80 likes | 352 Views
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Gott að vita um . . . ÚTDRÆTTI. Hvað er útdráttur?. Útdráttur er stutt samantekt aðalatriða úr texta. Útdráttur á að vera á samfelldu máli, ekki einstök orð eða samhengislausar setningar.
E N D
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Gott að vita um . . .ÚTDRÆTTI
Hvað er útdráttur? • Útdráttur er stutt samantekt aðalatriða úr texta. • Útdráttur á að vera á samfelldu máli, ekki einstök orð eða samhengislausar setningar. • Í útdrætti er notað eigið orðalag. Þess vegna er óhætt að breyta textanum og umorða. • Útdráttur hefur upphaf, meginmálog niðurlag eins og aðrar ritsmíðar. • Í útdrætti ætti að nota eigin fyrirsögn en ekki þá sömu og í frumtextanum. Miðbjörg / SKS
Hvernig á að skrifa útdrátt? • Lestu vel yfir textann sem þú ætlar að skrifa útdrátt úr. • Endursegðu efni textans, annaðhvort í huganum eða með því að segja einhverjum um hvað hann fjallar. • Hver eru lykilorðin í textanum? Strikaðu undir þau eða skráðu þau hjá þér. • Reyndu að stytta textann eins og hægt er en gættu þess að aðalatriði hans komi vel fram. • Skrifaðu samfellda frásögn og notaðu þitt eigið orðalag. • Teldu orðin í útdrættinum þínum. Eru þau ekki miklu færri en í upphaflega textanum? Miðbjörg / SKS
Skrifaðu útdrátt úr þessum texta Fyrsti vinsæli tölvuleikurinn er talinn hafa verið gerður árið nítján hundruð fimmtíu og átta. Hann var einhvers konar stafræn útgáfa af venjulegum tennisleik milli tveggja aðila. Á sjöunda og áttunda áratugnum varð svo hálfgerð bylting í gerð tölvuleikja. Þá komu fram ótal frægir og jafnvel þjóðsagnakenndir leikir sem var aðeins hægt að spila í leikjatölvum. Núna á síðustu árum hafa leikirnir breyst nokkuð en gæði þeirra hafa tekið töluverðum framförum. Sumir tala þó um að þeir séu mun ofbeldisfyllri og grófari en nokkru sinni fyrr og hafa áhyggjur af stöðu mála. (91 orð) Miðbjörg / SKS
Dæmi um lausn Fyrsti vinsæli tölvuleikurinn er frá árinu 1958. Á 7. og 8. áratugnum urðu til ótal leikir sem aðeins voru spilaðir í leikjatölvum. Leikirnir hafa breyst með tímanum, m.a. að gæðum. Sumir segja að þeir séu ofbeldisfyllri en nokkru sinni fyrr. (40 orð) Miðbjörg / SKS