200 likes | 867 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bókmenntir 1550-1750, bls. 54-59. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Austfirsku skáldin. Austfirsku skáldin svokölluðu höfðu á margan hátt sérstöðu meðal íslenskra skálda á 17. öld.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Bókmenntir 1550-1750, bls. 54-59 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Austfirsku skáldin • Austfirsku skáldin svokölluðu höfðu á margan hátt sérstöðu meðal íslenskra skálda á 17. öld. • Hjá þeim var lágstéttarádeila áberandi í heimsádeilum. • Kvæði þeirra einkenndust af sérkennilegri kímni. • Hið nýstárlegasta við kvæði þeirra var að mikið bar á lýrík í ljóðum þeirra.
Hver voru austfirsku skáldin? • Austfirsku skáldin voru afkomendur sr. Einars Sigurðssonar í Heydölum sem orti Kvæði af stallinum Christi („Nóttin var sú ágæt ein“). • Framan af ævi var sr. Einar prestur í lélegum prestaköllum á Norðurlandi. • Hagur hans batnaði þegar Oddur sonur hans varð biskup í Skálholti. • Einar andaðist sterkefnaður maður.
Hver voru austfirsku skáldin?, frh. • Einar eignaðist mikinn fjölda afkomenda og margir þeirra voru prestar og skáld. • Ólafur sonur hans orti m.a. heimsádeilur þar sem hann deildi á vinnufólk (Nauðvörn) og á danska verslun (Árgali). • Þeir sem oftast eru hafðir í huga þegar rætt er um austfirsku skáldin eru hins vegar barnabörn Einars: • Stefán Ólafsson (sonarsonur Einars) • Bjarni Gissurarson (dóttursonur Einars)
Hver var Stefán Ólafsson? • Stundum er sagt að Stefán Ólafsson (1619-1688) sé annað höfuðskáld 17. aldar á eftir Hallgrími Péturssyni. • Þá hafa menn einkum í huga veraldlegan skáldskap hans þótt hann hafi einnig ort sálma. • Stefán var vel menntaður og þýddi m.a. Völuspá og hluta Snorra-Eddu á latínu. • Eftir 5 ára dvöl í Kaupmannahöfn kom hann til Íslands og gerðist prestur í Vallanesi (skammt frá Egilsstöðum).
Hver var Stefán Ólafsson?, frh. • Nú á dögum er Stefán einkum þekktur fyrir tvö lýrísk ástarkvæði: • Meyjarmissi („Björt mey og hrein“; Sjá bls. 90 í Rótum) • Raunakvæði (Bls. 89 í Rótum) • Í báðum kvæðunum er ort um ástarsorgina; konan fór aðra leið en skáldið ætlaði og hann situr sorgmæddur eftir. • Lýrískur skáldskapur óx á 16. öld en þó einkum á þeirri 17. Mun það að hluta vera vegna erlendra áhrifa en einnig er líklegt að sú áhersla sem í sálmum var lögð á persónulegt samtal skáldsins við Guð hafi gert skáldunum auðveldara en áður að lýsa eigin tilfinningum.
Hvað með lífsnautnina? • Í kvæðum Stefáns Ólafssonar birtist óvenju mikil lífsnautn á þess tíma mælikvarða. • Þótt hann hafi ort ádeilukvæði þar sem hann skammaði almúgann fyrir leti og ómennsku átti hann einnig til að yrkja gamansamar vísur um menn og málefni. • Lífsgleði hans birtist einnig í öl-, tóbaks- og hestavísum sem Stefán hefur e.t.v. verið fyrstur (a.m.k. með þeim fyrstu) til að yrkja. • Sjá dæmi á bls. 55.
Hvað með þunglyndið? • Þegar leið á ævina þjáðist Stefán af fótaveiki og þunglyndi. • Til er kvæði eftir hann þar sem hann yrkir afar persónulega um þessi veikindi sín. • Sjá brot úr Svanasöng á bls. 55. • Reyndar þjáðust fleiri afkomendur sr. Einars Sigurðssonar í Heydölum af þunglyndi. • Sumir vilja kenna síðar konu Einars um þessa veilu en einnig er til þjóðsaga þess efnis að þunglyndi afkomenda hans hafi stafað af álögum sem huldukona lagði á ættina.
En Bjarni Gissurarson? • Bjarni Gissurarson (1621-1712) dóttursonur Einars var prestur að Þingmúla í Skriðdal á Héraði. • Prestakall Bjarna var heldur rýrt og hann safnaði ekki auði. • Þekktastur er Bjarni fyrir náttúrulýsingar í kvæðum sínum. • Sjá brot úr „Um samlíking sólarinnar“ á bls. 55. • Einnig brot úr „Prestur reyndi penna sinn og mælti so “ á bls. 56. • Bjarni orti einnig andleg kvæði og vildi fyrst og fremst vera trúarskáld. • Hann var þó mildari í kristindóminum en margir samtímamenn hans, líkt og afi hans var.
Grýla, Þorri og Góa • Stefán Ólafsson og Bjarni Gissurarson ortu báðir um Grýlu. • Sjá dæmi á bls. 59. • Fyrstu merki Grýlukvæðis má finna í Sturlungu en að öðru leyti eru heimildur um slík kvæði, eins og flestar barnagælur, litlar þar til kemur fram á 17. öld. • Bjarni var einnig með þeim fyrstu, ef ekki sá fyrsti, til að yrkja um Þorra og Góu. • Slíkur kveðskapur barst síðan um allt land frá Austfjörðum. • Sjá dæmi á bls. 59.
Látra-Björg • Björg Einarsdóttir,Látra-Björg (1716-1784), var frá Látrum á Látraströnd við utan- og austanverðan Eyjafjörð. • Hún stundaði m.a. sjósókn á yngri árum en á efri árum flakkaði hún um og er þekktust fyrir þann hluta ævi sinnar. • Sú mynd sem þjóðsagan hefur dregið af henni bendir til að Látra-Björg hafi verið afar stolt kona, hagmælt, fljót að svara fyrir sig, kraftaskáld og meinyrt. • Sjá brot úr vísum eftir Látra-Björgu á bls. 57.
Meistari Jón! • Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720) fæddist í Görðum á Álftanesi. • Eftir lokapróf úr Skálholtsskóla fór hann til náms í Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann lauk prófi árið 1689. • Eftir það gerðist hann um hríð hermaður í Danmörku en kom síðan heim og gerðist kennari í Skálholti og síðan prestur þar og víðar. • Árið 1698 varð Jón biskup í Skálholti. • Hann var hálærður maður á sinni tíð. • Merkasta rit hans er Vídalínspostilla (einnig kölluð Jónsbók) en það er eitt af höfuðverkum íslenskrar kristni.
Um hvað er verið að tala? • Kirkjan hafði einkarétt á prentun bóka eftir siðaskiptin og þá voru fyrst og fremst prentaðar guðræknibækur. • Þær bækur voru oftast þýddar eða settar saman úr þýskum og dönskum ritum. • Guðbrandur Þorláksson var einna duglegastur við útgáfu slíkra rita. • Eftir daga Guðbrands bar mest á því að eldri rit, sem notið höfðu vinsælda, væru endurprentuð.
Nema hvað? • Vídalínspostilla er eitt athyglisverðasta guðrækniritið sem gefið hefur verið út á Íslandi. • Bókin kom út á árunum 1718-20. • Vídalínspostilla er kennd við höfund sinn, Jón Vídalín. • Um er að ræða sjálfstæðara verk en húslestrarbækur höfðu verið.
Nema hvað?, frh. • Við samningu postillunnar notaðist Jón við erlend rit, ekki bara þýsk og dönsk, eins og vani var heldur má einnig greina áhrif af ensku riti sem Jón þýddi sjálfur úr dönsku. • Það rit hafði áhrif á byggingu hverrar predikunar og þann trúarskilning sem þar birtist: • Maðurinn gat stuðlað að sáluhjálp sinni með því að þekkja sjálfan sig.
Nema hvað?, frh. • Uppbygging predikananna: • Fyrst kemur texti guðspjallsins. • Síðan kemur inngangur þar sem væntanlegt efni er kynnt. • Þá kemur útleggingin þar sem umræðuefnið er tekið fyrir. • Frá enska ritinu er komin sú aðferð að byggja útleggingu predikunar á þema guðspjallsins hverju sinni.
Nema hvað?, frh. • Vídalínspostilla er skrifuð af mikilli trúarsannfæringu og Jón talar hreint út til fólks, reynir að nálgast áheyrendur og hafa áhrif á þá. • Hann gerir lesandann að þátttakanda í atburðunum sem birtast í texta guðspjallanna, dregur hann inn í atburðina.
Nema hvað?, frh. • Stíll Vídalínspostillu er byggður upp með klassískri mælskufræði ásamt því að mikið bera á einkennum barrokklistar. • Sjá umfjöllun um barrokk á bls. 58. • Hann notar klassíska höfunda og klassísk stílbrögð. • Hann ýtir við áheyrendum og kemur á óvart með óvæntri málbeitingu og snjöllum stílbrögðum. • Hann er margorður, nýtur þess að skreyta, myndauðgi er mikil og hann endurtekur myndir, notar hliðstæður og andstæður og ögrar áheyrendum með orðanotkun sinni.
Nema hvað?, frh. • Vídalínspostilla var margoft endurprentuð og var almennt notuð til húslestra langt fram á 19. öld og sums staðar lengur. • Talið er að hún hafi verið til á flestum íslenskum heimilum 150 árum eftir að hún var fyrst gefin út. • Sjá útleggingu úr prédikun á sunnudegi milli áttadags og þrettánda á bls. 129-132 í Rótum.