190 likes | 409 Views
Trúmál. Leiðsöguskóli Íslands Íslenskt samfélag – ÍSA 101. Sögulegt yfirlit. Írskir munkar voru búsettir á Íslandi þegar landið var numið árið 874. Meirihluti landsnámsmanna voru heiðnir og dýrkuðu norræn goð (Óðinn, Þór, Freyju o.fl.).
E N D
Trúmál Leiðsöguskóli Íslands Íslenskt samfélag – ÍSA 101 Steinn Jóhannsson
Sögulegt yfirlit • Írskir munkar voru búsettir á Íslandi þegar landið var numið árið 874. • Meirihluti landsnámsmanna voru heiðnir og dýrkuðu norræn goð (Óðinn, Þór, Freyju o.fl.). • Á fyrri hluta 10. aldar komu kristnir trúboðar til landsins og brátt skiptist þjóðin í 2 fylkingar. • Þorgeir ljósvetningagoði var fenginn til að úrskurða í deilu heiðinna og kristinna á Alþingi árið 1000 og ákvað hann að öll þjóðin skyldi skírast til kristinnar trúar. Steinn Jóhannsson
Sögulegt yfirlit • Tvö biskupsdæmi voru stofnuð. • Í Skálholti árið 1056 (Ísleifur Gissurason) og á Hólum 1106 (Jón Ögmundsson). • Siðaskiptin urðu árið 1540 og síðasti kaþólski biskupinn, Jón Arason, var hálshöggvinn 1550. • Upp frá því hefur mótmælendatrú (Lútherstrú) verið ríkistrú Íslendinga. Steinn Jóhannsson
Sögulegt yfirlit • Nýja testamentið var fyrst þýtt á íslensku árið 1540 af Oddi Gottskálkssyni. • Fyrsta biblían var prentuð á Íslandi árið 1584 af Guðbrandi Þorlákssyni biskup á Hólum. • Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru ortir á 17. öld. • Biskupsstóllinn í Skálholti var lagður niður á seinni hluta 18. aldur og fluttur til Reykjavíkur. • 1801 var Hólastóll lagður niður og landið varð eitt biskupsdæmi með aðsetur í Reykjavík. Steinn Jóhannsson
Sögulegt yfirlit • Prestaskólinn var stofnaður 1847 en hann varð undanfari Háskóla Íslands. • Stjórnarskráin 1874 tryggði trúfrelsi á Íslandi. • Snemma á 20. öldinni urðu sálarrannsóknir og spíritismi mikilvægar stefnur í þjóðfélaginu. Steinn Jóhannsson
Sögulegt yfirlit • Í byrjun 20. aldarinnar voru nokkrir fríkirkjusöfnuðir stofnaðir og eru þeir nú þrír: • Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan í Hafnarfirði og Óháði söfnuðurinn. • Þeir byggja á sömu játningum og helgisiðum og þjóðkirkjan en eru fjárhagslega og stjórnunarlega sjálfstæðir. Steinn Jóhannsson
Sögulegt yfirlit • Biskup Íslands er Karl Sigurbjörnsson (frá 1998) og er hann æðsti yfirmaður kirkjunnar. Hann hefur umsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. • Vígslubiskupar eru 2, á biskupsstólunum fornu, Skálholti og Hólum. Þeir hafa umsjón með kristnihaldi í sínum umdæmum og eru biskupi Íslands til aðstoðar. Steinn Jóhannsson
Þjóðkirkjan og aðrir söfnuðir 2010 • 39 trúfélög skrá á Íslandi • 247 þúsund í þjóðkirkjunni (77,6% landsmanna). • Flestir skráðir úr þjóðkirkjunni árið 2010, 5096 (1.982 = 2009) og úr Fríkirkjunni í Reykjavík (111) • Flestar nýskráningar í Kaþólsku kirkjuna árið 2010 eða 653 (4629 árið 2006) og í Fríkirkjuna í Reykjavík (621) Steinn Jóhannsson
Ýmis trúfélög 2010 • Ásatrúarfélag 1.700 • Kaþólska kirkjan 10.207 • Vottar Jehóva 701 • Félag Múslima á Íslandi 370 • Búddistafélag Íslands 925 • Kirkja s.d. aðventista á Íslandi 760 • Baptistakrikjan 30 • Íslenska Kristskirkjan 294 Steinn Jóhannsson
Kirkjusókn á Íslandi • Um 10-12% landsmanna fara í messu einu sinni í mánuði eða oftar. • Þó svo að kirkjusókn sé lítil hér á landi er mikil þátttaka í kirkjulegum athöfnum á stórhátíðum eins og á jólum, páskum og við skírn og fermingu barna. • Um 94% barna eru skírð og fermd en hlutfallið hefur minnkað örlítið síðustu ár. • Reykjavíkurprófastsdæmi eystra það stærsta í landinu með 65.400 sóknarbörn • Grafarvogsprestakall það stærsta í landinu með 13.736 sóknarbörn. Steinn Jóhannsson
Íslensk þjóðtrú • Trú á álfa og huldufólk, tröll og dverga, drauga og skrímsli. • Ásatrúin og víkingasamfélagið. • Tröll sem verða að klettum ef sól skín á þau. • Draugar sem ofsækja menn. • Sæskrímsli í ám og vötnum (Lagarfljótsormurinn á Egilsstöðum) Steinn Jóhannsson
Álfar – Huldufólk • Í Snorra-Eddu er sagt frá ljósálfum sem voru mjög fríðir og góðviljaðir. Þeir bjuggu í Álfheimi sem var staðsettur á himni, í nágrenni við goðheim. • Einnig er sagt frá dökkálfum, sem voru illa innrættar verur og voru búsettar niðri í jörðinni eins og dvergarnir. • Að frátalinni Snorra-Eddu um Álfheim ber öllum upprunasögnum saman um það að heimkynni huldufólks séu í jörðinni. Steinn Jóhannsson
Álfar – Huldufólk • Íslensk þjóðtrú gerir lítinn sem engan mun á álfum og huldufólki. • Helst mætti nefna að huldufólkið standi þjóðtrúnni nær, en álfarnir skáldskapnum. • Huldufólkið virðist líkara mannfólki í útliti og klæðaburði en álfarnir sagðir bera meira á í klæðnaði og híbýlum. • Álfar geta ýmist verið góðir eða illir en huldufólk virðist hvorki vera gott né illt að upplagi heldur sýni góðar eða slæmar hliðar eftir tilefnum. Steinn Jóhannsson
Álfar – Huldufólk • Margar sögur eru til af ástum á milli álfa og manna. • Annars vegar eru það sögur af ungum heimasætum sem lentu í ógæfulegum ástarævintýrum með fallegum huldusveinum og urðu barnshafandi. • Hins vegar eru það sögur af ástarsambandi karla og álfakvenna sem stundum lögðu á þá ýmsa ógæfu ef þeir sviku þær á einhvern hátt eða stóðu ekki undir væntingum. Steinn Jóhannsson
Álfar – Huldufólk • Sumir Íslendingar trúa staðfastlega á ýmsar yfirnáttúrulegar verur og enn aðrir neita algjörlega að þær séu til. • Meirihluti Íslendinga vill þó ekki gefa mikið út á álfatrú. Þeir segja að þeir hafi ekki séð álfa en vilji þó ekki útiloka að þeir séu til. • Margar sögur eru til um vegaframkvæmdir sem hafa stöðvast eða verið breytt vegna óútskýrðra vandamála við að sprengja upp einhverja hóla eða steina. Steinn Jóhannsson
Álfar – Huldufólk • Sem dæmi má nefna Álfhólinn í Kópavogi og álfahól í Leirdal. • Álfhóllin er kunnasti bústaður álfa í Kópavogi. Við hann er Álfhólsvegur kenndur en sá vegur sveigir fyrir hólinn. Þrisvar sinnum á síðustu öld (um 1937, 1947 og við lok níunda áratugarins) átti að leggja veginn, síðar að breyta honum og svo að hækka upp. Ávallt kom e-ð upp á (vélar og verkfæri biluðu og skemmdust) svo að í hvert skipti var gefist upp á að ryðja hólnum burt. Steinn Jóhannsson
Álfar – Huldufólk • Að lokum var öllum áætlunum um að ryðja hólnum burt hætt og ákveðið að láta Álfhól í friði. • Sögunni lýkur þó ekki hér því að lóð sem liggur að hólnum var úthlutað til húsbyggingar. Sá sem fékk lóðina skilaði henni til baka og vildi ekki gefa upp ástæður. Enginn hefur viljað taka við lóðinni og byggja þar hús og því hefur hún verið þurrkuð út af skipulagi. Steinn Jóhannsson
Álfabærinn Hafnarfjörður • Í Hafnarfirði er boðið upp á reglubundnar göngu- og skoðunarferðir um álfaslóðir í Hafnarfirði. Kort af álfabyggð Hafnarfjarðar er innifalið í ferðinni sem Erla Stefánsdóttir sjáandi tók saman. • Erla segir að Hafnarfjörður sé bær manna og hulduvera. Það sé hægt að skynja álfaverur í hverjum húsagarði en þó sé hraunið sérlega lifandi með dvergum og alls kyns álfaverum. Steinn Jóhannsson
Heimildir • Jón Ó. Ísberg og Ólafur Gränz (ritstj.) 2000. Ísland: The New Millennium Series. Reykjavík, Carol Nord ehf. • Jóhannes Nordal og Valdimar Kristinsson (ritstj.) 1996. Iceland: The Republic. Reykjavík, Seðlabanki Íslands. • Heimasíða Hagstofunnar: www.hagstofa.is • Landshagir 2008 • Álfar og huldufólk: www.ismennt.is/vefir/ari/alfar/ Steinn Jóhannsson