1 / 23

6. MÁL og máltaka

6. MÁL og máltaka. SÁL 203. INNGANGUR. Máltaka hefur ekki enn verið skýrð að fullu; hún er samt mikilvægt viðfangsefni, t.d. til að geta hjálpað þeim sem eiga í erfiðleikum með hana. Fyrir 1960 var máltaka lítt rannsökuð en deila Chomskys og Skinners breytti því.

shing
Download Presentation

6. MÁL og máltaka

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 6. MÁL og máltaka SÁL 203

  2. INNGANGUR • Máltaka hefur ekki enn verið skýrð að fullu; hún er samt mikilvægt viðfangsefni, t.d. til að geta hjálpað þeim sem eiga í erfiðleikum með hana. • Fyrir 1960 var máltaka lítt rannsökuð en deila Chomskys og Skinners breytti því. • Helsta undantekningin voru rannsóknir á því hvenær ákveðnum þroskaáföngum máltöku væri að jafnaði náð (tafla 6.1 bls. 212).

  3. Áfangar í máltöku á fyrstu árunum - Lenneberg

  4. KENNINGAR UM MÁLTÖKU • Ekki er nóg að hafa lýsingar á máltöku til að öðlast skilning á henni heldur þarf einnig skýringar. • Málmyndunarfræði Chomskys hafði mikil áhrif um 1960. • Chomsky gerði ráð fyrir að börn fæddust með máltökutæki. • Skinner kom fram með umhverfiskenningu á máltöku um svipað leiti og Chomsky. • Skinner gerði ráð fyrir að málið lærðist með styrkingu.

  5. Kenning Chomskys • Samvæmt Chomsky fæðist maðurinn með áskapaðar hugmyndir um mál og þess vegna er hann eina dýrið sem hefur svo flókið táknkerfi. • Hið áskapaða veldur því að börn læra mál en það er umhverfið sem ræður því hvert tungumálið er. • Með máltökutækinu búa börn sér til reglur sem gerir þeim kleyft að skilja og mynda nýjar setningar. • Á 2,5 árum, milli 1,5-4 ára aldurs, læra flest börn mikilvægustu reglur tungumálsins. • Chomsky taldi að styrking gæti ekki skýrt þennan mikla hraða. • Máltökutækið er eins í öllum tungumálum, það er algilt.

  6. Frh. • Chomsky gerði greinarmun á mismunandi þáttum máltöku: • Málgögn er tungumálið í umhverfinu sem verður að málhæfni. • Málhæfni er þekkingin eða kunnáttan í tungumálinu sem er undirliggjandi fyrir málbeitingu. • Málbeiting er raunveruleg birting tungumálsins. Ýmislegt getur truflaða hana eins og lyf og þreyta. • Með rannsóknum færðist athyglin frá málbeitingunni að málhæfninni. • Nú telja margir að börn læri reglur tungumálsins eins og Chomsky gerði ráð fyrir en í samhengi við athafnir í samræmi við kenningar Piaget.

  7. Máltökukenning Chomskys Málgögn LAD Máltökutæki -ferlun Málhæfni

  8. Eftirhermun, styrking, tíðni og þjálfun • Eftirherma og styrking eru tvær umhverfismiðaðar skýringar á máltöku. • Skinner taldi að máltaka færi fram með virkri skilyrðingu. • Foreldrar styrki sum hljóðasambönd umfram önnur, t.d. með brosi og athygli. • Það að börn myndi eigin reglur frekar en hermi eftir reglum fullorðinna styður frekar kenningu Chomskys. • Börn eru oft lítið móttækileg fyrir fyrmyndum eða leiðréttingum samanber samtalið á bls. 215. • Styrking mótar hinsvega mjög hvernig fólk talar. • Sálfræðingar get auðveldlega haft áhrif á umræðuefni skjólstæðinga einfaldlega með því kinka kollinum. • Umbun fyrir fallegt eða ljótt orðbragð mótar málið í átt að því orðbragði sem umbunað er fyrir. Ljótt eða fallegt orðbragð getur ennfremur yfirfærst á hegðun.

  9. Máltökurannsóknir Roger Browns • Rannsóknir Browns hafa sýnt að foreldrar umbuna miklu frekar fyrir sannleiksgildi setninga en rétta málfræði þeirra. • Brown: Ef styrking mótaði málið með einföldum hætti ættu börn að tala sannar en málfræðilega rangt mál. Það er ekki svo. • Brown telur einnig að sá munur sem er á máli barna í sama umhverfi hljóti þá að skýrast af mismunandi taugafræðilegum þroska og upplagi.

  10. Samantekt um kenningar • Flestar rannsóknir hafa stutt kenningu Chomskys um að börn myndi sínar eigin reglur. • Málvillur barna eru oft mjög kerfisbundnar.

  11. ÞEGAR FULLORÐNIR TALA VIÐ BÖRN • Fullorðnir tala við börn með ákveðnum hætti: • Þeir tala hægar. • Þeir nota stuttar, einfaldar setningar. • Þeir endurtaka orð og setningar. • Fullorðnir breyta einnig máli sínu ganvart börnum eins og Clark og Clark á bls. 220-221 sýnir. • Talið er að þessi sérstaka aðferð við að tala við börn auðveldi máltöku. • Börn læra lítið að tala af því að fylgjast með sjónvarpi en mun meira af samræðum við fullorðna.

  12. UNDANFARI MÁLTÖKU • Því hefur verið haldið fram að í hjali ungabarna finnist öll mannleg málhljóð. • Málskynjun barna virðist næmari en fullorðinna. • Ungabörn virðast eiga auðveldara með að greina muninn á b og p en það eiga margir fullorðnir erfitt með (snuð-tilraunin bls. 222-223). • Japönsk börn greina muninn á l og r sem fullorðnir Japanir gera yfirleitt ekki. • Fortal er þegar börn mynda málhljóð eða hreyfa munninn eins og þau séu að tala. • Fortali fylgja handahreyfingar sem minna á þær handahreyfingar sem fullorðnir sýna til að leggja áherslu á mál sitt. • Fortalið þarf mótaðila sem er gjarna móðir. • Mikil samstilling virðist vera milli fortals barna og viðbragða móður.

  13. HIN EIGINLEGA MÁLTAKA • Við 9 eða 10 mánaða aldur eru börn farin að aðlagast hljóðkerfi móðurmáls síns. • M og p hljóð eru einnig fyrst. Það er því eðlilegt að fyrstu orðin séu gjarnan mamma og pabbi. • Fyrstu orð mynda börna gjarnan um eins árs aldur. • Milli 1-2 ára læra þau talsvert af orðum • Það eru einkum nafnorð og sagnorð sem börn mynda. Orð einfaldrar merkingar koma á undan orðum með flókna merkingu. • Þetta bendir til þess að börn þurfi að skilja orð til að læra þau.

  14. Stig máltöku má skipta í 6 þrep sem ekki eru bundin við ákveðinn aldur en koma í tiltekinni röð.

  15. Alhæfingar í barnamáli • Orðaforði 2 ára barna er um 50 orð. Það er þá engin furða að þeim hættir til að alhæfa þessi orð. • Samkvæmt merkingarþátta-kenningu Evu Clark spretta alhæfingar barna af því að þau styðjast ekki við eins marga merkingarþætti og fullorðnir. • Þau skortir því merkingarþætti sem skilja að mismunandi hluti. • Dæmi: Merkingarþáttinn sem skilur milli hunda og katta.

  16. ÍSLENSKAR RANNSÓKNIR Á BARNAMÁLI • Kerfisbundnar rannsóknir á máltöku íslenskra barna eru nýlegar. • Máltöku var ekki veitt veruleg athygli fyrr en eftir deilu Chomskys og Skinners. • Báðar kenningarnar höfðu áhrif á máltöku-rannsóknir. • Þekking á máltöku enskumælandi barna er orðin góð. • Stig máltöku hjá enskumælandi börnum hafa verið yfirfærð á önnur tungumál. • Tungumál hafa samt sín sérkenni og því er þörf á sérstökum rannsóknum á hverju tungumáli fyrir sig.

  17. Framburðar- og fleirtölurannsóknir • 1978 hófst rannsókn þar sem borin var saman málhæfni 4 ára og 6 ára barna. • Meðal niðurstaðna var að fleirtölumyndir sumra algengra orða eins og maður og hvalur reyndist börnum erfið. • Hljóðin s og r voru sérstaklega erfið. • Meginniðurstöður fleirtöluprófsins var að 4 ára börn notuðu eintölumyndir í fleirtölu eða alhæfðu –ar endinguna. Þetta var minna áberandi við 6 ára aldur.

  18. Frh. • Félagslegur munur: • Ekki munur á kynjunum. • Munur var eftir búsetu og komu reykvísk börn best út. • Skólaganga foreldra hafði nokkur áhrif einkum móður. Þeim mun lengri skólaganga þeim mun betri árangur. • Börn útvinnandi mæðra náðu betri árangri! • Ekki var munur á börnum á dagvistarstofnunum og öðrum börnum. • Börn eldri foreldra stóðu sig betur. • Slæmt heilsufar hafði neikvæð áhrif á frammistöðu.

  19. Aðrar athuganir • Rannsókn með bullorð eru notaðar til að athuga hvaða málreglur börn nota. • Börn áttu að finna fleirtölu bullorða sem gefin voru í eintölu (tafla 6.5 bls. 237 og mynd 6.8 bls. 236). • Það var ekki fyrr en við 7 ára aldur að 90% barna réðu við fleirtölu. • Íslensk börn voru heldur seinni en enskumælandi börn að tileinka sér fleirtölu.

  20. Lokaorð um íslensku rannsóknirnar • Tilgangur rannsókna er: • Almennur fræðilegur tilgangur enda tungumálið mjög mikilvægt. • Hagnýtur tilgangur, að að bæta starf þeirra sem vinna með börnum s.s. lækna og talkennara.

  21. Bálkur 6.6: Málið og heilinn • Málstöðvar eru yfirleitt í vinstra hveli heilans. • Málstöðvar eru í 96% tilvika vinstra megin hjá rétthentum. • Málstöðvar eru í 70% tilvika vinstra megin hjá örvhentum. • Á Broca-svæði virðist líkamleg stjórnun tals vera. • Skaði á Broca-svæði leiðir til hægs og hikandi máls. • Á Wernicke-svæði virðist málskilningur vera. • Þeir sem eru með skaða á Wernicke-svæði getur verið mjög liðugt um mál en það er merkingarlaust. • Á milli Wernicke-svæðis og Broca-svæðis er bogaknippi. Það flytur upplýsingar á milli svæðanna. • Skaða á bogaknippi fylgir merkingarlaust tal en meiri skilningur á máli annarra en hjá þeim sem hafa skaða á Wernicke svæði.

  22. FYRSTU ORÐIN • Um eins árs er orðaforði upp á 1 – 3 orð t.d. mamma, bless, datt • Orðaforðinn smá eykst • Það liggur mun meira að baki réttri notkun orða en að heyra það sagt og fá ábendingu um merkingu • Málnotkun byggist á vitrænni þróun – flokkunarhæfni • Mörg börn lenda á villigötum í upphafi • Bolti yfir allt sem er hnöttótt eða pabbi yfir alla karla

  23. Frh. • Þekking byggð á athöfnum og skynjunum barna • Fyrstu orðin sem eru tákn hluta sem tengjast þeirra eigin athöfnum • Barnið nefnir t.d. flíkur sem það reynir sjálft að klæða sig í og hluti sem það getur haft einhver áhrif á eða gera eitthvað sjálfir • Í orðaforðann koma snemma orð yfir persónur sem þau umgangast mest • Með einu orði tjá börn það sem fullorðnir tjá í heilli setningu

More Related