E N D
EUROPROF - ÍSLAND 2009EuroprofersamstarfsverkefniávegumComeniusaráætlunarEvrópusambandsins. 7 löndíEvrópu taka þáttíþessuverkefnisemhófstárið 2006 oglýkur 2009.EitthelstamarkmiðEuroprofverkefnisinseraðeflakennaranemaífjölmenningarlegrifærni. Evrópusambandið styrkir þátttakendur þannig að ferða- og dvalarkostnaður er greiddur.
Flaug til London, tók síðan Eurostar lestina til Parísar, það tók 3 klst. og loks lest í 2 ½ klst. til Rennes, yndislegrar 200þús. manna borgar á Bretagne skaganum í Frakklandi. Þinghúsið í Rennes Til hægri er Musée de Bretage, nýleg stórkostleg safnbygging Bretagne er frægt fyrir litskrúðugt postulín
Við komum frá 7 löndum: Englandi, Danmörku, Litháen, Póllandi, Austurríki, Ítalíu og Íslandi, 2 nemar frá hverju landi nema 1 frá Íslandi, alls 12 manns (1 forfallaðist á Ítalíu)
Til að hrista saman hópinn var farið í “fjársjóðsleit” í miðborg Rennes þar sem við “fundum” ýmsar þekktar byggingar borgarinnar og áttuðum okkur aðeins á staðháttum. Frakkarnir fá seint verðlaun fyrir skipulagshæfileika. Ef kennari hefði ekki fylgt okkur, þá værum við enn að leita að “fjársjóðunum”.
Hópnum var síðan skipt niður í smærri hópa sem fóru ýmist í grunnskóla eða menntaskóla. Ég fór ásamt Dana og Ítala í menntaskóla, Lycée René Descartes.Þar vorum við með kynningu á löndum okkar, sögðum frá ýmsu varðandi þjóðir okkar og svöruðum spurningum nemenda sem spurðu margs um Ísland og Danmörku, Ítalía er nær þeim svo þeir þekktu það land meira. Við vorum síðan á áhorfi í ensku hjá nokkrum hópum sem kennarinn sem við fylgdum, Fabrice Bouchet, kenndi. Einnig var ég í áhorfi í tíma í frönskum bókmenntum. Lise kynnir Danmörku fyrir frönskum menntskælingum. Það voru 2 tölvustofur í skólanum, skjávarpar voru ekki í öðrum stofum þannig að panta varð þessar stofur fyrir kynningar okkar.
Í “heimaskólanum mínum” Marco kennaranemi frá Ítalíu, Þórleif og Fabrice Bouchet, enskukennari
Hæfir kennarar, með fjölbreyttar kennsluaðferðir • Kennarar mjög duglegir að nota markmálið í tímum • Áhugavert kennsluefni sem kennarar velja út frá námsvali nemenda (brautum) • Nemendur allan daginn í sömu stofu nema raungreinum (menntaskóli) • Mötuneyti fyrir nemendur og kennara • Matartíminn er 1 ½ klst. frá 12:30 – 14 • SAMT GETA NEMENDUR EKKI TJÁÐ SIG Á ENSKU ! • Ekkert máláreiti í ensku, • allt sjónvarpsefni er talsett. • Öll tölvuforrit sem þeir nota eru á frönsku. • Nemendur virðast ekki sjá neinn tilgang í því að læra ensku ! Fabrice Bouchet að kenna ensku
Við heimsóttum einnig grunnskóla í Rennes,collège public François Truffaut • Collège er unglingadeild, fyrir 11-16 ára • Sátum í áhorfi í enskutíma hjá 12 ára nem. • Kennari notaði nær eingöngu markmálið • Leikir mikið notaðir í kennslunni • Mikið lagt upp úr því að nem. tjái sig sem mest Mme Le Rouzic, enskukennarinn, spurði grimmt en var svo snögg að skipta yfir í leik með nemendunum
Við skoðuðum m.a. aðstöðu kennara, íslenskum kennurum þætti hún trúlega ekki neitt sérstök. • Við spjölluðum mikið við kennarana sem gáfu sér góðan tíma til að fræða okkur og vildu einnig fræðast af okkur um lönd okkar. • Niðurskurðartillögur forsetans, Sarkozy, voru mikið ræddar. • Allsherjarverkfall opinberra starfsmanna var boðað þ. 29. jan. sl. í Frakklandi Veronique bókm.kennari í öðru vinnuherbergi kennara í Lycée Descartes Collège Betton, vinnuaðstaða kennara
MÓTMÆLI OPINBERRA STARFSMANNA Í RENNES 29. jan. 2009 Ég tók auðvitað þátt í mótmælunum Gífurleg stemming og mikil upplifun
Frábær reynsla,bæði að kynnast kennurum í grunnskóla, menntaskóla og háskóla og fræðast um kennsluhætti Frakkaog ekki síður, að kynnast kennaranemum frá öðrum löndum Evrópu , nú á maður vísar gistingar víða um Evrópu... Alþjóðlega kvöldið, allir komu með eitthvað matarkyns frá sínu heimalandi. Og auðvitað lærðum við að baka crêpes, sérrétt Bretagnebúa. Ég bauð upp á íslenskt brennivín og sælgæti, það fór misvel í fólkið þetta fyrra. Frétti það daginn eftir...