1 / 47

Ein jörð – margir heimar

Ein jörð – margir heimar. Þróunarlönd – iðnríki (bls. 312 – 337). Ein jörð margir heimar. Flest lönd í heiminum eru þróunarlönd 80% af íbúum jarðar = ca. 4,5 milljarðar Framtíð mannkyns ræðst af þróun þessara landa Gjáin milli ríkra og fátækra þjóða er hins vegar alltaf að breikka

Download Presentation

Ein jörð – margir heimar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ein jörð – margir heimar Þróunarlönd – iðnríki (bls. 312 – 337)

  2. Ein jörð margir heimar • Flest lönd í heiminum eru þróunarlönd • 80% af íbúum jarðar = ca. 4,5 milljarðar • Framtíð mannkyns ræðst af þróun þessara landa • Gjáin milli ríkra og fátækra þjóða er hins vegar alltaf að breikka • Þó er stefnt að meiri og betri menntun, hreinlæti og heilsugæsla bætt, lægri fæðingartölum, minni ungbarnadauða o.s.frv. • Lítil afmörkuð verkefni hafa skilað bestum árangri • (sjá dæmi um bæinn Jaibaras í Brasíliu bls 313) Valdimar Stefánsson 2006

  3. Brasilía-Land andstæðna • 83x stærra en Ísland • Portúgölsk nýlenda, portugalska rískismál • Landið skiptist í fimm landshluta • Suður-Brasilía • Suðaustur-Brasilía • Miðvestur-Brasilía • Norðaustur-Brasilía • Norður-Brasilía Valdimar Stefánsson 2006

  4. Brasilía – Land andstæðna • Í Suður-Brasilíu (þrjú héruð): • Paraná, Santa Catarina og Rio Grande de Soul • Mikilvægustu landbúnaðarhéruðin í mildu og tempruðu loftslagi • Áhrif evrópskra innflytjenda mest, einkum Þjóðverja og Ítala Valdimar Stefánsson 2006

  5. Brasilía – Land andstæðna • Í SA-Brasilíu (Fjögur héruð): • Minas Gerais, Espírito Santo, Rio de Janeiro og São Paulo • Miðstöð efnahagsmála, menningar, vísinda og iðnaðar • 55% iðnverkamönnum landsins starfa þar (járn, stál, efnaiðn, olíu, rafeind) • Landbúnaður er töluverður • Sao Paulo og Rio de Janeiro kjarnasvæði landsins Valdimar Stefánsson 2006

  6. Brasilía – Land andstæðna • Í Miðvestur-Brasilíu (fimm héruð): • Mato Grosso do Norte, Mato Grosso do Sul, Goiás, Tocantis, Brasilía (höfuðborgin) • Alríkissvæðið Brasilía er þar sem höfuðborgin, Brasilía stendur • Mikið um beitilönd • Landbúnaðurinn byggist aðallega á búfjárrækt Valdimar Stefánsson 2006

  7. Brasilía – Land andstæðna • Í Norðaustur-Brasilíu (níu héruð): • Maranhão, Piauí, Ceará, Rio Grande do Norte, Paraíba, Pernambuco, Alagoas, Sergipe, Bahía • Landbúnaður er mikilvægasta atvinnugreinin þrátt fyrir óhagstæðar aðstæður • Mestu olíulindir Brasilíu á þessu svæði Valdimar Stefánsson 2006

  8. Brasilía – Land andstæðna • Í N-Brasilíu (sex héruð): • Acre, Amapá, Amazonas, Pará, Rondônía og Roraima • Að mestu á hinu gríðarstóra vatnasviði Amasonfljótsins • Þar er að finna mestu regnskóga heimsins • Þar er að finna síðustu frjálsu indíánaþjóðflokka landsins Valdimar Stefánsson 2006

  9. Einkenni þróunarlands..... • Fólksfjölgun: • Brasilía er fimmta fjölmennasta ríki heims með um 190 milljón íbúa • Árleg fjölgun hefur minnkað frá því lok 8. áratugar síðustu aldar er hún var um 2,7% niður í rétt rúm 1% • Því telst landið vera á þriðja stigi lýðfræðiferils Valdimar Stefánsson 2006

  10. Einkenni þróunarlands..... • Hlutfall þeirra sem starfa við landbúnað: • Líkt og í öðrum þróunarlöndum starfar hátt hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði við landbúnað (20% 2006) • Landbúnaðarafurðir eru um helmingur af útflutningsverðmætum en einungis 14% af vergri þjóðarframleiðslu (BNP) • Lítil framleiðni, matvælaframleiðslan nægir varla til að brauðfæða íbúa • Hröð fólksfjölgun hefur valdið því að sífellt fleiri þurfa að lifa á því sem hvert bú framleiðir Valdimar Stefánsson 2006

  11. Einkenni þróunarlands..... • Breyta þarf eignarhaldi á jarðnæði: • 70% jarðnæðis er í eigu 3% jarðeigandanna • Stórar landamiklar jarðir = fáir eigendur = auðugir. Stærstu löndin um 20.000 hektara • Lágnytja framleiðsla á stærstum hluta lands • Fátækir, landlausir landbúnaðarverkamanna láglaunaðir • Óvisst eignarhald, talið að um 70% bænda eigi ekki landið sem þeir búa á Valdimar Stefánsson 2006

  12. Einkenni þróunarlands..... • Útflutningsafurðir af plantekrum: • Til að afla gjaldeyristekna er sífellt stærri hluti af besta akurlendi landsins nýttur til þess að rækta afurðir til útflutnings • Kaffi er mikilvægasta útflutningsafurðin • Einnig kakó, bómull, júta, tóbak, appelsínur og sojaafurðir Valdimar Stefánsson 2006

  13. Einkenni þróunarlands..... • Hröð borgvæðing: • Almennur skortur á mat og atvinnu á landsbyggðinni gerir það að verkum að ódýrt vinnuafl streymir til iðnaðarsvæða • Þeir sem fá ekki vinnu við landbúnaðinn flykkjast til borganna • São Paulo er með fjölmennustu borgum heims og þar hafa risið gífurleg fátækrahverfi Valdimar Stefánsson 2006

  14. Einkenni þróunarlands..... • Skortur á kolum og olíu: • Innflutningur á olíu er baggi á efnahag Brasilíu • Vatnsorkuver og lífrænn orkugjafi • Hafa notað etanol á bílflotann • Leitað er að olíu á Amoson svæðinu og innlend framleiðsla er þegar hafin Valdimar Stefánsson 2006

  15. Einkenni þróunarlands..... • Útflutningur óunninna hráefna: • Brasilía er auðug af málmum • Járn er mikilvægasti málmurinn og eru mestu járnbirgðir heims taldar vera í héraðinu Pará • Mikið af málmunum er flutt út óunnið, m. a. úran, mangan og báxít (til álframleiðslu) Valdimar Stefánsson 2006

  16. ....og einkenni iðnríkis • Hraður vöxtur iðnaðar: • Vöxtur iðnaðar hefur verið hraður og að mestu undir stjórn eða í eigu ríkisins • Hann er einkum miðaður við innanlandsmarkað og mest áhersla á vélar, raftæki, byggingarefni, unnar trjávörur og efnaiðnað • Um 50% framleiðslunnar er þó hefðbundinn vefjariðnaður • Brasilíamenn eru orðnir helstu bílaframleiðendur í heimi • Fjölþjóðleg fyrirtæki eru áberandi í efnahagslífi Brasilíu Valdimar Stefánsson 2006

  17. ....og einkenni iðnríkis • Áhersla á grunngerð samfélagsins: • Byggðar hafa verið hafnir, orkuver, flugvellir og vegir • Leggja þarf enn meiri áherslu á menntun (12% ólæsi) • Mikill munur er á tekjum milli þjóðfélagshópa og landsvæða: • Suður- og Suðaustur-hlutinn, iðnvædd svæði, einkennist af velmegun • Norður- og Norðaustur-hlutinn, landbúnaður, einkennist af fáttækt Valdimar Stefánsson 2006

  18. Þróunarlönd • Þróun: Framfarir á einhverju sviði • Þróunarlönd • Samkvæmt íslenskri orðabók 2002 eru þróunarlönd: ríki sem standa öðrum að baki um nytjun náttúruauðlinda og lífskjör fólks. Þessi lönd eru vanþróuð, mjög frumstæð í lífsháttum,venjum og starfi, þau eru flest sunnarlega á jörðinni og fólkið þar býr við mun lakari lífskjör en við hér heima í Norðrinu. Valdimar Stefánsson 2006

  19. Þrískipting þróunarríkja • 1. LDC (Least Developed Contries): Minnst þróuð • 2. MDC (Medium Developed Contries): Meira þróuð • 3. HDC (High Developed Contries): Mest þróuð Valdimar Stefánsson 2006

  20. Valdimar Stefánsson 2006

  21. Hvað eru þróunarlönd? • Sameiginlegt megineinkenni er fátækt! • Nýlendur, vanþróuð lönd, þróunarlönd • Einnig kölluð suðurlöndin eða þriðjaheimsríki • Iðnríkin fyrsti heimurinn • Kommúnistaríkin annar heimurinn • Miðstýrt hagkerfi (ekki til í dag) • Varasamar alhæfingar: fátæk lönd geta verið menningarlega rík og öfugt • Erfiðleikar margra þeirra stafa af legu þeirra eða loftslagi (Sahel-svæði Afríku, S- og SA-Afríka) • Gríðarlegur mismunur á lífskjörum, bæði milli einstakra þróunarlanda og innan þeirra Valdimar Stefánsson 2006

  22. Nýiðnvædd lönd (NIC-lönd) • Miklar og hraðar breytingar hafa orðið í hinum nýiðnvæddu löndum • Þau eru ekki lengur eingöngu hráefnaútflytjendur heldur flytja einnig út mikið af fullunnum vörum í háum gæðaflokki • Þó geta stundum fjölþjóðleg fyrirtæki flutt mestan hagnaðinn úr landi • Til nýiðnvæddra landa teljast m. a. Argentína, Brasilía, Mexíkó, Taívan, Singapúr, Malasía og Suður-Kórea Valdimar Stefánsson 2006

  23. Nýlendutíminn • Fátæku löndin voru kölluð nýlendur • Á nýlendutímanum var atvinnulífi flestra þessara landa kollvarpað og þau gerð að framleiðendum hráefnis fyrir Evrópu og að kaupendum iðnvarnings þaðan • Í mörgum tilvikum voru lífskjör í suðrinu betri en í norðrinu á þessum tíma, en samskiptin við norðrið leiddu hins vegar til þess að lífskjör beinlínis versnuðu hjá meirihluta mannkynsins; jafnframt margfaldaðist auður Evrópu • Hver veit nema að án viðskipta nýlendutímans hefði Evrópa þróast með allt öðrum hætti Valdimar Stefánsson 2006

  24. Þróunarlönd • Það sem þróunarlöndin eiga sameiginlegt er að vera öll í Afríku, sunnanverðri Asíu og Mið- og Suður-Ameríku • Á þessum svæðum heims búa meira en fjórir og hálfur milljarður manna en þar skapast einungis fimmtungur allra auðæfa heimsins • Það er sem sagt fátæktin sem er sameiginleg þessum löndum, ekki staðsetning þeirra, íbúafjöldi eða litarháttur íbúanna Valdimar Stefánsson 2006

  25. Þróunarlönd • Engin þessara landa eru eins; menning, náttúrufar og efnahags- og stjórnmálakerfi þessara landa eru mjög mismunandi • Einfaldasta leiðin til að flokka lönd sem þróunarlönd er að kanna hve hátt hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði starfar við landbúnað • Í öllum þróunarlöndum starfar tiltölulega hátt hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði við landbúnað Valdimar Stefánsson 2006

  26. Þróunarlönd • En hverjar eru þá ástæður fátæktar þessara landa? • Margir benda á óblíða náttúru, innanlands- og milliríkjaófrið, misráðið stjórnarfar eða skort á fjármagni og tækniþekkingu • Aðrir segja hinsvegar að aðalástæðan sé aldalöng nýlendukúgun, óréttlát viðskiptakerfi eða skuldastaða þróunarlandanna Valdimar Stefánsson 2006

  27. Mismunur þróunarlands og iðnríkis • Verg þjóðarframleiðsla (BNP) er mælikvarði á heildarverðmæti framleiðslu samfélagsins á vörum og þjónustu á ákveðnu tímabili, oftast einu ári • Þetta er einfaldasti mælikvarðinn á stöðu efnahagsmála • Verg þjóðarframleiðsla segir þó ekki alla söguna, t. d. kemur misskipting tekna innan ríkis ekki fram Valdimar Stefánsson 2006

  28. Mismunur þróunarlands og iðnríkis • Í iðnríkjum eru háar tölur yfir verga þjóðarframleiðslu til komnar vegna langrar tækni- og félagsþróunar sem er oftast nýlega hafin í þróunarlöndunum • Þegar rætt er um þróunarmál þarf að skoða margt fleira en stöðu efnahagsmála • Oftast er þó bein fylgni á milli hárrar vergar þjóðarframleiðslu og þátta eins og öflugrar heilsugæslu og menntakerfis svo dæmi séu tekin Valdimar Stefánsson 2006

  29. Valdimar Stefánsson 2006

  30. Valdimar Stefánsson 2006

  31. Mismunur þróunarlands og iðnríkis • Sé verg þjóðarframleiðsla innan við 695$ á mann á ári telst landið lágtekjuland • Séu tekjur á bilinu 695-8625$ á mann er talað um meðaltekjuríki • Ríkustu 20% jarðarbúa eru a. m. k. 150 sinnum ríkari en þau 20% sem minnst hafa • Brasilía er „aðeins“ 26 sinnum ríkari Valdimar Stefánsson 2006

  32. Mismunur þróunarlands og iðnríkis • Þróunarvísitala, HDI (Human Development Index), er reiknuð út frá meðalævilengd, læsi, skólagöngu og tekjum • Eins og BNP tekur HDI ekki tillit til miskiptingar lífsgæða innan hvers ríkis • Samkvæmt þessum mælikvarða reyndust, árið 1996, 57 ríki vera háþróuð, 48 ríki lágþróuð og 69 ríki þar á milli Valdimar Stefánsson 2006

  33. Helstu vandamál þróunarríkja – Offjölgun • Háar fæðingartölur og lækkandi dánartölur eru einkennandi fyrir fólksfjöldaþróun þróunarlandanna • Þau eru því á öðru eða þriðja stigi lýðfræðiferilsins og fólksfjölgun hröð • Þess vegna er aukin þörf fyrir miklar fjárfestingar í m. a. menntamálum • Þess vegna er einnig mjög hröð borgarvæðing með tilheyrandi vandamálum Valdimar Stefánsson 2006

  34. Helstu vandamál þróunarríkja – Offjölgun • Fólksfjölgun er ein orsök fátæktar. • Fólksfjölgun stafar m.a. af svokallaðri frjósemisdýrkun, fólk telur mikinn barnafjölda æskilegan svo að foreldrarnir eigi meiri möguleika á því að einhvert barnanna lifi til að sjá um þau í ellinni. • En þó er til matur til að brauðfæða allan heiminn en þessum auðlindum er misskipt, ekki bara á milli álfa eða landa heldur einnig innan þeirra. Valdimar Stefánsson 2006

  35. Helstu vandamál þróunarríkja – Matur og heilsa • Fátækt kemur niður á heilsufari og menntun og leiðir til slæms aðbúnaðar • Vond heilsa og skortur á hreinlæti eru meðal stærstu hindrana í vegi efnahagslegarar þróunar í þróunarlöndunum • Hið slæma heilsufar stafar mest af skorti á hreinu vatni og fæði Valdimar Stefánsson 2006

  36. Helstu vandamál þróunarríkja – Matur og heilsa • Dagleg orkuneysla manns er að lágmarki 2200 hitaeiningar og lágmarks prótínneysla er um 70 g á dag • Orku- og prótínneysla mikils hluta íbúa í þróunarlöndunum er langt undir þessum mörkum • Nærri tíunda hver kona í þróunarlöndunum þjáist af stöðugum höfuðverk og þreytu vegna vítamín- og járnskorts Valdimar Stefánsson 2006

  37. Helstu vandamál þróunarríkja – Matur og heilsa • Sjúkdómar draga verulega úr úthaldi og vinnuþreki manna • Þannig skaða þeir mannauð þróunarlanda stórkostlega • Þótt heilbrigðisþjónusta sé takmörkuð kostar hún hlutfallslega mikið fé því umönnun sjúkra er dýr • Stór svæði með frjósömum jarðvegi er ekki hægt að nýta sökum smitsjúkdóma s. s. svefnsýki og augnkvef (trakóma) Valdimar Stefánsson 2006

  38. Helstu vandamál þróunarríkja – Matur og heilsa • Aðgangur að hreinu vatni er mikilvægasta skrefið sem hægt er að taka til bættrar heilsu í þróunarlöndunum • Í ört stækkandi fátækrahverfum stórborganna búa a. m. k. 300 milljónir manna án þess að hafa aðgang að hreinu vatni eða virkum fráveitum • Um 1,7 milljarðar manna, einkum í þróunarlöndunum, hafa ekki aðgang að hreinu vatni Valdimar Stefánsson 2006

  39. Helstu vandamál þróunarríkja – Matur og heilsa • Mismunur á aðstæðum fólks í iðnríkjum annars vegar og þróunarlöndum hins vegar, hvað varðar sjúkdóma og heilsufar, er slíkur að við búum í raun í tveimur heimum • Í iðnríkjunum er ungbarnadauði víðast hvar á milli 0,5 og 1% og heilbrigt barn getur vænst þess að verða 70 ára • Í þróunarlöndunum er ungbarnadauði víða 15% eða meira og heilbrigt barn getur varla vænst þess að ná 50 ára aldri Valdimar Stefánsson 2006

  40. Helstu vandamál þróunarríkja – Menntun • Til þess að hægt sé að flytja tækni og aðra þekkingu til þróunarlandanna þurfa íbúar að hafa lágmarks grunnmenntun • Vegna fátæktar verða þróunarlönd oft að velja á milli þess að kosta grunnmenntun fyrir börn eða fyrir fullorðna • Gjarnan verður síðari kosturinn fyrir valinu þar sem slík menntun nýtist fyrr þótt ágóðinn endist skemur Valdimar Stefánsson 2006

  41. Helstu vandamál þróunarríkja – Menntun • Þróunaraðstoð getur m. a. falist í því að veita ungmennum aðgang að framhaldsmenntun í iðnríkjunum • Þessi ungmenni freistast oftar en ekki til að þiggja tilboð um vinnu í iðnríkinu • Þetti nefnist atgerfisflótti og hefur Afríka með þessum hætti misst um þriðjung af sínu háskólamenntaða fólki til Evrópu og Bandaríkjanna Valdimar Stefánsson 2006

  42. Helstu vandamál þróunarríkja – Orkumál • Eldiviður er um 90% af þeirri orku sem notuð er í þróunarlöndunum, einkum til eldamennsku og húshitunar • Aukin fólksfjöldi hefur leitt til alvarlegrar orkukreppu á þessu sviði og mjög er farið að ganga á skóglendi • Alvarlegast er ástandið á Sahel-svæðum Afríku, í fjallendi Asíu og vestanverðri Suður-Ameríku Valdimar Stefánsson 2006

  43. Helstu vandamál þróunarríkja – Orkumál • Eldiviðarskortur leiðir til einhæfari og næringarsnauðari fæðu • Ein leiðin til að mæta honum er að nýta húsdýraáburð í stað eldiviðar en þá nýtast ekki næringarefni í honum fyrir jarðveg og gróður • Önnur leið felst í því að nota eldunartæki í stað þess að elda yfir hlóðum • Með því þarf aðeins að nota brot af þeim eldiviði sem þarf ef eldað er yfir hlóðum Valdimar Stefánsson 2006

  44. Helstu vandamál þróunarríkja – Verðmæt jarðefni • Nýting verðmætra jarðefna sem finnast í þróunarlöndunum fer nánast öll fram í iðnríkjunum • Ýmsar ástæður eru fyrir því: • Orka til jarðefnavinnslu er ekki aðgengileg • Fjármagn skortir til að byggja upp iðnaðinn • Lítil eftirspurn eftir iðnvarningi á heimamarkaði • Viðskiptahindranir iðnríkja koma í veg fyrir útfluttning Valdimar Stefánsson 2006

  45. Þróunarlönd gera kröfur • Ráða sjálf yfir sínum auðlindum • Hækka verð • Verð hækkar hægar heldur en á innfluttum vörum • Fleiri tækifæri til að vinna úr eigin hráefnum • Árið 2000 fari 25% af iðnframleiðslu heimsins fram í þróunarlöndum • Atvinna + tækniþekking eykst • Skuldir afskrifaðar Valdimar Stefánsson 2006

  46. Hvað er framundan? • Það gengur aldrei til lengri tíma litið að svona mikið ósamræmi sé í nýtingu auðlinda jarðar • Rík og fátæk lönd verða að leggjast á eitt um að koma lagi á þróunarmál fátækari ríkja og auka jöfnuð ríkja heimsins • Annars bíður okkur heimur stjórnmálaóróa með stóraukinni hættu á styrjöldum og umhverfisslysum Valdimar Stefánsson 2006

  47. Valdimar Stefánsson 2006

More Related