230 likes | 1.06k Views
Kafli 15. öndunarfæri. Hlutverk öndunarfæra. Færir blóðinu súrefni (O 2 ) og losar það við koltvíoxíð (CO 2 ) Á þátt í að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH) blóðs Myndar hljóma og rödd okkar Lyktarskynið er staðsett í nefinu (I heilataugin)
E N D
Hlutverk öndunarfæra • Færir blóðinu súrefni (O2) og losar það við koltvíoxíð (CO2) • Á þátt í að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH) blóðs • Myndar hljóma og rödd okkar • Lyktarskynið er staðsett í nefinu (I heilataugin) • Nefholið hreinsar, rakamettar og hitar innöndunarloftið
Öndunarfærin • Öndunarfærinskiptast eftir staðsetningu • Efri öndunarvegur • nef • kok (pharynx) • Neðri öndunarvegur • barkakýli (larynx) • barki (trachea) • berkjur (bronchus) • berkjugreinar / berklingar (broncioli)
Nef (nasus) • Nef skiptist í: • Ytra nef (nasus externus) sem er gert úr brjóski. • Í því eru tvær nasir (nares) sem eru aðskildar með nefskiptum (septum nasi) • Nefhol (cavum nasi) er slímhúðarklætt hol sem: • Hitar • Rakamettar • Hreinsar • og skynjar lykt Innöndunarloft Nefholið er tengt afholum höfuðkúpu (sinus paranasales)
Kok (pharynx) • Skiptist í • Nefkok (nasopharynx) • Munnkok (oropharynx) • Barkakýliskok (laryngopharynx) • Nefkok • Aftan við nefhol • Tilheyrir eingöngis öndunarkerfi • Munnkok og barkakýliskok • Aftan við munnhol og barkakýli • Tilheyra bæði öndunarkerfi og meltingarkerfi
Barkakýli (larynx) • Barkakýli er hylki úr brjóski (oft kallað adamseplið) og er það líffæri raddmyndunar því þar eru raddböndin (plica vocalis) staðsett • Raddböndin eru vöðvafellingar sem teygja sig út úr hliðarveggjum barkakýlisins • Þegar loft leikur um raddböndin þá titra þau og mynda hljóm • Barkalok / speldi (epiglottis) leggst yfir og lokar fyrir barkan þegar fæðu er kyngt
Berkja, barki og berkjugreinar • Loftvegurinn greinist í sífellt minni leiðslur sem endar loks í lungnablöðrum • Kallast berkjutré • Barki (trachea) • Meginberkjur (bronchus principalis) ein í hvort lunga • Minni berkjur (bronchus) • Berkjugreinar / berklingar (bronchioli) • Lungnablöðrur (alveolus pulmonalis)
Barki (trachea) • Liggur fyrir framan vélinda • Lítur út eins og sturtubarki og er haldið opnum með u.þ.b. 20 C-laga brjóskhringjum • Barkinn er klæddur að innan með slímklæddri bifhæðri stuðlaþekju sem festir agnir og óhreinindi úr loftinu og færir það upp í kok • Berkjur og stærri berkjugreinar eru svipaðar að uppbyggingu og barkinn • Minni berkjugreinar eru ekki með brjóskhringi en eru með meira af sléttum bandvef
Lungnablöðrur (alveolus pulmonalis / alveoli) • Hver berkjugrein endar í klasa af blöðrum sem kallast lungnablöðrur • Hver blaðra er gerð úr einfaldri flöguþekju og teygjanlegum bandvef • Einnig eru átfrumur og frumur sem losa sápukennt efni í lungnablöðrunum • Hver og ein lungnablaðra er umvafin háræðaneti • Loftskipti lungna og blóðs fara fram í lungnablöðrum
Lungu (pulmones) • Lungun eru aðallíffæri öndunarkerfisins • Þau eru tvö svampkennd líffæri sem fylla brjóstholið • Vinstra lungað er aðeins minna og gert úr tveimur blöðum (lobi) en það hægra er gert úr þremur blöðum • Þetta er vegna þess að hjartað liggur aðeins vinstra megin og tekur því pláss frá lungunum.
Lungun og fleiðruhimnur • Fleiðra (pleura) er himna sem klæðir brjóstholið að innan og lungun að utan • Lungnafleiðra (pleura pulmonalis) klæðir lungun að utan • Veggfleiðra (pleura parietalis) klæðir brjóstholið að innan • Milli fleiðruhimnanna er fleiðruhol (cavum pleurae) og þar er smurvökvi sem auðveldar öndunarhreyfingar • Í fleiðruholinu er undirþrýstingur þannig að lungun falla þétt að brjóstholsveggnum • Ef það kemur gat á aðra hvora fleiðru himnuna og loft kemst inn á milli þá hættir þessir undirþrýstingur, lungun hætta að loða við brjóstholsvegginn og lungun falla saman
Öndun (ventilatio pulmonalis) Innöndun: • Þindin verður flöt þ.e. spennist niður á við vegna vöðva-samdráttar. • Millirifjavöðvar dragast saman og við það spennast rifbein út og upp á við • Innöndun við áreynslu notar fleiri vöðva • Lungun fylgja brjóstveggnum eftir og rúmmál þeirra stækkar • Undirþrýstingur myndast innan brjóstholsins og loft flæðir inn í lungun undan þrýstingsfallanda Útöndun: • Þindin slaknar og hvelfist • Millirifjavöðvarnir slakna • Við þetta minnkar brjóstholið og þrýstingur í brjóstholi eykst • Loft þrýstist út úr lungunum • Fer út meiri þrýstingi í minni • Útöndun er passíft (óvirkt) ferli sem er aðallega vegna teygjanleika lungnanna • Útöndun við áreynslu notar hins vegar vöðva • Innri millirifjavöðva og kviðvöðva
Öndunarhreyfingar • Því má líkja lungum við fýsibelg • Þegar rúmmál fýsibelgjarins er aukið þá fyllist hann af lofti • Samanber innöndun • Þegar rúmmál hans minnkar þá fer loftið úr honum • Samanber útöndun
Öndun og rúmtak lungna • Öndunarloft: • Loft sem fer um lungun í einum andardrætti (~1/2 lítri í hvíld). • Viðbótarloft: • Það loft sem hægt er að draga inn eftir venjulega innöndun (~3 lítrar). • Varaloft: • Það loft sem hægt er að blása frá sér eftir venjulega útöndun (~1,2 lítrar). • Andrýmd: • Viðbótarloft + öndunarloft + varaloft • Er mismunandi hjá fólki, fer eftir líkamsstærð (u.þ.b. 4,7 lítrar) • Loftleif: • Loft sem eftir er í lungunum að lokinni hámarksútöndun (rúmlega lítri). • Dautt rúm: • Loft í öndunargöngum sem nær aldrei til “lungna” (100 – 150 ml).
Innri og ytri öndun • Ytri öndun • Fer fram á milli lungna og blóðs • Blóðið tekur upp súrefni og lætur frá sér koltvíoxíð • Kallast loftskipti • Innri öndun • Fer fram á milli blóðs og vefja líkamans • Vefir taka upp súrefni og næringarefni úr blóðinu og láta úrgangsefni og koltvíoxíð í blóðið
Loftskipti • Súrefni flæðir úr lungnablöðrunum í háræðablóðið og koltvíoxíð flæðir úr blóði í lungna-blöðrurnar • Einfalt flæði, þ.e úr meiri styrk í minni • Flutningur súrefnis og koltvíoxíðs í gagnstæðar áttir kallast loftskipti • Öndunaryfirborð er u.þ.b. 60 – 90 m2. • Reykingar geta flatt út lungnablöðrunar og minkað þar með öndunaryfirborðið sem leiðir til minni loftskipta • Kallast lungnaþemba
Flutningur öndunarlofts • Súrefni leysist lítið í blóðvökva en binst járni í blóðrauðanum (hemóglóbín) • Súrefni flyst því aðallega bundið blóðrauða (98%) • Ef súrefni tengist blóðrauða verður blóðið ljósara á litinn (sýrður blóðrauði) • Hb + O2 HbO2 • Koldíoxíð leysist mun betur upp í blöðvökva (7% flyst þannig), en mest af því er flyst sem bíkarbónat (70%) (HCO3- ) og afgangurinn (23%) binst blóðrauða • Bíkarbónat er mikilvægur buffer í blóðinu CO2 + H2O H2CO3 H+ + HCO3– koldíoxíð + vatn Kolsýra vetnisjón + bíkarbónat
Flutningur öndunarlofts • Blóðrauði tekur upp súrefni greiðlega í súrefnisríku umhverfi (lungnablöðrum) en lætur það auðveldlega frá sér í súrefnissnauðari umhverfi (virkum vef) • Nokkrir þættir auka auka losun á O2 úr háræðablóði til vefja • Aukið CO2 í vef • Aukinn hiti í vef • Lægra pH gildi (súrnun vöðva) • Minna af O2 í vef • Þ.e. allt þættir sem fylgja aukinni virkni vefsins • CO (kolmónoxíð) binst blóðrauða á sama hátt og O2 en tengslin eru miklu sterkari => teppir flutning á súrefni