60 likes | 252 Views
Helena. Óli. Hinrik. Haförn er um 70-90 sm langur og vænghaf hans er 200 -240 sm. Fuglinn vegur um 5 kg. Karfuglar eru mun minni en kvennfuglar. Haförninn hefur breiða ferhyrnda vængi og stórt höfuð.
E N D
Helena Óli Hinrik
Haförn er um 70-90 sm langur og vænghaf hans er 200 -240 sm. Fuglinn vegur um 5 kg. Karfuglar eru mun minni en kvennfuglar. Haförninn hefur breiða ferhyrnda vængi og stórt höfuð.
Fullorðinn örn er brúnn en höfuð og háls er ljósara, stélið er hvítt og goggur og fætur gulir. Á ungum fuglum er stél og goggur dökkt og stélið verður hvítt með svartri rönd þegar fuglinn eldist. Ernir verða kynþroska 4 til 5 ára gamlir.
Ernir parast fyrir lífstíð og þegar annar fuglinn fellur frá þá getur tekið hinn mörg ár að finna nýjan maka. Ernir gera sér stundum hreiður í hrúgu af kvistum í tré eða á klettasyllum.
Ernir verpa einu til þremur eggjum og líða nokkrir dagar á milli eggjanna. Ernir fara að liggja á þegar einu eggi er orpið og álegutíminn er 35 dagar. Ungarnir verða fleygir um 10 vikna gamlir.
Foreldrarnir þurfa að mata ungana fyrstu 5-6 vikurnar en eftir það rífa þeir sjálfir í sig bráðina. Algengast er að aðeins einn ungi komist upp í arnarhreiðri, tveir ungar komast upp í þriðja hverju hreiðri.