330 likes | 457 Views
Notendagjöld af umferð Hreinn Haraldsson Framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Yfirlit. Núverandi staða Hugmyndir og áherslur erlendis Stefnumörkun á Íslandi Íslenskt þróunarverkefni varðandi notendagjöld Starf nefndar samgönguráðherra 2004-2005 Tillögur nefndarinnar.
E N D
Notendagjöld af umferðHreinn HaraldssonFramkvæmdastjóri þróunarsviðs
Yfirlit • Núverandi staða • Hugmyndir og áherslur erlendis • Stefnumörkun á Íslandi • Íslenskt þróunarverkefni varðandi notendagjöld • Starf nefndar samgönguráðherra 2004-2005 • Tillögur nefndarinnar
Ástæður fyrir breytingum - erlendis • Eldsneytisgjald endurspeglar ekki kostnað þjóðfélagsins af ákveðinni þjónustu og tekur ekki tillit til ytri kostnaðar. • Eldsneytisgjald getur mismunað bílaeigendum eftir bílgerð, búsetu o.fl. • Eldsneytisgjald hentar illa við innleiðingu breytinga á samgönguháttum. • Eldsneytisgjald verður ótryggur gjaldstofn í framtíðinni með tilkomu betri bílvéla og nýrra eldsneytisgerða.
Hvað eru notendagjöld af umferð ? • Gjald sem vegfarandi greiðir til endurgjalds fyrir kostnað samfélagsins við að byggja og reka vegakerfið. • Notendagjald er greiðsla fyrir akstur á vegum og götum mælt í eknum km og getur verið misjafnt eftir gerð ökutækis, tíma og stað aksturs.
Stefna ESB • Gjaldtaka af umferð miðist við jaðarkostnað (ytri og innri kostnað sem ein bifreið í viðbót veldur) • Gjaldtakan miðist við stað og stund notkunar á samgöngumannvirkjum.
Líklegustu notendagjöld • Gjald fyrir aðgang að vegakerfinu (bifreiðagjald) • Gjald fyrir ákveðna, afmarkaða notkun á vegakerfinu.
Samsetning notendagjalds • Vegkostnaðargjald, byggt á þyngd ökutækis, öxulþunga, fjöðrunarbúnaði og ekinni vegalengd. • Umhverfisgjald, byggt á gerð vélar (t.d. mengunarflokkar) og eldsneytis og etv. umferðarálagi. • Umferðaróhappagjald, byggt á ytri kostnaði þjóðfélagsins af óhöppum og slysum.
Notkun tekna • Mikilvægt að tekjur af gjöldum tengist kostnaði við vegi, t.d. að umferðaróhappagjaldið fari til endurbóta á slysastöðum. • Notendagjöld eiga að koma í stað núverandi gjalda, svo sem eldsneytisgjalds, en ekki vera hrein viðbót.
Kostnaður samfélagsins – Upphæð veggjalds Dæmi – ekki nákvæmt eða sannreynt: Flutningabifreið í dreifbýli utan annatíma (Evrópa) • Loftmengun 2,1-13,5 kr/km • Loftslagsbreytingar 0,2-1,4 II • Mannvirki 1,9-3,0 II • Hávaði 0,6-3,6 II • Slys 0,2-2,4 II • Umferðartafir 2,3-8,4 II Alls 7,3-32,3 kr/km
Breytileg veggjöld • Mismunandi gjaldsvæði • Mismunandi gjöld innan vikunnar og sólarhringsins • Mismunandi gjöld eftir gerð bifreiðar og orkugjafa • Mismunandi gjöld kalla á ítarlegar upplýsingar til vegfarenda
Ný tækni • Þróun í upplýsingatækni gerir möguleika á nýjum gjaldtökukerfum auðveldari og fljótlegri. • Tollstöðvar verða ónauðsynlegar – greiðsla gegnum netið eða með útsendum innheimtuseðlum. • Stefnt að notkun GPS (Galileo í Evrópu) fyrir staðsetningar og vegalengdarmælingar. • Stefnt að notkun símkerfis (GSM) við aflestur um notkun (hvaða ökutæki – hvaða vegalengd ekin og etv. hvar og hvenær) • Persónuvernd mikilvæg.
Íslenskt þróunarverkefni – áfangi 1 • Samningur Vegagerðarinnar við ND á Íslandi árið 2000 – forverkefni. • Byggt á SAGA ökusírita ND. • Markmiðið að þróa og smíða þráðlausan og sjálfvirkan skráningarbúnað. • Skrá ekna vegalengd með mikilli nákvæmni eftir GPS hnitum og geyma í minni. • Gagnaflutningur til innheimtuaðila um GSM-dreifikerfið og hugbúnaður til að halda utan um akstursveglengdir allra bifreiða í kerfinu. • Niðurstöðurnar jákvæðar, skekkja vegalengdarmælinga t.d. < 1%
Áfangi 2, 2003 - 2004 • Nýr, stór samningur í febrúar 2003. • Lokaþróun ökuritans – fiktvarnir, öryggi og drægni búnaðar, stærra minni o.fl. • Lokaþróun miðlægs stjórnbúnaðar til að ná sjálfvirkt í gögn um eknar vegalengdir úr farartækjum gegnum GSM – kerfið. • Þróun gagnagrunns sem er aðgengilegur af netinu fyrir stjórnendur og skilgreinda aðila. • Einfaldar breytingar ef óskað verður eftir skráningu miðað við stund og stað aksturs. • Tilraunabúnaður settur í 20 flutningabíla frá Eimskip og Samskip og kerfið prófað í 1 ár. • Nú haustið 2004 er verkefninu lokið og lokaskýrsla á næsta leiti
Kostnaður vegna stjórnstöðvar Vélbúnaður • Netþjónar & osleyfi 12 1.800 þús. • GSM mótöld 36 1.100 “ • GSM miðeining 2 400 “ • DB þjónn & osleyfi 1 800 “ • Afritunarstöð & spólur 1 1.000 “ • Afritunarhugbúnaður 1 150 “ • SQL leyfi 1 350 “ SAMTALS 5.600 þús.
Kostnaður vegna stjórnstöðvar Rekstrarkostnaður (mánaðarlegur) • Rekstrarleiga vélbúnaðar 160 þús. • GSM kostnaður ?(samningar) • Hýsing 120 “ • Rekstur – netkerfi 320 “ • Rekstur – EFC kerfi 1.500 “ (1 stöðugildi) • Rekstur – backup af kerfinu 50 “ SAMTALS 2.150 þús. pr. Mán. + GSM kostnaður
Kostnaður vegna stjórnstöðvar Ýmsar tölur • Fjöldi mínútna í GSM-kerfi á mánuði 277.500 • Stærð gagnagrunns fyrir 1 ár 283 Gbyte
Stefnumótun á Íslandi • Samgönguáætlun 2003-2014: Stefnt að sanngjarni og skilvirkri gjaldtöku fyrir afnot af samgöngukerfinu. • Samgönguráðherra hefur ákveðið að unnið skuli að stefnumótun varðandi gjaldtöku af umferð og þátttöku einkaaðila við fjármögnun, uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. • Þessi tvö atriði þurfa ekki að vera samtengd.
Nefnd skipuð 21. júní 2004 • Ingimundur Sigurpálsson, formaður • Birgir Ármannsson, alþingismaður • Hreinn Haraldsson, Vegagerðinni • Magnús Stefánsson, alþingismaður • Stefán Jón Friðriksson, fjármálaráðuneyti Nefndinni var ætlað að leggja grunn að stefnumótun um gjaldtöku og einkafjármögnun umferðarmannvirkja. Nefndin skilaði af sér skýrslu í febrúar 2005
Efni skýrslu • Inngangur • Staða mála • Kostnaður við uppbyggingu umferðarmannvirkja • Tekjuöflun • Framtíðarhorfur • Þróun í Evrópu og ný tækni • Viðhorf í Evrópu • Tæknilegir þættir • Stefnumótun til framtíðar • Veggjöld – gjaldtaka af sérstökum mannvirkjum • Notendagjöld – almenn gjaldtaka til lengri tíma • Innleiðing stefnumótunar • Tímasetning innleiðingar • Persónuvernd • Einkaframkvæmd og fjármögnun umferðarmannvirkja • Lokaorð
Veggjöld - Notendagjöld • Veggjöld eru gjöld sem greidd eru fyrir afnot af einstökum og sérstaklega skilgreindum mannvirkjum (t.d. Hvalfjarðargöng). • Notendagjöld eru gjöld sem greidd eru fyrir afnot af vegakerfinu, mæld eftir eknum kílómetrum (sbr. heitt vatn frá hitaveitukerfinu mælt í rúmmetrum eða rafmagn frá rafveitukerfinu mælt í kílóvattstundum).
Tillögur nefndar • Notendagjöld • Nefndin leggur til að gerð verði kerfisbreyting á innheimtu markaðra tekna til vegamála. Í stað bensíngjalds og olíugjalds, sem nú er lagt á orkugjafa, verði á næstu árum tekin upp notendagjöld sem lögð verði á ekna kílómetra og skal fjárhæð kílómetragjalds taka mið af gerð og þyngd farartækis. Nýtt gjaldheimtukerfi þarf einnig að geta ráðið við gjaldtöku eftir stund og stað aksturs. Tekjur af notendagjöldum þurfa að tryggja að lágmarki sama fjármagn til vegagerðar og núverandi tekjustofnar gera. Mikilvægt er, að gætt sé persónuverndar varðandi þau gögn sem safnað er til innheimtu gjalda fyrir afnot af vegakerfinu. • Nefndin leggur til að nýtt innheimtukerfi byggi á GPS staðsetningartækni til skráningar á eknum kílómetrum í vegakerfinu. Tæknilega er mögulegt að taka slíkt kerfi upp með tiltölulega skömmum fyrirvara og fyrir liggur að í náinni framtíð mun þessi tækni verða tekin upp í Evrópu.
Tillögur nefndar • Veggjöld • Nefndin leggur til að gerð verði úttekt á því hvar unnt er að hraða framkvæmdum í vegamálum með innheimtu sérstakra veggjalda. Nefndin telur þó að því aðeins eigi að taka veggjöld af sérstökum nýjum framkvæmdum að notendum standi til boða val, þ.e. um nýtt samgöngumannvirki gegn gjaldi eða eldri akstursleið án gjaldtöku.
Tillögur - frh. • Einkaframkvæmd – auknar tekjur • Ef unnt á að vera að uppfylla markmið samgönguáætlunar þurfa framlög til vegamála að aukast um ca. 20% á ári frá því sem nú er. Nefndin telur að fjármuna sé unnt að afla annars vegar með einkaframkvæmd sem greidd yrði niður með sérstökum veggjöldum eða samblandi þeirra og beinna framlaga úr ríkissjóði, og hins vegar með auknum tekjum til vegamála í núverandi kerfi eða með notendagjöldum í nýju kerfi, sem nefndin telur að skapi betri möguleika á tekjuöflun á skilvirkan og sveigjanlegan hátt.
Innleiðing notendagjalda í Evrópu Allar þjóðir verða að hafa virk innheimtukerfi starfhæf: • 1. jan. 2009 fyrir bíla >3,5 tonn • 1. jan. 2011 fyrir alla bíla
2005 Mat á kostnaði við innleiðingu og undirbúningur lagasetningar. 2006 Notkun GPS/GSM – mæla heimiluð í lögum. 2007 Allir bílar >5 tonn verði með GPS/GSM mæla. 2009 Allir díselbílar með GPS/GSM – mæli. Olíugjald aflagt og km-gjald taki við. Allir aðrir nýskráðir bílar hafi mæla. 2011 Allir bílar verði með GPS/GSM – mæli 1. janúar og greiði notendagjöld miðað við ekna kílómetra. Bensíngjald aflagt. Hugmyndarammi um innleiðingu á Íslandi