1 / 23

Kafli 15. öndunarfæri

Kafli 15. öndunarfæri. Hlutverk öndunarfæra. Færir blóðinu súrefni (O 2 ) og losar það við koltvíoxíð (CO 2 ) Á þátt í að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH) blóðs Myndar hljóma og rödd okkar Lyktarskynið er staðsett í nefinu (I heilataugin)

zena-smith
Download Presentation

Kafli 15. öndunarfæri

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kafli 15. öndunarfæri

  2. Hlutverk öndunarfæra • Færir blóðinu súrefni (O2) og losar það við koltvíoxíð (CO2) • Á þátt í að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH) blóðs • Myndar hljóma og rödd okkar • Lyktarskynið er staðsett í nefinu (I heilataugin) • Nefholið hreinsar, rakamettar og hitar innöndunarloftið

  3. Öndunarfærin • Öndunarfærinskiptast eftir staðsetningu • Efri öndunarvegur • nef • kok (pharynx) • Neðri öndunarvegur • barkakýli (larynx) • barki (trachea) • berkjur (bronchus) • berkjugreinar / berklingar (broncioli)

  4. Nef (nasus) • Nef skiptist í: • Ytra nef (nasus externus) sem er gert úr brjóski. • Í því eru tvær nasir (nares) sem eru aðskildar með nefskiptum (septum nasi) • Nefhol (cavum nasi) er slímhúðarklætt hol sem: • Hitar • Rakamettar • Hreinsar • og skynjar lykt Innöndunarloft Nefholið er tengt afholum höfuðkúpu (sinus paranasales)

  5. Kok (pharynx) • Skiptist í • Nefkok (nasopharynx) • Munnkok (oropharynx) • Barkakýliskok (laryngopharynx) • Nefkok • Aftan við nefhol • Tilheyrir eingöngis öndunarkerfi • Munnkok og barkakýliskok • Aftan við munnhol og barkakýli • Tilheyra bæði öndunarkerfi og meltingarkerfi

  6. Barkakýli (larynx) • Barkakýli er hylki úr brjóski (oft kallað adamseplið) og er það líffæri raddmyndunar því þar eru raddböndin (plica vocalis) staðsett • Raddböndin eru vöðvafellingar sem teygja sig út úr hliðarveggjum barkakýlisins • Þegar loft leikur um raddböndin þá titra þau og mynda hljóm • Barkalok / speldi (epiglottis) leggst yfir og lokar fyrir barkan þegar fæðu er kyngt

  7. Berkja, barki og berkjugreinar • Loftvegurinn greinist í sífellt minni leiðslur sem endar loks í lungnablöðrum • Kallast berkjutré • Barki (trachea) • Meginberkjur (bronchus principalis) ein í hvort lunga • Minni berkjur (bronchus) • Berkjugreinar / berklingar (bronchioli) • Lungnablöðrur (alveolus pulmonalis)

  8. Barki (trachea) • Liggur fyrir framan vélinda • Lítur út eins og sturtubarki og er haldið opnum með u.þ.b. 20 C-laga brjóskhringjum • Barkinn er klæddur að innan með slímklæddri bifhæðri stuðlaþekju sem festir agnir og óhreinindi úr loftinu og færir það upp í kok • Berkjur og stærri berkjugreinar eru svipaðar að uppbyggingu og barkinn • Minni berkjugreinar eru ekki með brjóskhringi en eru með meira af sléttum bandvef

  9. Lungnablöðrur (alveolus pulmonalis / alveoli) • Hver berkjugrein endar í klasa af blöðrum sem kallast lungnablöðrur • Hver blaðra er gerð úr einfaldri flöguþekju og teygjanlegum bandvef • Einnig eru átfrumur og frumur sem losa sápukennt efni í lungnablöðrunum • Hver og ein lungnablaðra er umvafin háræðaneti • Loftskipti lungna og blóðs fara fram í lungnablöðrum

  10. Lungu (pulmones) • Lungun eru aðallíffæri öndunarkerfisins • Þau eru tvö svampkennd líffæri sem fylla brjóstholið • Vinstra lungað er aðeins minna og gert úr tveimur blöðum (lobi) en það hægra er gert úr þremur blöðum • Þetta er vegna þess að hjartað liggur aðeins vinstra megin og tekur því pláss frá lungunum.

  11. Lungun og fleiðruhimnur • Fleiðra (pleura) er himna sem klæðir brjóstholið að innan og lungun að utan • Lungnafleiðra (pleura pulmonalis) klæðir lungun að utan • Veggfleiðra (pleura parietalis) klæðir brjóstholið að innan • Milli fleiðruhimnanna er fleiðruhol (cavum pleurae) og þar er smurvökvi sem auðveldar öndunarhreyfingar • Í fleiðruholinu er undirþrýstingur þannig að lungun falla þétt að brjóstholsveggnum • Ef það kemur gat á aðra hvora fleiðru himnuna og loft kemst inn á milli þá hættir þessir undirþrýstingur, lungun hætta að loða við brjóstholsvegginn og lungun falla saman

  12. Samfallið lunga

  13. Öndun (ventilatio pulmonalis) Innöndun: • Þindin verður flöt þ.e. spennist niður á við vegna vöðva-samdráttar. • Millirifjavöðvar dragast saman og við það spennast rifbein út og upp á við • Innöndun við áreynslu notar fleiri vöðva • Lungun fylgja brjóstveggnum eftir og rúmmál þeirra stækkar • Undirþrýstingur myndast innan brjóstholsins og loft flæðir inn í lungun undan þrýstingsfallanda Útöndun: • Þindin slaknar og hvelfist • Millirifjavöðvarnir slakna • Við þetta minnkar brjóstholið og þrýstingur í brjóstholi eykst • Loft þrýstist út úr lungunum • Fer út meiri þrýstingi í minni • Útöndun er passíft (óvirkt) ferli sem er aðallega vegna teygjanleika lungnanna • Útöndun við áreynslu notar hins vegar vöðva • Innri millirifjavöðva og kviðvöðva

  14. Öndunarhreyfingar

  15. Öndunarhreyfingar • Því má líkja lungum við fýsibelg • Þegar rúmmál fýsibelgjarins er aukið þá fyllist hann af lofti • Samanber innöndun • Þegar rúmmál hans minnkar þá fer loftið úr honum • Samanber útöndun

  16. Öndun og rúmtak lungna • Öndunarloft: • Loft sem fer um lungun í einum andardrætti (~1/2 lítri í hvíld). • Viðbótarloft: • Það loft sem hægt er að draga inn eftir venjulega innöndun (~3 lítrar). • Varaloft: • Það loft sem hægt er að blása frá sér eftir venjulega útöndun (~1,2 lítrar). • Andrýmd: • Viðbótarloft + öndunarloft + varaloft • Er mismunandi hjá fólki, fer eftir líkamsstærð (u.þ.b. 4,7 lítrar) • Loftleif: • Loft sem eftir er í lungunum að lokinni hámarksútöndun (rúmlega lítri). • Dautt rúm: • Loft í öndunargöngum sem nær aldrei til “lungna” (100 – 150 ml).

  17. Hlutfall lofttegunda í innöndunar- og útöndunarlofti

  18. Innri og ytri öndun • Ytri öndun • Fer fram á milli lungna og blóðs • Blóðið tekur upp súrefni og lætur frá sér koltvíoxíð • Kallast loftskipti • Innri öndun • Fer fram á milli blóðs og vefja líkamans • Vefir taka upp súrefni og næringarefni úr blóðinu og láta úrgangsefni og koltvíoxíð í blóðið

  19. Flutningur öndunarlofts

  20. Loftskipti • Súrefni flæðir úr lungnablöðrunum í háræðablóðið og koltvíoxíð flæðir úr blóði í lungna-blöðrurnar • Einfalt flæði, þ.e úr meiri styrk í minni • Flutningur súrefnis og koltvíoxíðs í gagnstæðar áttir kallast loftskipti • Öndunaryfirborð er u.þ.b. 60 – 90 m2. • Reykingar geta flatt út lungnablöðrunar og minkað þar með öndunaryfirborðið sem leiðir til minni loftskipta • Kallast lungnaþemba

  21. Flutningur öndunarlofts • Súrefni leysist lítið í blóðvökva en binst járni í blóðrauðanum (hemóglóbín) • Súrefni flyst því aðallega bundið blóðrauða (98%) • Ef súrefni tengist blóðrauða verður blóðið ljósara á litinn (sýrður blóðrauði) • Hb + O2 HbO2 • Koldíoxíð leysist mun betur upp í blöðvökva (7% flyst þannig), en mest af því er flyst sem bíkarbónat (70%) (HCO3- ) og afgangurinn (23%) binst blóðrauða • Bíkarbónat er mikilvægur buffer í blóðinu CO2 + H2O  H2CO3  H+ + HCO3– koldíoxíð + vatn  Kolsýra  vetnisjón + bíkarbónat

  22. Flutningur öndunarlofts • Blóðrauði tekur upp súrefni greiðlega í súrefnisríku umhverfi (lungnablöðrum) en lætur það auðveldlega frá sér í súrefnissnauðari umhverfi (virkum vef) • Nokkrir þættir auka auka losun á O2 úr háræðablóði til vefja • Aukið CO2 í vef • Aukinn hiti í vef • Lægra pH gildi (súrnun vöðva) • Minna af O2 í vef • Þ.e. allt þættir sem fylgja aukinni virkni vefsins • CO (kolmónoxíð) binst blóðrauða á sama hátt og O2 en tengslin eru miklu sterkari => teppir flutning á súrefni

More Related