80 likes | 425 Views
Eiríkur Tómasson, prófessor: Sjálfstæði lögmanna og trúnaðarskylda þeirra. Málstofa á lagadeginum 30. apríl 2010. Ákvæði 1. og 3. gr. siðareglna LMFÍ:.
E N D
Eiríkur Tómasson, prófessor:Sjálfstæði lögmanna og trúnaðarskylda þeirra Málstofa á lagadeginum 30. apríl 2010 1
Ákvæði 1. og 3. gr. siðareglna LMFÍ: 1. gr. Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. – Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku. 3. gr. Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar. – Lögmaður skal ekki láta óviðkomandi hagsmuni, hvort heldur eigin eða annarra, hafa áhrif á ráðgjöf sína, meðferð máls fyrir stjórnvaldi eða dómi eða á annað það, sem lögmaður vinnur í þágu skjólstæðings síns. – Lögmaður ræður því sjálfur, hvort hann tekur að sér verk eða ekki, nema lög bjóði annað. 2
Ákvæði 8. gr. siðareglna LMFÍ: 8. gr. Í samræmi við meginreglu 1. gr. skal lögmaður leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi atriða, er ekki snerta beinlínis málefnið sjálft. – Lögmanni ber að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og hefur kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn. 3
Sjálfstæði lögmanns gagnvart umbjóðanda/skjólstæðingi: • Ef lögmaður forðast að samkenna sig umbjóðanda sínum opinberlega, þeim mun minni líkur eru á að hann verði samkenndur honum • Fjárhagslegt sjálfstæði lögmanns • Persónulegt sjálfstæði lögmanns 4
Skyldur lögmanns: • Meginskylda lögmanns er að gæta trúnaðar gagnvart umbjóðanda/skjólstæðingi sínum • Aðrar skyldur lögmanns • Gagnaðilar og aðrir lögmenn, þ. á m. ákærendur • Dómstólar • Almenningur/samfélagið 5
Trúnaðarsamband lögmanns og umbjóðanda/skjólstæðings: „ . . . it has, in this connection, to be recalled that, where a lawyer is involved, an encroachment on professional secrecy may have repercussions on the proper administration of justice and hence on the rights guaranteed by Article 6 of the Convention. In addition, the attendant publicity must have been capable of affecting adversely the applicant’s professional reputation, in the eyes both of his existing clients and of the public at large.“ [Úr dómi MDE 16. desember 1992 í máli Niemietz gegn Þýskalandi.] 6
Ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 68. gr. og b-liðar 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008: 2. málsl. 1. mgr. 68. gr. Óheimilt er að leggja hald á muni ef þeir hafa að geyma upplýsingar um það sem sakborningi og verjanda hans hefur farið á milli, svo og upplýsingar sem 2. mgr. 119. gr. tekur til. b-liður 2. mgr. 119. gr. [Vitni er óheimilt án leyfis þess sem í hlut á að svara spurningum um] einkahagi manns sem því hefur verið trúað fyrir í starfi sem . . . lögmaður . . . ellegar í öðru starfi sem viðlíka trúnaðarskylda fylgir. 7
Bann við haldi skv. 2. málsl. 1. mgr. 68. gr. tekur ekki til allra gagna í vörslum lögmanns: Við úrlausn málsins ber að líta til þess að krafa sóknaraðila [ríkislögreglustjóra] beinist að samningum sem skjólstæðingur varnaraðila [Logos slf.] hefur með aðstoð hans gert við þriðja mann og gögnum sem varða efndir þess samnings. Ekki hefur verið sýnt fram á að umrædd skjöl hafi að geyma trúnaðarupplýsingar skjólstæðings til lögmanns um einkahagi sína. Er því ekki fyrir hendi sú aðstaða sem um ræðir í b-lið 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008. [Úr H 9. mars 2009 í máli nr. 80/2009.] 8