhættu- og verjandi þáttum • Niðurstöðurnar benda því til að rannsóknardrifið samvinnulíkan í forvörnum sem mörg sveitarfélög hafa nýtt undanfarin 12 ár leiði til minnkunar á vímuefnanotkun umfram almennar aðgerðir á plani landsins í heild

  20. Aðferðafræðileg álitamál • Erfitt að aðgreina “áhrif” samvinnulíkansins frá almennum aðgerðum • “Smitun” ekki óhugsandi • Án tilviljanakenndrar skiptingar þátttakenda í hópa er strangt til tekið ekki hægt að vita hvort breytingar séu vegna íhlutunar - vera má að aðrir þættir skýri mun á árangri

  21. Takk fyrir kristjansson@tc.columbia.edu

More Related