90 likes | 184 Views
Hugleiðingar um upplýsingaleikni Fundur SFA, 10. okt. 2003. Sveinn Ólafsson, M.Sc. bókasafns- og upplýsingafræðingur. Upplýsingaleikni. Almenn skilgreining: Að vinna með upplýsingar Það er: Að ná í þær, meta þær, vinna úr þeim og setja þær fram
E N D
Hugleiðingar um upplýsingaleikniFundur SFA, 10. okt. 2003 Sveinn Ólafsson, M.Sc. bókasafns- og upplýsingafræðingur
Upplýsingaleikni • Almenn skilgreining: Að vinna með upplýsingar • Það er: Að ná í þær, meta þær, vinna úr þeim og setja þær fram • Hvernig snertir þetta starf almenningsbókasafna? • Fulltrúar sveitarstjórnar varðandi margs kyns þjónustu, almennings, skólabarna og geymslustaðir fyrir bækur og önnur gögn • Varðar einnig sérstöðu sveitarstjórna
Almenningsbókasöfn sem upplýsingamiðstöðvar í Evrópu • Almenningsbókasöfn eru víða náttúrulegur viðkomustaður þeirra sem ætla að ná sér í hvers kyns upplýsingar • Í Bretlandi, Danmörku og víðar eru þau skilgreind sem upplýsingastöðvar (information nodes) fyrir opinberar upplýsingar • Víða er nú safnað staðbundnum upplýsingum frá bókasöfnum, skjalasöfnum, minjasöfnum (byggðasöfnum) listsöfnum og öðrum upplýsingum sem snerta byggð, hérað eða svæði • Er eðlilegt að almenningur nálgist þær upplýsingar á bókasafninu, eða á að veita aðgang annars staðar?
Almenningsbókasöfn sem upplýsingamiðstöðvar á Íslandi • Í upplýsingastefnu ríkisstjórnarinnar frá 1995 er þetta að finna: • allir Íslendingar skulu hafa tækifæri til að afla sér þekkingar og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem upplýsingasamfélagið hefur að bjóða. • að menntun í upplýsingatækni verði efld á öllum skólastigum og ávallt sé fyrir hendi sérþekking á háu stigi á þeim sviðum sem mesta þýðingu hafa. Ísland og upplýsingasamfélagið: drög að framtíðarsýn (1995), bls. 8.
Skólabókasöfn og upplýsingastefna ríkisstjórnarinnar Í Í krafti upplýsinga er lögð áhersla á að notkun skólasafna og annarra upplýsingaveitna muni aukast í réttu hlutfalli við aldur nemenda, og að lögð verði áhersla á sjálfstæði nemenda í upplýsingaleit. Einnig tekið fram að starf bókasafnsfræðinga og skólasafnakennara muni í enn ríkara mæli beinast að því að kunna skil á upplýsingaveitum á margmiðlunardiskum, gagnabönkum og Internetinu, og að það sé forgangsverkefni að búa skólasöfnin sem fyrst tækjabúnaði og mannskap til að rækja hlutverk sitt sem miðstöðvar upplýsinga. Í krafti upplýsinga: tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni: 1996-1999 (1996), bls. 18.
Almenningsbókasöfnin sem menntamiðstöðvar • Almenningsbókasöfn hafa alltaf verið menntamiðstöðvar • Hafa fengið æ formlegri hlutverk, sérstaklega þar sem safnið er eina stóra bókasafnið • Skólanemar á öllum stigum eru iðinn notendahópur • Aukinn fjöldi fjarnema eykur þörf • Betri aðstaða á síðustu árum hefur oft veitt tækifæri á að sinna þessum hópum
Menntamiðstöðvar sem sinna ólíkum hópum • Nemar eru hópar með ólíkar þarfir • Hlutverk bókavarðar þættast saman við hlutverk kennara • Hvenær er bókavörður að kenna upplýsingaleikni og hvenær að kenna um eitthvað sérefni? • Er meiri samþætting æskileg?
Almenningsbókasöfnin sem kennslumiðstöðvar? • Eftir því sem safnið tekur þetta hlutverk meira að sér, þarf safnið að hafa þjálfara • Þarf ekki að hafa fólk við það í fullu starfi • Hægt að kalla inn kennara eða leiðbeinendur til að kenna upplýsingaleikni almennt, þjálfa við einstakar upplýsingar • Verður alltaf að gerast í einhverju samstarfi við skólastofnanir á svæðinu
Sjálfstæði safnanna • Mismunandi áherslur hvers sveitarfélags eru eðlilegar • Endurspeglast í söfnunum • Mismunandi aðstæður þýða ekki að lítil söfn þurfi að leggja minni áherslu á upplýsingaleikni, en velja aðrar leiðir til að kenna hana og kynna