260 likes | 543 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Siðaskipti 1550, bls. 13-18. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hafa sálmar ekki alltaf verið til?. Sálmar voru nýjung og hluti af þeim breytingum sem áttu sér stað í kjölfar siðaskipta.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Siðaskipti 1550, bls. 13-18 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Hafa sálmar ekki alltaf verið til? • Sálmar voru nýjung og hluti af þeim breytingum sem áttu sér stað í kjölfar siðaskipta. • Sálmar voru trúarljóð sem voru hluti af safnaðarsöngnum í guðsþjónustunni. • Lútherskir menn lögðu mikla áherslu á þátttöku safnaðarins í guðsþjónustunni. • Áður var orðið sálmur aðeins notað um sálma Davíðs í Biblíunni.
Hafa sálmar ekki alltaf verið til? • Í kaþólskum sið voru helgikvæði ort um helga menn og konur, María mey var þar vinsælust. • Í sálminum á sér hins vegar stað persónulegt samtal við Guð. • Áhersla var mikil á samband sérhvers manns beint við Guð í lúthersku.
Hvernig gekk? • Allt guðfræðiefni sem gefið var út fyrstu áratugina eftir siðaskipti var þýtt. • Á Íslandi voru bækur og kver þýdd úr dönsku og þýsku. • Þýðingarnar voru misgóðar. Einkum hafa fyrstu sálmabækurnar vakið athygli.
Hvers vegna? • Fyrsta sálmabókin var gefin út árið 1555 af Marteini Einarssyni biskupi í Skálholti, alls 35 þýddir sálmar. • Flesta sálmana þýddi biskup úr þýsku en aðra eftir dönskum þýðingum. • Honum þykir hafa tekist furðanlega vel upp miðað við að um brautryðjendastarf var að ræða.
Hvers vegna? • Næsta sálmabók kom út 1558 á vegum Gísla Jónssonar eftirmanns Marteins í Skálholti. Þýðingarnar eru úr dönsku en upphaflega voru sálmarnir á þýsku. • Þriðja sálmabókin mun hugsanlega hafa verið gefin út af fyrsta lútherska biskupnum á Hólum, Ólafi Hjaltasyni, en hún er nú glötuð.
Hvers vegna? • Sálmabók Gísla hefur oft verið tekin til marks um það sem einna verst hefur verið ort á íslensku. • Sjá dæmi á bls. 14. • Ástæðurnar geta verið nokkrar: • Dönsku þýðingarnar sem Gísli notaði voru margar hverjar lélegar. Bæði dönsku og þýsku þýðendurnir treystu sér ekki til að breyta textanum vegna hættu á að kenningin yrði ekki fullkomlega rétt. • Sálmahættir voru nýir bragarhættir og lítil sem engin hefð fyrir þeim. Ekki var hægt að breyta frá þeim því sálmarnir voru ætlaðir til söngs við sérstök lög. • Biskuparnir sáu sjálfir um þýðingarnar í stað þess að leita til skálda. E.t.v. hefur því meira verið um að ræða vilja en mátt til þýðinga.
Og framhaldið? • Guðbrandur Þorláksson (1542-1627) varð biskup á Hólum 29 ára (1571) og gegndi embætti lengst allra biskupa á Íslandi, 56 ár. • Hann festi lútherskan sið á Íslandi.
Og framhaldið? • Guðbrandur var vel menntaður á þess tíma mælikvarða; hafði gengið í Hafnarháskóla. • Danakonungur hafði mikinn áhuga á að nýta háskólann við uppbyggingu ríkis síns og valdi því Guðbrand sem biskup. • Guðbrandur sinnti vel mennta- og menningarmálum í biskupstíð sinni. • Hann keypti prentverk sem Jón Arason hafði flutt til landsins og hóf innlenda bókaútgáfu, einkum gaf hann út trúarrit.
Og framhaldið? • Guðbrandur biskup er frægastur fyrir fyrstu Biblíu Íslendinga og afskipti hans af sálmum; einkum hvað ætti að hafa í huga þegar þeir væru þýddir.
„Í upphafi var orðið” • Guðbrandur lagði mikinn metnað í útgáfu Guðbrandsbiblíu; hún var vegleg og dýr. • Biblían kom út árið 1584. • Guðbrandur notaði þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu nær óbreytta, notaði ýmsar þýðingar sem til voru á Gamla testamentinu og þýddi sjálfur það sem upp á vantaði.
„Í upphafi var orðið” • Guðbrandsbiblía var gefin út í 500 eintökum og kostaði 2-3 kýrverð (verðið fór eftir efnahag kaupanda). • Guðbrandsbiblía var einkum ætluð kirkjum. Húslestrarbækur og önnur guðræknirit voru fyrir almenning. • Siðaskiptamönnum var kappsmál að hafa Biblíuna á móðurmálinu. Athyglisvert er að hér á landi skuli Biblían hafa verið gefin út á íslensku en ekki dönsku. Sennilega hefur áhugi Guðbrands ráðið miklu um þetta auk þess sem hér á landi var fyrir rithefð.
„Í upphafi var orðið” • Biblían var gefin út þrisvar sinnum á 17. og 18. öld. Þær útgáfur þykja að flestu leyti lakari en Guðbrandsbiblía; ytri frágangur ekki eins veglegur og málfar dönskuskotið.
Arngrímur lærði • Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648) var mestan hluta ævi sinnar helsti aðstoðarmaður Guðbrands biskups.
Arngrímur lærði • Arngrímur var mikilsverður fulltrúi fornmenntastefnunnar; var vel menntaður og varð fyrstur Íslendinga til að gefa út rit til að fræða útlendinga um Ísland: • Þrjú deilurit á latínu, gefin út í Kaupmannahöfn 1593. Tilgangur ritanna var að útrýma misskilningi um Ísland og Íslendinga. • Crymogæa (nafnið þýðir Ísland á grísku). Þar var saga landsins rakin frá fundi þess fram á síaðri hluta 16. aldar. • Einnig samdi Arngrímur rit um Grænland.
En hvað með sálmana? • Árið 1589 kom út á Hólum Ein ný psalma bók, gefin út af Guðbrandi biskupi. • Þessi sálmabók var mun meiri en þær fyrri, alls 328 sálmar, og í henni var stigið mikið framfaraskref varðandi sálmaþýðingar. • Í formála að bókinni gerði Guðbrandur grein fyrir stefnu sinni varðandi þýðingarnar: • A) Að farið væri nákvæmlega eftir frumtextanum. • B) Að á sálmunum væri gott mál. • C) að engu minni formkröfur væru gerðar en í veraldlegum kveðskap.
En hvað með sálmana? • Ein ný psalmabók var vissulega framför, sérstaklega hvað varðar nýju þýðingarnar, og sumir voru vel ortir. • Enn mátti þó finna skakkar áherslur, rangt rím og málleysur. • Mikillar varkárni gætti í endurskoðun eldri sálma. • Fimm árum eftir útgáfu sálmabókarinnar gaf Guðbrandur út messusöngsbók, Grallarann, með sálmum og sálmalögum. • Orðið Grallari er myndað af latnesku heiti bókarinnar, Graduale.
Hvert var markmið Guðbrands? • Guðbrandur vildi efla guðrækni með Íslendingum. • Hann skar herör gegn rímnakveðskap og danskvæðum. Guðsorð var það sem átti að lesa og fara með. • Þetta hafði þó ekki mikil áhrif á framgang rímna og dansa, alþýða manna hélt fast við þann kveðskap. • Þá brá Guðbrandur á það ráð að koma til móts við smekk almennings með því að nota vinsæl kvæði og bragarhætti án þess að gefa eftir varðandi efni og innihald.
Hvert var markmið Guðbrands? • Árið 1612 gaf Guðbrandur út mikið safn kvæða undir heitinu Ein ný vísnabók. • Í Vísnabókinn voru tæplega 200 kvæði eða kvæðaflokkar, engir sálmar en efnið oftast trúarlegt og bragarhátturinn fenginn úr vinsælum kveðskap. • Flest kvæðanna voru eftir samtímaskáld en einnig voru þar nokkur vinsæl kaþólsk helgikvæði, s.s. Lilja og tvö kvæði eftir Jón Arason. • Einnig voru í bókinni nokkur veraldleg kvæði, mest heimsósómakvæði.
Hvað með Biblíurímur? • Skáldskapurinn í Vísnabókinni átti að þjóna lútherstrú. • Guðbrandur hafði talað gegn rímum en reyndi nú að notfæra sér vinsældir þeirra. • Í stað þess að yrkja rímur út frá sögum um forna kappa skyldi nú yrkja rímur út frá efni Biblíunnar. • Biblíurímur tóku um þriðjung bókarinnar. Þær urðu ekki vinsælar og höfðu lítil eða engin áhrif á þróun rímnanna.
Hvað með vikivaka? • Mörg fallegustu kvæði Vísnabókarinnar voru ort undir vikivakabrag. • Vikivaki var upphaflega tengdur dansi. • Eitt þessara kvæða var Kvæði af stallinum Christi eftir sr. Einar Sigurðsson úr Heydölum (1538-1612). Þetta kvæði er betur þekkt undir nafninu „Nóttin var sú ágæt ein”.
Hvernig tókst? • Ekki verður sagt að Guðbrandi hafi tekist það ætlunarverk sitt að bæta smekk almennings. • Áfram lifði veraldlegur kveðskapur, rímur af fornköppum og öðrum hetjum voru ortar áfram og urðu sífellt vinsælli. • Seinni tíma menn geta hins vegar verið Guðbrandi þakklátir fyrir Vísnabókina en með henni fæst í einu riti úrval kveðskapar frá 250 ára tímabili.
En hættu menn nokkuð að yrkja sálma? • Skáldin náðu með tímanum betri tökum á bragformi og orðfæri sálma og sálmar urðu mikilvægur þáttur í kveðskap Íslendinga. • Sálmar voru bæðir þýddir áfram og frumortir. Með tímanum kom fram í þeim persónulegri tjáning en áður hafði verið. • Í stað þess að yrkja einungis einstaka sálma voru stundum ortir sálmaflokkar út frá prentuðum guðrækniritum líkt og rímnaskáld höfðu ort rímnaflokka út frá sögum. • Liður í þessari þróun var einhver athyglisverðasti trúarskáldskapur Íslendinga; Passíusálmar Hallgríms Péturssonar.