140 likes | 288 Views
Jafnréttisþing 16. janúar 2009 Kynin í kreppunni Framkvæmdaáætlun sem tæki stjórnvalda. Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu. Hvað segja lögin?. Félags- og tryggingamálaráðherra leggur fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum
E N D
Jafnréttisþing 16. janúar 2009Kynin í kreppunniFramkvæmdaáætlun sem tæki stjórnvalda Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu
Hvað segja lögin? • Félags- og tryggingamálaráðherra leggur fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum • innan árs frá alþingiskosningum, til fjögurra ára í senn • Ráðuneyti, Jafnréttisstofa, Jafnréttisráð koma með tillögur í áætlunina • Skylt að hafa hliðsjón af umræðum á jafnréttisþingi
Hvað segja lögin? • Í framkvæmdaáætlun eiga að vera verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi
Tæki stjórnvalda • Í framkvæmdaáætlun á að koma stefnumálum í þann búning að hægt sé að fylgja þeim eftir • Setja markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná þeim markmiðum • Ábyrgð á einstökum verkefnum þarf að vera ljós sem og á framkvæmdaáætluninni í heild
Hvernig á “tækið” að vera? • Í ljósi þess ástands sem nú ríkir á Íslandi, svokallaðs “kreppuástands” hvers þarf þá sérstaklega að gæta varðandi jafnrétti kynjanna?
Hvernig á “tækið” að vera? • Atvinnumál • Hvaða fólk missir vinnuna? Hvernig er hægt að koma til móts við þarfir þess fólks í framkvæmdaáætlun um kynjajafnrétti? • Menntamál • Fleiri fara í nám, fleiri konur eru í námi, náms- og starfsval er kynjaskipt • Heilsugæsla • Hvernig er heilsa kvenna og karla í kreppunni
Ný framkvæmdaáætlun • Félagsmálaráðherra kynnti í morgun fyrstu drög að nýrri framkvæmdaáætlun • Markmið ríkisstjórnarinnar eru sett fram • Dæmi: jafnrétti í reynd verði leiðarljós í allri stefnumótun ríkisstjórnarinnar • Dæmi: fæðingarorlofið verð lengt í áföngum
Ný framkvæmdaáætlun • Leiðarljós eru sett fram • Dæmi: Konur og karlar í íslensku samfélagi skulu hafa jafnan aðgang að völdum og tækifærum og sömu möguleika til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á mótun þess
Ný framkvæmdaáætlun • Hugmyndir að verkefnum settar fram • Stjórnsýslan: valdar verði ríkisstofnanir/málaflokkar í verkefni um kynjaða hagstjórn, þ.e. Samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við fjárlagagerð • Vinnumarkaður: fram fari endurmat á hefðbundnum kvennastörfum hjá hinu opinbera í samræmi við stefnuyfirlýsingu og tillögur nefndar um launajafnrétti hjá hinu opinbera
Ný framkvæmdaáætlun • Hugmyndir að verkefnum settar fram • Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja og stofnana: lagt verði fram frumvarp til breytingar á lögum um upplýsingaskyldu fyrirtækja sem geri þeim skylt að taka fram í ársskýrslum hver hlutur kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum sé
Ný framkvæmdaáætlun • Hugmyndir að verkefnum settar fram • Kynbundið ofbeldi: m.a. Kannað hvort ástæða sé til að breyta lögum þannig að heimilt verði að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum • Kynbundið ofbeldi: efnt til fræðsluherferðar fyrir unglinga sem beinist gegn klámvæðingu og kynferðislegri áhættuhegðun
Ný framkvæmdaáætlun • Hugmyndir að verkefnum settar fram • Jafnrétti í skólum og menningarlífi: kynjafræði verði innleidd í kennaramenntun • Karlar og jafnrétti: settur á fót starfshópur til þess að auka hlut karla í jafnréttisumræðunni • Alþjóðastarf: fræðsluátak fyrir starfsmenn utanríkisþjónustunnar um jafnréttismál og samþættingu kynja- og jafnréttisjónarmiða
Eftirfylgni með framkvæmdaáætlun • Mjög mikilvægt að tryggt verði að fylgst verið vel með því hvernig gengur að ná þeim markmiðum sem sett eru í framkvæmdaáætlun • Helst utanaðkomandi aðili fenginn til að meta • Í lögum: félags- og tryggingamálaráðherra gerir grein fyrir stöðunni á miðju tímabili á jafnréttisþingi
Framkvæmdaáætlun sem tæki stjórnvalda • Ef allir leggjast á eitt þá ætti útkoman að verða raunhæft og vel nýtilegt tæki fyrir stjórnvöld til að bæta stöðu kvenna og karla þar sem þess er þörf – til hagsbóta fyrir samfélagið í heild