150 likes | 275 Views
Einstaklingsbundin viðmið við launaákvarðanir. Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. yfirlögfræðingur SA Málþing um launajafnrétti Bifröst 11. febrúar 2005. Eru allir í liðinu jafn verðmætir?. Eru David Bellion og Darren Fletcher. ...jafn verðmætir og Wayne Rooney og Christiano Ronaldo?.
E N D
Einstaklingsbundin viðmið við launaákvarðanir Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. yfirlögfræðingur SA Málþing um launajafnrétti Bifröst11. febrúar 2005
Eru allir í liðinu jafn verðmætir? Eru David Bellion og Darren Fletcher...
Allir jafn verðmætir? frh. • Þeir spila allir fyrir Manchester United • Þeir spila svipaðar stöður á vellinum • Þeir eru álíka gamlir • Eiga þeir þá að fá sömu laun? • Trúir því einhver að þeir fái allir sömu laun? • Ef þeir fá ekki sömu laun, er þá verið að mismuna þeim sem fá minnst?
Allir jafn verðmætir? frh. • Laun þeirra allra bestu í ensku knattspyrnunni eru talin vera á bilinu 18 til 100 þúsund pund á viku, eða 2 til 12 milljónir króna • Er þetta dæmi um vaðandi mismunun? • Eða skyldi markaðurinn hafa eitthvað þarna að segja?
Jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf => 1.mgr. 14. gr. jafnréttislaga. 1. Samanburður á störfum hvort „jafnverðmæt og sambærileg” - Þurfa auk þess að vera sömu eða sambærilegar aðstæður, Sbr. Roberts C-132/92, Brunnhofer C-381/1999, 39 og 43 tl. - samanburður við annan starfsmann hjá sama vinnuveitanda, sbr. 1. mgr. 14. gr. jafnr.l.
Jafnverðmæt og sambærileg störf • Vinnuveitandinn þarf þá að sýna fram á að mismunur í launum sé ekki vegna kynferðis • Nægir ekki að vísa til ákveðinna atriða, þarf • Að sanna að hlutlægar og málefnalegar ástæður hafi ráðið launamun, sbr. H. mál nr. 258/2004 • Eigi við „eðli þeirrar vinnu sem raunverulega er framkvæmd” Brunnhofer C-381/1999 o. fl.
Hlutlægar og málefnalegar ástæður ? Persónubundin atriði, t.d: • Markaðsvirði • Frammistaða • Þekking - menntun • Færni • Sveigjanleiki • Starfsaldur
Jafnverðmæt og sambærileg störf, frh. C-391/99 Brunnhofer - Leiðbeiningar. • Launamun má réttlæta með aðstæðum sem ekki tengjast mismunun vegna kynferðis að teknu tilliti til meðalhófsreglu (68 tl.) • Þær aðstæður eða atriði verða að byggja á raunverulegum þörfum vinnuveitandans (67. tl.) • Launamunur sem verið hefur verið frá upphafi ráðningar verður ekki réttlættur með aðstæðum sem koma fram eftir að starfsmaður hefur hafið störf (63. tl.)
Tilvitnun til markaðssjónarmiða • H, mál nr. 11/2000 og 258/2004(Akureyrarbær) Ekki verið færð ”sannfærandi rök að því, að eðlileg markaðssjónarmið hafi átt að leiða til svo mismunandi kjara, þegar litið er til stöðu þessara starfa í stjórnkerfi bæjarins.”
Tilvitnun til markaðssjónarmiða, Félagsdómur Svíþjóðar - Akademikerförbundet. Ráðning tveggja karla á hærri launum en 10 konur sem þegar voru í starfi. Óumdeilt sömu eða jafnverðmæt störf. • Stofnunin vildi taka upp nýja nálgun í starfseminni og taldi mennina hafa rétta reynslu. • Þeir hefðu líka haft hærri laun í sínum fyrri störfum. • Því markaðsástæður að baki launaákvörðuninni. • Dómstóllinn féllst á þau rök og taldi ákvörðunina nauðsynlega og réttlætanlega. Markaðsástæður ættu ekki við um laun kvennanna þar sem þær væru þegar í starfi.
Einstaklingsbundin viðmið • Hæfni til starfa, afköst, þjálfun - BrunnhoferC-391/99 • Umbun fyrir gæði, aukagreiðslur fyrir aðlögunarhæfni. Mismun í launum með tilliti til starfsreynslu/lengri starfsaldurs þarf á hinn bóginn ekki að réttlæta – Danfoss 108/88
Almennar umbætur eða forgangur? Aðstöðumunur kynja til að taka fullan þátt í vinnumarkaðnum • heimilisábyrgð ekki jafnskipt • aðgangur að fyrsta skólastigi • rask í opinberri þjónustu • veldur konum tjóni á markaði 4. mgr. 141. gr. Rómarsamningsins With a view to ensuring full equality in practice between men and women in working life, the principle of equal treatment shall not prevent any Member State from maintaining or adopting measures providing for specific advantages in order to make it easier for the under-represented sex to pursue a vocational activity or to prevent or compensate for disadvantages in professional careers.
Að lokum ... • Leikendur á samkeppnismarkaði geta ekki leyft sér að horfa fram hjá því sem skiptir máli varðandi framlag og gæði, en verðlauna það sem skiptir ekki máli, eins og kynferði • Þeir sem slíkt gera munu tapa í samkeppninni