1 / 7

SRY sex determining region of the Y chromosome

SRY sex determining region of the Y chromosome. Már Egilsson. Sameindalíffræðin. SRY er gen á Y litningi legkökuspendýra og pokaspendýra. Það stýrir myndun eistna og hefur því einnig verið kallað testis determining factor.

tocho
Download Presentation

SRY sex determining region of the Y chromosome

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. SRY sex determining region of the Y chromosome Már Egilsson

  2. Sameindalíffræðin • SRY er gen á Y litningi legkökuspendýra og pokaspendýra. • Það stýrir myndun eistna og hefur því einnig verið kallað testis determining factor. • Það kóðar fyrir próteini sem er HMG umritunarþáttur. Próteinið notar zink-fingursvæði til að stöðga bindingu við DNA. • Virkjar karlsértæk svæði í erfðamengi stofnfruma í kynkirtilsvísum sem liggja í kynkambi fósturs á fjórðu viku fósturþroskunar. • Leiðir til þess að frumurnar mynda eista. • Án áhrifa SRY verður kynkirtilsvísirinn að eggjastokki.

  3. Frá því að próteinið uppgötvaðist árið 1990, hefur reynst erfitt að finna hver skotmörk þess eru innan erfðamengisins og hvernig það stýrir þroskun kynkirtlanna. • Afleiðingar tjáningar próteinsins eru þó vel þekktar. • Þeas þroskun og sérhæfing frumna eistans: • Sertoli frumurnar framleiða Müllerian inhibiting substance sem leiðir til hrörnunar müllerian ducts. • Leidig frumurnar framleiða andrógen sem leiðir til karlgervingar ytri kynfæra.

  4. Vangaveltur • Hafa skal í huga að SRY er ekki eina genið sem hefur áhrif á kynþroska fósturs. Annað þróunarfræðilega eldra gen SOX-9 hefur einnig áhrif á ákvörðun kyns í mönnum og í fleiri tegundum en SRY. • SOX-9 er til staðar í öllum hryggdýrum og er tjáning þess upreguleruð í eistum en downreguleruð í eggjastokkum. • Rannsókn frá Sekido and Lovell-Badge sem var birt í Nature í maí 2008 greinir frá því að Sry binst mögnunarsvæði á geninu SOX-9 sem stýrir svo þroskun Sertoli fruma. • Töluverðar vangaveltur verið uppi um það hvort og þá hvernig tjáning SRY hafi bein áhrif á kynhegðun. • Lahr G et al birtu grein í Molecular Brain Research árið 1996 þar sem tjáningu þess var lýst í músaheilum. • Mayer et al birtu grein í Neurogenetics árið 1998 þar sem þeir lýsa tjáningu á SRY mRNA í mannsheila. • Dewing P et al birtu grein í Current Biology árið 2006 þar sem þeir lýstu tjáningu Sry próteinsins í dópamínergum taugungum í substantia nigra fullorðins nagdýrs.

  5. Aðrar heimildir • Örnólfur Thorlacius. ,,Um nefdýr og pokadýr”. Náttúrufræðingurinn, 1. tölublað 2001, bls 42-54. • Waters et al. ,,Mammalian sex - Origin and evolution of the Y chromosome and SRY”, Volume 18, Issue 3, June 2007, Pages 389-400

  6. Takk fyrir

More Related