80 likes | 337 Views
Nemendur í MOF 103 Muna eftir prófinu á mánudag 22. nóvember kl 13.05 í salnum Allir að mæta Smellið áfram og kíkið á nokkrar myndir sem gott er að skoða og æfa sig á fyrir myndgreininguna
E N D
Nemendur í MOF 103 Muna eftir prófinu á mánudag 22. nóvember kl 13.05 í salnum Allir að mæta Smellið áfram og kíkið á nokkrar myndir sem gott er að skoða og æfa sig á fyrir myndgreininguna Kannski set ég inn fleira að skoða í fyrramálið, gangi ykkur vel og verið ekki að stressa ykkur um of, þetta er ekki erfitt próf. Kveðja, Halldór Árni.
Endurreisn Rafael , Brúðkaup Maríu meyjar 1504Algert meistarastykki í notkun fjarvíddar. Prógressíf hreyfing, Tvær skálínur skapa stemninguna í myndinni, litaskalinn heitur og miðaldalegur. Myndbyggingin hverfist um hendur brúðarinnar og brúðgumans
Impressionismi Claude Monet , Kirkjan í Raouen böðuð í sólskini, 1894Ein af rúmlega 20 myndum sem Monet málaði af þessari framhlið, við alls konar birtuskilyrði. Reynir að ná stundaráhrifum birtunnar. Retrogressíf hreyfing. Góð fjarvíddaráhrif. Andstæðulitir (gult og appelsínugult á móti báum himni)
Expressionismi Edvard Munch, Ópið - 1893Gríðarsterk myndbygging og skálína, ásamt markvissri og djarfri litanotkun gerir þessa mynd að einni frægustu mynd allra tíma. Prógressíf.
Abstrakt, kúbismi Pablo Picasso, Jómfrúrnar frá Avignon - 1907Vakti hneykslan á sínum tíma. Kúbisk áhrif þýða að hægt er að sjá myndefnið eða hluta þess frá fleiru en einu sjónarhorni. Tempraður litaskali, þó með andstæðulitum, prógressíf
Surrealismi Salvador Dali, (Afleiðingar borgarastyrjaldar?) - 1936Sterk þríhyrningsuppbygginghnignun, eyðilegging, óhugnaður óraunveruleikans
Geometrisk abstraksjón Piet Mondrian, Myndbygging II með bláum lit1939-42Rytmetískt samspil svarts, hvíts og frumlitanna þriggja, sem eru rautt, gult og blátt.Myndin er í jafnvægi