1 / 27

TALAÐ MÁL OG FRAMSÖGN

TALAÐ MÁL OG FRAMSÖGN. Orðagaldur bls. 12 - 46. MARKMIÐ MEÐ KENNSLU Í TJÁNINGU. Að gera nemanda hæfan til að tjá sig óttalaust við aðra tala skýrt og eðlilegt mál lesa laust mál og bundið flytja ljóð og segja sögur halda ræður og kenna aðferðir til að auðvelda þér framangreint.

aquila
Download Presentation

TALAÐ MÁL OG FRAMSÖGN

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. TALAÐ MÁL OG FRAMSÖGN Orðagaldur bls. 12 - 46

  2. MARKMIÐ MEÐ KENNSLU Í TJÁNINGU • Að gera nemanda hæfan til að • tjá sig óttalaust við aðra • tala skýrt og eðlilegt mál • lesa laust mál og bundið • flytja ljóð og segja sögur • halda ræður og • kenna aðferðir til að auðvelda þér framangreint

  3. Allar skepnur jarðar hafa mál til að gera sig skiljanlegar • Menn nota tungumál sem gerir þeim kleift að tjá hug sinn í orðum • Málið er tæki andlegra samskipta þeirra sem tala það og rita • Við umgöngumst fólk við mismunandi aðstæður • Högum orðum okkar misjafnlega eftir því hverja við erum að tala við og hvað við erum að segja • Málsnið er misjafnt við mismunandi aðstæður

  4. Málsnið okkar er mismunandi eftir því í hvaða hópi við erum hverju sinni • Við verðum að haga tali okkar á þann veg að við skiljumst vel • móta hljóðin skýrt og hátt svo heyrist • Áheyrendur túlka • 50% svipbrigði þín • 10% áherslur þínar • 40% efni eða innihald ræðu þinnar • Framsögn þín og framkoma segir öðrum alveg heilmikið um persónuleika þinn

  5. Það sem þarf að hafa í huga í framsögn • líkamsstaða, slökun og spenna • rödd, öndun og beiting talfæra • nauðsyn þagna • blæbrigði raddarinnar • orðaforði • framburður

  6. LÍKAMSSTAÐA • Koma sér vel fyrir við ræðupúltið áður en tekið er til máls • Standa í báða fætur • Vagga ekki til hliðanna, ekki færa líkamsþungann til skiptis á hægri og vinstri fót • Hendur eiga að liggja á púltinu, reiðubúnar ef þú þarft á að halda • Augun eru mjög mikilvæg tenging við áhorfendur • Reyndu að ná augnsambandi við sem flesta í salnum

  7. RÖDDIN • Röddin er hljóðfæri líkamans • Ásamt svipbrigðum tjáir röddin með mismunandi blæbrigðum hverjar tilfinningar okkar eru, hvort við erum • sár eða sorgmædd • pirruð eða reið • glöð eða ástfangin • eftirvæntingarfull eða kvíðin • Hljómur raddarinnar er mismunandi

  8. AÐ ANDA Á HINN EINA SANNA HÁTT • Rétt öndun skiptir miklu máli • Þegar við öndum að okkur þrýstist þindin niður í kviðarhol • lungun elta hana, stækka og fylla sig af lofti og kviðvöðvarnir þenjast út • Axlir eru slakar • Öndun af þessum toga kallast ýmist • þindaröndun • kviðaröndun • djúpöndun

  9. VERKEFNI BLS. 19 • Þeir þættir sem eru metnir eru • Staða í pontu, hendur og fætur • Upplit, augnsamband • Upphaf og endir • Tími

  10. SJÁLFSHÆFNISMAT • Gekkstu að pontunni með öryggi og reisn? • Tókst þér að slaka á þegar upp var komið? • Tókst þér að ná góðu augnsambandi áður en þú tókst til máls og á meðan þú talaðir? • Fékkst þú jákvæð viðbrögð hjá hlustendum? • Hvernig leið þér? • Annað?

  11. HLJÓÐFRÆÐI • Sérhljóðin eru mikilvæg hljóð í málinu • Þau skiptast í einhljóð og tvíhljóð • Þegar við myndum einhljóðin er munnurinn opinn og í “fastri stöðu”, hljóðið myndast meðan tunga og varir eru í ákveðinni stöðu og munnurinn í vissri opnunarstöðu • Tvíhljóðin eru “hreyfihljóð”, myndast meðan tungan færist frá einum myndunarstað á annan • Sjá dæmi bls. 21 • Verkefni bls. 21

  12. AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á MÁL SITT • Áhersla á alltaf að koma á fyrsta atkvæði í ósamsettum orðum • Í orðum sem eru lengri en tvö atkvæði fær þriðja atkvæði aukaáherslu sem heyrist aðeins og er aldrei jafnmikil eða meiri en aðaláherslan • Í samsettum orðum er áhersla alltaf á fyrri eða fyrsta hluta, seinni liðirnir fá einhverja aukaáherslu eftir því hversu mikilvægir þeir eru • Verkefni bls. 22

  13. FRAMSAGNARPYTTIR • Hjá byrjendum er algengt að festast í einhliða tónfalli • Jafnvel þótt þeir æfi sig heima • Ræðan er þá flutt án nokkurra blæbrigða í röddinni og öll orð og setningar eru sögð með sömu áherslum • Verkefni bls. 24 • Séra – Benni • Gissur – Pétur • Hrannar – Anna Guðrún • Birgitta – Hemmi • Sköllótta söngkonan – Hemmi • Sögumenn – Arnór og Anna skipta

  14. AÐ TALA HÆFILEGA HRATT • Ef ræða er flutt of hratt verður framsögn óskýr og efni kemst ekki til skila • Ekki of hratt! • Ekki of hægt!

  15. FRAMBURÐUR • Staðbundinn framburður eða mállýska • Brottfall hljóða við vissar aðstæður getur verið eðlilegt • H fellur brott ef saman koma sérhljóð í lok orðs og h í upphafi næsta • Þ breytist stundum í ð, þ.e. raddast og mýkist eftir aðstæðum • F fellur t.d. brott úr orðunum þurfti, horft, djarft • RKT erfitt er að bera þessa þrjá stafi fram, þess vegna fellur k-ið brott eins og í orðinu sterkt • SKT hér fellur einnig miðsamhljóðið brott. Við segjum íslenst í stað íslenskt • R fellur oft brott á undan st, t.d. fyrst, verst, bursti, þorskur verður fyst, vest, busti, þoskur

  16. Skoða verkefni bls. 27 • Kalli = Viltu koma með mér út í búð þarna, á horninu þú veist. • Siggi = Æ ég veit ekki • Kalli = Hvað er þetta að þér maður, ég splæsi pulsu, eina með öllu • Siggi = Ókei, ætlar þú að koma til mín • Kalli = Ókei, bæjó

  17. HVAÐ ER GÓÐUR UPPLESTUR OG HVERNIG ER GÓÐUR LESARI? • Góður upplestur heldur athygli hlustenda • Upplesara hefur tekist að sjá textann fyrir sér á myndrænan hátt og setja sig í spor höfundar • Góður lesari fer með textann hnökralaust • Tal hans er sjálfsagt og áreynslulaust • Hann undirbýr sig vel og vinnur nákvæmlega • Hann stendur á bak við textann og gefur honum líf með túlkun sinni

  18. HVAÐ GETURÐU GERT TIL AÐ BÆTA UPPLESTUR ÞINN? • Þú getur • lesið skýrt, hægt og hæfilega hátt • lokið við orð og setningar • gætt þess að hafa nægt loft í lungunum • verið meðvitaður um hvar áherslur eiga að vera bæði í orðum og setningum • gætt þess að festast ekki í einhliða lestóni, muna að blæbrigði lífga upp á lesturinn

  19. HVERNIG ER UPPLESTUR ÞINN METINN? • Þegar kennari metur upplestur þinn spyr hann m.a. sjálfan sig: • Komst frásögnin skýrt til skila? • Tókst að finna réttu blæbrigðin í textanum? • Tókst að skapa stígandi þar sem við átti? • Tókst að skipta um tón þar sem frásögnin breytir um stefnu? • Urðu einhverjir setningarhlutar útundan? • Var hlaupið yfir einstök orð? O.s.fvr. • Verkefni bls. 32 – segðu frá skáldsögunni sem þú ert að lesa

  20. SKÝR HUGSUN – MARKVISS FRAMSÖGN • Hikhljóð eða hikorð • Hvaða hikhljóð eða hikorð þekkirðu? • Verkefni bls. 32

  21. RÆÐUMENNSKA • Sá sem heldur ætlar að halda ræðu hefur um ýmsa kosti að velja varðandi ræðuflutning: • Að skrifa ræðuna frá orði til orðs og flytja hana þannig af blöðum. • Skrifa svona ræðu þarf að æfa vel og flytja eðlilega svo hún hljómi ekki eins og lesin af blaði • Að skrifa niður minnispunkta (aðalatriði) og tala eftir þeim. • Þetta er ein algengasta aðferðin og slíkar ræður eru oft mjög góðar hvað varðar efnisskipan og flutning. Fyrir óvana ræðumenn er gott að hafa upphaf og endi ræðunnar orðrétt á blaði en minnisatriði á milli. Þá er einnig rétt að skrifa niður tilvitnanir. • Að tala blaðlaust. • Slík ræða verður að jafnaði of löng og óskipuleg nema hjá vel þjálfuðum ræðumanni

  22. AÐ SEMJA RÆÐU • Allar ræður skiptast í þrjá hluta • Inngang • Meginmál • Lokaorð • Bls. 36 - 37

  23. HELSTU RÆÐUFLOKKAR EFTIR MARKMIÐUM • Málflutningsræður • Fræðsluræður • Ávörp • Tækifærisræður

  24. FRAMKOMA Í RÆÐUSTÓL • Byrjaðu ekki að tala fyrr en þú hefur staðnæmst í ræðustóli og finnur að áheyrendur eru tilbúnir að hlusta • Ávarpaðu fundarstjóra og fundarmenn í upphafi ræðunnar • Forðastu afsakanir í upphafi. Þær draga úr áhrifum ræðunnar. • Hafðu augnsambanc við sem flesta áheyrendur og forðastu að horfa í aðra átt meðan þú flytur ræðuna. Ef þú ert með skrifaða ræðu ættir þú að þekkja handritið svo vel að þú getir litið af blöðunum til að fylgja eftir orðum þínum án þess að eiga á hættu að ruglast í ræðunni.

  25. Talaðu greinilega og hæfilega hátt þannig að þeir áheyrendur sem fjærst þér eru heyri einnig ræðuna • Vertu lítið eitt hreyfanlegur en forðastu of mikinn bægslagang • Vertu ákveðinn í framkomu og sýndu ekki of mikinn taugaóstyrk og feimni, t.d. með vandræðalegu fálmi • Reyndu að vera svo eðlilegur sem þér er unnt. Slakaðu á • Vertu háttvís í orðum og málefnanlegur í ræðuflutningi, kurteisi og prúðmennska hefur meiri áhrif en mörg orð • Vertu stundvís og virtu tímatakmörk

  26. Stjörnuspá - flutningur • Íris – bogamaður – staða nokkuð góð, upplit gott í byrjun en dregur úr í miðjunni og batnar svo aftur, fínn hraði og skýrt. • Arnór – hrútur – mjög óskýrt í lokin. • Hemmi – sporðdreki – skýr flutningur og nokkuð góður, upplit oftar, hlegið á röngum stöðum? • Benni – krabbi – fínn flutningur, augnsamband þegar lítur upp, • Anna Guðrún – steingeit – líta upp og standa kyrr, aldrei að afsaka sig. • Árni Ólafur – meyjan – hverfur ofan í púltið. • Anna Margrét – á réttri leið, fínn texti • Pétur – virkilega flott,

  27. MATSBLAÐ KENNARA - FRAMSÖGN • Nafn: ________________________ • Einkenni flytjanda 1 2 3 4 • Undirbúningur ________________________ • Öryggi í flutningi texta ________________________ • Texti er skýr ________________________ • Hæfilegur hraði í flutningi ________________________ • Blæbrigði í flutningi ________________________ • Þagnir notaðar ________________________ • Efnisval er gott/frumlegt ________________________ • Staða í pontu ________________________ • Upplit ________________________ • Augnsamband _________________________ • Framsögn í heildina _________________________ • Einkunn:

More Related