270 likes | 450 Views
Tvítyngi er hið besta mál þegar málin styrkja hvort annað. Elín Þöll Þórðardóttir, Ph.D. School of Communication Sciences and Disorders Faculty of Medicine McGill University, Montreal elin.thordardottir@mcgill.ca. Málþroskaröskun. Skertur málþroski miðað við aldur Orsakir:
E N D
Tvítyngi er hið besta mál þegar málin styrkja hvort annað Elín Þöll Þórðardóttir, Ph.D. School of Communication Sciences and Disorders Faculty of Medicine McGill University, Montreal elin.thordardottir@mcgill.ca
Málþroskaröskun • Skertur málþroski miðað við aldur • Orsakir: • Líffræðilegir þættir • Umhverfi – reynsla, örvun • Fjöldi tungumála? • Hvenær og hvernig börn læra annað mál?
Rannsóknir á málþroskaröskunum: • Eðli tungumálsins og hvernig það lærist • Mikilvægi tungumálsins í daglegu lífi • Mikilvægi tungumálsins í námi • Tengsl talaðs máls og lestrar • Tengsl málþroska og námserfiðleika • Kennsluaðferðir, málörvun • Einstaklingsmiðuð kennsla
Tvítyngi í Kanada • Tvö opinber tungumál: enska og franska • 17.7% kanadamanna geta haldið uppi samræðum á báðum málunum • 0.4% kanadamanna hafa bæði tungumálin sem móðurmál Statistics Canada,2001
Tvítyngi í Quebec • Frönskumælandi nema borgin Montreal, þar sem enska er einnig algeng • Quebec: 10% nemenda í skólum eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku • Montreal: 43.5% nema í frönskum skólum eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku • 148 móðurmál meðal nemenda í frönskum skólum Statistics Canada, 2001; Ministère de l’éducation, 2005;Meillleur, 2005
Skólar í Kanada • Enskir og franskir skólar • “immersion programs” • Enskir skólar þar sem kennt er að hluta á frönsku • “immersion programs” ekki til í frönskum skólum • Í Quebec eru allir innflytjendur skyldaðir til að fara í franska skóla
Spurningar sem þarfnast svara: • Eru tengls milli tvítyngis og málþroskaraskana? • Er ástæða til að ráðleggja sumum börnum að forðast tvítyngi eða fresta því? • Á hvaða máli eiga talmeinafræðingar að vinna? • Móðurmáli barnsins? • Máli skólans? • Öðru málinu eða báðum?
Hvað er móðurmál? • Fyrsta mál barnins (L1) • Mál foreldra barnsins • Það mál sem barninu er tamast • Þetta getur breyst (t.d. Kohnert,Bates & Hernandez, 1999) • Það mál sem sem barnið tengist nánar • Móðurmál margra tvítyngra barna er tvítyngi (t.d. Grosjean, 1989)
Veldur tvítyngi málþroskaröskun? • Allar tiltækar rannsóknir benda til þess að svo sé ekki: • Börn með málþroskaröskun ná góðum árangri í tvítyngdum leikskólum (Bruck, 1982; 1986) • Málvillur tvítyngdra barna með málþroskaröskun eru ekki fleiri eða alvarlegri en málvillur eintyngdra barna (Paradis & Crago, 2000; 2003)
Veldur tvítyngi málþroskaröskun? • Börn með Downs heilkenni geta náð jafn góðum tökum á 2 málum og einu (Kay-Raining Bird, Cleave, Trudeau, Elin Thordardottir, Sutton & Thorpe, 2005) • Talmeinameðferð á tveimur málum samtímis virkar betur en eintyngd meðferð (Elin Thordardottir, Ellis Weismer & Smith, 1997)
Elin Thordardottir, Ellis Weismer & Smith (1997). Child Language Teaching and Therapy, 13, 215-227.
Elin Thordardottir, Ellis Weismer & Smith (1997). Child Language Teaching and Therapy, 13, 215-227.
Áhersla á bæði málin í talmeinameðferð: • Viðhorf til móðurmáls barnsins og tvítyngis, og virðingarstaða móðurmálsins hafa mikil áhrif á árangur tvítyngdra barna (Gardner & Lambert, 1959) • Gerir barninu kleift að nota alla tiltæka þekkingu sína til að tjá sig og auka við þekkingu sína • Áhersla á bæði málin er hvetjandi
Barnið þarf að viðhalda og auka þekkingu sína á báðum málunum • Afleiðingar þess fyrir börn að missa niður móðurmál sitt: • samskiptahæfni • menningararfur (t.d. Kohnert et al., 2005; Anderson, 2004; McCardle et al., 2005; Wong & Fillmore, 1991; Cummins, 1989, Elin Thordardottir et al., 1997)
Tvítyngd börn læra ný orð hraðar ef þau eru kennd fyrst á móðurmálinu (Perozzi & Sanchez, 1985, Kiernan & Swisher, 1990) • Tvítyngd talmeinameðferð virkar betur en eintyngd meðferð (Elin Thordardottir et al., 1997) • Kennsla á báðum málunum leiðir til betri árangurs í námi en kennsla sem er einskorðast við annað málið (Thomas & Collier, 1996; Slaving & Cheung, 2003)
Hvað ræður getu barna til að læra nýtt tungumál? • Móðurmálskunnátta: • Margar rannsóknir (en ekki allar) hafa sýnt fram á tengsl getu í móðurmáli og getu í öðru máli (sjá yfirlit í Restrepo, 2005) • Markviss örvun móðurmálsins eykur fremur en hindrar framfarir á öðru máli (t.d. Campos, 1995) • Góður grunnur á móðurmálinu góð undirstaða fyrir lærdóm á öðru máli (Castilla & Resrepo, 2005; Restrepo, 2005;Gutierrez-Clellen & Kreiter, 2003)
Aðferðir við tvítyngda málörvun: • Tvítyngdir talmeinafræðingar • Þegar því verður ekki við komið: • Þátttaka foreldra • Þátttaka túlka og tvítyngds aðstoðarfólks • Áhersla á reynsluheim og menningararf barnsins • Virðing fyrir móðurmáli og menningu barnsins • Ekki leggja áherslu á að barnið tali eingöngu annað hvort málið
Meðallengd segðar (MLU) eintyngdra ensku- og frönskumælandi barna: Elin Thordardottir (2005). International Journal of Language and Communication Disorders, 39, 243-278
Orðaforði eintyngdra ensku- og frönskumælandi barna: Elin Thordardottir (2005). International Journal of Language and Communication Disorders, 39, 243-278.
Orðaforði (skilningur) eintyngdra og tvítyngdra barna með eðlilegan málþroska: Elin Thordardottir, Rothenberg, Rivard & Naves (in press). Journal of Multilingual Communication Disorders
Málskilningur eintyngdra og tvítyngdra barna með eðlilegan málþroska: Elin Thordardottir, Rothenberg, Rivard & Naves (in press). Journal of Multilingual Communication Disorders
Orðaforði (tjáning) eintyngdra og tvítyngdra barna með eðlilegan málþroska: Elin Thordardottir, Rothenberg, Rivard & Naves (in press). Journal of Multilingual Communication Disorders.
Mat á málþroska tvítyngdra barna: • Mælitæki og viðmið fyrir eintyngd börn gilda ekki • Þegar málþroski er mældur á öðru hvoru málinu um sig er hann ekki sambærilegur við staðla fyrir eintyngd börn • Börn sem eru nálægt því að vera jafnvíg á bæði málin mælast fjær eintyngda staðlinum
Tvítyngd börn með eðlilegan tvítyngdan málþroska geta verið alllangt á eftir eintyngdum jafnöldrum í þroska á hvoru málinu um sig, en standa jafnfætis eða framar eintyngdum börnum þegar allt er talið • Tvítyngd börn geta virst vera með málþroskaraskanir þótt sú sé ekki raunin • Mat á málþroska tvítyngdra barna verður alltaf að taka mið af báðum málunum
Hugsanleg úrræði • Öll börn ráða við að læra tvö mál að svo miklu leyti sem þau ráða við eitt • En það tekur lengri tíma að læra tvö mál • Þess vegna eru tengsl málþroska og aldurs önnur hjá tvítyngdum börnum en eintyngdum • Þess vegna gæti meiri sveigjanleiki í skólum hentað þeim (t.d. skólar sem ekki hafa stíft bekkjakerfi, og hægt er að laga að þörfum einstakra barna)
Styrkaraðilar: McGill háskóli FCAR Aðstoðarfólk og nemar: Rebecca Naves Charles Fugère Alyssa Rothenberg Marie-Eve Rivard Julia Levy