140 likes | 344 Views
1930-1950. Félagslegt raunsæi. Efnahagskreppa á Vesturlöndum Heimsstyrjöld og hernám Íslands Lýðveldi stofnað á Þingvöllum 1944 1949 Ísland gengur í NATO (mjög skiptar skoðanir um það) og kalt stríð sem dregur mjög skarpar línur í menningarpólitískri umræðu.
E N D
1930-1950 Félagslegt raunsæi
Efnahagskreppa á Vesturlöndum • Heimsstyrjöld og hernám Íslands • Lýðveldi stofnað á Þingvöllum 1944 • 1949 Ísland gengur í NATO (mjög skiptar skoðanir um það) og kalt stríð sem dregur mjög skarpar línur í menningarpólitískri umræðu.
Á 4. og 5.áratugnum gætir andstæðra meginstrauma í afstöðu til menningar þjóðarinnar, annars vegar eru það þeir sem vilja efla forna menningu (Sigurður Nordal) og hins vegar þeir sem lögðu skilning á stéttaþjóðfélaginu til grundvallar í afstöðu sinni (Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson).
Bókaritun og útgáfa á 20. öld • Sprenging varð í útgáfu bóka, um 1900 komu út 283 titlar á ári en um 1990 árið 2065. • Nokkur tímarit: Skírnir Eimreiðin Iðunn Vaka Rauðir pennar Tímarit Máls og menningar
Félagslegt raunsæi einkennir bókmenntir frá 1930-1950 • Einkenni félagslegra skáldsagna: • Raunsæislegar samtíðarsögur • Uppruni og félagslegt baksvið varpar ljósi á persónur • Samfélagið er dregið til ábyrgðar og persónur sagnanna oft í uppreisn gegn því
Halldór Laxness ber höfuð og herðar yfir aðra höfunda þessa tímabils. Hann gefur út margar sögur. Viðtökurnar fóru alveg eftir því hvort fólk fylgdi íhaldssamri og þjóðlegri menningarpólitík eða félagslegri róttækri stefnu.
Helstu verk Halldórs Laxness á þessum tímabili: • Salka Valka 1931-2 • Sjálfstætt fólk 1934-5 • Heimsljós 1937-40 • Íslandsklukkan 1943-6 • Atómstöðin 1948 • Auk þessa 1 leikrit, 2 smásagnasöfn, 2 ferðabækur og 4 ritgerðasöfn
Á 5. áratugnum verður baráttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar mikilvægara efni í verkum Halldórs Laxness (Íslandsklukkan). Þá er hin forna menning þjóðarinnar og reisn sem hún veitir henni talin vopn hennar gegn erlendri ásælni.
Aðrir höfundar tímabilsins • Halldór Stefánsson • Guðmundur Hagalín • Ólafur Jóhann Sigurðsson • Guðmundur Daníelsson • Kristmann Guðmundsson -allir fulltrúar nýrómantíkur í sagnagerð Guðmundur Kamban leikritaskáld
Hulda • Theodora Thoroddsen (þulan) • Elínborg Lárusdóttir • Þórunn Elfa Magnúsdóttir (Reykjavíkursögur) • Guðrún frá Lundi (sveitasögur)
Barnabækur • Útgáfa barnabóka jókst mikið frá 1930-1950 • Kjarni höfundanna starfaði í Austurbæjarskólanum: Sigurður Thorlacíus, Jóhannes úr Kötlum, Gunnar M. Magnúss, Ragnheiður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Stefán Jónsson. Móthverfurnar borg og sveit eru mjög áberandi, misjöfn þjóðfélagsstaða fólks og kynjamisrétti.
Ljóðlistin • Formið hefðbundið að mestu en höfundarnir margir róttækir í skoðunum s.s. Steinn Steinarr, Sigurður Einarsson, Jóhannes úr Kötlum. • Aðrir höfundar virtust ósnortnir af félagslegum viðfangsefnunum s.s. Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson. Þessi skáld hafa með talsverðri einföldun málsins verið nefnd borgaraleg skáld og hin fyrri róttæk skáld. Það má sjá einkenni á þessum tíma sem rekja má aftur til Jónasar Hallgrímssonar og fram til Þorsteins frá Hamri (fágun forms sem kalla má nýklassíska) en einnig ýmis atriði sem vísa fram til módernismans sem kom fram eftir 1950.