1 / 40

Skipulag skólamálanna

Skipulag skólamálanna. Þorvaldur Gylfason 10. apríl 2008. Tvö mál á dagskrá. Áhrif menntunar á hagsæld Er menntun sá aflvaki hagvaxtar um heiminn, sem af er látið? Svarið er: Já , svo virðist vera Skipulag skólamála

airell
Download Presentation

Skipulag skólamálanna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skipulag skólamálanna Þorvaldur Gylfason 10. apríl 2008

  2. Tvö mál á dagskrá • Áhrif menntunar á hagsæld • Er menntun sá aflvaki hagvaxtar um heiminn, sem af er látið? • Svarið er: Já, svo virðist vera • Skipulag skólamála • Úr því að menntun eykur hagsæld til langs tíma litið, hvað þarf til að tryggja, að menntun sé ekki látin sitja á hakanum? • Svarið er: Meira fé, betra skipulag

  3. Áhrif menntunar á hagsæld Byrjum í Singapúr LeeKwanYew, forsætisráðherra Singapúrs 1959-91 segir í sjálfsævisögu sinni: „Ég trúði því þá, að auður þjóðar færi einkum eftir landsvæði og náttúruauði, hvort heldur um væri að ræða ræktanlegt land … eða verðmæta málma, eða olíu eða jarðgas. Það var ekki fyrr en ég hafði gegnt embættinu í nokkur ár, að ég gerði mér grein fyrir því, að … það, sem skiptir sköpum, er fólkið sjálft, gerð þess og geta, menntun þess og þjálfun.”

  4. Helztu þættir þjóðarauðs Eðlisauður • Framleiðslutæki, sbr. Karl Marx og þá Náttúruauður • Land, olía, málmar, fiskur í sjó o.s.frv. Mannauður • Menntun, starfsþjálfun, heilbrigði Félagsauður • Innviðir, t.d. lýðræði, eignarréttur o.fl.

  5. Helztu þættir þjóðarauðs ! Félagsauðinn er ókleift að meta til fjár

  6. Mannauður, menntun og hagvöxtur Menntun er fjárfesting Menntun og heilbrigði skipta sköpum fyrir lífskjör almennings um allan heim Skiptir menntun einnig máli fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins? • Mannauður örvar hagvöxt • Menntun og heilbrigði efla mannauðinn og þá um leið hagvöxt til langs tíma litið • Lífskjör almennings ráðast af hagvexti á fyrri tíð – og engu öðru skv. skilgreiningu

  7. Menntun er fjárfesting Vísbendingar um afrakstur menntunar • Hvert viðbótarár í skóla hækkar laun um 6% og landsframleiðslu um 4%, þar eð laun eru 2/3 af landsframleiðslu • Launamunur háskólamanna og annarra í BNA tvöfaldaðist á 20 árum Skýr skilaboð Tæknibyltingin

  8. Óður Marshalls til menntunar „Engin sóun hamlar vexti þjóðarauðs meira en sú vanræksla, sem leyfir snillingi, sem svo vill til um, að eignaðist fátæka foreldra, að eyða starfskrafti sínum í láglaunastrit. Engin breyting myndi glæða vöxt landsauðsins meira en búsumbætur í skólum, og þá einkum í framhaldsskólum, að því tilskildu, að umbótunum fylgdi víðtækt námsstyrkjakerfi, sem gerir snjöllum syni erfiðismanns kleift að rísa úr einum skóla í annan hærri, unz hann hefur öðlazt hina beztu bókmenntun og starfsmenntun, sem völ er á.” ALFRED MARSHALL (1920)

  9. Kína og Evrópa: 1:1 árið 1400 1:20 árið 1989 1:4 árið 2006 Misvöxtur Land B: 2% á ári • Hagkvæmni • Hagskipulag • Hagstjórn Nær þrefaldur lífskjaramunur eftir 60 ár Landsframleiðsla á mann Land A: 0,4% á ári 60 0 Ár

  10. Misvöxtur: Nærtækt dæmi Ísland: 2,6% á ári Danmörk: 1,9% á ári Jafnfætis nú Tvöfaldur munur um 1900 Landsframleiðsla á mann 2008 1900 Ár

  11. Helztu uppsprettur góðra lífskjara Vaxa fátæk lönd hraðar en rík?

  12. Helztu uppsprettur góðra lífskjara ? Auðlindagnægð hneigist víða til að draga niður lífskjör og slæva fjárfestingu og menntun

  13. Hagvöxtur og fjárfesting 1960-2000 r = raðfylgni 164 lönd r = 0,42 Hagvöxtur á mann (%) Góð lífskjör og mikil fjárfesting haldast í hendur Fyrirvari um magn og gæði Fjárfesting (% af VLF)

  14. Hagvöxtur og menntun 1960-2000 Aukning framhaldsskólasóknar um 25% af árgangi helzt í hendur við aukningu hagvaxtar á mann um 1% á ári 131 land r = 0,50 Hagvöxtur á mann (%) Góð lífskjör og mikil og góð menntun haldast í hendur Framhaldsskólasókn (% af árgangi)

  15. Hagvöxtur og heilbrigði 1960-2000 Meðalævi Kínverja hefur lengzt um 9 mánuði á ári frá 1960 og Indverja um 4-5 mánuði á ári 156 lönd r = 0,54 Hagvöxtur á mann (%) Góð lífskjör og góð lýðheilsa og langlífi haldast í hendur Meðalævi 1960 (ár)

  16. Hagvöxtur og heilbrigði 1960-2000, aftur Aðföng (útgjöld) og afurðir (árangur) í heilbrigðisgeiranum fylgjast að 162 lönd r = 0,40 Hagvöxtur á mann (%) Góð lífskjör og góð lýðheilsa og langlífi haldast í hendur Heilbrigðisútgjöld (% af VLF)

  17. Hagvöxtur og menntun 1960-2000, aftur Aðföng (útgjöld) og afurðir (árangur) í skólakerfinu fylgjast að, en ekki fast: Veikt samband 160 lönd r = 0,17 Hagvöxtur á mann (%) Góð lífskjör og mikil og góð menntun haldast í hendur Útgjöld til menntamála (% af VLF)

  18. Hagvöxtur og frjósemi 1960-2000 Einföld leið til að útvega börnum meiri og betri menntun: Eignast færri börn! – og auka með því móti „gæði” hvers og eins! r = -0,54 163 lönd Hagvöxtur á mann (%) Fjöldi fæddra barna á hverja konu

  19. Hagvöxtur og frjósemi 1960-2000 Fátæk lönd Stuttar ævir í stórum fjölskyldum Rík lönd Langar ævir í litlum fjölskyldum Skoðum málið r = -0,54 163 lönd Hagvöxtur á mann (%) Fjöldi fæddra barna á hverja konu

  20. Menntun og náttúrugnægð 1960-2000 Aukning frumframleiðslu um 1% af VLF helzt í hendur við minni framhaldsskólasókn sem nemur um 1% af árgangi r = -0,63 131 land Framhaldsskólasókn (% af árgangi) Frumframleiðsla víkur smám saman fyrir menntun Frumframleiðsla (% af VFL)

  21. Lýðræði og menntun 1960-2000 Mannauður og félagsauður fylgjast að r = 0,59 125 lönd Skólasókn örvar lýðræði og öfugt, og hvort tveggja eflir hagvöxt Lýðræði Framhaldsskólasókn (% af árgangi)

  22. Mannauður og félagsauður fylgjast að Hagvöxtur Hagvöxtur Lýðræði = + Menntun Lýðræði Menntun Menntun eflir lýðræði, og lýðræði eflir hagvöxt, svo að menntun og hagvöxtur fylgjast að

  23. Mannauður og félagsauður fylgjast að Önnur túlkun Hagvöxtur Hagvöxtur Menntun = + Lýðræði Lýðræði Menntun Lýðræði glæðir menntun, og menntun örvar hagvöxt, svo að lýðræði og hagvöxtur haldast í hendur

  24. Skipulag skólamála Aðföng og afurðir Menntun skiptir sköpum fyrir lífskjör almennings um allan heim • Opinber útgjöld til menntamála 2006 námu um 8,3%af landsframleiðslu, eða 106þkr. á fjölskyldu á mánuði Brýnt að greina aðföng frá afurðum • Útgjöld eru aðföng til menntamála • Afurðin er menntunin sjálf • Afurðin skiptir höfuðmáli, ekki aðföngin

  25. Sama gildir um heilbrigðismál Útgjöld til menntamála Útgjöld eru ótryggur mælikvarði á árangur, því að þau nýtast misvel Ísland: myndarleg útgjaldaaukning, en samt fjárskortur, einkum í háskólum • Miðstýring, áætlunarbúskapur Útgjöldin myndu nýtast betur, ef kostir markaðsbúskapar fengju að njóta sín • Meiri einkarekstur, meiri fjölbreytni, fjölbreyttari fjáröflun

  26. Útgjöld til menntamála 2000-2004 (% af VLF) Aldurssamsetning mannfjöldans þýðir, að útgjöld á Íslandi eru ofmetin

  27. Útgjöld til háskólamála 2000-2004 (% af VLF)

  28. Árslaun kennara í dollurum á kaupmáttarvirði (2005) Einkeypi lækkar laun Samkeppni hækkar laun

  29. Árslaun kennara sem hlutfall af landsframleiðslu á mann (2005) Einkeypi lækkar laun Samkeppni hækkar laun

  30. Hvar stöndum við? Útgjöld til menntamála voru löngum mun minni hér en í nálægum löndum • Munurinn nam 2%-3% af VLF • Slagsíðan er horfin á heildina litið • Meira einkaframtak hér en annars staðar • Háskólarnir sitja þó enn eftir • Kennaralaun eru enn sem jafnan fyrr of lág • Aldurssamsetning þjóðarinnar skiptir máli • Gamlar syndir draga dilk á eftir sér

  31. Hlutfall mannaflans með grunn-skólapróf eða minna 2005 (%) Menntun tekur tíma

  32. Hlutfall mannaflans með háskólapróf 2005 (%) Á réttri leið

  33. Tvíþættur vandi • Fjárskortur • Lág laun, verkföll kennara • Nýting fjár • Miðstýring, áætlunarbúskapur • Útgjöldin myndu nýtast betur, fengju kostir markaðsbúskapar að njóta sín • Meiri einkarekstur, meiri fjölbreytni, fjölbreyttari fjáröflun, meira svigrúm • Dæmi: Launakerfi Háskóla Íslands

  34. Tónlistarskólarnir Löng reynsla af tónlistarskólum • Ýmis rekstrarform • Ríkisskólar • Sjálfseignarstofnanir • Einkaskólar • Tvenns konar tekjuöflun • Framlög úr almannasjóðum • Einkaframlög, þ.m.t. skólagjöld • Hliðstæða í heilbrigðiskerfinu • Tannlækningar

  35. Háskólarnir Háskólar eru komnir inn á sömu braut • Brennandi spurning á Bretlandi og víðar Ýmis rekstrarform • Ríkisskólar (HÍ, KHÍ, HA) • Sjálfseignarstofnanir (Bifröst) • Einkaskólar (HR) Tvenns konar tekjuöflun • Framlög úr almannasjóðum • Einkaframlög, þ.m.t. skólagjöld

  36. Framhaldsskólarnir Geta þeir farið sömu leið? • Hvar á að draga mörkin? • Milli framhaldsskóla og háskóla? • Milli grunnskóla og framhaldsskóla? • Hvergi? • Lágmarkskrafa • Almannavaldið þarf að tryggja kennslu til að fullnægja skólaskyldu • Samt er hægt að leyfa og líða fjölbreytni á öllum skólastigum

  37. Valfrelsi og fjölbreytni Hvernig skilar kennsla mestum árangri? • Þegar einn og sami kennari kennir sama bekk í sömu stofu með gamla laginu? • Þegar sérhæfðir kennarar fara stofu úr stofu úr einum bekk í annan? • Þegar bekkirnir flytja sig stofu úr stofu frá einum sérhæfðum kennara til annars? • Þegar margir kennarar kenna mörgum bekkjum samtímis í stóru rými?

  38. Valfrelsi og fjölbreytni Hví skyldu yfirvöld reyna að steypa alla kennslu í sama mót? Hví ekki leyfa skólunum að keppa innbyrðis? • Þá geta foreldrar og nemendur valið á milli skóla m.a. eftir kennslufyrirkomulagi og ekki bara eftir búsetu eins og nú • Hví skyldu valddreifing og valfrelsi reynast síður í skólamálum en á öðrum sviðum? • Myndi valfrelsi bitna á jöfnuði?

  39. Myndu skólagjöld koma niður á menntun? Sé menntun of lítil, getur ástæðan verið • Of lítið framboð af hálfu skólanna • Of lítil eftirspurn af hálfu heimilanna Sé ástæðan of lítið framboð, geta skólagjöld aukið framboðið • T.d. með því að borga kennurum betur Sé ástæðan of lítil eftirspurn, t.d. vegna fátæktar foreldra, geta skólagjöld dregið úr eftirspurn • Almannatryggingar þurfa að fylla skarðið

  40. Þessar glærur er hægt að skoða á vefsetri mínu: www.hi.is/~gylfason Menntun borgar sig Menntun eykur mannauð og þá um leið hagvöxt Endir Hagur einstaklinga og þjóða ræðst að miklu leyti af mannauði og félagsauði, ekki náttúruauði Afskipti almannavaldsins mega ekki standa í vegi fyrir markaðsbúskap í menntamálum

More Related