290 likes | 403 Views
Naustatjörn opnaði 18. ágúst 2003. Húsið er alls 704 m ² og leikvöllurinn 3376 m ² Naustatjörn er, eins og aðrir leikskólar bæjarins, ætlaður fyrir nemendur frá 18 mánaða aldri og fram að upphafi grunnskólagöngu.
E N D
Naustatjörn opnaði 18. ágúst 2003. Húsið er alls 704 m² og leikvöllurinn 3376 m² • Naustatjörn er, eins og aðrir leikskólar bæjarins, ætlaður fyrir nemendur frá 18 mánaða aldri og fram að upphafi grunnskólagöngu. • Í vetur eru skráðir 98 nemendur í skólann sem skiptast á 4 deildir; 2 fyrir yngri aldurshópinn (Tjarnarhóll og Vökuvellir) og 2 fyrir eldri aldurshópinn (Huldusteinn og Búðargil). • Opnunartími skólans er 7:30-17:15 alla virka daga. Við lokum í 2 vikur á ári vegna sumarleyfis (oftast fyrri eða seinnihluta júlímánaðar). Leikskólinn Naustatjörn
Starfsmannahópurinn: Við erum 28 sem störfum í Naustatjörn – skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, sérkennslustjóri, 14 kennarar, 8 leiðbeinendur, matreiðslumaður og 2 aðstoðarmenn í eldhúsi. • Félagssvið Akureyrarbæjar býður upp á margþætta þjónustu sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara, félagsráðgjafa, iðju- og sjúkraþjálfa og fleiri sérfræðinga sem við höfum átt gott samstarf við. Ef við, í samráði við foreldra, álítum að börnin hafi þörf fyrir aðstoð og stuðning einhverra ofangreindra aðila, getum við vísað málinu til Félagssviðs sem veitir okkur góð ráð og leiðbeiningar um úrræði. Leikskólinn Naustatjörn
Námssvið leikskólans: - Hreyfing - Málrækt - Myndsköpun - Tónlist - Náttúra og umhverfi - Menning og samfélag • Hér í Naustatjörn höfum við mótað okkar eigin skólanámskrá út frá stefnumörkun menntamálaráðuneytisins og við leggjum sérstaka áherslu á náttúruna, umhverfið, menningu og samfélag. Leikskólinn Naustatjörn
Kenningasmiðir okkar eru: John Dewey, Lev Vygotsky og Howard Gardner. • Þeir leggja áherslu á: - Að börnin fái tækifæri til að vinna úr margbreytilegri reynslu sinni í gegnum frjálsan leik sem byggist á þeirra eigin hugmyndum og upplifunum. Það er líka mikilvægt að börnin læri með því að gera sjálf, sýni áhuga á umhverfi sínu og séu virk í daglegu lífi. (Dewey). - Að börnin fái verkefni sem eru nægilega krefjandi til að efla þroska þeirra og þekkingu og gera þeim kleift að læra í samvinnu við jafnaldra sína og fullorðna. (Vygotsky). - Að börnin fái tækifæri til að reyna sig við fjölbreytt verkefni svo þau geti öll fundið eitthvað sem hentar áhugasviði þeirra, getu og hæfileikum. (Gardner). Leikskólinn Naustatjörn
Hvaða aðferðir eru notaðar við námsmat Við notum bæði formlegar og óformlegar aðferðir við námsmat þar sem markmiðið er alltaf að bæta líðan, þroska og nám nemenda og kennslu og starfsumhverfi kennara. Leikskólinn Naustatjörn
Okkar leiðir í námsmati: 1) Lýsing á þroska, hegðun og líðan nemenda 2) Stöðluð próf eða skimunartæki 3) Sjálfsmat 4) Huglægt mat- umræðumat 5) Kannanir frá Skóladeild 6) Skólastefna Akureyrabæjar Leikskólinn Naustatjörn
1) Lýsing á þroska, hegðun og líðan nemenda • Þroskalýsingar í afmælismánuði nemenda. • Allir nemendur skólans fara í gegnum ákveðið mat a.m.k. einu sinni á ári þegar kennarar fylla út þroskalýsingu hvers nemanda. • Þroskalýsingin er í bók sem nær yfir aldurinn frá 2 ára til 5 ára þannig að bæði foreldrar og kennarar hafa góða yfirsýn yfir þroskaferil barnsins/nemandans. Leikskólinn Naustatjörn
Þættir í þroskalýsingu nemenda • Leikur • Félagslegur og tilfinningalegur þroski • Félagsleg staða • Sjálfstraust, aðskilnaður og aðlögunarhæfni • Vitsmunaþroski, • Málþroski • Gróf- og fínhreyfingar • Sköpunargleði • Sjálfshjálp • Hegðun • Aðrir þættir sem gott er að komi fram um nemandann Leikskólinn Naustatjörn
Kennarar nota einnig skráningar þar sem fylgst er með leik, skipulögðu starfi og daglegum þáttum svo dæmi séu tekin. • Ef áhyggjur vakna hjá kennarahópnum vegna einstakra nemenda fer í gang ákveðin skráning á atferli og hegðun þeirra. Oft er það sérkennslustjóri skólans sem sér um þessar skráningar. Leikskólinn Naustatjörn
Á vorönn síðasta ár hvers nemanda er jafnframt fyllt út sérstök umsögn sem lögð er fyrir foreldra. Ef foreldrar samþykkja fer þessi umsögn yfir í þann grunnskóla sem viðkomandi barn hefur nám í að hausti. Sömu þættir eru skoðaðir í umsögn og í þroskalýsingunni. • Markmiðið er að veita kennurum 1. bekkjar innsýn í líðan, þroska og getu nemenda sinna í leikskólanum. Leikskólinn Naustatjörn
1) Lýsing á þroska, hegðun og líðan barnanna - framhald • Samskiptaloftvog. • Þrisvar á ári, í október, janúar og í apríl fylla kennarar deilda út samskiptaloftvog þar sem skráð eru niður samskipti við hvert og eitt barn á deildinni. Skráningin nær yfir jákvæð samskipti, neikvæð samskipti eða engin samskipti. Eftir hverja útfyllingu eru niðurstöður skoðaðar á deildarfundum og ef ákveðin börn fá mörg stig í tengslum við neikvæð samskipti eða engin samskipti gera kennarar áætlun til úrbóta. Leikskólinn Naustatjörn
Samskiptaloftvog Leikskólinn Naustatjörn
2) Stöðluð próf eða skimunartæki • Orðaskil – málþroskapróf fyrir 1 - 3 ára • AAL listinn - athugunarlisti fyrir atferli leikskólanemenda frá 3 – 6 ára • Íslenski þroskalistinn - staðlað þroskapróf • HLJÓM 2 - athugar hljóð- og málvitund leikskólanemenda. Allir nemendur í elsta árgangi fara í gegnum þessa skimun. Leikskólinn Naustatjörn
3) Sjálfsmat • Sjálfsmat að vori ár hvert. • Á hverju vori endurmeta kennarar skólans skriflega þætti daglegs starf, s.s. hópastarf, fimm ára starf, samverustundir, útiveru, vettvangsferðir og uppákomur. • Í sömu könnun meta kennarar starfsumhverfi, samskipti og samvinnu, stjórnunarhætti, upplýsingamiðlun og foreldrasamstarf. • Þegar búið er að vinna úr svörum er farið yfir niðurstöður og þær ræddar á kennarafundi þar sem fundnar eru leiðir til að bæta þá þætti sem þörf er á. Leikskólinn Naustatjörn
3) Sjálfsmat • Kennarar endurmeta einnig ýmsar uppákomur í sérstöku endurmati. Má þar nefna þætti eins og jólaverkstæðið í desember og vorhátíð í maí. • Markmiðið með þess konar endurmati er alltaf það að bæta starfið og gera það betra fyrir nemendur, kennara og foreldra Leikskólinn Naustatjörn
3) Sjálfsmat - framhald • Mat á starfi mínu sem kennari – sjálfsmat unnið í maí ár hvert. • Hver gefur sér tölu sem honum finnst eiga við. • 4. Ef fullyrðingin á alveg við hjá þér • 3. Ef fullyrðingin á að mestu leyti við hjá þér • 2. Ef fullyrðingin á að litlu leyti við hjá þér • 1. Ef fullyrðingin á ekki við hjá þér. Leikskólinn Naustatjörn
Úr sjálfsmati kennara: • Ég fylgist vel með því sem er að gerast í faginu • Ég undirbý áætlanir og verkefni • Ég tek þátt í leiknum með nemendum mínum • Ég tala ekki um leikskólann, nemendur, foreldra og samstarfsfólk við óviðkomandi • Ég vinn að því að hver nemandi fái að nýta og þróa hæfileika sína • Ég er vakandi fyrir því að upplýsa foreldra um barn sitt • Ég nota fjölbreyttar aðferðir og verkefni í starfi mínu Leikskólinn Naustatjörn
Ég kem til móts við foreldra þegar þeir biðja um ráð/hjálp • Ég geri athuganir til að geta fylgst með hverjum nemanda • Ég get sett mörk og tekið ákvarðanir þó þær séu óvinsælar hjá nemandahópnum • Ég endurmet verkefni og áætlanir • Ég leita eftir sjónarmiðum samstarfsmanna • Ég leita lausna fremur en benda bara á vandamál • Ég tek nemendur mína alvarlega og virði einstaklingsmun þeirra Leikskólinn Naustatjörn
Ég á frumkvæði að því að tala við foreldra • Ég velti fyrir mér eigin gerðum og framkomu • Ég veiti nemendum líkamlega snertingu • Ég get hagrætt áætlunum og ákvörðunum ef það á við • Ég virði sjónarmið annarra • Ég veit til hvers er hægt að krefjast af nemendum á mismunandi aldri • Ég virði foreldra sem uppalendur barna sinna Leikskólinn Naustatjörn
Ég sýni kímnigáfu í vinnu með nemendum mínum • Ég virði það þegar foreldrar koma með ný sjónarmið og tillögur • Ég virði sjálfsprottinn leik og gef honum tíma og rými • Ég get aðskilið persónu og mál þegar foreldrar koma með gagnrýni • Ég gæti hagsmuna bæði einstakra nemenda og nemendahópsins • Ég velti fyrir mér mismunandi leiðum til að framkvæma hluti • Ég get tekið því þegar ófyrirsjáanlegir hlutir gerast Leikskólinn Naustatjörn
Ég sýni hollustu því sem ákveðið hefur verið sameiginlega og framfylgi því • Ég endurmet starfið, það sem mistekst reyni ég aftur á annan hátt • Ég á frumkvæði að því að stuðla að samvinnu • Ég byggi verkefni á því sem nemendur sýna áhuga á/eru upptekin af • Ég reyni að hjálpa nemendum að leysa árekstra á þann hátt að enginn tapi • Ég þekki markmið skólans Leikskólinn Naustatjörn
Ég er ánægð/ur með afköst mín í starfi • Ég hef áhrif á starfið • Ég mæti stundvíslega og er áreiðanleg/ur Leikskólinn Naustatjörn
3) Sjálfsmat - framhald • Að hausti, annað hvert ár (þegar ártal stendur á oddatölu – mun byrja haustið 2007). Kennarar meta aðbúnað og starfsemi út frá ECERS- kvarða annað hvert ár. Hitt árið er unnið að umbótum að þeim þáttum sem koma verst út í svörum kennara. Leikskólinn Naustatjörn
3) Sjálfsmat - framhald • Slysaskráning • Kennarar skrá á sérstakt eyðublað öll slys sem verða á börnum, hvar þau eiga sér stað, klukkan hvað, hversu alvarlegir áverkarnir eru og hvort frekari aðhlynningar sé þörf. • Eftir hvert ár eru niðurstöður skoðaðar af stjórnendum og ef ákveðnir þættir s.s. staðsetning eða tími eru áberandi í skráningu er skoðað hvað hægt sé að gera til að bæta úr Leikskólinn Naustatjörn
4) Huglægt mat - Umræðumat • Á deildar-, kennara- fag- og stjórnarfundum er starf skólans í sífelldu endurmati þar sem reynt er að bæta og þróa starfið sem kostur er. Leikskólinn Naustatjörn
5) Kannanir frá Skóladeild • Könnun í desember ár hvert. Á vegum Skóladeildar Akureyrar fer fram könnun ár hvert þar sem foreldrar eða kennarar svara spurningum. Könnunin er víðtæk og meðal spurninga sem foreldrar svara er hversu ánægðir þeir eru með skóla barna sinna, hvort uppeldisstefna skólans sé skýr og hversu vel skólinn kemur til móts við þarfir barnanna. Meðal spurninga sem kennarar svara er hversu ánægðir þeir eru með skólann sem vinnustað, hvenig staðblærinn sé og hvort þeir taki þátt i mikilvægum ákvörðunum sem varða skólastarfið Leikskólinn Naustatjörn
6)Skólastefna Akureyrarbæjar • Skólastefna Akureyrarbæjar sem samþykkt var árið 2006 setur fram markmið fyrir skóla á Akureyri. • Þessum markmiðum fylgja ákveðin viðmið sem er leiðarvísir fyrir starf skólanna. Leikskólinn Naustatjörn
En fyrst og fremst njótum við þess að vera saman í Naustatjörn, leika okkur við skólafélaga og vini og hafa gaman af lífinu á hverjum degi. Takk fyrir komuna! Leikskólinn Naustatjörn