170 likes | 316 Views
Reykjavík | 25. september 2009. Ásmundur Stefánsson. Hvernig siglum við út úr kreppunni. Bankastjóri. Aðalfundur samtaka fiskvinnslustöðva 2009. Bankahrunið. Bankakerfið var 10-föld landsframleiðsla Útrás á erlenda fjármagnsmarkaði Stórar fjárhæðir til fárra aðila
E N D
Ásmundur Stefánsson Hvernig siglum við út úr kreppunni Bankastjóri Aðalfundur samtaka fiskvinnslustöðva 2009
Bankahrunið • Bankakerfið var 10-föld landsframleiðsla • Útrás á erlenda fjármagnsmarkaði • Stórar fjárhæðir til fárra aðila • Vaxandi vægi fjármálagerninga sem ekki voru rekstrartengdir • Eignabóla og hækkandi lánshlutfall fyrirtækja • Öryggissjónarmið viku fyrir gróðasjónarmiðum • Fáir þoldu við með ónotað lánshæfi • Innlend eftirspurn, “velmegun”, var fjármögnuð með viðskiptahalla og erlendum lánum
Hverjum á að kenna um?/Hver brást? • Bankarnir: áhættutaka, hraði, launakerfi, mikil áhætta á fáa aðila, lán til hlutabréfakaupa, vegna skuldsettrar yfirtöku og framvirkra samninga, erlend lán til íbúðakaupa • Fyrirtækin: áhættutaka, ofskuldsetning, snögg sókn á ókunnar slóðir, misnotkun á fjármálagerningum • Stjórnvöld: áhættutökunni var hrósað, eftirlit og aðhald takmarkað • Fjölmiðlar: ýttu undir en veittu ekki aðhald • Háskólasamfélagið: spilaði með, áhersla á aðgát vék fyrir áherslu á dirfsku og hagnaðarsókn (eigið fé dýrustu fjármunirnir)
Berð þú ábyrgð á hruninu? • Var rétt að taka lán í jenum og svissneskum frönkum? • Varstu neyddur til að taka lán til að fjárfesta í hlutabréfum? • Var það skylda að gera framvirka samninga að veðmáli um gengi? • Kom sókn í skyndigróða í stað ráðdeildar og samfélagsábyrgðar?
Niðurstaðan • Bankakerfið er í endurreisn eftir gjaldþrot • Atvinnuleysi er að nálgast 10% • Gengi krónunnar hefur fallið og er úr samræmi við kostnaðarhlutföll Íslands og annarra landa • Þeir sem skulda í erlendri mynt eru í vanda • Vextir í íslenskum krónum er allt of háir • Um það bil 25% heimila og 40% fyrirtækja er í alvarlegum greiðsluvanda • Erlend skuldsetning ríkisins stefnir hátt
Staða sjávarútvegs - rekstur • Leiguverð hefur hækkað mikið en mörg smá og millistór félög eru háð kvótaleigu • Skerðing aflaheimilda: þorskur og nú síðast ýsa • Umræða um takmarkanir á framsali aflaheimilda • Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið • getur reynst erfitt að fá nýtt fé inn í sjávarútvegsfyrirtæki • Fiskverð hefur líklega náð botni • Veik króna gefur gott sjóðstreymi • Fjármagnskostnaður hefur verið að hækka með aukinni skuldsetningu. • Gera má ráð fyrir hækkunum vaxta á erlendum lánum
Staða sjávarútvegsins – efnahagur • Skuldastaða tvöfaldast vegna veikingar ISK • Skuldir hafa aukist vegna kaupa á aflaheimildum • Framvikir samningar eru óuppgerðir • Skuldsett hlutabréfakaup og fjárfestingar í óskyldum rekstri valda aukinni skuldabyrði vegna verðfalls eigna
Ástæður yfirskuldsetningar–vegið eftir skuldsetningu Skuldsett yfirtaka Kvóti/skip Hlutabréf
Staða Landsbankans • Skuldabréf í erlendri mynt í skuldauppgjöri gefur möguleika á því að viðhalda hluta lána í erlendri mynt • Útflutningsfyrirtæki eru stór í viðskiptum við bankann • Stærð bankans, fjölbreytni útlánasafns og eignarhlutur ríkisins styrkja hann til erlendrar lántöku • Landsbankinn verður eini stóri íslenski bankinn og á allt undir fólki og fyrirtækjum á Íslandi
Aðgerðir Landsbankans - fyrirtæki • Skilmálabreytingar • Skilyrtar afskriftir lána – á móti nýju hlutafé • Afskriftir lána og eignarhlutur bankans í fyrirtækjum • Yfirtaka á eignarhaldi og rekstri • Nauðasamningar / gjaldþrot • Eignarhaldsfélög bankans sjá um umbreytingu og rekstur fyrirtækja og fasteigna • Landsbankinn hefur leitt lækkun útlánsvaxta • Yfirdráttarvextir hafa lækkað úr 26,5% í nóv. 2008 í 14,5% í sept. 2009 og á sama tíma hafa kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa lækkað úr 20,95% í 10,45%
Gengi og gjaldeyrishöft • Til lengri tíma ræðst raungengi af kostnaðarhlutföllum á milli landa • Til skemmri og millilangs tíma ræðst gengið af fjármagnsflæði á milli landa • Staða gengisins í dag er ekki í samræmi við kostnaðarhlutföll heldur endurspeglar gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins • Þær tölur sem fyrir liggja gefa ekki til kynna að lán vinaþjóða muni gera okkur kleift á næstunni að gera hvort tveggja, aflétta gjaldeyrishöftum og styrkja gengi krónunnar marktækt • Lykillinn til árangurs er hagvöxtur, traustur viðskiptajöfnuður og aðgangur að erlendum fjármagnsmörkuðum Department/Presentation/Chapter |
Komumst við út úr kreppunni? • Sjávarútvegurinn er á góðri siglingu • 70% fyrirtækja í litlum vanda • Fiskverð er vonandi búið að ná botninum • Gengið styrkir reksturinn • Gengið gefur möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu mun ekki breytast mikið næstu ár – það er sárt en gerir íslenskan rekstur samkeppnishæfan • Sjávarútvegurinn hefur fjárhagslega burði til uppbyggingar • Ef sama krafti og beitt var í útrásinni verður beitt í uppbyggingunni verður kreppan ekki langvinn
Framtíðin • Byggingariðnaður reisir sig eftir einhver ár • Fjármálafyrirtæki mun afmarka starfsemina við Ísland og vöruúrvalið þrengjast um sinn • Þjónusta tekur mið af eftirspurn • Uppbygging er háð framvindu annarra greina • Endurreist eru fjármálafyrirtækin með fulla burði til að styðja við fyrirtækin á íslandi
Siglingin til framtíðar • Sjávarútvegur siglir þöndum seglum • Íslensk útflutningsfyrirtæki njóta góðrar samkeppnisstöðu • Starfsemi í samkeppni við innflutning nýtur góðrar samkeppnisstöðu • Orkufrekur iðnaður býður upp á mörg tækifæri • Þekking og framtaksvilji á sér engin takmörk Við munum ná fyrri lífskjörum Hvað það tekur langan tíma er undir okkur komið
Takk fyrir Department/Presentation/Chapter |