170 likes | 293 Views
Mikil óvissa og óljóst hvert skal halda?. Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ. Undirbúningur kominn á fullt. Aðildarsamtök ASÍ eru komin á fullt skrið við undirbúning kjarasamninga Erum þó seinni á ferð en að var stefnt m.a. vegna þess hversu seint fjárlagafrumvarpið kom fram
E N D
Mikil óvissa og óljóst hvert skal halda? Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ
Undirbúningur kominn á fullt • Aðildarsamtök ASÍ eru komin á fullt skrið við undirbúning kjarasamninga • Erum þó seinni á ferð en að var stefnt m.a. vegna þess hversu seint fjárlagafrumvarpið kom fram • Nokkur samhljómur virðist vera að myndast um: • Skammtímasamning vegna óvissu og tortryggni – lausn til 6-12 mánaða • Að stöðugleiki verði tryggður • Að auka kaupmátt • Athyglisvert að allir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ,,lagfæra‘‘ einhverja hópa m.v. almenna þróun launa
Tilboð ASÍ til stjórnmálanna í vor • Að launahækkanir verði á grundvelli fasts gengis og lágrar verðbólgu sem leiðir til bættra lífskjara og aukins kaupmáttar • Tryggja stöðugleika í gengismálum og að jafna starfsskilyrði atvinnulífsins með því að festa gengi krónunnar og lækka stýrivexti verulega á meðan við búum við gjaldeyrishöft • Sókn í atvinnumálum á grundvelli lægri vaxta, aukinnar verk- og tæknimenntunar, ,,annars tækifæris til náms‘‘ og betra markaðsaðgengis fyrir okkar mikilvægustu fullunnu afurðir • Samstöðu um eflingu velferðarkerfisins og öryggis í húsnæðismálum • Almennt húsnæðislánakerfi með löngum óverðtryggðum lánum og traust félagslegt húsaleigukerfi
Hvaða viðbrögð höfum við fengið • Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á sátt, samráð og samvinnu • Reyndin er hins vegar nánast engin samskipti • Á sumarþingi var auðlindaskattur og VSK á ferðaþjónustu lækkaður og lífeyrir þeirra sem hafa meira en 230-330 þús.kr. frá lífeyrissjóði hækkaður • Skipaðar hafa verið nefndir og ráð án fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar • Síðan kom fjárlagafrumvarpið!
Rangar áherslur og forgangsröðun • Mikilvægir langtíma tekjustofnar rýrðir sem setur markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum í uppnám • Skattur á fjármálafyrirtæki í slitameðferð ágætur sem slíkur, en er klárlega tímabundin aðgerð • Snúið af braut enduruppbyggingar velferðarkerfisins og áfram höggið í sama knérunn • Heilbrigðiskerfi á brauðfótum þar sem vaxandi fjöldi fólks hefur ekki lengur ráð á því að leita sér lækninga • Menntakerfi í uppnámi og áfram þrengt að verk- og tæknimenntun, aðstoð við þá sem eru í námsörðugleikum og ekkert ,,annað tækifæri til náms‘‘ í boði • Framlög til ráðgjafar og virkni við atvinnuleitendur nánast þurrkuð út og vaxandi fjöldi atvinnuleitenda án bótaréttar! • Áfram byggt á óréttlátu kerfi almannatrygginga með 100% tekjutengingum á almennt launafólk • Lækkun skatta fyrir suma en alls ekki fyrir aðra!
Varðstaðan um velferðina! • Verkalýðshreyfingin verður að spyrna við fótum – því þetta var bara fyrsta vers! • Hvernig verða næstu fjárlög eftir sveitarstjórnar-kosningarnar í vor? • Áherslur fjárlaga snúast um hagsmuni okkar fólks, bæði þeirra tekjulægri og millitekjufólksins • Þurfum að setja fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að allt tal um sátt, samráð og samvinnu verði að byggja á því að sátt sé um velferðarkerfiðog tekjuskattskerfið
En hvaða leiðir eru færar? • Ljóst að gerðir verða skammtímasamningar en tvær leiðir færar: • Hver fari fram fyrir sig og láti á það reyna að leiðréttingum fyrir sína hópa • Ekki ljóst hvað verður um ,,hina‘‘ • Að sumu leyti áhyggjuefni hvernig umræðan innan okkar raða snýst meira um sérstöðu einstakra hópa fremur en samstöðu og samtakamætti • Samræma göngulagið með ,,vopnahléi‘‘ til 6-12 mánaða • Nýta tímann til að skapa forsendur og grundvöll fyrir breiðri sátt • Höfum tvennt hugfast: • Geta okkar til að hafa áhrif á stjórnvöld byggir á samtakamætti okkar og það er verk að vinna í forgangsröðun fjárlagafrumvarpsins • Atvinnurekendur og stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki og verður ekki í boði af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að hlutfall launa af virðisauka í iðnaði festist í 53-55% og ríflega 60% af landsframleiðslu! • Þetta snýst um langtíma grundvallarhagsmuni og kann að kalla á hörð viðbrögð okkar
En af hverju ,,vopnahlé‘‘ • Það hljómar mjög sterk krafa í okkar hreyfingu að félagsmenn okkar fái að njóta lægri verðbólgu og lægri vaxta, að hér komist á stöðugleiki í raun og veru • Þetta kallar á samstilltar aðgerðir • Það er líka krafa að forsenda slíks sé að allir – atvinnurekendur, ríkisstjórn og sveitarfélög – séu þátttakendur í slíkri vegferð en ekki bara launafólk • Þetta kallar á breyttar væntingar og samræmingu • Undirliggjandi vantraust á milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda • Þetta kallar á samræðu og sameiginlega sýn • Ef þetta á að vera hægt þurfum við tíma og við þurfum einlægni í samskiptum
Hvað eru forsendur ,,vopnahlés‘‘ • Breyttar áherslur í fjárlagafrumvarpi til að láta reyna á vilja stjórnvalda! • 5-6 milljarða króna þarf til að laga velferðaráherslur • 3-4 milljarða í heilbrigðismál, bæði rekstur spítala og beina lækkun á greiðsluþátttöku almennings • 1-1,5 milljarða í menntamálin • 0,5-1,0 milljarða í virkar vinnumarkaðsaðgerðir og þjónustu við langtíma atvinnuleitendur • Draga verður úr tekjutengingum milli almannatrygginga og lífeyrissjóða • Breytingar á áformum um lækkun tekjuskatts • Hækkun á mörkum lágtekju- og millitekjuskattshlutfalls úr 240 þús.kr. Í 340 þús.kr. skilar venjulegu launafólki bestu • Samkomulag um ,,ásættanlegar launahækkanir‘‘ • Samið verði um sérstaka viðræðuráætlun um næsta kjarasamning sem gæti verið til lengri tíma þar sem unnið verði með uppbyggingu og innihald kjarasamninga
Heildartekjureftirfjórðungum 2013 ogtekjumörk í skattkerfinu
Mismunandiáhrifskattkerfisbreytinga á kaupmáttráðstöfunartekna
Áhrifbreytinga á tekjuskatti á staðgreiðsluskatthlutfall
Hvað eru forsendur ……. • Skipaðir verði viðræðuhópar um viðræður um mikilvæg mál byggt má málefnalegum og efnislegum rökum: • Gengis- og peningamál og forsendur fasts gengis • Húsnæðismál, einkum nýtthúsnæðislánakerfi og félagslegt húsnæðiskerfi • Ríkisfjármál og skatta, jöfnuð í afkomu, sátt um velferð og tekjuskiptingu • Menntun og vinnumarkaðsmál, ,,annað tækifæri til náms‘‘ og verk- og tæknimenntun • Forsendur hagvaxtar og atvinnuuppbyggingar, erlendar fjárfestingar og aukna fullvinnslu • Jöfnun lífeyrisréttinda og jafna byrið af efnahagshruni • Viðspyrnu gegn kennitöluflakki og svartri atvinnustarfsemi
Næstu skref? • Láta á þetta reyna næstu vikurnar hvort samninganefndir aðildarsamtakanna, atvinnurekendur og stjórnvöldum vilji fara slíka leið • Er raunverulegur vilji til þess að fara slíka leið? • Nota veturinn til þess að undirbyggja sáttina sem lagt geti grunn að raunverulegum stöðugleika og uppbyggingu sem byggi á traustu velferðarkerfi og jöfnuði í þessu landi • Höfum það hugfast að verkalýðshreyfingin hefur verið öflugasti málsvari norræna velferðar- og vinnumarkaðskerfisins • Og það höfum við fyrst og fremst gert á grundvelli samstöðu og samtakamáttar • Á því byggja okkar stærstu sigrar og þar eru okkar mikilvægustu verkefni því samstaða verður ekki til af engu!
Velferðarkerfi vinnumarkaðarins • Ég óttast að nýir ráðherrar hafi ýmsar hugmyndir um breytingar sem eru ekki endilega í samræmi við okkar áherslur • Uppbygging náms á framhaldsskólastigi og framhaldsmenntunar • Uppbygging starfsendurhæfingar • Umfang og skipulag virkra vinnumarkaðsaðgerða og aðstoð við atvinnuleitendur • Ætlum síðar í dag að fá stöðumat á þessum málum og ræða hvernig við viljum standa að nauðsynlegri uppbyggingu
Íslenska módelið! • Höfum það hugfast að um 80% af öllum tilfærslum í velferðarkerfinu má rekja beint til kjarasamninga þar sem stéttarfélögin leika lykilhlutverki í að veita veita félagsmönnum okkar þjónustu í velferðarkerfi vinnumarkaðarins • Lífeyrissjóðir, veikinda- og slysaréttur, sjúkrasjóðir, starfsendurhæfingarsjóður, starfsmenntasjóðir, orlof og orlofssjóðir • Fjær okkur en nátengdir eru fæðingarorlofssjóður, ábyrgðarsjóður launa og atvinnuleysistryggingasjóður • Þessi þjónusta auk forgangsréttarákvæða kjarasamninga og almenns gildis kjarasamninga með lögum nr. 55/1980 myndar grundvöllinn að okkar starfsemi • Enginn vafi er á því að þessir þættir leggja saman grunn að einstæðu kerfi sem ég hef oft leyft mér að kalla ,,íslenska módelið‘‘ og skilað hefur bæði mestu og vaxandi þátttöku launafólks í stéttarfélögum • Félagsmenn eru mjög sáttir við þessa skipan mála og kerfið hefur stuðlað að traustari réttindum þar sem stjórnmálamenn hafa takmörkuð áhrif á þau!