60 likes | 300 Views
Viðhorf Sambands íslenskra sveitarfélaga. Guðjón Bragason Sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Umhverfisþing 8. nóvember 2013. Vörumst of mikla miðstýringu. Listinn af nýjum lögum um umhverfis- og skipulagsmál undanfarinn áratug er alltof langur
E N D
Viðhorf Sambands íslenskra sveitarfélaga Guðjón Bragason Sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Umhverfisþing 8. nóvember 2013 Samband íslenskra sveitarfélaga
Vörumst of mikla miðstýringu Listinn af nýjum lögum um umhverfis- og skipulagsmál undanfarinn áratug er alltof langur • Margt er til bóta en oft er hætta á að ný löggjöf auki flækjustig, lengi skipulags- og leyfisveitingaferla og leiði til stöðnunar • Það er lítill tilgangur í að setja ný lög ef ekki er til fjármagn og mannafli til að framfylgja þeim • Tækifæri til einföldunar eru umtalsverð á þessu sviði Samband íslenskra sveitarfélaga
Áskoranir varðandi landnýtingu • Það er ekki skortur á landbúnaðarlandi en þörf er á skýrari stefnu um landnýtingu, t.d. hvar er hentugt að rækta skóg, reisa ný sumarhúsa-hverfi, leggja raflínur o.s.frv. • Slík stefna þyrfti bæði að vera til á landsvísu og innan hvers sveitarfélags eða landshluta • Þematengdum svæðisskipulagsáætlunum mætti fjölga verulega, s.s. um samgöngur, raflínur, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingu • Strandsvæðin þarf líka að skipuleggja, aðkoma sveitarfélaga alger nauðsyn í þeirri vinnu. Samband íslenskra sveitarfélaga
Endurskoðun jarðalaga • Tillögur lagðar fram í mars 2013 en ekki verið kallað eftir umsögnum um þær • Formleg afstaða sambandsins til málsins liggur ekki fyrir en ljóst er að samráðs er þörf um þær tillögur frumvarpsins sem snúa að skipulagi á landbúnaðarsvæðum • Óheimilt verður að taka landsvæði yfir 5 ha. úr landbúnaðarnotum án leyfis ráðherra • Ef um er að ræða sérstaklega gott ræktunarland undir 5 ha. þarf líka leyfi ráðherra • Vekur ýmsar spurningar og gengur þvert á afstöðu í umsögn sambandsins frá 2011 um breytingar á jarðalögum, þar sem sambandið lýsti sig fylgjandi því að færa slíkar ákvarðanir til sveitarstjórna, frá ráðuneytinu. Samband íslenskra sveitarfélaga
Þjóðgarðar og verndarsvæði • Aðkomu sveitarfélaga að náttúruvernd og þjóðgörðum þarf að auka, • Góð reynsla frá Vatnajökulsþjóðgarði og víðar • Samráð verði haft við sveitarstjórnir um gerð náttúruverndaráætlunar • Lítill tilgangur er í friðlýsingu svæða nema fjármagn fylgi með. Betra að vanda val verndarsvæða og standa vel að gerð og framfylgd verndaráætlana Samband íslenskra sveitarfélaga
Gjaldtaka af ferðamönnum Náttúrupassi eða skattur? Margt er enn óljóst um útfærslu Sveitarfélög leggja áherslu á að þau njóti hlutdeildar í tekjum í samræmi við framlag sitt til ferðaþjónust-unnar!