260 likes | 443 Views
Icelandair og Hönnunarmiðstöð Íslands 9. júní 2011. REFRESHING ICELANDIC TRAVEL EXPERIENCE. Hönnun mikilvæg. Í loforðinu fellst upplifun, íslensk ferðaupplifun
E N D
Icelandair og Hönnunarmiðstöð Íslands 9. júní 2011
REFRESHING ICELANDIC TRAVEL EXPERIENCE
Hönnun mikilvæg • Í loforðinu fellst upplifun, íslensk ferðaupplifun • Markmið okkar er því að skapa íslenska stemningu um borð sem kennir viðskiptavinum okkar eitthvað um íslenska hönnun, menningu, sögu, tónlist og kvikmyndir • Mikilvægt að vinna náið með listamönnum • Viðskiptavinir sem fljúga um Ísland fá áhuga á Íslandi • Ánægðir viðskiptavinir segja frá upplifuninni sem aldrei fyrr • ...og upplifunin byggir á íslenskri hönnun • Íslensk hönnun er því mjög mikilvægur hlekkur í starfi Icelandair
Íslenskir þemadagar • Bóndadagur (Þorri) • Bolludagur • Sprengidagur • Öskudagur • Konudagur (Góa) • Páskadagur • Sumardagurinn Fyrsti • Lýðveldisdagurinn • Aðventa (Jólaþema) • Jólasveinar koma til byggða • Aðfangadagur
Markaðsstefna REFRESHING ICELANDIC TRAVEL EXPERIENCE
hönnunarsamkeppni • Verkefnið: • Hönnunarsamkeppni Icelandair og Hönnunarmiðstöðvar Íslands beinist að því að bæta og styrkja matarupplifun farþega Icelandair með nýju útliti og umbúðum. • Verkefnið felst í því að hanna nýjar matarumbúðir fyrir kalda rétti sem boðnir eru farþegum Icelandair á Economy Comfort og Economy Class farþegarýmum.
hönnunarsamkeppni • Markmið: • Þjónustumarkmið Icelandair snýst alltaf um að auka gæði upplifunar farþega sinna. Þetta verkefni er mikilvægur liður í að ná því markmiði. • Matartengd þjónusta Icelandair nær ekki upplifunarmarkmiðum sínum ef gæðum matarins er áfátt. Þar kemur að mikilvægi góðra umbúða. • Umbúðir geta verið meira en ílát fyrir mat sem búnar eru til úr plasti eða pappír. Góðar og vel hannaðar umbúðir geta komið með nýja vídd í matarupplifunina. Það er þannig sem Icelandair lítur á þetta verkefni.
hönnunarsamkeppni • Verðlaunafé: • Verðlaunahafi hlýtur verðlaun að verðmæti 1.000.000 kr. • 2. verðlaun er gjafabréf hjá Icelandair að upphæð 300 000 kr. • 3. verðlaun er gjafabréf hjá Icelandair að upphæð 100 000 kr. • Auk þess verður gerður samningur við vinningshafa um nánari útfærslu hugmyndarinnar. • Ef engin hugmynd virkar eða kemur til greina mun dómnefnd geta ákveðið að setja engan í verðlaunasæti - mikilvægt að við komum þessu frá okkur á einhvern snyrtilegan máta.
hönnunarsamkeppni • Umsóknarferli: • Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, fimmtudaginn 15. september 2011. • Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram. Tillögum skal skila útprentuðum á A4 blaði í lit (hámark 5 síður). Tillögur skulu einnig fylgja með á diski með pdf skjölum. • Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt fimmtudaginn 29. september 2011.
hönnunarsamkeppni • Dómnefnd skipa: • Einar Örn Steindórsson – Íslenska auglýsingastofan • Rannveig Eir Einarsdóttir – Icelandair • Consept hönnuður – Garðar Eyjólfsson • Grafískur hönnuður – Snæfríð Þorsteinsdóttir • Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður Keppnisritari: Haukur Már Hauksson Dómnefnd hefur rétt á að hafna öllum tillögum.
hönnunarsamkeppni • Nánari lýsing: • Hvað eiga umbúðirnar að geyma: • Kaldan mat sem framreiddur er á Comfort farrými og Economy farrými í vélum félagsins. • Sem dæmi má nefna umbúðir utan um smurbrauð, kalda rétti s.s. kjúkling með grænmeti, salat, kleinur o.s.frv.
hönnunarsamkeppni • Kostnaður: • Kostnaðarþátturinn er mikilvægur í verkefninu þar sem Icelandair kaupir ríflega 700.000 einingar á ársgrundvelli og því mikilvægt að kostnaði sé haldið í lágmarki.