1 / 10

Staða og horfur í efnahagsmálum

Staða og horfur í efnahagsmálum. Sigurjón Þ. Árnason Bankastjóri Landsbankans. Fjármálakreppan og breyttar forsedur. Þrengingar fjármálamörkuðum hafa á örfáum mánuðum þvingað fram gjörbreyttar umhverfi fyrir starfsemi banka og annarra fjármálafyrirtækja

yazid
Download Presentation

Staða og horfur í efnahagsmálum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Staða og horfur í efnahagsmálum Sigurjón Þ. Árnason Bankastjóri Landsbankans

  2. Fjármálakreppan og breyttar forsedur • Þrengingar fjármálamörkuðum hafa á örfáum mánuðum þvingað fram gjörbreyttar umhverfi fyrir starfsemi banka og annarra fjármálafyrirtækja • Margar fjármálastofnanir hafa lent í hremmingum og afskrifað verulegar fjárhæðir vegna skuldabréfavafninga sem m.a. tengjast fasteignalánum í Bandaríkjunum • Óvissan um umfang þessara afskrifta hefur truflað grunnstarfsemi bankakerfisins og leitt af sér vaxtahækkanir og áhættufælni • Eftir því sem þessi þróun heldur áfram aukast líkur á því að fjármálakreppan breytist í almenna efnahagskreppu, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Bretlandi • Við þessar aðstæður er óhjákvæmilegt fyrir banka annað en að draga úr útlánum og endurskoða lánskjör

  3. Ísland er ekki undanskilið Skuldatryggingarálög bankanna 2007 • Þó svo að íslenskir bankar séu að mestu lausir við “sub-prime” vafninga í bókum sínum, hefur lausafjárkreppan engu að síður bitnað á þeim • Jákvæðar fréttir af fjármögnun Kaupþings á NIBC virðast þó hafa snúið þessari þróun við á síðustu dögum með lækkandi CDS álögum • Eftir sem áður stendur að efnahagslegar forsendur fjármálafyrirtækja í heiminum hafa gjörbreyst á nokkrum mánuðum

  4. Hversu hratt kólnar hagkerfið? Áætlaður fjöldi íbúða á höfuðb. svæðinu • Hér heima hefur viðsnúningur enn ekki komið fram á fasteignamarkaði en allt bendir til þess að breytinga sé að vænta fljótlega á þeim vígstöðvum • Vextir á íbúðalánum hafa hækkað hratt að undanförnu sem mun draga úr lánsfjáreftirspurn á fasteignamarkaði • Mikið framboð íbúaðarhúsnæðis flýtir væntanlega fyrir kólnun á fasteignamarkaði þegar á næsta ári • Gengi krónunnar hefur einnig veikst töluvert þrátt fyrir að krónan sé enn fremur sterk í sögulegu samhengi. Veikari króna styður við útflutningsgreinar og dregur úr innflutningi • Stefnan í stóriðjumálum virðist smátt og smátt vera að breytast í átt til meiri varkárni. • Það ber því allt að sama brunni: Hagkerfið mun kólna hraðar en áður var talið Meðaltal 1995 - 2006

  5. Heimatilbúinn vandi • Hingað til hefur höfuðáherslan verið lögð á að berjast við þá verðbólgu sem nú geysar • Óvenjulegar aðstæður gera hagstjórnina flóknari • Alþjóðavæðingin og útrás bankanna • Stóriðjuframkvæmdir og innrás vinnuaflsins • Húsnæðislánabyltingin og bankarnir • Ríkisfjármálin og skattalækkanir • Erlend lausafjárkreppa • Við þetta má síðan bæta óvenjulegum að stæðum í heiminum og íslenskum sérkennum t.d víðtækri notkun verðtryggingar og föstum vöxtum á íbúðalánum

  6. Mælikvarðinn á stöðugleika er allt of þröngur • Stöðugleiki í efnahagsmálum er almennt talinn líklegasta umhverfið til að skapa sem mestan og jafnastan hagvöxt og þar með efnahagslega velferð • Efnahagsstöðugleikinn er því fyrst og fremst leið að lokamarkmiðinu og verðbólgan ein af þeim lykilbreytum sem skipta máli • Lág og stöðug verðbólga er notuð sem skilgreining á efnahagslegum stöðugleika • Með því að horfa eingöngu á verðbólguna og nota einungis vexti til að halda verðbólgunni í skefjum hefur skapast gífurlegt álag á gengi krónunnar • Gríðarlegar sveiflur í gengi krónunnar eru ekki stöðugleiki • Spennan sem þetta veldur í útflutnings- og samkeppnisgreinum getur hreinlega unnið gegn stöðugleikanum til lengri tíma • Með því að hækka vexti endalaust til að slá á verðbólgu, sem við íslenskar aðstæður þýðir að krónan styrkist og styrkist, er í raun hætta á því að í stað þess að skapa stöðugleika snúist lækningin upp í andhverfu sína • Hættan er sú, að lækningin gangi að sjúklingnum dauðum. Það er ekki góð læknisfræði

  7. Gengissveiflur bitna á fjármálafyrirtækjum • Sú staðreynd að vextir Seðlabankans hafa ekki sama slagkraft og æskilegt væri gerir framkvæmd peningastefnunnar óvenju flókna vegna hliðaráhrifa á sveiflur í gengi krónunnar og þar með samkeppnisskilyrði atvinnulífsins • Eftir því sem fjármálageirinn stækkar og verður stærri hluti hagkerfisins verða neikvæð áhrif þessara gengissveiflna mikilvægari • Fáar atvinnugreinar eru viðkvæmari fyrir sveiflum af þessu tagi og einmitt fjármálafyrirtæki • Í þeim skilningi eru bitleysi peningastefnunnar sérlega bagalegt fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og að sama skapi hafa fáir jafnmikla hagsmuni af því að finna viðunanadi lausn og fjármálafyritækin

  8. Hver er hinn raunverulegi vandi? • Síðan má auðvitað spyrja hversu mikill verðbólguvandinn raunverulega er • Er virkilega réttlætanlegt að eyða jafn miklu púðri og gert hefur verið til þess að berjast gegn hækkunum húsnæðisverðs sem að einhverju leyti áttu fullan rétt á sér? • Frá því verðbólgumarkmið var tekið upp fyrir tæpun sjö árum hefur verðbólgan verið 4,7% og 3,2% án húsnæðis Verðbólga 2001 - 2007 Heimild: Hagstofa Íslands

  9. Hverju má fórna til fyrir markmið Seðlabankans? • Peningastefnunni til varnar hefur verið nefnt að aðstæður hafi verið óvenju erfiðar • Þetta kann að vera rétt, en getur það verið réttlætanlegt að keyra hagkerfið í djúpa niðursveiflu eins og spá Seðlabankans gerir ráð fyrir, til þess að ná verðbólgunni niður? • Ég er mjög efins um að við séum á réttri braut og óttast að það kerfi sem við höfum byggt upp geti ekki gengið nema við séum tilbúin til að sætta okkur við minni hagvöxt en í okkar nágrannalöndum • Um leið og efnahagsuppsveifla fer í gang neyðist Seðlabankinn til að hækka vexti af miklum krafti sem styrkir gengið vegna fjármagnsinnflæðis eins og við höfum séð síðustu árum • Á endanum fellur svo gengið og verðbólgukippur fylgir í kjölfarið sem kallar á hærri vexti og svo koll af kolli

  10. Hvað er til ráða? • Mestu skiptir að koma á jafnvægi í efnahagsmálum sem fyrst • Hófsamir kjarasamningar á næstu mánuðum eru lykilatriði í því sambandi • Ríkið verður að styðja betur við stefnu Seðlabankans. Sérstaklega skiptir miklu máli að ekki myndist togstreyta eins og gerst hefur milli Seðlabankans og Íbúðalánasjóðs varðandi vexti á fasteignamarkaði • Þegar betra jafnvægi hefur skapast í efnahagsmálum er óhjákvæmilegt annað en að skoða með opnum huga hvort núverandi fyrirkomulag í gjaldeyrismálum er ásættanlegt sem langtímalausn fyrir íslenskt efnahagslíf • Er hugsanlegt að hægt sé að bjóða upp á fyrirkomulag þar sem neytendur geta einfaldlega valið þá mynt sem þeir nota í sínum daglegu viðskiptum? • Slík lausn er á margan hátt raunhæfari hér á Íslandi en í flestum öðrum löndum vegna víðtækrar notkunar rafrænna greiðslumiðla

More Related